Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill endurskoðun á ofanbyggðavegi Breytingum frestað á skipulagi Reykjanesbrautar LAGT er til að frestað verði breyt- ingum á vegarstæði Reykjanes- brautar þar sem hluti hennar liggur um Hafnarfjörð og að teknar verði til endurskoðunar áætlanir um of- anbyggðaveg. Ákvað bæjarstjórn Hafnarfjarðar þetta á fundi sínum fyrir stuttu en þar voru jafnframt samþykktar aðrar umsagnir skipu- lagsstjóra um þær 28 athugasemdir sem bárust þegar aðalskipulag Hafnarfjarðar 1995 til 2005 var kynnt á liðnum vetri. í umsögn Jóhannesar Kjarvals, skipulagsstjóra Hafnarfjarðar, um breytingu á Reykjanesbraut segir að fyrirliggjandi hönnunarhugmynd- ir séu ekki viðunandi, mikið þurfi að breyta útfærslu til að hægt sé að leggja þær fram að nýju, t.d. að leggja þann hluta sem liggur gegn- um Hafnarfjörð í stokk. Þá er lagt til að hugmyndir um Iegu ofan- byggðavegar verði teknar til endur- skoðunar og leitað samstarfs við yfirvöld í Garðabæ, Vegagerðina og Skipulag ríkisins. í greinargerð sinni segir skipu- lagsstjóri Hafnarfjarðar að sannfær- andi heildarmynd umferðarkerfis á höfuðborgarsvæðinu liggi ekki fyrir. Jóhannes Kjarval segir að yfírvöld skipulags- og vegamála hafí á engan hátt sinnt eða haft nægjanlegt um- boð til að sinna skipulagi sem tryggi að fullnægjandi landrými sé fyrir stofnbrautakerfí á Reykjanesi til langrar framtíðar. Fyrirhyggjulaust að gera ekki ráð fyrir ofanbyggðavegi „Ef dregin er upp mynd af fram- tíð sem fullyrða má að ekki sé fjar- læg, þar sem búið er að leggja greið- færan Suðurstrandarveg, snjóléttan og á láglendi, eru bæjarfélögin Kópa- vogur, Garðabær og Hafnarfjörður komin á hringveginn. í þessu ljósi er fyrirhyggjulaust að gera ekki ráð fyrir vegarstæði ofan byggða. Með þá mynd í huga mun ekki verða ásættanlegt að leiða umferð um flöskuháls um miðbik þessara byggð- arlaga. Hins vegar er einnig ljóst að ofanbyggðavegur eins og hann hefur verið kynntur hingað til, mun ekki taka nægilega til sín vaxandi innan- bæjarumferð í Hafnarfírði. Taka verður upp aðferðafræði og málsmeð- ferð sem tryggir betur en nú að skipu- lag gatnakerfís á svæðinu öllu sé tekið föstum tökum með ofangreind sjónarmið að leiðarljósi.“ Jóhannes Kjarval segir að taka verði upp önnur vinnubrögð vegna umferðarskipulags á höfuðborgar- svæðinu þar sem svo margir aðilar komi að málum og að Vegagerðin þurfí að koma betur að málum á skipulagsstigi. Hann segir brýnt að taka sem fyrst ákvarðanir um end- anlega útfærslu Reykjanesbrautar og ofanbyggðavegar en ljóst sé að allar lausnir verði dýrar og kannski sé engin góð. Flestar athugasemdir bárust vegna Reykjanesbrautarinnar en aðr- ar athugasemdir voru m.a. um skóla- mál, göngu-, hjóla- og reiðstígakerfí, stefnu í umhverfísmálum og áform um iðnað og hafnargerð vestan Straumsvíkur. Varðandi athafna- svæði við Straumsvík er m.a. lagt til að hafín verði rannsókn á lífríki, mannvist og náttúrufari. Á bæjar- stjómarfundinum á dögunum var samþykkt að skipulagsstjóri myndi leggja fyrir næsta bæjarstjómarfund breytta uppdrætti og greinargerð og er stefnt að þeim fundi 24. júní. Loka- umíjöllun hjá skipulagsstjóm er síðan ráðgerð 9. júlí. Eigendasaga Kjarvalsmál- verks fölsuð JÓN Þórður Ólafsson skrifstofu- stjóri kveðst vita um eitt tilvik þess að eigendasaga málverks hafí verið fölsuð. Einnig þekkir hann annað tilvik þar sem allar líkur benda til þess að eigendasaga hafi verið fölsuð. Faðirinn átti aldrei myndina Faðir Jóns Þórðar var systurson- ur Jóhannesar Kjarvals listmálara og átti nokkrar myndir eftir hann. Jón Þórður kveðst hafa vitað til þess að Kjarvalsmynd hafi verið boðin til sölu á uppboði og mun hafa verið fullyrt að hún hefði komið úr eigu föður hans. „Ég fullyrði að svo er ekki. Faðir minn lést fyrir 20 árum. Ég er einkasonur hans og mér er alveg kunnugt um hvaða verk voru í hans eigu. Öll Kjarvalsverk í eigu föður míns komu til mín að honum látnum. Hann átti aldr- ei þessa tilteknu mynd,“ segir Jón Þórður. Meðal 20 listaverka sem RLR rannsakar Hann segir að listaverkasalinn hafí ekki reynt að sannreyna eig- endasögu þessa málverks gagnvart sér. Myndin sem um ræðir er af andliti og fígúrum. Hún mun vera meðal þeirra 20 listaverka sem grunur leikur á að séu fölsuð og RLR rannsakar nú. Sögð vera gjöf frá systur listamannsins Hina myndina, sem Jón Þórður telur að sé rangfeðruð, sá hann hanga uppi í Gallerí Borg. Þetta er landslagsmynd máluð með olíu. „Mér fannst sérkennilegt hand- bragð á henni og hafði orð á því við starfsmann Gallerís Borgar. Hann fullyrti að myndin væri gjöf frá systur listamannsins," segir Jón Þórður. Þórunn Sveinsdóttir gaf hvorki né seldi verk Kjarval átti fjórar systur. Tvær fluttu vestur um haf snemma á öldinni. Myndin hefði þurft að koma frá þeim á árunum 1920- 1925. Þriðja systirin dó úr spönsku veikinni 1918. „Þá var amma mín, Þórunn Sveinsdóttir, ein eftir. Hún lifði til ársins 1965. Mér var kunnugt um allar myndir sem hún átti og veit að hún gaf engar myndir frá sér né seldi. Mér fínnst eins og það sé verið að nota nöfn látinna ættingja til þess að gera eigendasöguna eitt- hvað trúverðugri. Ég fagna því framtaki að þessi mál séu tekin upp núnatil skoðunar," segir Jón Þórður. ■ Alvarlegt mál/6 Rússneskir ráðamenn á Keflavíkurflugvelli RÁÐHERRAR, ráðgjafar og líf- verðir Borísar Jeltsíns, forseta Rússlands, höfðu viðkomu á Kefla- víkurflugvelli á fimmtudag á leið til Bandaríkjanna. Voru þeir á tveimur þotum sem fylla þurfti af eldsneyti. Þriðja þotan, með Jeltsín innanborðs, hélt áfram án milli- lendingar. Þotumar tvær voru af gerðinni Íljúsín 62, sem eru fjögurra hreyfla meðalstórar þotur. Voru þær á leið til Bandaríkjanna þar sem Jeltsín sækir fund nokkurra þjóðarleið- toga í Denver. Þota Rússlandsforseta hélt við- stöðulaust til Bandaríkjanna en hinar tvær lentu til að taka elds- neyti. Með þotunum sem lentu voru meðal annarra ráðherrar og líf- verðir en þeir fóru ekki frá borði meðan á viðdvölinni á Keflavíkur- flugvelli stóð. Merki HM fjarlægt af Laugar- dalshöll EINN liður þeirra endurbóta sem nú standa yfir á Laugardals- höllinni er að má burt merki Heimsmeistarakeppninnar í handbolta frá sumrinu 1995 af hvolfþaki hallarinnar. Þak Laugardalshallarinnar er háþrýstiþvegið og gert er við steypuskemmdir en síðar í sum- ar verður hvolfþakið málað hvítt. Tónleikar og sýningar standa fyrir dyrum í Laugardalshöll síð- ar í sumar og nauðsynlegt þótti að huga að endurbótum utan- dyra enda var „hatturinn“ farinn að láta verulega á sjá. Meðal viðburða í Höllinni næstu daga eru tónleikar breska tónlistarmannsins Sting á mið- vikudag og í dag verður hún einn kjörstaða í kosningu um sameiningu Reykjavíkur og Kjal- arneshrepps. Morgunblaðið/Arnaldur Mál Vífilfells sent Mannrétt- indanefndinni HREINN Loftsson hæstaréttarlög- maður hefur fyrir hönd Verksmiðj- unnar Vífílfells sent greinargerð og umsókn til Mannréttindanefndar Evrópu í Strassborg um að nefndin taki fyrir meint vanhæfí Péturs Kr. Hafstein hæstaréttardómara í máli Gjaldheimtunnar í Reykjavík gegn verksmiðjunni. Hæstiréttur hafnaði kröfu um endurupptöku málsins í byijun mars sl. Með dómi sem felldur var 30. jan- úar síðastliðinn staðfesti Hæstirétt- ur fjárnám sem sýslumaðurinn í Reykjavík hafði gert í fasteign Verk- smiðjunnar Vífílfells hf. til trygging- ar 221 milljónar króna skattskuldar. í kjölfar dómsuppkvaðningarinnar krafðist Hreinn Loftsson endurupp- töku málsins fyrir hönd Vífilfells, og var krafan einkum rökstudd með því að Pétur Kr. Hafstein hæstarétt- ardómari hefði verið vanhæfur til að dæma í málinu. Vífilfelli hefði verið ókunnugt um að Pétur væri einn dómaranna þar til dómur var kveðinn upp, en málflutningurinn fór fram skriflega. Ástæða meints van- hæfís væri m.a. samskipti þau sem Vífilfell átti við stuðningsmenn Pét- urs í leit að fjárstuðningi, þegar hann var meðal frambjóðenda í for- setakosningunum sl. sumar. í bókun Hæstaréttar þar sem kröfunni um endurupptöku var hafn- að segir Hæstiréttur að hæstaréttar- dómarar séu kjörgengir til embættis forseta íslands og fordæmi sé fyrir því að fyrrverandi forsetaframbjóð- andi hafi gegnt dómaraembætti í Hæstarétti. Þátttaka dómara í for- setakosningum leiði ekki til vanhæf- is nema dómari hafí haft afskipti af aðilum eða máli, þannig að máls- aðilar hafí réttmæta ástæðu til að efast um hæfi hans. Hreinn sagði í samtali við Morg- unblaðið að málsgögn hefðu verið send Mannréttindanefndinni í Strassborg 30. maí síðastliðinn. Málið færi í skoðun hjá nefndinni en tafír gætu hugsanlega orðið á afgreiðslu þess, m.a. vegna sumar- leyfa ytra. Hann sagði að málinu yrði fylgt eftir af fullri einurð, jafn- vel þó að um skattamál sé að ræða og slík mál fái ekki sjálfkrafa með- ferð hjá nefndinni. Aukið at- vinnuleysi í Reykjavík ATVINNULEYSI í Reykjavík eykst samkvæmt úttekt at- vinnumálanefndar borgarinnar. 3.129 einstaklingar voru at- vinnulausir í júní í fyrra en eru nú orðnir 3.155. Af öllum at- vinnulausum í Reykjavík í lok árs 1996 bjuggu um 15% utan höfuðborgarsvæðisins árið 1990. Um 4,5% atvinnuleysi er í Reykjavík en í nágrannasveitar- félögunum er það um 2%. Síð- ustu 5 ár hefur borgarbúum fjölgað um 1.300 að meðaltali á ári, þar af 600 manns á ári vegna flutninga til borgarinnar. Áhrif búferlaflutninga virðast hafa talsverð áhrif á atvinnu- leysisþróunina í Reykjavík. I skýrslu atvinnumálanefndar Reykjavíkurborgar kemur fram að verið er að vinna að úttekt á atvinnuleysi í borginni þar sem lögð er áhersla á samsetn- ingu hóps atvinnulausra. Þá verði reynt að leggja mat á full- yrðingar sem heyrst hafa um að ákveðinn hluti atvinnulausra sé í raun lítt eða ekki tiltækur fyrir atvinnulífið og eigi jafnvel fremur að fá annars konar að- stoð en atvinnuleysisbætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.