Morgunblaðið - 05.06.1997, Side 68
<33)
AS/400 er...
...með PowerPC
64 bita örgjörva
'Öst- og stýrikerfi
<33) NÝHERJI s
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIB691100, SÍMBRÉF6691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Velta Iseyjar í Bremerhaven hátt í 4 milljarðar
Tekur yfír rekst-
* ur fískmarkað-
arins í borginni
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
PÁLMI Stefánsson, útgerðarsljóri Básafells, á tali við verkfallsverðina Aðalheiði Steinsdóttur, varaformann
Verkalýðsfélagsins Baldurs, og Sigríði Bragadóttur, sem reyndu að koma í veg fyrir að Skutull kæmist
til veiða í gær. Á pollanum situr Guðmundur Oli Lyngmo, starfsmaður Básafells.
Reynt að hindra að
skip færu til veiða
FISKSÖLUFYRIRTÆKIÐ ísey í
Bremerhaven í Þýskalandi mun á
næstu dögum taka yfir rekstur fisk-
markaðarins í Bremerhaven. Að
sögn Samúels Hreinssonar, for-
stjóra íseyjar, verður velta fyrir-
tækisins eftir yfirtökuna á bilinu
þrír og hálfur til fjórir milljarðar
króna.
Ríkisfyrirtækið FBEG hefur rek-
t (jj. *ð alla starfsemi við höfnina í Brem-
erhaven í yfír 100 ár en ísey tekur
nú yfír fiskmarkaðsþátt starfssem-
innar. „FBEG hefur haft á sinni
könnu alla starfsemi hér á hafnar-
svæðinu, sér meðal annars um alla
orkusölu og hefur umsjón með
gatnagerð. Isey tekur hins vegar yf-
ir fískmarkaðshluta fyrirtækisins
og allt sem honum tilheyrir," segir
Samúel.
Hann segir að í kjölfar yfírtöku
fískmarkaðsstarfseminnar verði
gengið til samstarfs við ýmsa aðila
sem tengjast markaðnum. „Til
dæmis er hér starfrækt flutninga-
fyrirtæki sem sér um þjónustu við
kaupendur. í samvinnu við þá stofn-
um við fyrirtæki sem sér um alla
leigu á fiskikössum, þvott og þess
háttar. Við kaupum öll áhöld, kassa,
f SLENDIN GAR sigruðu í 5 af 8
greinum í sundkeppni Smáþjóða-
leikanna í gær og fengu fern silf-
urverðlaun og eitt brons. Tvö ís-
landsmet féllu og þijú mótsmet. Á
BÆJARRÁÐ Vestmannaeyja sam-
þykkti í gær tillögu stjómar Bæjar-
veitna um að rúmmetraverð í gjald-
skrá hitaveitu til íbúðarhúsnæðis
lækki um 30% og kflóvattstundin í
rafhitun íbúðarhúsnæðis um 20%
1» frá næstu mánaðamótum. Petta er
gert kleift með lengingu lána og
lækkun vaxtakostnaðar, auk endur-
skipulagningar í rekstri hjá Bæjar-
veitunum. Þá samþykkti bæjarráð
að leggja Bæjarveitum til allt að
fímm milljónir króna á ári næstu
þrjú ár til að tryggja að lækkunin
gangi eftir.
Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum segir að miðað við
kassaþvottavélar og ýmislegt fleira
sem er nauðsynlegt til að halda úti
fiskmarkaði. Hin eiginlega löndun á
físki verður áfram í höndum FBEG
en við höfum gert við þá þriggja ára
samning um að þeir landi fyrir okk-
ur aflanum gegn því að þjónustu-
gjöld hækki ekki á meðan. Við tök-
um hins vegar alveg yfir þá starf-
semi sem fylgir uppboðinu," segir
Samúel.
Selja 80% ferksfisks frá íslandi
Samúel segir að með yfirtökunni
sé starfsemi íseyjar orðin tiltölu-
lega umfangsmikil og velta fyrir-
tækisins á bilinu þrír og hálfur til
fjórir milljarðar. I dag fari um 80%
alls ferskfisks frá Islandi um Brem-
erhaven í gegnum íyrirtækið og
nánast allur ferskfiskur frá Færeyj-
um. „Starfsemin sem nú fellur undir
okkar verksvið spilar því nokkuð
stóra rullu hér í Bremerhaven. Við
teljum að með yfirtöku á þessari
starfsemi verðum við betri á mark-
aðnum, því nú getum við gert það á
einum stað sem áður var gert á
tveimur eða þremur. Þannig verður
til dæmis þjónustan við kaupendur
okkar betri,“ segir Samúel.
myndinni er Örn Arnarson um það
bil að bæta 10 ára gamalt leikamet
í 200 m baksundi.
■ fþróttir C-blað
að húshitunarreikningur meðalfjöl-
skyldu í Eyjum sé um 80.000 krónur
á ári geti lækkunin orðið um 24.000
krónur. „Til að geta borgað 24.000
krónur í húshitunarkostnað þurfa
menn að vinna fyrir 42.000 krónum
fyrir skatt. Miðað við 90.000 króna
laun er þessi breyting nærri því
jafnmikil kjarabót og nýgerðir
kjarasamningar voru að skila fólki,“
segir Guðjón.
Óþarfí að ein kynslóð borgi
skuldirnar niður
Hann segir að á síðustu þremur
árum hafí tekizt að borga niður hátt
á annað hundrað milljóna af skuld-
VERKFALLSVERÐIR í Verkalýðs-
félaginu Baldri á fsafirði reyndu ár-
angurslaust í gær að koma í veg
fyrir að tvö skip Básafells, Skutull
og Orri, héldu til veiða. Skipverjar
leystu landfestar úr skipinu og
skildu þær eftir á bryggjunni og
segir Pétur Sigurðsson, formaður
Alþýðusambands Vestfjarða, að
ekki verði brugðist við þessu með
öðrum hætti en að koma í veg fyrir
löndun úr skipunum þegar þau snúa
aftur úr veiðiferð. I gærkvöldi hélt
togarinn Júiíus Geirmundsson frá
Isafirði og tók olíu á Bolungarvík
skömmu síðar.
Yfirmenn Básafells héldu því
fram við verkfallsverði að Pétur
Sigurðsson hefði tjáð þeim að verk-
fallsverðir væru ekki á vegum
verkalýðsfélagsins. Pétur sagði í
samtali við Morgunblaðið að hann
hefði tjáð þeim að þessir menn
væru ekki á vegum verkaiýðsfé-
lagsins heldur væru þarna verk-
fallsverðir á eigin vegum og ætluðu
að sjá til þess að verkfallinu yrði
um hitaveitunnar. Nú hafi því verið
lag að skuldbreyta rúmlega 500
milljóna króna lánum.
Þegar hitaveitan hafí verið sem
skuldsettust hafi Bæjarveiturnar,
samkvæmt samningi við íjármála-
og iðnaðarráðuneyti, orðið að
hækka gjaldskrá sína samkvæmt
byggingarvísitölu. Greiðsla skulda
hafi hins vegar gengið betur en gert
var ráð fyrir í samningnum og nú
hafi fengizt samþykki fyrir að
hækka samkvæmt neyzluvísitölu.
Sú breyting verði aftur-virk frá 1.
ágúst á síðasta ári, sem þýði að í
stað 6,34% hækkunar frá þeim tíma
verði hækkunin 1,53%. í framtíðinni
réttilega framfylgt.
Orri er á grálúðuveiðum en Skut-
ull hefur ekki pláss fyrir meira en
10 tonn og telja verkfallsverðir að
það taki skamman tíma að fylla það.
Verkfallsverðir fylgdu Júlíusi
Geirmundssyni eftir landleiðina til
Bolungarvíkur f gærkvöldi og
reyndu árangurslaust að koma í
veg fyrir að skipið tæki þar olíu.
Verkfallsverðir óttast að skipinu
verði siglt til Grundarfjarðar og
reynt að landa úr því þar.
„Það er alveg fráleitt að ég liafi
leyft skipunum að halda úr höfn,“
sagði Pétur Sigurðsson. Hann segir
að sami slagurinn sé að hefjast á ný
og verkfallsmenn þurfi nú að búa
sig undir að hindra löndun úr skip-
unum um allt land. Hann segist telja
að fólk í verkfalli eigi nú samúð og
stuðning verkafólks víðast hvar.
Einar Jónatansson, formaður
Vinnuveitendafélags Vestfjarða,
segir að ekkert nýtt sé að frétta í
málinu og engar viðræður séu í
gangi.
muni gjaldskrá Bæjarveitnanna svo
taka mið af breytingum á neyzlu-
vísitölu.
Guðjón segir að með þessum að-
gerðum sé kostnaður við hitun íbúð-
arhúsnæðis með hitaveituvatni og
með rafmagni orðinn mjög svipaður
í bænum. „Ég held því að allir ættu
að geta verið sáttir," segir hann.
Bæjarstjórinn segir að þessi
ákvörðun ætti að geta styrkt búsetu
í Eyjum. „Það er óþarfi að láta eina
kynslóð borga niður á næstu sjö til
tíu árum allar skuldir hitaveitu, sem
er að öðru leyti í mjög góðu standi
og afskriftatíminn miklu lengri en
það,“ segir Guðjón.
Fjármálaráðherra um
Aburðarverksmiðj u
Bæði tilboð-
in auðsjáan-
lega of lág
FRAMKVÆMDANEFND um
einkavæðingu og fulltrúi landbúnað-
arráðuneytisins munu taka ákvörð-
un á fundi í dag um hvaða tilboði
verður tekið í Áburðarverksmiðjuna
eða hvort báðum tilboðunum sem
fram eru komin í verksmiðjuna
verður hafnað.
Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra, sagði í gærkvöldi að nefndin
þyrfti að athuga tilboðin gaumgæfi-
lega áður en öðru þeirra yrði tekið.
„Þau eru auðsjáanlega bæði of lág,
en hugsanlega er hægt að ná samn-
ingum um betra verð,“ sagði ráð-
herrann. Aðspurður hvort til greina
kæmi að taka lægra tilboðinu sagði
Friðrik að hann vildi ekki tjá sig
frekar um málið að svo stöddu.
Hreinn Loftsson, formaður Fram-
kvæmdanefndar um einkavæðingu,
kvaðst í samtali við Morgunblaðið
búast við að tilboðsgjöfum yrði svar-
að í dag. Hann minnti á að tilboðin
væru talsvert undir því sem Hand-
sal hefði metið verksmiðjuna á í
október, sem var um milljarður.
FoiTáðamenn Gufuness ehf. sem
átti hæiTa tilboðið að fjárhæð 725
milljónir hafa lýst áhyggjum sínum
vegna þeirra ummæla ráðuneytis-
stjóra landbúnaðaiTáðuneytisins að
ráðuneytinu lítist betur á lægra til-
boðið, þar sem það sé frá hagsmuna-
aðilum í landbúnaði sem hafi ótví-
ræðan hag af áframhaldandi rekstri.
Kalt fjárhagslegt mat
Hreinn segir að þetta álit land-
búnaðarráðuneytisins eigi ekki að
hafa nein áhrif á ákvörðun nefndar-
innar. Báðir tilboðsgjafar hafi lýst
því yfir að þeir muni halda áfram
framleiðslu í verksmiðjunni og það
sé ógjörningur að taka orð annars
trúanlegri en hins. „Að yfirlýsingum
þeirra gefnum er hér bara um að
ræða kalt mat á fjárhagslegri stöðu,
hvort taka eigi hærra tilboðinu eða
hafna eigi þeim báðum á þeim
grundvelli að þau séu undir því verði
sem telja má viðunandi."
■ 108 milljónum/11
Morgunblaðið/Arnaldur
Elsta sundmetið féll
Hitaveitan lækkar um 30% og rafmagn til húshitunar um 20% í Vestmannaeyjum
• Sparnaður meðalfj öl-
skyldu um 24.000 krónur