Morgunblaðið - 05.06.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997 53
1
I
j
i
1
I
i
4
!
4
4
(
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Halldór
FRÁ afhendingu námsstyrkja og athafnastyrks íslandsbanka.
Viður kenningar fyrir ný-
sköpun og góðan árangur
Atvinnu-
vegasýning
Vestfjarða
1997
ATVINNUVEGASÝNING _ Vest-
fjarða 1997 verður haldin í íþrótta-
húsinu á Torfsnesi á ísafirði um
næstu helgi. Um sextíu fyrirtæki
af öllum Vestfjörðum taka þátt í
sýningunni, stór og smá og úr hin-
um ólíklegustu geirum atvinnulífs-
ins. Sýningin verður opin laugar-
daginn 7. júní kl. 10—18 og sunnu-
daginn 8. júní kl. 13-18.
I fréttatilkynningu frá undirbún-
ingshópi sýningarinnar segir: „Sýn-
ingin er haldin í skugga harðvítugs
verkfalls sem lamar veigamikla
þætti atvinnulífsins í ýmsum byggð-
um Vestfjarða eins og allir lands-
menn þekkja. Að vissu leyti má því
segja að sýninguna beri upp á nokk-
uð óheppilegan tíma en á hinn bóg-
inn má einnig líta svo á að þetta
sé einmitt rétti tíminn til þess að
vekja athygli á þeirri fjölbreytni
sem þrátt fyrir allt einkennir vest-
firskt atvinnulíf og þá mörgu vaxt-
arbrodda sem dafna um allan fjórð-
unginn.
I þeim anda eru einkunnarorð
þessarar fyrstu atvinnuvegasýning-
ar Vestfjarða, fjölbreytni, atorka,
metnaður. Hún á að leiða Vestfirð-
ingum sjálfum og landsmönnum
öllum fyrir sjónir að margt er að
gerast og margt framundan í vest-
firsku atvinnulífi, þótt frekar mætti
skilja af opinberri umræðu á síð-
ustu árin að hér sé ekkert nema
dauði, djöfull og vesældómur. Til-
gangur sýningarinnar er ekki síst
að efla trúna á framtíðina hér
vestra. Markmið hennar er að sýna
fram á að hér eru vissulega ekki
öll sund lokuð heldur þvert á móti
ýmsar leiðir opnar inn í blómlega
framtíð."
Fyrir sýningunni stendur At-
vinnuþróunarfélag Vestfjarða hf.
sem stofnað var í nóvember sl. Að
félaginu standa fyrirtæki, einstak-
lingar, félög, stofnanir og sveitarfé-
lög á Vestfjörðum. Formaður
stjórnar félagsins er Sigurðup Jóns-
son, skipatæknifræðingur á ísafirði
en framkvæmdastjóri er Elsa Guð-
munsdóttir, hagfræðingur. Verk-
efnisstjóri Atvinnuvegasýningar
Vestijarða 1997 er Björn Garðars-
son.
NÁMSSTYRKIR og athafnastyrkur
íslandsbanka voru nýlega afhentir.
Veittir voru átta námsstyrkir, hver
að upphæð 120 þúsund krónur og
einn athafnastyrkur að ijárhæð 200
þúsund krónur. Alls bárust tæplega
200 umsóknir um styrkina.
Markmið Islandsbanka með þess-
um styrkjum er að veita námsmönn-
um viðurkenningu fyrir frábæran
árangur í námi og hvatningu til frek-
ari átaka. Jafnframt er tilgangurinn
að örva nýsköpun og frumkvæði
meðal íslenskra námsmanna. Styrk-
irnir eru veittir í tengslum við
Menntabraut, námsmannaþjónustu
íslandsbanka. ■
í úthlutunarnefnd áttu sæti: Ingj-
aldur Hannibalsson dósent, Lúðvík
Bergvinsson alþingismaður og Ás-
mundur Stefánsson framkvæmda-
stjóri og Birna Einarsdóttir, mark-
aðsstjóri frá íslandsbanka.
Námsstyrki hlutu eftirtaldir: Álf-
heiður Hrönn Hafsteinsdóttir, 18
ára. Hún stundar nám í eðlisfræði-
deild MR og í Tónlistarskóianum í
Reykjavík. Álfheiður stefnir að því
að ljúka einleikaraprófi í fiðluleik
vorið 1998. Erling Erlingsson, 32
ára. Hann stundar nám við Stýri-
mannaskólann í Reykjavík og hefur
náð mjög góðum árangri í náminu.
Guðbjörg Pálsdóttir, 31 árs. Hún
stundar meistaranám í hjúkrun mik-
ið slasaðra einstaklinga við Univers-
ity of Maryland í Baltimore. Loka-
verkefni hennar verður hópslysaá-
ætlun fyrir ísland í heild. Gunnar
Ólafur Kvaran, 25 ára. Hann er á
síðasta ári í Kennaraháskóla íslands
en tók hluta kennaranámsins í Nor-
egi og kynntist þar útivistarkennslu
í grunnskólum. Lokaritgerð hans
mun fjalla um það efni. Gunnar
ætlar að fara í framhaldsnám í
norskum skóla sem sérhæfir sig í
útivistarkennslu. Jón Birgir Jónsson,
25 ára. Hann stundar mastersnám
í íjármálum og tölfræði við Stern
School of Business í Bandaríkjunum.
Kristjana Stefánsdóttir, 29 ára. Hún
stundar djasskennaranám við Hil-
versum Conservatorium í Hollandi
sem er stærsta djassdeild Evrópu.
Kristjana hefur lokið 8. stigi í söng
frá Söngskólanum í Reykjavík. Ólöf
Björg Steinþórsdóttir, 35 ára. Hún
er í doktorsnámi við University of
Wisconsin-Madison í kennslufræðum
stærðfræðinnar. Mastersritgerð
hennar fjallar um stúlkur og stærð-
fræði, en áhugasvið hennar er tengt
kynjamun í stærðfræði. Sjöfn Gunn-
arsdóttir, 23 ára. Hún stefnir í dokt-
orsnám í eiturefnafræði í Bandaríkj-
unum.
Athafnastyrkinn hlaut að þessu
sinni: Guðberg K. Jónsson, 27 ára.
Hugmynd hans er hönnun á sjálf-
virku greiningartæki fyrir málrænt
atferli (Automatic Vocal Analysis
System). Guðberg er í doktorsnámi
í hugfræði og samskiptaferli við
Parísarháskóla. Hann er að hanna
tölvuforrit sem er ætlað að verða
sjálfvirkt margmiðlunar greiningar-
tæki og á að greina í rauntíma-
kvarða tíðni, tónhæð, styrk, byijun
og enda á málrænu atferli. Til hlið-
sjónar við hönnun forritsins er haft
aðgengi við atferlisgreiningarforritið
THEME og taugalífeðlislega mæli-
tækið EMBLA. Tölvuforritið myndi
aðallega nýtast háskólatengdum
rannsóknarstofum en einnig hönn-
uðum samverkandi kennslubúnaðar.
Skógarganga
í kvöld
ÞRIÐJA skógarganga skógræktar-
félaganna, Ferðafélags íslands og
Búnaðarbankans um „Græna trefil-
inn“ hefst í dag, fimmtudaginn 5.
júní kl. 20 á vegum Skógræktarfé-
lags Garðabæjar.
Gert er ráð fyrir að menn komi
akandi á eigin bílum eftir Reykjanes-
braut til Hafnaríjarðar og aki til
vinstri við kirkjugarðinn í átt að skóg-
ræktasvæði Hafnfirðinga við Hval-
eyrarvatn. Mæting og rútuferð verð-
ur frá Mörkinni 6, húsi Ferðafélags-
ins, kl. 20 og við skógræktargirðing-
una í Gráhelluhrauni kl. 20.30 þar
sem bifreiðum verður lagt. Þaðan »
verður gengið yfír Gráhelluhraun,
upp Setbergshlíðar, um Tjarnholt og
lokaáfangi er við trjásýnisreitinn í
Vífilsstaðahlíð. Þar bíður rúta sem
ekur göngumönnum til baka í bílana
við Gráhelluhraun. Staðkunnir leið-
sögumenn frá skógræktarfélögunum
og Ferðafélaginu verða með í för og
segja frá því sem fyrir ber.
Næsta ganga verður fimmtudag-
inn 12. júní. Gengið verður um Víf-
ilsstaðahlíð.
-----» ♦ ♦-----
Fræðslufundur
um þjónustu
við fjölskyldur
geðsjúkra
EYDÍS Sveinbjarnardóttir geðhjúkr-
unarfræðingur heldur fyrirlestur um
íjölskylduþjónustu á móttökudeildum
fimmtudaginn 5. júní kl. 20 í félags-
miðstöð Geðhjálpar, Tryggvagötu 9.
í tengslum við rannsóknir Eydísar
á högum aðstandenda geðsjúkra á
íslandi mun hún reyna að gefa svör
við eftirfarandi: Hvaða skipulagða .
þjónustu fá aðstandendur geðsjúkra
á mótttökudeildum? Er nauðsynlegt
að bæta þá þjónustu eða skipuleggja
betur? Hvað á að felast í þeirri þjón-
ustu: fræðsla, streitustjórnun og/eða
tilfinningalegur stuðningur? Hvað
segja aðstandendui' sjálfir? Eydís
mun einnig segja frá því hvað erlend-
ar rannsóknir gefa til kynna varð-
andi þjónustu við aðstandendur geð-
sjúkra.
Eydís Sveinbjarnardóttir er geð-
hjúkrunarfræðingur og hjúkrunar-
stjóri á barna- og unglingageðdeild.
Hún vinnu að rannsóknum á þjón-
ustu við fjölskyldur geðsjúkra sem
er hluti af doktorsverkefni hennar.
LOKAÐIR FJALLVEGIR 29. MAÍ 1997
50 km
Vegagerðin og Náttúruverndarráð hafa sent frá sér upplýsingar um hvaða
svæði á hálendinu eru lokuð allri umferð vegna snjóa og/eða aurbleytu.
Vegir á skyggðu svæðunum eru lokaðir allri umferð þar til annað verður
auglýst. Símar vegagerðarinnar eru: 563-1500 og grænt númer, 800-6315.
Fj allahj ólaklúbburinn með námskeið
Félag leiðsögu-
i manna 25 ára
FÉLAG leiðsögumanna heldur í til-
efni af 25 ára afmæli sínu félags-
mönnum og velunnurum félagsins
afmælishóf í Kaffí Reykjavík föstu-
daginn 6. júní kl. 18-20.
I fréttatilkynningu frá félaginu
segir: „í félagi leiðsögumanna eru
■ um 400 félagsmenn með 18 tungu-
’ mál á valdi sínu. Félagið starfrækir
I atvinnumiðlun fyrir leiðsögumenn.
( Markmið félagsins er að vinna að
þróun ferðaþjónustu og bættri leið-
sögn á íslandi. Það lætur menntun-
armál leiðsögumanna til sín taka
og sinnir endurmenntun og sí-
menntun félagsmanna."
Rokkstokk
í Reykjanesbæ
I HUÓMSVEITAKEPPNIN Rokk-
stokk verður haldin í Reykjanesbæ
11.-12. júlí. Keppnin mun fara
fram víðsvegar um bæinn bæði á
föstudag og laugardag. Aðalkeppn-
in verður á laugardagskvöldið.
Bestu hljómsveitirnar komast á
geisladisk sem verður gefinn út
eftir keppnina. Góð verðlaun verða
i í boði og má þar nefna að besta
hljómsveitin fær utanlandsferð í
verðlaun á hljómsveitarhátíð, besti
1 trommuleikarinn, bassaleikarinn,
gítarleikarinn, hljómborðsleikarinn,
söngvarinn og frumlegasta hljóm-
sveitin fá einnig verðlaun.
Þátttökutilkynningar þurfa að
hafa borist til félagsmiðstöðvarinn-
ar Ungó í Keflavík, pósthólf nr.
396, póstnúmer 230, fyrir 15. júní
1997. Keppendur þurfa að greiða
1000 kr. fyrir hvern hljómsveitar-
meðlim. Keppendur þurfa einnig að
senda spólu með þremur frumsömd-
um lögum auk myndar af hljóm-
sveitinni. Hljómsveitin má ekki hafa
gefið út geisladisk áður og aldurs-
takmark í keppnina er 16 ár.
Upplýsingar um keppnina má
finna á internetinu á slóðinni
www.ok.is/rokkstokk.
Sjókajakmót í
Flókalundi
SJÓKAJAKMÓT Flóka Vilgerðar-
sonar verður haldið í Flókalundi
helgina 6.-8. júní.
Mótið verður sett föstudagskvöld
kl. 22 og verður farin miðnæturferð
kl. 23 til klukkan 2 um Vatnsfjörð
austanverðan og eyjar og sker
Breiðafjarðar. A laugardeginum
verður dagsferð um Rauðasand og
Látrabjarg. Lagt verður af stað frá
Flókalundi kl. 10. Um kvöldið kl.
23 verður siðan varðeldur í fjörunni
viðFlókalund.
Á sunnudeginum um kl. 10 verð-
ur róið um Vatnsfjörð vestanverðan
inn í botn og út að Brjánslæk. Kl.
15 verður kappleikur á sjókajak en
mótslok eru áætluð kl. 17.
LEIÐRETT
Nafn féll niður
í FORMÁLA minningagreina um
Ágústu Rósu Andrésdóttur á blað-
síðu 50 í Morgunblaðinu fímmtudag-
inn 29. maí féll niður í upptalningu
nafn yngsta sonar Jennýjar dóttur
hennar, SigurðarÁma, f. 8.11.1978.
Hlutaðeigendur eru innilega beðnir
afsökunar á þessum mistökum.
Eiríkur Hreinn og Ólöf
I DÓMI um tónleika Óperukórsins
í blaðinu 3. júní síðastliðinn mis-
rituðust nöfn Eiríks Hreins Helga-
sonar og Ólafar Kolbrúnar Harðar-
dóttur. Beðist er velvirðingar á mis-
tökunum.
Bílvelta
MISSAGT var í frétt í blaðinu á
sunnudag af bílveltu á mótum Breið-
holtsbrautar og Reykjanesbrautar
sl. laugardagsmorgun að bifreið
hefði verið ekið vestur Breiðholts-
braut og beygt inn á Reykjanes-
braut, þar sem hún valt. Hið rétta
er að bifreiðinni var ekið norður
Reykjanesbraut og beygt til hægri
áleiðis austur Breiðholtsbraut. í
beygjunni missti ökumaður vald á
bifreiðinni með þeim afleiðingum
að hún lenti utan í járnvegriði milli
akbrautanna og síðan á járnstólpa
skiltabrúar og valt síðan á toppinn.
Tekið var blóðsýni úr ökumanni og
farþega en ökumaðurinn sagðist
ekki hafa neytt áfengis. Niðurstaða
blóðprufu er enn ekki fengin.
ÍSLENSKI fjallahjólaklúbburinn
mun standa fyrir námskeiði í undir-
búningi ferðalaga á reiðhjólum.
Verður það haldið í kvöld, fímmtu-
dagskvöld, kl. 20 í félagsaðstöðu
klúbbsins að Austurbugt 3 við
Reykjavíkurhöfn.
Námskeiðið er öllum opið sem
áhuga hafa á útivist. Sýndur verður
ýmiskonar sérhæfður hjólreiðafatn-
aður og annar búnaður sem reynst
hefur vel við íslenskar aðstæður. Þar
verður hægt að sjá ýmsar gerðir -
taskna og tengivagna, og rætt verð-
ur um kosti þeirra og galla. Þar
verður til sýnis íslensk framleiðsla
bögglabera og annarra fylgihluta
sem auðvelda mönnum ferðalög um
landið. Einnig er þetta gott tæki-
færi til að fá upplýsingar um
skemmtilegar hjólreiðaleiðir út um
allt land, segir í fréttatilkynningu.