Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 17 Sameining Þormóðs ramma - Sæbergs hf. og Magnúsar Gamalíelssonar í höfn Samanlögð velta sl. árs yfir 3,7 milljarðar SAMKOMULAG var undirritað í gær um sameiningu Þormóðs ramma-Sæbergs hf. og Magnúsar Gamalíelssonar hf. í eitt félag und- ir nafni Þormóðs ramma-Sæbergs hf. Sameiningin miðast við 1. jan- úar 1997. Samanlögð velta fyrir- tækjanna nam rúmum 3,7 milljörð- um króna á síðasta ári, en gert er ráð fyrir að veltan geti numið um 4 milljörðum á þessu ári. Til samanburðar má nefna að velta Granda hf. nam rúmum 3,8 milljörðum í fyrra og velta Síldar- vinnslunnar rúmlega 3,5 milljörð- um. Þormóður rammi á Siglufírði og Sæberg á Ólafsfirði sameinuðust fyrr á þessu ári miðað við ársbyij- un 1997. Fram kemur í frétt að fjárhagsstaða Þormóðs ramma og Magnúsar Gamalíelssonar sé traust. Þau hafi náð góðum ár- angri í veiðum og rækjuvinnslu og hagnaður verið af rekstrinum. Veiðiheimildir beggja fyrirtækj- anna nema nú um 17.400 þorskí- gildistonnum, en auk þess eru veiðiheimildir utan landhelgi áætl- aðar um 3.300 þorskígildistonn. Heildarhlutafé hins sameinaða félags er að nafnverði 1.300 milljónir króna. Við sameininguna fá hluthafar í Magnúsi Gamalíels- syni hf. 14,62% hlut í Þormóði ramma-Sæbergi hf. í skiptum fyrir hlutabréf sín í Magnúsi Gamalíels- syni. Tíu skip og vinnsla í landi Þormóður rammi-Sæberg á fyrir sameiningu níu skip, þijú rækju- frystiskip, tvö frystiskip og tvö ís- fiskskip. Félagið rekur rækju- vinnslu á Siglufirði og þar starfa 115 manns í landi og 155 manns á sjó eða samtals 270 manns. Heildarvelta félagsins nam 3.226 milljónum á árinu 1996 að meðt- öldum eigin afla til vinnslu. Magnús Gamalíelsson á fyrir sameiningu einn frystitogara og einn 50 tonna bát, en félagið hefur enga vinnslu með höndum. Þar starfa um 40 manns og nam velta síðasta árs 480 milljónum króna. Róbert Guðfinnsson, stjórnar- formaður Þormóðs ramma - Sæ- bergs hf. segir að stefnt sé að því að Ieggja tveimur skipum í því skyni að nýta kvóta fyrirtækisins betur. Verið sé að skoða þann möguleika að fara með annað skip- ið til Mexíkó. 6 þúsund atvinnulaus ílok maí SÍÐASTA virka dag maímánaðar voru 6.151 manns á atvinnuleysis- skrá á landinu öllu, en það er um 305 færri en í lok aprílmánaðar. Atvinnuleysisdagar á landinu öllu voru skráðir rúmlega 125 þúsund í maímánuði, rúmlega 48 þúsund dagar hjá körlum og tæplega 77 þúsund dagar hjá konum. Þetta kemur fram í yfirliti Vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins. Þar segir ennfremur að atvinnuleysisdagar í maí sl. jafn- gildi því að 5.776 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þessar tölur jafngilda um 4,2% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá þjóð- hagsstofnunar eða 2,9% hjá körlum og 6% hjá konum. Atvinnulausum fækkar í heild að meðaltali um 8,1% frá aprílmánuði en hefur fækkað um 7,4% frá maí í fyrra. Atvinnuleysi er nú hlutfalls- lega mest á höfuðborgarsvæðinu og minnst á Vestijörðum. Vinnu- málaskrifstofan býst við að atvinnu- leysi minnki í júní og geti orðið á bilinu 3,4-3,8%. Atvinnuleysi í mars, apríl og maí 1997 Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli 4|5m4 Á höfuðborgarsvæðinu standa 3.909 atvinnulausir á bak við töluna 4,9% í maí og hafði fækkað um 202 frá því i april. Alls voru 5.776 atvinnulausir á landinu öllu (4,2%) í maí og hafði fækkað um 512 frá því í mars. 5,1* S LANDS- BYGGÐIN 4,0% 39% M A M M A M Hlutafjárútboði Samvinnusjóðs Islands hf. lokið Öll bréfin seldust á forkaupsréttartímabili Póstur og sími Rætt um að- skilnað póst- og símaþjón- ustu STJÓRN og framkvæmdastjórn Pósts og síma hf. kom saman til tveggja daga fundar á Akureyri í gær til að ræða framtíðarþróun fjarskiptamála, fjarskiptakerfin, ýmis markaðsmál, breiðbandið o.fl. Jafnframt eru á dagskrá ýmsar nýjungar bæði í fjarskipta- og póstþjónustu, en einnig verður til umræðu hvort aðskilja eigi póstþjónustu frá símaþjónustunni. Guðmundur Björnsson, forstjóri Pósts og síma, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri víst að hægt yrði að Ijúka við stefnumótun varðandi skiptingu fyrirtækisins á fundinum. „Hver svo sem niðurstað- an verður þá munum við halda áfram á næstu vikum að móta stefn- una varðandi þá hugmynd ennfrek- ar. Það verður væntanlega ekki tek- in ákvörðun um skiptinguna en það er mjög líklegt að annaðhvort komi stjórnin sér saman um tillögu í þeim efnum eða því verði vísað til frek- ari vinnu hjá framkvæmdastjóm- inni.“ ÖLL hlutabréf í útboði Samvinnu- sjóðs íslands hf. seldust upp á for- kaupsréttartímabilinu sem stóð til 18. júní sl. Forkaupsréttargengið var 2,50 og heildarsöluverð bréf- anna því hálfur milljarður. Kaup- þing annaðist útboðið fyrir hönd Samvinnusjóðsins. Tilgangur útboðsins var að mæta auknum umsvifum, styrkja fjárhag félagsins og fjölga hluthöf- um. Hluthafar voru 130 talsins fyrir útboðið, en þrátt fyrir að bréf- VIÐSKIPTIN blómstra hjá Rolls- Royce Plc í Hong Kong og það bend- ir tl þess að auðugir íbúar nýlend- unnar séu bjartsýnir á framtíðana þegar Kínveijar taka við stjórninni af Bretum um næstu mánaðarmót. „Við seldum 38 bfla 1995, 38 í fyrra, en höfum selt 30 það sem in hafi öll selst á forkaupsréttar- tímabili hefur verið tryggt að hlut- höfum fjölgar um nær 200 við útboðið og eru þeir nú orðnir yfir 300 talsins. Samkvæmt upplýsingum Kaup- þings komu fram óskir frá hluthöf- um um veruleg kaup hlutabréfa umfram þeirra forkaupsrétt, en einnig fékk Kaupþing framseldan forkaupsrétt frá sumum af stærstu hluthöfum félagsins. Samvinnusjóðurinn er lána- af er þessu ári og eigum eftir að afgreiða 20 pantanir," segir Spens- er Lam, sölustjóri MD Motors, í Hong Kong. Samkvæmt síðustu skoðana- könnun voru 60 aðspurðra í Hong Kong „bjartsýnir“ á framtíðina, en margir höfðu alvarlegar áhyggjur stofnun sem starfar samkvæmt lögum um lánastofnanir aðrar en banka og sparisjóði. Mikill vöxtur hefur verið í starfseminni og áætl- að að útlán nemi um 5 milljörðum í árslok. Hagnaður ársins 1996 nam 144 milljónum, en hagnaður yfirstandandi árs er áætlaður 90 milljónir. Eftir útboðið nemur eig- ið fé sjóðsins um 1,3 milljörðum. Sótt hefur verið um skráningu hlutabréfanna á Verðbréfaþingi íslands. af spillingu í framtíðinni og tak- mörkunum á pólitísku frelsi. í Hong Kong eru 1600 Rolls- Royce bílar, fleiri á mann en á nokkrum öðrum stað í heiminum. MD Motors hefur selt um 70 Rolls Royce til viðskiptavina í Kína síðan 1991. Rolls-Royce selst vel íHongKong Hong Kong. Reuter. Iberia vill samstarf við BA Barcelona. Reuter SPÆNSKA ríkisflugfélagið Iberia mun eignast erlendan samstarfsaðila fyrir ágúst og British Airways kemur einna helzt til greina að sögn Josep Pique iðnaðarráðherra. Hann sagði að Air France hefði komið sterklega til greina, en samvinna við franska félagið væri ekki lengur sennileg vegna kosn- ingasigurs sósíalista, sem hefði dregið úr líkum á því að félagið yrði einkavætt. 1 apríl sagði forstjóri Iber- ia, Xavier de Irala, að hann vonaðist til að evrópskur samstarfsaðili eignaðist 10-20% í félaginu. Nýlega skýrði Iberia frá hagnaði á fýrstu fimm mánuðum ársins, hinum fyrsta um margra ára skeið. Hagnaðurinn nam 1,2 millj- örðum peseta, eða 8,2 millj- ónum dollara, en á sama tíma í fyrra nam tap félagsins 5 milljörðum peseta. Forstjóri Nomura ákærður Tókýó. Reuter. FYRRVERANDI forstjóri Nomura verðbréfafyrirtækis- ins hefur verið ákærður fyrir að múta fjárkúgara í hneykslismáli, sem virðist hvergi nærri lokið. Hideo Sakamaki fyrrver- andi forstjóri, sem sagði af sér í marz þegar málið kom upp, er ákærður fyrir að hafa greitt „sokaiya" fjárkúgaran- um Ryuichi Koike 49,73 millj- ónir jena, eða 440.000 doll- ara, frá 31. janúar til 15. júní 1995. Sakamaki og tveir aðrir fyrrverandi yfirmenn No- mura eru einnig ákærðir fyrir að hafa greitt Koike 2,83 milljónir dollara gegn því að hluthafafundur fyrirtækisins í júní gengi hnökralaust. Norræn umbúða- samkeppni NORRÆNA umbúðasam- keppnin Scanstar 97 verður haldin í haust á vegum SES, norrænna umbúðasamtaka sem Samtök iðnaðarins eiga aðild að. Nokkur íslensk fyrir- tæki hafa fengið Scanstar viðurkenningar og verðlaun, en samkeppnin er haldin ár- lega. Þátttökurétt í samkeppn- inni hafa allar umbúðir sem eru hannaðar og framleiddar á Norðurlöndum og hafa ekki tekið þátt í Scanstar áður. Umbúðirnar má markaðs- setja í síðasta lagi daginn sem tilkynningafrestur rennur út þann 11. ágúst nk. Úrslit verða gerð kunn á Scanpack, norrænni umbúðasýningu í Gautaborg 7. okt. Þátttökueyðublöð fást á skrifstofu Samtaka iðnaðar- ins, Hallveigarstíg 1, Reykja- vík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.