Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 13 FRETTIR Mikilvægt að halda þjóðararfinum lifandi á meðal almennings Málþingi um handrit lauk í gær en það var haldið í tilefni af því að afhendingu Dana á handritunum er lokið. Þröstur Helgason fylgdist með þinginu sem var illa sótt af almenningi. TÖLUÐ var danska á handritamál- þinginu sem lauk í gær í Háskóla Islands. Var það gert dönskum þátt- takendum þingsins til heiðurs sem hingað komu í tilefni þess að síðustu tvö handritin sem aflient verða Is- lendingum úr safni Árna Magnússon- ar í Kaupmannahöfn eru nú komin til landsins. í sjálfu sér er þetta vel til fundíð hjá skipuleggjendum þings- ins en hefði það ekki jafnvel átt bet- ur við að tungur þjóðanna hefðu verið jafnréttháar á því. Hefði það ekki verið táknrænt um vináttuna á milli þeirra og þann gagnkvæma skilning sem handritamálið hefur berlega leitt í ljós. Þrír íslensku fyrir- lesaranna fluttu reyndar erindi sín á móðurmálinu og bar ekki á öðru en að frá þeim hafi allt komist til skila. Annars einkenndist málþingið einna helst af því hve sérfræðilegir fyrirlestrarnir voru. Með tilliti til þess að þingið var opið almenningi hefði ef til vill mátt gera erindin aðgengilegri, til dæmis með því að dreifa efnisútdráttum til áheyrenda á íslensku. Að vísu var þingið aðal- lega sótt af hinum dönsku og ís- lensku sérfræðingum og sennilega hafa skipuleggjendur einfaldlega ekki gert ráð fyrir því að margir al- mennir áheyrendur myndu reka inn nefið - og raunar höfðu þeir rétt fyrir sér um það. Og fyrst við erum bytjuð að ræða þessa hluti þá verður bara að segja eins og er: Almenningur á yfirleitt ekki greiðan aðgang að því sem Stofnun Áma Magnússonar á Islandi hefur að geyma, hvorki handritun- um, bókunum né þekkingunni á þeim. Stofnunin hefur ekki lagt nægilega rækt við að kynna almenn- ingi gersemar sínar, einna helst að hann fái að líta þær augum í frétta- tíma sjónvarpsins þegar erlendir höfðingjar sækja þjóðina heim. Og ekki eru hinar strangfræðilegu bæk- ur sem gefnar eru út við stofnunina líklegar til að vekja áhuga almenn- ings. Auðvitað eru vísindalegar rann- sóknir eitt af meginhlutverkum stofnunarinnar en er það ekki einnig mikilvægt að halda þjóðararfinum lifandi á meðal almennings. Þrír fundir voru haldnir á þinginu í gær. Á þeim fyrsta var fjailað um íslenska handritaskrifara á miðöid- um. Stefán Karlsson sagði frá Þor- birni Jónssyni bónda og skrifara í Kálfanesi í Steingrímsfirði sem var uppi kringum aldamótin 1500. Stef- án hefur fundið bæði fjölda bréfa skrifaðan af Þorbirni og handrit sem innihalda fornsögur, til dæmis Grett- is sögu. Einnig hefur Þorbjörn feng- ist við að skrá amorskvæði, læknis- ráð og galdraþulur. Christopher Sanders fjallaði um skrifara í Vaðla- þingi á síðari hluta fimmtándu aldar og Guðvarður Már Gunnlaugsson sagði frá nokkrum skrifurum og verkum þeirra. Guðrún Ása Gríms- dóttir fjallaði um lagaskrif í sautj- ándu aldar handritum, einkum Þor- steins Magnússonar og Finnbogi Guðmundsson sagði frá skrifaranum Sighvati Grímssyni Borgfirðingi. Á öðrum fundi var ijallað um margvísleg efni, meðal annars tengd varðveislu handrita. Gillian Fellows- Jensen sagði frá alþjóðlegum þingum um varðveislu handrita en eitt slíkt verður haldið í Kaupmannahöfn í haust. Rannver H. Hannesson sagði frá rannsóknum sínum á ástandi ís- lensks bókfells með hliðsjón af mynd- skreytingaraðferð og geymslustaðar. Birgitte Possing fjallaði um hlutverk og verkefni í nútímahandritasafni þar sem ekki aðeins er fengist við gömul handrit heldur einnig nýrri, svo sem bréf og dagbækur samtíma- skálda. Anne Mette Hansen sagði frá nýrri skrá yfir handritaeign Árna- safns í Kaupmannahöfn sem inni- heldur meðal annars myndir af hand- ritunum. Að lokum sagði Einar G. Pétursson frá tilraun sinni til að end- urgera texta sem brann í eldsvoðan- um mikla í Kaupmannahöfn 1728. Um er að ræða Samantektir um skilning á Eddu eftir Jón Guðmunds- son lærða. Að efni til er þetta upp- skrift á Snorra-Eddu með miklum viðbótum frá Jóni lærða sjálfum. Á þriðja fundi dagsins og þeim síðasta á þinginu var meðal annars fljallað um varðveislusögu fjögurra handrita í Danmörku á sextándu og sautjándu öld, það er áður en þau komust í hendur Árna Magnússonar. Handritin fjögur, Codex Frisianus og Eirspennill, sem innihalda bæði Heimskringlu, Jónsbókarhandritið AM 132 4to og aðalhandrit Konungs- skuggsjár, voru í eigu dansks bóka- safnara að nafni Jens Rosenkrantz áður en Árni fékk þau og þar áður hafði Otte Friis þau undir höndum. Saga handritanna fyrir þann tíma er óviss en ljóst er að þau komu til Danmerkur eftir ýmsum leiðum og á ýmsum tímum. Erik Petersen fjall- aði um ferðalög handritanna á tíma Árna Magnússonar og Már Jónsson sagði frá og sýndi_ myndir af fjölda skjala úr fórum Árna. Kaj Larsen flallaði um færeysk handrit í Árna- safni og Jesper Diiring Jorgensen sagði frá týndu handriti Völsunga- sögu, NKS 1824 b 4to. Að endingu sagði Ögmundur Helgason, forstöðu- maður handritadeildar Landsbóka- safnsins, frá handritum varðveittum hér heima en þau sagði hann vera bæði merkileg og áhugaverð þrátt fyrir að þau væru flest ung. Eins og áður sagði var þing þetta ekki vel sótt af almenningi og kunna að vera margar ástæður fyrir því. Nú þegar handritin eru öll komin heim er samt kannski kominn tími til að kynna þau betur fyrir almenn- ingi og opna meira stofnunina sem varðveitir þau. Humarbátur færður til hafnar Kæra dregin til baka HUMARBÁTURINN Hásteinn ÁR var í fyrrinótt staðinn að meintum ólöglegum veiðum í hólfi á Selvogs- banka sem skv. reglugerð er óleyfi- legt að veiða í. Starfsmenn Landheigisgæsl- unnar á eftirlitsflugi á TF-SÝN urðu bátsins varir og töldu hann ekki hafa heimild til þeirra veiða sem hann var á. Báturinn var því færður til hafnar í Þorlákshöfn þar sem lögregla tók skýrslur af skip- verjum. Að sögn Helga Hallvarðssonar, yfirmanns gæsluframkvæmda hjá Landhelgisgæslunni, er um að ræða reglugerð frá síðasta ári sem ekki hefur reynt á fyrr. Orðalag hennar var óljóst og eftir að sjávar- útvegsráðuneytið hafði tekið málið til skoðunar í gær var orðalag reglugerðarinnar leiðrétt og kæran dregin til baka. Eftir leiðréttingu eru veiðar í þessu hólfi ekki óheim- ilar. ♦ ♦ ♦ -- Mezzoforte í Moskvu HUÓMSVEITIN Mezzoforte er stödd í Moskvu, þar sem hún leik- ur í fönkklúbbi í kvöld. Að sögn Steinars Bergs Isleifs- sonar, framkvæmdastjóra Spors hf., er um að ræða eina tónleika til prufu. Hann segir umræddan klúbb stunda það að flytja inn þekktar fönkhljómsveitir. Auk þess að spila í klúbbnum í Moskvu í kvöld munu Mezzoforte- menn fara í sjónvarps- og útvarps- viðtöl en þeir snúa aftur heim á morgun. ÚTSKRIFTARNEMENDUR úr fjölskyldumeðferðarnámi Endurmenntunarstofnunar. Saulján útskrif- ast úr fjölskyldu meðfer ðarnámi TVEGGJA ára námi í fjölskyldumeð- ferð og fjölskylduvinnu fyrir fagfólk í félagsmála- og heilbrigðisþjónustu lauk á sl. vormisseri. Námið var á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands, en Ráðgjafar- og fræðsluþjónustan Tengsl sf. skipu- lagði námið í samvinnu við „Institut för Familjeterapi" í Gautaborg. Skipuleggjendur og aðalkennarar voru fjölskyldufræðingarnir Nanna K. Sigurðardóttir MSW og fil. dr. Sigrún Júlíusdóttir frá Tengslum sf. en ráðgjafar og gestakennarar í náminu voru þau Kristín Gústavs- dóttir og Karl Gustaf Piltz frá Instit- ut för Familjeterapi í Gautaborg. í náminu var boðið upp á vandaða og markvissa þjálfun í fjölskyldu- meðferð og fjölskylduvinnu, þar sem tekið var mið af aðstæðum, menn- ingu og sérstöðu íslensku fjölskyld- unnar. Meginþættir námsins voru: Fræðilegur hluti þar sem fjallað var um viðhorf, kenningagrunn og að- ferðir í vinnu með fjölskyldur. Hand- leiðsla þar sem unnið var að grein- ingu og meðferðaráætlun með beit- ingu fræðilegra hugtaka og aðferða í raunverulegum málum. Á meðfylgjandi mynd eru þeir sem luku náminu auk aðalkennaranna þeim Nönnu K. Sigurðardóttur og Sigrúnu Júlíusdóttur. Einnig er á myndinni forstöðumaður Endur- menntunarstofnunar Margrét S. Björnsdóttir. Eftirtaldir einstaklingar luku náminu: Aðalbjörg Traustadóttir, Félags- málastofnun Reykjavíkur, Anna Rós Jóhannsdóttir, Félagsmálastofnun Mosfellsbæjar, Anna Sigurbjörg Sig- urðardóttir, Félagsmálastofnun Kópavogs, Auður Sigurðardóttir, Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar, Áslaug Ólafsdóttir, Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar, Birgir Þór Guðmundsson, Svæðis- skrifstofa - málefni fatlaðra, Björg Karlsdóttir, Styrktarfélag vange- finna, Bragi Skúlason, Ríkisspítalar, Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur, Ingi- björg Bjarnardóttir, Lögfræðiþjón- ustan, Karl Marinósson, barna- og unglingageðdeild Landspítala, Kol- brún Ógmundsdóttir, Félagsmála- stofnun Reykjavíkur, Margrét Sig- urðardóttir, Borgarspítali, María Hj áimarsdóttir, Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar, María Ingimarsdótt- ir, Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar, Pétur H. Snæland, SÁÁ, Þuríður Hjálmtýsdóttir, Fræðslu- skrifstofu Reykjaness. Árni Magnússon handritasafnari Alvörugefinn og húmorlaus ÁRNI Magnússon hand- ritasafnari var alvöru- gefinn og alit að því húmorlaus, að sögn Más Jónssonar sagnfræðings sem fæst nú við að skrifa ævisögu Árna. „Hann var lítill gleði- maður en hafði þó áhuga á að tala við vini sína í litlum hópi, bæði heima hjá sér og jafn vel á vertshúsum í Kaupmannahöfn. Að- alumræðuefnið var samt sennilega forn- fræðin og handritin en einnig guðfræði og stjórnmál. Fylleríslæti voru örugglega engin í honum, til þess var hann of settlegur, kurteis og fágaður maður.“ Ámi, sem var fæddur árið 1663, fékk snemma áhuga á fomfræðunum. Hann lærði við Skálholtsskóla og Hafnarháskóia en þangað fór hann tvítugur að aldri. Hann varð skjala- vörður konungs árið 1696 og prófess- or í heimspeki og fomfræði við Hafn- arháskóla árið 1701 en að sögn Más var hans helsta ósk að fá að starfa að rannsóknum og söfnun handrita. „Hann lenti hins vegar í því að þurfa að sinna ýmsum embættis- verkum. Það kom lengi til greina að hann yrði biskup á íslandi eða lögmaður en hann langaði greinilega ekki til þess. Sá möguleiki að hann tæki við einhveiju slíku stóru emb- ætti heima á íslandi var fyrir hendi alveg þar til hann var kominn að þrítugu. Hann var skipaður í jarða- bókarnefnd og dvaldi langdvölum á íslandi á árunum 1702 til 1712. Þann tíma notaði hann samt vel til að safna handritum til að hafa með sér út til Kaupmannahafnar. Frá árinu 1713 sat Árni sem fastast í Kaupmannahöfn og var á kafi í fom- fræðunum alveg þangað til bruninn mikli varð í Kaupmannahöfn árið 1728 en í honum brann stór hluti af bókasafni hans.“ Már segir að það sé líklegt að bruninn hafi fengið mikið á Arna. „Það eru til átakanleg- ar lýsingar sjónarvotta á því að Árni hafi hikað við að flytja safnið und- an eldinum. Hann treysti því að slökkvilið- ið og herinn myndu ráða niðurlögum hans áður en hann kæmi inn að háskólahverfinu þar sem hús hans var. Eld- urinn kom upp á mið- vikudagskvöldi og það var ekki fyrr en á fimmtudagsmorgni sem hann ákveður að flytja safnið sitt. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika við flutningana bjargaðist megnið af skinnhandritunum og bróðurparturinn af pappírshandrit- unum en flestar prentaðar bækur hans urðu eldinum að bráð og einn- ig mikið af hans eigin pappírum, uppflettirit og minnispunktar. Tjónið varð því óskaplegt en mið- að við það að húsið hans er nánast í miðju þess hluta borgarinnar sem brann þá mátti hann hrósa happi. Háskólabókasafnið brann til grunna og einnig söfn margra vina Arna. Veturinn eftir brunann var Árni í lélegu húsnæði og þurfti að flytja sig tvisvar úr stað áður en hann fékk fast húsnæði aftur við Aðmír- áisgötu, rétt við Kristjánsborgarhöll. Þar bjó hann í nokkra mánuði áður en hann veiktist og lagðist banaleg- una á aðfangadagskvöld árið 1729. Hann dó svo í byrjun árs 1730.“ Már segir að það megi merkja af bréfum Árna frá þessum síðustu árum að hann var miður sín eftir brunann. „Hann hélt samt áfram og bað vini sína á íslandi að senda sér hluti sem hann taldi sig hafa misst í brunanum. Ég held þó að minna hafi glatast en hann hélt sjálfur. Safnið var að mestu leyti geymt í kistum sem hann gat sennilega ekki skoðað neitt í fyrr en haustið 1729 þegar hann var búinn að koma sér fyrir aftur en þá var hann líka orð- inn máttfarinn og þunglyndur yfir ógöngunum." Árni Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.