Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ __________ÚRVERINU________ „Fylgjumst með því sem við höfum vanrækt áður“ Suðurskautslandið Norskir bátar við ólöglegar veiðar Útgerðir bátanna hafa fengið norska ríkisstyrki vegna smíði þeirra KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍÚ, er sáttur við hina nýju reglu- gerð, sem sett hefur verið um veið- ar erlendra loðnuskipa innan lög- sögu okkar. „í fyrsta lagi gerir gild- andi samningur ráð fyrir að þeir megi ekki vera með fleiri en 30 skip að veiðum í einu,“ segir Krist- ján Ragnarsson. „Reyndin hefur verið sú að þeir hafa verið hér miklu fleiri, en að- eins 30 þeirra þóst vera að veiðum, en enginn hefur getað fylgzt með því. Nú fá aðeins 30 skip leyfi hveiju sinni og skila þarf leyfi inn til að nýtt skip geti fengið leyfi. Mér þykir líklegt að þessi leyfi verði ekki gefin út til nýrra skipa nema á skrifstofutíma." „Þetta á að auðvelda fram- 1. gr. Reglugerð þessi tekur til loðnu- veiða grænlenskra, norskra og fær- eyskra skipa í fiskveiðilandhelgi Islands á loðnuvertíðinni 1997 til 1998. 2. gr. Aðeins þeim skipum sem fengið hafa sérstakt leyfí frá Fiskistofu er heimilt að stunda loðnuveiðar í fískveiðilandhelgi Islands. Skip sem óska eftir leyfi til loðnuveiða skulu sækja um það til Fiskistofu. í um- sókninni komi fram upplýsingar um nafn skips, skráningarnúmer, kall- merki, stærð í brt., burðargetu og upplýsingar um fjarskiptatæki. Skip sem afsala sér veiðileyfí skulu tilkynna það Fiskistofu og komi sömu upplýsingar fram og í um- sókninni. 3. gr. Loðnuveiðar eru einungis heimil- ar frá 1. júlí 1997 til 15. febrúar 1998, norðan við 64°30’N, með þeim takmörkunum sem leiða af 12. gr. Birta skal í sérstakri auglýs- ingu leyfilegan heildarafla hvers lands og þegar honum er náð falla veiðileyfí skipa frá viðkomandi löndum niður. Óheimilt er að umskipa afla í lögsögu íslands. 4. gr. A tímabilinu 1. júlí til 30. nóvem- ber skulu ekki fleiri en 30 norsk skip hafa leyfí til loðnuveiða sam- tímis, sbr. 1. gr. Á tímabilinu 1. desember til 15. febrúar skulu ekki fleiri en 20 norsk skip hafa leyfi til loðnuveiða. Ekki skulu fleiri en 7 færeysk skip hafa leyfi til loðnuveiða. Ekki skulu fleiri loðnuveiðiskip frá hvorri þjóð vera í fískveiðiland- helgi íslands, en hafa leyfi til veiða hverju sinni. Afsali skip sér veiðileyfi sbr. 2. gr., er Fiskistofu heimilt að gefa út nýtt leyfi þess í stað. 5. gr. Skip skulu á leið til veiðisvæðis, áður en veiðar í fískveiðilandhelgi íslands heijast, og á leið úr físk- veiðilandhelgi íslands, sigla um einn af eftirfarandi athugunarstöð- um: a) 67°30’-10°00’V b) 69°13’-13°00’V c) 68°00’-20°00’V Athugunarstöðvum, sbr. 1. mgr. verður breytt með sérstakri reglu- gerð, ef þróun veiða gefur tilefni til þess. 6. gr. Áður en skip hefur veiðar í fisk- veiðilandhelgi Islands skal tilkynna Landhelgisgæslunni um fyrirhug- aðar veiðar og komutíma í athugun- arstað með minnst 6 klukkustunda fyrirvara og mest 12 klukkustunda Loðnusamningn- um verði sagt upp kvæmdina mikið frá því, sem áður hefur verið ásamt hertum kröfum um tilkynningar um komu inn í lög- söguna, brottför úr henni og ná- kvæmri færslu afladagbókar. Því eiga þeir ekki að geta skráð veiðina annars staðar en aflinn hefur feng- izt. Sameiginlega mun þetta allt stuðla að því að við munum fylgj- ast með því, sem við höfum van- rækt áður. Þyki Norðmönnum þess- ar reglur þrengri en þær, sem þeir hafa búið við, geta þeir sjálfum sér um kennt. Ég er sáttur við þessar reglur og tel að þar komi fram all- fyrirvara. í tilkynningunni komi eft- irfarandi upplýsingar fram í þessari röð; orðið „komutilkynning“ (active report), nafn skips, skráningarnúm- er, kallmerki, dagsetning og stað- setning við sendingu tilkynningar, heildarafli um borð, áætlað veiði- svæði, athugunarstaður sem siglt verður um, sbr. 5. gr. og fyrirhugað- an komutíma á staðinn. Haldi skip til veiða úr íslenskri höfn skal það tilkynnt Landhelgis- gæslunni á sama hátt og greint er í 1. mgr., þó þarf ekki að tilgreina athugunarstað. 7. gr. Skip sem stundar veiðar í fisk- veiðilandhelgi íslands skal á hveij- um degi á tímabilinu frá kl. 10.00 til 12.00, senda Landhelgisgæsl- unni aflatilkynningu þar sem fram kemur í þessari röð; orðið „aflatil- kynning" (catch report), nafn skips, skráningarnúmer, kallmerki, dag- setning og staðsetning við sendingu tilkynningar, heildarafli um borð og afli síðasta sólarhrings eða afli frá því skipið kom inn í fiskveiði- landhelgi Islands sé um skemmri tíma að ræða. 8. gr. Þegar skip lýkur veiðum í físk- veiðilandhelgi íslands skal_ tilkynna það Landhelgisgæslunni. í tilkynn- ingunni komi eftirfarandi upplýs- ingar fram í þessari röð; orðið „lokatilkynning" (exit report), nafn skips, skráningarnúmer, kallmerki, dagsetning og staðsetning við sendingu tilkynningar, heildarafli um borð, afli síðan síðasta aflatil- kynning var send. 9. gr. Áður en skig heldur út úr fisk- veiðilandhelgi íslands skal senda Landhelgisgæslunni tilkynningu um það og komutíma í athugunar- stað með minnst 6 klukkustunda fyrirvara og mest 12 klukkustunda fyrirvara. I tilkynningunni komi eftirfarandi, upplýsingar fram í þessari röð; orðið „athugunartil- kynning" (control report), nafn skips, skráningarnúmer, kallmerki, dagsetning og staðsetning við sendingu tilkynningar, heildarafli um borð, athugunarstaður sem siglt verður um, sbr. 5. gr. og fyrir- hugaðan komutíma á staðinn. Landi skip afla sínum í íslenskri höfn skal tilkynna það til Landhelg- isgæslunnar á sama hátt og greint er frá í 1. mgr. en í stað athugunar- staðar verði greint frá löndunar- höfn. 10. gr. í afladagbók, sem skal vera inn- bundin, með númeruðum síðum og í tvíriti, skal skipstjóri skrá eftirfar- andi upplýsingar: Nafn skips, skráningamúmer og kallmerki. ar kröfur um nauðsynlegar upplýs- ingar og eftirlit. Aðalatriði málsins er að samn- ingar milli þjóða um veiðirétt byggj- ast á því hvar fiskurinn heldur sig í sjónum. Núverandi samningur var gerður á grundvelli þess að loðnan héldi sig innan lögsögu Jan Mayen, sem við illu heilli samþykktum 1980. Hún hefur ekki verið þar til staðar undanfarin ár. Þess vegna tel ég meginatriði þessa máls að þessum samningi verði sagt upp, hann ekki endurnýjaður eftir þessa vertíð og við skiptum þessu milli okkar og Grænlendinga með sann- gjörnum hætti,“ segir Kristján Ragnarsson. Hér fer á eftir reglugerð sjávar- útvegsráðuneytisins í heild: Fyrir hvert kast skal skrá staðsetn- ingu, dagsetningu og tíma þegar nótinni er kastað og afla í hveiju kasti í lestum, áður en nótinni er kastað á ný. Einnig skal skrá heild- arafla á sólarhring í fískveiðiland- helgi íslands, stærð nótar og möskvastærð. Þá skal skipstjóri undirrita hveija síðu. Starfsmönnum Landhelgisgæsl- unnar skal sýnd afladagbók sé þess óskað. 11. gr. Möskvastærð í loðnunótum skal vera a.m.k. 19,6 mm ef um ferkant- aða möskva er að ræða en a.m.k. 16 mm ef um sexkantaða möskva er að ræða. Skipum er óheimilt að vera með loðnunætur með annarri möskva- stærð en um getur í 1. mgr. um borð eða veiðarfæri sem ætluð eru til annarra veiða en loðnuveiða. 12. gr. Skipum ber að fylgja banni ráðu- neytisins við veiðum vegna vernd- unarsjónarmiða og skyndilokunum Hafrannsóknastofnunar, sbr. 6.-8. gr. 1. nr. 81, 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands. 13. gr. Heimilt er að veita undanþágu frá ákvæðum 5. gr., 6. gr. og 9. gr. sem þar af leiða, enda hafi aðilar gert samkomulag þar um. 14. gr. Tilkynningar skv. 6.-9. gr. skal senda á íslensku eða ensku. Skipum er ekki heimilt að yfírgefa athugun- arstaði fyrr en áætlaður komutími í athugunarstað, sbr. 6. og 9. gr., er liðinn. Skip sem veiðileyfi hafa skv. reglugerð þessari skulu að öðru leyti fylgja ákvæðum laga og reglugerða er gilda um veiðar í fisk- veiðilandhelgi Islands. 15. gr. Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt IV. kafla laga nr. 38,15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, sbr. V. kafla laga nr. 57, 3. júní 1996 um umgengni um nytjastofna sjávar og 6. gr. laga nr. 13, 30. mars 1992 um rétt til veiða í efnahagslögsögu íslands sbr. 17. gr. laga nr. 81, 31. maí 1976 um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála. 16. gr. Reglugerð þessi er sett sam- kvæmt ákvæðum laga nr. 81, 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðiland- helgi íslands og laga nr. 13, 30. mars 1992, um rétt til veiða í efna- hagslögsögu íslands og laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi og birtist til eftir- breytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. FIMM línubátar, smíðaðir í Noregi og í eigu Norðmanna, hafa orðið uppvísir að ólöglegum veiðum í Suð- ur-íshafinu innan lögsögu Suð- urskaustlandsins. Norðmenn hafa veitt útgerðum bátanna styrk vegna smíða þeirra og segir talsmaður norsku náttúruverndarsamtakanna að það skjóti skökku við að Norð- menn skuli amast við veiðum íslend- inga í Norðurhöfum, en styrkja á sama tíma ólöglegar veiðar hinum megin á hnettinum. Það eru norsku blöðin Dagbladet og Fiskaren sem skýra frá þessu, en fyrir nokkru stuggaði íslenzki skipstjórinn Sigurgeir Pétursson á verksmiðjuskipinu Austral Leader nokkrum línubátum burt af veiði- svæði á þessum slóðum. Ekki er ljóst hvort um þessa báta eða aðra var að ræða. í eigu Norðmanna Norsku bátarnir, sem um er rætt eru Norse Prise, sem er í eigu út- gerðarfélags í Álasundi í Noregi og Caroline Clacial og Christina Glac- ial, sem eru skráðir í Panama og Alidia Glacial og Alicia Glacial, sem skráðir eru í Argentínu. Norðmað- urinn Sigurd Rekkedal er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, sem gerir út Glacial-bátana. Styrkurinn, sem útgerðir bátanna CARL Bildt, fyrrverandi forsætis- ráðherra Svíþjóðar, hefur látið af starfi sem sáttasemjari í Bosníu og tók Carlos Westendorp, fyrrverandi sendiherra Spánar hjá Sameinuðu þjóðunum, við af honum í gær. Þótt Bildt hafi e.t.v. ekki orðið mikið ágengt í því að bæta samskipti þjóð- arbrotanna í Bosníu, hefur það ekki bitnað á vinsældum hans og stöðu í sænskum stjórnmálum. Í hálft annað ár reyndi Bildt að sjá til, að Bosníumenn héldu friðinn en aðstoðarmenn hans segja, að það hafi verið ert tt verk vegna þess, að sáttasemja-astöðunni fylgi ekkert vald auk þess sem Bandaríkjastjórn heíur ofí farið sínar eigin leiðir án s-*mráðs við hann eða Evrópuríkin. Múslimar í Bosníu höfðu ávallt ’iorn í síðu Bildts vegna góðra sam- skipta hans við bresku íhaldsstjórn- ina, sem var'andvíg vestrænni íhlut- hafa fengið, er ríkisstyrkur vegna skipasmíða og styrkur frá Útflutn- ingslánasjóði. Gunnar Album, tals- maður sjávarútvegsdeildar norsku náttúruverndarsamtakanna, segir að norsk stjórnvöld verði að taka afleið- ingunum af því að gefa ríkisstyrki til báta, sem stundi ólöglegar veiðar. Alyarlegri hlutur en veiðar íslendinga í Smugunni „Þessir styrkir renna ekki til nor- skra skipa, sem veiða úr kvótum Norðmanna. Þeir renna til báta sem fara frá Noregi til að stunda eftirlits- lausar veiðar. Fyrir vikið fær Noreg- ur á sig slæmt orð á aiþjóðavett- vangi og vekur deilur á miðunum við Suðurskautslandið," segir Album. Bátarnir stunda veiðar á tannfíski á þessum slóðum, en fískurinn er á lista yfir fisktegundir sem of mikið er veitt af. Samtök Suður-Afríku og Ástralíu, sem fara með lögsögu á þessum slóðum hafa hvað eftir ann- að fordæmt ólöglegar veiðar á þess- um slóðum. Nokkur skip frá þessum þjóðum hafa þó leyfi til takmarkaðra veiða á þessu svæði, meðal annarra Austral Leader. „Þessar veiðar, sem margir norskir útgerðarmenn stunda, eru miklu alvarlegri en veið- ar íslendinga í Smugunni. Veiðar íslendinga eiga sér stað á alþjóðleg- um hafsvæðum," segir Album. un í stríðinu, en erfíðasta málið fyr- ir hann var Radovan Karadzic, leið- togi Serba, sem ákærður hefur verið fyrir stríðsglæpi. í maí sl. reyndi Bildt að hlaða undir keppinaut Karadzics meðal Serba en sú tilraun mistókst hrapallega og yfirlýsing hans um, að honum hefði tekist að bola Karadzic burt, reyndist ekki á rökum reist. Það var ekki fyrr en Richard Holbrooke, sendimaður Bandaríkja- stjórnar og höfundur Dayton-friðar- samningsins, lét til sín taka að Karadzic lét af embætti. Ekki eru á allir á einu máli um kosti Westendorp í þetta erfiða starf. Sumir telja hann allt of reynslulítinn en aðrir bera því á mót og segja, að vinskapur hans og landa hans, Javiers Solana, framkvæmdastjóra NATO, muni koma að góðum notum í Bosníumálunum. Reglugerð um loðnuveiðar erlendra skipa í lögsögu Islands Morgunblaðið/Helga Kleiva Pedersen NORSE Pride er einn norsku línubátanna, sem hafa verið staðn- ir að ólöglegum veiðum á tannfiski við suðurskautið. Bildt hættur sem sáttasemjari í Bosníu Geldur ekki lítils árangurs Sarajevo, Madrid. Reuter. F » € c c c c c 4 C 4 < € 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.