Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN DAVÍÐSDÓTTIR + Guðrún Davíðs- dóttir fæddist í Flatey á Breiðafirði 12. apríl 1920. Hún lést 10. júní síðast- Iiðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Eyjólfs- dóttir, f. í Svefneyj- um, 23. júní 1886, d. 27. ágúst 1943 og Davíð Kristján Einarsson, f. á Geirseyri 19. des- ember 1882, d. 22. apríl 1970. Guðrún eignaðist fjögur systkini, þau eru: Friðbjörg, f. 31. október 1913, d. 4. apríl 1993. Kristín, f. 29. mars 1916, d. 7. apríl 1972. Eyjólfur, f. 28. október 1924 og Sverrir, f. 27. apríl 1929. Hinn 27. ágúst 1946 giftist Guðrún Héðni Jónssyni, f. á Hamri í Laxárdal í S-Þing. 1. ágúst 1900, d. 19. desember 1950. Foreldar hans voru Jón Helgason frá Hallbjarnarstöð- um í Reykjadal og Herdís Bene- diktsdóttir frá Auðnum í Lax- árdal. Dóttir Héðins frá fyrra hjóna- bandi er Hrafnhild- ur, f. 3. október 1927, en Hólmfríð- ur Pétursdóttir móðir hennar (fyrri kona Héðins) lést 21. maí 1944. Börn Guðrúnar og Héðins eru: 1) Sigríður, f. 24. nóvember 1947, gift Árna Snæbjörns- syni, f. 1. mars 1946. Börn þeirra eru Snæbjörn, f. 17. des- ember 1981, og Héðinn, f. 22. maí 1986. 2) Hólmfríður, f. 2. september 1950, var gift Unn- steini Arasyni, f. 21. maí 1941, þau skildu. Börn þeirra eru Héðinn, f. 23. ágúst 1970, Guð- rún, f. 20. desember 1973, Sverrir, f. 6. maí 1980, og Hörð- ur, f. 18. febrúar 1986. Hólm- fríður býr með Guðmundi Hall- grímssyni, f. 25. júní 1941. Utför Guðrúnar fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin kiukkan 13.30. Tengdamóðir mín, Guðrún Dav- íðsdóttir, er látin. Hún lést á heim- ili dóttur sinnar og undirritaðs að- faranótt 10. júní sl. Guðrún var 77 ára að aldri þegar hún lést og hafði alla tíð verið mjög heilsuhraust þangað til líða fór á sl. vetur, en þá fyrst fór elli kerling að gera dálítið vart við sig án þess þó að ljóst væri að hverju stefndi. Kallið kom því óvænt og óvægið og ekki hvarflaði það að undirrituðum þegar við kvöddumst nokkrum dögum fyrr, að við ættum ekki eftir að hitt- ast aftur. En þannig fer að lokum, jafnvel hjá sterkustu stofnum, þeir verða að hlýða því kalli sem allra bíður. Guðrún var Breiðfirðingur að uppruna og bar alla tíð sterkar og hlýjar tilfinningar til þess byggðar- lags, sérstaklega vestureyja Breiða- fjarðar, en hún var fædd í Flatey og dvaldist þar fyrstu ár _ævi sinn- ar. Þaðan fluttist hún til Ólafsvíkur og dvaldist þar til fullorðinsára. Það kom í hlut hennar að halda heimili fyrir fjölskylduna í Ólafsvík, þegar móðir hennar féll frá langt um ald- ur fram. Á bernskuheimilinu dvald- ist m.a. systurdóttir hennar, Hrafn- hildur Hreiðarsdóttir, sín fyrstu ár og var alla tíð síðan mjög kært með þeim frænkum. Árið 1944 fluttist hún alfarin til Borgarness og hóf störf þar á símstöðinni sem talsíma- vörður. Því starfi gegndi hún til 1986, með nokkurra ára hléi á fyrstu árunum eftir að hún stofnaði sitt eigið heimili. Hinn 27. ágúst 1946 giftist hún Héðni Jónssyni frá Húsavík, versl- unarmanni hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga og hófu þau búskap á Gunn- laugsgötu 2, í húsi sem Héðinn hafði byggt. Þar bjó Guðrún alla tíð sið- an. Héðinn hafði verið ekkjumaður ■* um nokkurt skeið þegar þau Guðrún kynntust, en fyrri kona hans var Hólmfríður Pétursdóttir frá Húsa- vík. Dóttur Héðins og Hólmfríðar, Hrafnhildi, reyndist Guðrún afar vel. Héðinn og Guðrún eignuðust tvær dætur; Sigríði, sem er gift undirrituðum og eiga þau tvö börn, Snæbjörn og Héðin; og Hólmfríði, sem býr með Guðmundi Hallgríms- syni, en Hólmfríður á fjögur börn af fyrra hjónabandi, Héðin, Guð- rúnu, Sverri og Hörð. I desember 1950 veikist Héðinn maður Guðrúnar og deyr á sjúkra- húsi í Reykjavík rétt fyrir jólin það ár. Þá er önnur dóttir hennar þriggja ára og hin þriggja mánaða, en sjálf stendur Guðrún þá á þrítugu. Eflaust geta fáir sett sig í þau spor, þá erfíðleika og þær þjáningar sem því fylgja að missa maka sinn á besta aldri og standa ein uppi með 4S. tvö lítil börn. Þessa þolraun þurfti Guðrún að ganga í gegnum og á þessum erfiðleikum sigraðist hún með þrautseigju og dugnaði þannig að henni var mikill sómi að, en stúlk- unum sínum bjó hún ætíð það at- læti og þá umhyggju sem öllu ung- viði er nauðsynlegt, jafnframt því sem hún þurfti að vinna fyrir heimil- inu. Guðrún leysti allt hlutverk sitt með slíkum sóma að slíkt gera ekki aðrir betur og einungis þeir sem hafa þrautseigju, þolgæði og dugn- að til að takast á við hlutskipti sitt. Auðvitað naut hún stuðnings góðra nágranna í Gunnlaugsgötunni, sam- starfsfólks á símstöðinni og annarra í Borgarnesi og fyrir þann stuðning eru aðstandendur Guðrúnar ævin- lega þakklátir. Guðrún var mjög frændrækin og hafði ætíð mjög gott samband við systkini sín og önnur ættmenni. Þá reyndist það henni mikill styrkur þegar Friðbjörg systir hennar flutt- ist í Borgarnes árið 1958, en á heim- ili hennar, símstöðinni í Borgamesi, áttu Guðrún og dætur hennar alltaf athvarf. Sem dæmi um frændrækni Guðrúnar og skyldurækni hennar við dætur sínar um að kynnast upp- runa sínum má nefna, að um leið og dæturnar höfðu þroska til, lagði hún áherslu á að þær fengju að kynnast föðurfólki sínu á Húsavík, afkomendum Benedikts frá Auðn- um, enda átti hún öruggt athvarf hjá Aðalbjörgu systur Héðins heit- ins. Þar dvöldu þær mæðgur í nokk- urn tíma sumar hvert, allt þar til dæturnar fóru sjálfar að fara með sitt fólk norður. Ekki leið á löngu eftir að undirritaður kom í fjölskyld- una, að konu minni fannst við hæfi að fara til Húsavíkur. Þar var okkur alla tíð einkar vel fagnað, þar var gott að koma og fá tækifæri til að kynnast af eigin raun menningu og menningaráhuga þingeyskra af- komenda Benedikts frá Auðnum. Það er ánægjulegt að minnast þess að allt frá þeirri stundu þegar sá sem þetta ritar fór fyrst að venja komur sínar á heimili Guðrúnar og alla tíð síðan, var viðmót hennar og viðtökur með svo ánægjulegum hætti að ekki gleymist. Seint mun það heldur gleymast, að þegar dótt- ir hennar kynnti okkur í fyrsta skipti, var Guðrún fljót að draga fram mynd sem tekin var vestur í Flatey, af föðurömmu minni og móður sinni og sýna mér. En þessar tvær heiðurskonur voru frænkur og vinkonur vestur í Breiðaíjarðareyj- um. Þetta var upphaf þess að æ síðan höfðum við gaman af að minn- ast liðinna tíma fyrir vestan, þótt undirritaður þekkti samtíðarfólk Guðrúnar úr Eyjunum ekki nema að hluta til. Þótt hlutskipti Guðrúnar yrði allt frá unglingsárum að sjá um heim- ili, fyrst æskuheimilið, síðan sitt eigið, var hún ein af þeim sem nú á tímum hefði með auðveldum hætti getað lokið lengri skólagöngu, en auk venjubundins unglingaskóla lauk hún námi frá Húsmæðraskól- anum á íasfírði og átti góðar minn- ingar þaðan. Heimilið, auk starfsins á símstöðinni, varð hennar vett- vangur, þar undi hún sér vel og leysti störf sín með sóma. Hún var gestrisin og margir vinir og vanda- menn sóttu hana heim og ætíð vildi hún gera sem best við alla, enda léku heimilisstörfin í höndum henn- ar. Síðar, þegar bamabörnin fóm að koma, var það yndi hennar og ánægja að sinna þeim og veita þeim skjól og athvarf, en það er öllum ungum börnum hollt að kynnast eldri kynslóðum og þeirri staðfestu og lífsreynslu sem þar er að finna, en barnabörn Guðrúnar áttu því láni að fagna að vera alitaf velkomin til ömmu og fá að dvelja þar að vild. Þegar litið er yfir farinn veg og rifluð upp nærri þijátíu ára kynni, er vel við hæfí að minnast góðrar konu með þessu erindi úr Hávamál- um: Deyr fé deyja frændr, deyr sjálfr et sama. En orðstírr deyr aldrigi hveims sér góðan getr. Blessuð sé minning Guðrúnar Davíðsdóttur. Árni Snæbjörnsson. Ég ætla að minnast ömmu minnar, Guðrúnar Davíðsdóttur. Elsku amma, ég man eftir því þegar ég kom til þín og gisti hjá þér þegar mamma og pabbi fóru út á kvöldin. Ég var yngstur þann- ig að ég var meira heima en Héð- inn, Sverrir og Guðrún. Sex ára gamall byijaði ég í skóla. Ég man eftir alltaf þegar ég fékk einkunn- ir, það fyrsta sem ég gerði var að fara til ömmu og sýna henni ein- kunnirnar. Hún kyssti mig og gaf mér pening en sagði mér að fara varlega með hann, ekki eyða honum strax í einhveija vitleysu. I 2., 3., og 4. bekk fór ég að vera meira hjá henni. Strax eftir skóla fór ég til hennar og fékk að borða. Oftast kjötbollur eða sjörnumatinn eins og hún kallaði hakk. Það verður sorg- legt að keyra framhjá „húskofan- um“ hennar ömmu þegar ég kem í Borgarnes. En ég mun sakna þín mikið. Ég mun aldrei gleyma þér eða þessum 11 árum sem ég þekkti þig- Þinn Hörður Unnsteinsson. Hún elsku amma mín er dáin. Hún amma sem skipti mig svo miklu máli og mér þótti svo afskap- lega vænt um. Ég hef alltaf verið ömmustelpa, ein af fyrstu minning- um mínum er frá því þegar ég, lít- il stelpa, sat í fanginu á ömmu og hún ruggaði mér og söng fyrir mig, fangið hennar var svo hlýtt og mjúkt og þar var svo gott að vera. Alltaf hefur verið jafngott að koma til ömmu í kotið hennar á Gunn- laugsgötunni og margar bestu minningar mínar tengjast húsinu, garðinum og klettunum sem var freistandi að leika sér í. Gunnlaugs- gatan hefur í gegnum tíðina verið mitt annað heimili og það er skrítið að geta ekki farið í heimsókn til ömmu þangað meir. Enginn sem heimsótti ömmu fór þaðan tómhent- ur, hún gladdi alla sem þangað komu með einstakri gestrisni sinni og hlýjum móttökum, allir voru þangað velkomnir. Þegar ég var að alast upp vann amma sem talsímamær hjá Pósti og síma en sú starfsstétt er nú ekki til lengur. Mér þótti starfið hennar mjög spennandi og var tíður gestur hjá henni þar. Ég kynntist samstarfskonum hennar, sem jafn- framt voru vinkonur hennar, ég sat og fylgdist með þeim og hljóp síðan fyrir þær með skeyti út um allan bæ. Fyrir mér var amma eins konar hetja, manneskja sem ég vildi líkj- ast þegar ég yrði stór. Þegar ég varð eldri tók ég að stunda nám í Reykjavík. Mér fannst þó alltaf gott að koma heim um helgar og til ömmu sem oftar en ekki var búin að elda uppáhaldsmat- inn minn eða baka fyrir mig eitt- hvað sem mér þótti gott. Síðar meir hóf ég háskólanám á Akureyri og þá var sama uppi á teningnum. Ég kom að vísu minna heim en amma dó nú ekki ráðalaus, rútuferðirnar voru óspart notaðar til að senda til mín pakka, luma að mér einhveiju til að ég hefði það nú sem allra best. Þannig var hún amma, hugs- aði alltaf fyrst og fremst um aðra. Þegar ég kom heim í páskafrí nú um síðustu páska sá ég að ömmu hafði hrakað verulega frá því að ég sá hana síðast. Ég reyndi að hjálpa henni sem mest og best ég gat og gerði allt til að henni liði betur. Daginn sem ég fór aftur norður fór ég til hennar að kveðja hana. Ég sá strax að hún lumaði á einhveiju því það var á henni gralla- rasvipur, svipur eins og hún hefði verið að gera eitthvað af sér. Hún fór með mig inn í eldhús og sýndi mér stolt stóra brúnköku sem hún hafði lagt sig alla fram við að baka, henni fannst nú ekki hægt að senda mig tómhenta norður, ég sem væri að fara að takast á við lokaáfang- ann í náminu. Mér tókst að ljúka námi mínu með sóma og er ekki í nokkrum vafa um að amma á stór- an hlut í því, með allri sinni góð- vild, stuðningi og hjálpsemi. Elsku amma, þú sagðir mér einu sinni að þú lifðir fyrir okkur barna- börnin, að við værum þér allt. Nú ertu farin frá okkur en ég veit að þú átt eftir að fylgjast náið með okkur og halda yfir okkur verndar- hendi. Góði Guð, gefðu að henni elsku ömmu minni líði vel, eftir allt sem hún hefur gert fyrir mig þá á hún það skilið. Eftirfarandi erindi er úr ljóði sem ort var við andlát langömmu minnar, Sigríðar Eyjólfsdóttur frá Svefneyjum. Þegar lík þitt leggst í jörðu, lífsins frækom sáum vér. Eftir dauðann, ljóss á landi, • lifir þú og starfa fer. Þar sem Kristur, sólna sólin sálu lýsir dag og nótt. Göfga kona, gæða móðir, góða amma, sofðu rótt. (Sr. Magnús Guðmundsson.) Þín, Guðrún Unnsteinsdóttir. Hún amma á Gunnlaugsgötunni er dáin, kona sem ætíð skipaði stór- an sess í tilveru minni. í hennar húsi dvaldi ég mín fyrstu ár, þar var ég skírður og þar eyddi ég ótal stundum á mínum uppvaxtarárum. Hjá ömmu var gott að vera, hún vildi öllum svo vel. Þau voru ófá skiptin sem hún gerði mér og öðrum barnabörnum sínum glaðan dag með hvers kyns gjöfum eða glaðn- ingi. Hún naut þess að gefa af sér og hjálpa öðrum. Öll þau skipti sem hún tók þátt í heimilishaldinu á mínu æskuheimili renna mér seint úr minni. Ég sé hana ljóslifandi fyrir mér að sauma fyrir sláturkepp eða að hamfletta svartfugl. Allt frá því ég man hafði amma verið sjóndöpur og sjónin versnaði með árunum. Síðasta árið yfirgaf hún vart heimili sitt, en þrátt fyrir erfiðleika sína naut hún samveru- stunda með vinum og ættingjum. Alltaf var jafngott að koma til henn- ar í vesturbæinn og aldrei fór ég úr húsi hennar ómettur. Þó að á seinni árum væri oft lagt að henni að söðla um og flytjast á dvalar- heimili var ekki á slíkt að minnast. Hún var samkvæm sjálfri sér og hélt reisn sinni allt til hins síðasta. Allri þeirri ástúð og umhyggju sem hún veitti mér gleymi ég aldrei. Ég vona að viðhorf hennar til tilverunn- ar hafi kennt mér það að mannleg- ur auður skuli ávallt tekinn framyf- ir þann veraldlega. Að endingu langar mig að segja þetta: - Þitt gestrisna eðli, þín gefandi hönd, gladdi mörg hjörtun, skóp vináttubönd. Nú böndin ei bresta þó upp fari önd og berist svo tær yfír frelsarans lönd. Eg kveð þig í sátt en minningin skýr skín ljóst sem viti er leið minni stýr. Þinn einlægi hugur svo gefandi og hlýr, í hjarta mér lifír og að eilífu býr. Héðinn Unnsteinsson. Elsku Gúddý. Okkur, vinkonum Fríðu, langar að minnast þín í nokkrum orðum. Við erum svo sannarlega heppnar að hafa fengið að kynnast þér. Þú varst svo mikil og góð móðir dætra þinna. Þær voru þér allt og þú þeirra stoð og stytta. Alltaf vorum við velkomnar á ykkar myndarlega og snyrtilega heimili. Við uxum úr grasi, giftum okkur og eignuðumst böm. Þú fylgdist með velferð okkar, sama hvar á landinu við bjuggum. Þegar við eignuðumst bömin okkar varst þú ávallt búin að hekla falleg teppi til að færa þeim, teppi sem svo sannarlega komu að góðum notum. Við eigum engin orð yfir hvað þú varst okkur góð og trygg. Meira að segja í vetur þegar sjónin var orðin lítil sem engin heklaðir þú teppi handa litla Flemming. Svona hlutir ylja okkur um hjartarætur. En þannig varst þú. Önnur okkar var svo lánsöm að búa við hliðina á þér síðustu árin þín. Það var mikið öryggi fyrir báða og dætrum þínum þótti notalegt að vita af góðum vinum í nágrenninu. Elsku Gúddý. Við söknum þín sárt en við vitum að þú ert hvíld- inni fegin. Við vinkonurnar og fjöl- skyldur okkar minnumst þín með hlýju og virðingu í hjarta. Öllum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Eygló og Kristín (Systa). Með örfáum orðum langar mig að kveðja hana Gúddý, Guðrúnu Davíðsdóttur, fóstru mína úr Borg- arnesi, sem andaðist hinn 10. júní síðastliðinn. Allt frá barnæsku á ég minningar af Gunnlaugsgötunni í Borgarnesi, framan af samhengislaus minninga- brot drengsnáða, með fjölskyldunni í heimsókn í sumarleyfi; Gúddý á þönum heima að annast börn og fullorðna eða í símanum úr vinn- unni, húsmóðir á sínu heimili og allt í röð og reglu. Dætumar tvær Sigga og Fríða stórfrænkur mínar kraft- miklar, dúkkuhúsið, rifsberin, klett- arnir í garðinum og sláttuvélin sem við hlupum með þindarlaust. Mjólkin var sótt í brúsa í Samlagið og alltaf sól í heiði. Þetta var ævintýraland fyrir ungan dreng af mölinni. Árin liðu og alltaf héldum við sambandi við Gúddý. Með tímanum varð hún einn þessara traustu vild- arvina okkar systkinanna, svipað og ömmur og afar eru börnum. Hún fylgdist með gengi okkar úr fjar- lægð og lét ekkert tækifæri ónotað til að láta gott af sér leiða og gleðja okkur, bar hag okkar fyrir bijósti. Gott dæmi um þetta er þegar hún skaut yfir mig skjólsþúsi fyrir hart- nær þijátíu árum. Ég var þá hálf vegalaus hvað námið varðaði og það varð úr að Gúddý opnaði mér leið og ég settist á skólabekk í Borgar- nesi einn vetur, til heimilis að Gunn- laugsgötu 2. Það hefur ekki verið áhlaupaverk að taka að sér 16 ára unglinginn eins og hún gerði og er ég henni ævinlega þakklátur fyrir það. Þetta var eftirminnilegur vetur, auðvitað skin og skúrir en vistin góð og allar götur síðan átti Gúddý sérstakan hlut í mér. Nú er komin kveðjustund og ég kveð þig, kæra Gúddý, með þakk- læti í huga. Minningin um trausta og góða konu stendur eftir. Siggu, Fríðu og fjölskyldum þeirra sendi ég samúðarkveðjur. Héðinn Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.