Morgunblaðið - 05.06.1997, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997 57
ÍDAG
Arnað heilla
^/AÁRA afmæli. Sjötug
I V/er í dag, fimmtudag-
inn 5. júní Sólveig Jóns-
son, hjúkrunarfræðing-
ur, Lyngrima 15, Reykja-
vík. Eiginmaður hennar er
Jón Hjörleifur Jónsson,
fyrrverandi skólastjóri
og prestur. Þau hjónin
taka á móti gestum á heim-
ili sínu milli kl. 10 og 14
sunnudaginn 15. júní nk.
eða eftir tíu daga.
BRIDS
Umsjón Guðmunilur l’áll
Arnarson
ÍTALINN Attanasio hélt á
spilum suðurs á Evrópumót-
inu í tvímenningi, sem fram
fór síðla vetrar í Hollandi.
Eftir nokkuð langan aðdrag-
anda, varð Attanasio sagn-
hafi í tveimur spöðum.
Austur gefur; enginn á
hættu.
Norður ♦ D643 4 ÁG43 ♦ 32 ♦ Á43
Vestur Austur
♦ K108 ♦ Á2
V 109 *K875
♦ D109754 111111 ♦ G
4 D2 4 KG8765
Suður
♦ G975
V D62
♦ ÁK86
+ 109
Vestur Norður Austur Suður
1 lauf Pass
1 tígull Dobl 2 lauf Dobl
2 tíglar Pass Pass Dobl
Pass 2 hjörtu Pass 2 spaðar
Pass Pass Pass
Útspil: Laufdrottning.
Austur yfirdrap lauf-
drottningu makkers með
kóng og skipti yfir í einspil-
ið í tígli, þegar Attanasio
dúkkaði. Suður tók með ás
og spilaði spaða á drottn-
ingu og ás. Austur spilaði
aftur spaða, vestur tók tvo
slagi á K10 og spilaði síðan
laufi á ás blinds. Attanasio
spiiaði litlu hjarta úr borði
að drottningunni, og austur
gaf réttilega.
Sagnhafi hefur þegar
gefið þijá slagi á tromp og
laufkónginn og þarf því að
fá fimm af þeim sex sem
eftir eru í þessari stöðu:
Norður
4 6
4 ÁG4
4 3
4 4
Vestur Austur
4 .. 4 -
4 10 1 4 K87
♦ D10975 111111 4 -
4 - ♦ G87
Suður
4 7
4 62
4 K86
4 -
Attanasio spilaði nú tígul-
kóngi og meiri tígli, sem
hann trompaði. Austur
mátti vel missa lauf í fyrri
tígulinn, en svo fór málið
að vandast. Ef hann henti
aftur laufi, yi'ði hann sendur
inn á síðasta laufið til að
spila frá hjartakóngnum.
Hann henti því hjarta. En
þá spilaði sagnhafi hjarta-
gosanum úr borði og fríaði
þannig síðasta hjartað án
þess að vestur kæmist inn.
fT/\ÁRA afmæli. Laug-
OV/ardaginn 7. júní
verður fimmtugur Kristján
Helgi Bjartmarsson, for-
stöðumaður gervitungla-
fjarskipta hjá Pósti og
síma, Austurströnd 14,
Seltjarnarnesi. Hann og
kona hans Halldóra Guð-
mundsdóttir taka á móti
gestum frá kl. 17 til 20 á
afmælisdaginn, í Skipholti
70.
ff /\ÁRA afmæli. Mánu-
Dv/daginn 9. júní nk.
verður fimmtugur Jón
Norðfjörð, framkvæmda-
stjóri, Vallargötu 29,
Sandgerði. Hann og eigin-
kona hans Ólafía Guðjóns-
dóttir, bjóða til afmælis-
veislu í samkomuhúsinu í
Sandgerði, laugardaginn 7.
júní frá kl. 19. Þau vonast
til að sem flestir ættingjar
og vinir samfagni þeim á
þessum tímamótum.
Með morgunkaffinu
*
Ast er...
að fara handahlaup af
gleði yfir að hafa hitt
HANN.
TM Heg U.S. Pat. OH. — ail rights reserved
(c) 1997 Los Angeles Times Syndicate
VERTU rólegur. Ég
kom honum í gang.
COSPER
í NÆSTA mánuði höldum við upp á gullbrúðkaup-
ið okkar, ef við verðum ennþá gift.
HÖGNIHREKKVÍSI
STJÖRNUSPÁ
ciftir ITanccs Drakc
TVÍBURAR
Afmæiisbarn dagsins:
Þú ert viðkvæmur, þolir
illa harðræði heimsins og
vilt að ailir lifi í kærieika
og friði.
Hrútur
(21. mars- 19. aprfl)
Þú ert léttlyndur þessa dag-
ana og vilt ólmur hitta fólk.
Hleyptu lífi í rómantíkina og
bjóddu ástinni þinni út að
borða.
Naut
(20. apríl - 20. maí) (fft
Taktu ekki nærri þér, þó
áætlanir þínar breytist eitt-
hvað. Það er þér bara til góðs.
Hittu vini þína seinna í dag.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Eyddu deginum i faðmi fjöl-
skyldunnar fremur en að
leggjast í búðarráp. Nú ætt-
irðu að skipuleggja sumarfrí
fjölskyldunnar.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ert á milli steins og
sleggju varðandi ákvarðana-
töku en færð gagnlegar upp-
lýsingar frá vini þínum, sem
þú skalt notfæra þér.
Ljón
(23.júlí-22.ágúst)
Þú ert hálffúll vegna þess
að ákveðin persóna hlustar
ekki á þig. Vertu ekki ósann-
gjarn og ráðríkur.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Nú ferð þú að sjá árangur
erfiðis þíns. Vertu ekki nið-
urdreginn þó hann sé ekki
eins mikill og þú áttir von á.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú hefur verið eitthvað utan
við þig undanfarið, en það
verður ekki lengi. Eitthvað
gerist á næstu dögum sem
breytir því, svo vertu viðbú-
inn.
Sporödreki
(23. okt. - 21. nóvember) ®Hj0
Þú treystir um of á einhvern,
sem þarf að fá að vera í friði.
Vertu ekki of ýtinn því hlut-
irnir ganga upp hjá þér, fyrr
en varir.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember)
Nú er kominn tími til að tak-
ast á við verkefni sem þú
hefur hugsað um lengi. Láttu
ekki draga úr þér, þó illa
gangi í fyrstu.
Steingeit
(22. des. - 19.janúar)
Þetta verður ánægjulegur
dagur. Þú ferð í heimsóknir
og spjallar við vini og kunn-
ingja. Leyfðu þér svo að eiga
rólegt kvöld.
Vatnsberi
(20.janúar- 18.febrúar)
Fjölskyldumeðlimir hafa
skiptar skoðanir á hvað gera
skuli í sumarfríinu, svo rétt-
ast væri að setja tillögurnar
niður á blað og draga um
þær.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) -ohk
Þú ert óöruggur varðandi
fjármálin, en tekur fljótt
gleði þína þvi málin skýrast
í dag. Náinn vinur þinn fær-
ir þér góðar fréttir.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Fyrir
sumarfríið...
úrval af buxum, bolum og úlpum.
Vðutttv
tískuverslun v/Nesveg , Seltjarnarnesi. Sími 561 1680
ORÐSENDING
FRÁ LÍFEYRISSJÓÐI
VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS
TIL SJÓÐFÉLAGA
Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags fslands hefur sent
sjóðfélögum sínum yfirlit yfir móttekin iðgjöld á
tímabilinu 1. júlí-31. desember 1996.
Hafi einhver ekki fengið yfirlit, en dregið hafi verið
af launum hans í Lífeyrissjóð verkfræðingafélags
íslands, eða ef yfirlitið er ekki í samræmi við frádrátt
á launaseðlum, þá vinsamlegast hafið samband við
skrifstofu sjóðsins nú þegar og eigi síðar en 30. júní
n.k.
Verði vanskil á greiðslum iðgjalda til lífeyrissjóðsins
geta dýrmæt réttindi glatast.
GÆTTU RÉTTAR ÞÍNS
í lögum um ábyrgðarsjóð launa
segir meðal annars:
Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðar-
sjóðs launa vegna gjaldþrota skulu launþegar innan
60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um
skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu
vanskil á iðgjöldum, skal launþegi innan sömu tíma-
marka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla íyrir það
tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki
fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður ein-
ungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda
þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi
lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjalda-
kröfuna.
Lífeyrissjóður Verkfiræðingafélags íslands,
Engjateigi 9, 105 Reykjavík,
sími 568 8504, fax 568 8834.
- kjarni málsins!