Morgunblaðið - 05.06.1997, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
SKÓLASLIT
Verulega sjónskert
en dúxaði
Skólaslit Menntaskólans við Hamrahlíð
3 dúxar á vorönn
SIGRÚN Bessadóttir er mjög
sjónskert og telst sjón hennar
vera innan lögblindramarka.
Engu að síður náði hún að
verða ein af 3 dúxum Mennta-
skólans við Hamrahlíð við vor-
útskrift skólans.
Hún segir MH fyrst og
fremst hafa orðið fyrir valinu
vegna þess að skólinn tilheyri
hennar hverfi. Námsbraut ný-
mála við skólann hentaði henni
einnig vel en Sigrún er mikil
tungumálamanneskja. Hún hafi
ekki sóst sérstaklega eftir
þeirri sérkennslu sem skólinn
býður upp á, einfaldlega vegna
þess að hún hafi ekki þurft á
henni að halda. Hún hafi lokið
náminu á 8 önnum eins og eðli-
legt sé og til hennar hafi verið
gerðar sömu kröfur ogtil ann-
arra. „Eg vil meina að námið
velti alltaf fyrst og fremst á
manni sjálfum. Þetta er spurn-
ing um að hafa trú á sjálfum
sér og að standast kröfur skól-
ans,“ segir Sigrún.
Hún viðurkennir þó að lík-
lega hafi hún þurft að leggja
sig meira fram en aðrir til að
ná þessum góða árangri og lít-
ið hafi þýtt fyrir sig að koma
óundirbúin í tíma þar sem hún
verði að vera búin að kynna sér
það sem kennarinn fer yfir
hveiju sinni. Hún geti rétt svo
borið kennsl á grænan lit töfl-
unnar og hafi því þurft að
hlusta vel á orð kennaranna.
„Ég kann að hlusta svo þetta
hefur kannski ekki farið inn
um annað eyrað og út um hitt.
Ég get ekki starað út um
gluggann og skrifað svo niður
eftir töflunni það sem sagt hef-
TULBOÐ
Qjósmijnclaslofa
/jantiare úhgUnartMOMar
Suðurveri, sími 553 4852
Hún i/aldi
skartgripi
frá Silfurbúðinni
(Q) SILFURBÚÐIN
VjL/ Kringlunni 8-12 *Sfmi 568 9066
- Þar fcerðu gjöfma -
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
NÝSTÚDENTARNIR bera saman bækur sínar að athöfn lokinni.
Morgunblaðið/Arnaldur
Sigrún Bessadóttir
ur verið í tímanum. Það hefur
eflaust hjálpað mér að ég hef
þurft að halda 100% athygli í
tímum,“ segir Sigrún.
Sigrún er á leið í sjálfboða-
vinnu á vegum Alþjóðlegu ung-
mennaskiptanna, AUS, og mun
því dveljast eriendis næsta árið.
Vonast hún til að vera send til
Þýskalands því hana langar til
að ná enn betra valdi á þýskri
tungu. Tímann hyggst hún
einnig nota til að hugsa betur
um framhald á námi sínu en
líklegt er að málvísindi eða
frekara tungumálanám verði
fyrir valinu. „Það er vel hægt
að standa sig í námi þó sjónina
vanti,“ segir Sigrún og bætir
því við að þetta sé bara spurn-
ing um námstækni og áhuga.
LAUGARDAGINN 31. maí sl. voru
brautskráðir 130 nýstúdentar frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Luku 102 námi úr dagskóla og 28
úr öldungadeild skólans. Meðal-
námstími nýstúdenta í dagskóla er
7,8 annir með tíðasta gildi 8 annir
eða 4 ár.
Stór hópur nýstúdenta náði af-
bragðsnámsárangri og reyndist
mjög erfítt að skera úr um hver
hefði náð bestum árangri í þetta
sinn. Var því ákveðið að 3 nýstúd-
entar skildu bera titilinn, dúx skól-
ans á vorönn 1997. Þeir eru í staf-
rófsröð Sigrún Bessadóttir, Þórdís
Linda Þórarinsdóttir og Þórólfur
Rúnar Þórólfsson. Þau þtjú hafa
samtals lokið 468 námseiningum
og þar af 465 með einkunn 8-10.
Þrándur Grétarsson nýstúdent á
nýmála-, náttúrufræði- og eðlis-
fræðibrautum, lauk alls 201 náms-
einingu á 8 önnum sem mun vera
þriðji besti árangur við skólann
hvað varðar fjölda eininga við út-
skrift.
Saga skólans
komin út
Við útskrift tilkynnti rektor,
Sverrir Einarsson, að nú væri kom-
in út 30 ára saga Menntaskólans
við Hamrahlíð. Rit þetta hefur ver-
ið í vinnslu allt frá árinu 1995.
Þeir Örnólfur Thorlacius og Guð-
mundur heitinn Arnlaugsson skrifa
báðir um rektorstímabil sín í skólan-
um. Þegar Guðmundur lést þann
9. nóvember sl. ár var ákveðið að
helga ritið minningu hans. Hann
hafði þá þegar lokið þeim hluta rits-
ins, er snerti rektorstímabil hans,
en einnig ritaði hann all ítarlega
sögu framhaldsnáms allt frá 12. öld
og fram til vorra daga. Þessi viðbót
Guðmundar í 30 ára sögurit skólans
eykur almennt gildi ritsins og gerir
það enn merkilegra og fróðlegra.
Ritið hefur að geyma skrá yfir alla
kennara sem kennt hafa við skólann
og alla stúdenta sem útskrifast
hafa frá skólanum á þessum 30
árum.
Alþjóðlegt IB-nám
Fram kom í ræðu rektors að í
haust verður tekið upp við skólann
IB-nám. IB stendur fyrir Internat-
ional Baccalaureate sem eru al-
þjóðleg samtök sem bjóða skólum
og nemendum að fylgja ákveðinni
IB-námstefnu með samræmdum
lokaprófum. IB-námi skulu nem-
endur hér í skóla ljúka á 3 árum
og er þá fyrsta árið undirbúnings-
nám að IB-náminu sjálfu sem tek-
ur tvö ár. Með IB-skírteini eru
nemendum opnar ýmsar dyr, svo
sem að flestum háskólum um víða
veröld. Þá talaði rektor í ræðu sinni
um þá ógn sem framhaldsskólum
stafi af vinnudeilum og verkföllum
kennara. Hann hvatti alla hlutað-
eigandi aðila til að mætast í opnum
og einlægum viðræðum og koma í
veg fyrir að skólastarf verði enn
einu sinni sett í uppnám vegna
kjaradeilna. í kveðju sinni til ný-
stúdenta hvatti rektor þá til að
glata ekki þeim samhug og þeirri
vináttu sem myndast hefði á náms-
tímanum, því fátt væri mikilvæg-
ara í lífinu en að eiga trygga vini.
Við athöfnina söng kór Mennta-
skólans við Hamrahlíð undir stjórn
Þorgerðar Ingólfsdóttur. Nemend-
ur og nýstúdentar mynduðu kvart-
ett og léku tónlist fyrir viðstadda
og nýstúdent Eva Þyri Hilmars-
dóttir lék einleik á píanó. Ávörp
til nýstúdenta og skólans fluttu:
Edda Kristjánsdóttir fyrir hönd
kennara, Brynhildur Heiðar Óm-
arsdóttir fyrir hönd nýstúdenta úr
dagskóla, Lísa Kjartansdóttir fyrir
hönd nýstúdenta í öldungadeild,
Þórður Sverrisson fyrir hönd 25
ára stúdenta og Björn Guðbrandur
Jónsson fyrir hönd 20 ára stúd-
enta. Að því loknu var skóla slitið
í 31. sinn.
:
| iV^i I
lv 1 I V • *.. 1 II j
Útskriftarhópur Flensborgarskólans.
Skólaslit Flensborgarskólans
3 með meðal-
tal yfir 9
43 STÚDENTAR og einn nem-
andi með verslunarpróf voru
brautskráðir frá Flensborgar-
skólanum í Hafnarfirði laugar-
daginn 31. maí sl. Athöfnin fór
fram í Víðistaðakirkju.
3 nemendur luku prófi af
tveimur brautum, eðlisfræði-
og náttúrufræðibraut, 14 af
félagsfræðibraut, 16af hag-
fræðibraut, 1 af íþróttabraut,
5 af málabraut og 4 af náttúru-
fræðibraut.
Sjaldgæft er, þar sem ein-
kunnir eru aðeins gefnar í heil-
um tölum, að meðaltal allra
einkunna fari yfir 9,0. Að þessu
sinni náðu þó 3 nemendur þeim
árangri. Hæstur varð Hannes
Helgason af eðlisfræði- og nátt-
úrufræðibraut með 9,34 í
meðaleinkunn. Næstar honum
komu þær Guðbjörg Guðvarð-
ardóttir með 9,26 og K. Eygló
Hjaltadóttir með 9,05 í meðal-
einkunn en þær luku báðar
prófi af hagfræðibraut eftir
nám í öldungadeild skólans.
Mjög háar einkunnir fengu
einnig Kristmundur Guðleifs-
son og Stefán Freyr Guð-
mundsson, báðir af eðlisfræði-
og náttúrufræðibraut.
Kristján Bersi Ólafsson,
skólameistari, flutti ræðu og
heiðraði hann sérstaklega 4
nemendur skólans sem hafa
verið valdir til þátttöku á
Ólympíuleikunum í stærðfræði
og eðlisfræði í sumar. Þeir eru
Hannes Helgason, Stefán
Freyr Guðmundsson og Mar-
teinn Þór Harðarson í stærð-
fræði og Birgir Björn Sævars-
son i eðlisfræði.
Árni E. Albertsson talaði
fyrir hönd 20 ára stúdenta og
afhenti skólanum fé til nótna-
kaupa fyrir kór skólans. Hann-
es Helgason flutti ávarp ný-
stúdents. Tónlist setti mikinn
svip á athöfnina. Ástríður Alda
Sigurðardóttir og Eyjólfur
Eyjólfsson léku saman á píanó
og flautu, valda kafla úr
flautusónötum eftir Hándel.
Síðar lék Ástríður Alda einleik
á píanó, 3. kafla Tunglskinssó-
nötu Beethovens. Kór Flens-
borgarskólans söng undir
stjórn Hrafnhildar Blomster-
berg.