Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAU GARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 49 FRETTIR 14 börn með alvarlega sjúkdóma í sumarbúðir ytra í LOK júní gefst íslenskum börnum með krabbamein og aðra alvarlega sjúkdóma þriðja árið í röð kostur á dvöl í sumarbúðum leikarans Paul Newman. í þetta sinn fara fjögur ungmenni til USA og tíu til Irlands. Sumarbúðir þessar eru sérstak- lega útbúnar til að taka við börnum með alvarlega sjúkdóma með tilliti til öryggis, félagslegs og andlegs aðbúnaðar og annars sem börnun- um er mikilvægt. Það kemur því ekki á óvart að mikil ásókn er í búðirnar víða að og þau börn sem tækifærið fá koma flest heim glöð og ánægð, segir í fréttatilkynn- ingu. Ekkert athvarf er til á ís- Jónsmessu- vaka í Fjöl- skyldu- oghúsdýra- garðinum Á JÓNSMESSUNÓTT verður opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá kl. 23 að kvöldi mánudag 23. júní til 1 eftir miðnætti og er að- gangur ókeypis. Varðeldur verður tendraður kl. 23 og hljómsveitin Geirfuglarnir spila og syngja frá kl. 23. í fréttatilkynningu segir: „Jóns- messa er töfranótt og hver veit nema kýrnar fari að tala manna- mál, selirnir kasti af sér hamnum og furðuverur fari á kreik. Kaffihús garðsins verður með til sölu seiðmagnað kúmenkaffi og ástarpunga. Einnig verður kynning á yfirnáttúrulegum grösum, stein- um og jurtaseyðum sem tengjast Jónsmessunni í þjóðtrú okkar.“ Vikunámskeið í blóma- skreytingum G ARÐYRKJU SKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, verður með viku- námskeið í blómaskreytingum dag- ana 30. júní til 4. júlí nk. Nám- skeiðið er haldið í skólanum og stendur frá kl. 9-18 alla dagana. Leiðbeinandi verður Uffe Balslev, blómaskreytingameistari og aðal- kennari á blómaskreytingabraut skólans. Á námskeiðinu mun hann m.a. kenna þátttakendum að útbúa mis- munandi blómvendi, brúðarvendi, ýmiskonar skreytingar og útfarar- skreytingar svo eitthvað sé nefnt. Sérstök áhersla verður lögð á að vinna úr náttúrulegum efnum af útisvæði Garðyrkjuskólans. Ekki verða skráðir fleiri en 12 þátttak- endur á námskeiðið. Möguleiki er á gistingu á heimavist skólans sé þess óskað. Skráningu á námskeið- ið lýkur mánudaginn 23. júní kl. 12 en allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu skólans. landi sérstaklega útbúið fyrir lang- sjúk börn. Ferðir til og frá sumarbúðunum þarf að greiða fyrir börnin. Hús- næði og uppihald er á hinn bóginn frítt þegar komið er á áfangastað. Það er afrakstur af sölu New- man’s Own varanna sem undir þeim kostnaði stendur. Fjölskyldur barna með alvarlega sjúkdóma hér á landi hafa sjaldan bolmagn til að standa undir dýrum ferðakostn- aði og hafa bömin því verið styrkt til utanfararinnar af ýmsum aðilum. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hefur að undanförnu leitað til nokkurra fyrirtækja með beiðni um stuðning fyrir þær fjölskyldur NÝLEGA afhenti Andrés Gunn- arsson, vélstjóri, Skógræktarfé- lagi íslands, þrjár milljónir króna að gjöf sem er stofnframlag til sérstaks sjóðs í umsjá Skógrækt- arfélags Islands. Sjóðurinn ber nafn hjónanna Andrésar Gunn- arssonar og Aðalheiðar Magnús- dóttur konu hans sem lést fyrir nokkrum árum. Jafnframt ánafnar Andrés Skógræktarfélagi íslands eigur sínar eftir sinn dag en andvirði þeirra skal verja til eflingar tijá- ræktar í landinu og til landvernd- ar í samræmi við reglur sjóðsins. Andrés fæddist árið 1904 að Hólmum, Austur-Landeyjum. Hann starfaði sem vélstjóri til sjós og lands og sem verkstæðis- innan félagsins sem fá kost á að senda böm í sumarbúðimar. Eftirtaldir aðilar standa að baki þeim sem eru á förum um þessar mundir. Eimskip, Farmasía, Glaxo Wellcome, Hampiðjan, Hermes, Íslensk-Ameríska, Kaupás, Kaupf- élag Suðurnesja, Landsbanki Is- lands, Mjólkursamsalan, Lands- virkjun, Marel, Plastprent, Sam- vinnuferðir-Landsýn, Sjóvá-Al- mennar, Síldarvinnslan á Neskaup- stað og Inter ehf. Að endingu má geta þess að Heildverslun Karls K. Karlssonar greiðir að þessu sinni allan ferða- kostnað fyrir bömin fjögur sem fara til USA. stjóri hjá Áburðarverksmiðju ríkisins frá stofnun hennar. „Hann hefur alla tíð þótt með afbrigðum hugmyndaríkur um hvers kyns framfarir á sínu sviði og fylgt þeim eftir svo sem kost- ur er. Arið 1945 lagði hann fyrst- ur manna fram hugmyndir um nýja gerð togara, skuttogara. Gerði af þeim hugmyndum teikn- ingar og líkan sem varðveitt er í Sjóminjasafninu í Hafnarfirði. Þær hugmyndir fengu þó ekki hijómgrunn á þeim tíma. Andrés gat sér góðan orðstír með margskonar nýmælum á fleiri sviðum á starfsævi sinni og er heiðursfélagi í Hugvitsmanna- félagi íslands," segir í fréttatil- kynningu. Bítlaárin í allra síðasta sinn SÝNINGIN Bítlaárin 1960-70 verð- ur flutt í allra síðasta sinn á Hótel ísiandi í kvöld, laugardgskvöld. Með- al flytjenda eru söngvararnir Ari Jónsson, Björgvin Halldórsson, Bjarni Arason, Pálmi Gunnarsson og Söngsystur ásamt stórsveit Gunnars Þórðarsonar. í sýningunni má heyra mörg eft- irminnilegustu lög Bítlaáranna, segir í fréttatilkynningu. Að sýningu lok- inni mun svo hljómsveitin 8-villt leika en hljómsveitina skipa söngkonurnar úr Söngsystrum þær Bryndís Sunna Valdimarsdóttir, Katrín Hildur Jón- asdóttir, _ Lóa_ Björk Jóelsdóttir og Regína Ósk Óskarsdóttir auk þeirra Andra Hrannars Einarssonar sem leikur á trommur, Áma Ólasonar sem leikur á bassa, hljómborðsleikarans Daða Birgissonar og gítarleikarans Sveins Pálssonar. Afmælishátíð Olís í Garðabæ OLÍS stendur í dag fyrir fjölbreyttri afmælishátíð við þjónustustöð Olís í Garðabæ í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Svipaðar hátíðir verða haldnar á öllum stærstu Olísstöðvun- um á höfuðborgarsvæðinu í sumar og tengjast afmælisleik Olís sem hófst í maí. Hátíðin í Garðabæ stendur frá kl. 15-19. Boðið verður upp á gos og kaffi á vegum Vífilfells og Gevalia. Það verður grillað, Olli mætir á svæðið, Suðræna svingsveitin leikur milli kl. 17 og 18 og Stjörnufólk þvær bíla ókeypis milli kl. 17 og 19. Börnin komast í leiktæki, fá litabæk- ur og fleira verður á dagskrá. Uppgripaverslunin við Langa- tanga er ein af fjölmörgum nýjum hraðverslunum Olís sem opnaðar hafa verið á undanförnum mánuð- um. Sýning* tré- rennismiða FÉLAG trérennismiða heldur sýn- ingu á munum félagsmanna í sam- vinnu við Viðarmiðlun Skógræktar ríkisins í húsi Landgræðslusjóðs, Suðurhlíð 38, Reykjavík. Sýningin „Skáldað í tré“ stendur frá 20. til 29. júní og er opin frá kl. 14-19 alla daga. Alls taka 19 félagsmenn þátt í sýningunni. í fréttatilkynningu segir: „ Margt fallegra muna er á sýningunni, unn- ir úr ólíkum íslenskum og erlendum viðartegundum. Frá því síðasta sýn- ing var haldin í Perlunni 1995 hefur handverkið þróast mikið og fjöl- breytni aukist verulega. Flestir mun- ir á sýningunni eru til sölu. Viðarmiðlunin var sett á laggirnar fyrir ári og hefur þann megintilgang að safna saman íslenskum_ smíðavið af mismunandi gerðum. Á sýning- unni gefur að líta sýnishorn af þeim möguleikum sem einstakar viðarteg- undir bjóða upp á til rennismíði. Tré- rennismiðir munu taka fram jámin og sýna gestum hvernig menn bera sig að þegar renndir eru munir úr tré. Samhliða sýningunni er haldið námskeið í húsakynnum smíða- kennsludeildar Kennaraháskóla ís- lands, Skipholti 37, þar sem breskur kennari, Chris Stott að nafni, mun kenna íslensku áhugafólki ýmis tæknileg og fagleg atriði um tré- rennismíði." LEIÐRÉTT Landsmót í skyndihjálp í FRÉTT Mbl. 19. júní sl. var sagt frá Landsmóti í skyndihjálp sem haldið var í Skátafelli í Skorradal. Með fréttinni birtist mynd sem sögð var af Evrópuliði íslendinga en var af vinningsliði mótsins 13-16 ára og er hin rétta mynd birt hér með og á henni eru: Jóhann Hrannar Göðmundsson, Sigríður Daney Sig- urðardóttir, Hiidur Sigfúsdóttir, Jóhanna Jakobsdóttir og Unnur Hjálmarsdóttir. Einnig kom fram í fréttinni að landsmót U.R.K.Í. í skyndihjálp hefði verið í samstarfi við Landsbjörg. Það er ekki rétt hins vegar mættu þar 3 félagar frá Landsbjörgu til að keppa í æfíngar- skyni og voru það einu tengslin sem Landsbjörg hafði við mótið. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Leikgagnrýni í GAGNRÝNI um uppfærslu Pé- leikhópsins á söngleiknum Evítu var í meginmáli rangt farið með nafn eins leikarans, Baldurs Trausta Hreinssonar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Uppsagnir hjá RÚV TEKIÐ skal fram vegna fréttar um uppsagnir hjá RÚV að Pétur Guð- finnsson útvarpsstjóri var ekki heimildarmaður að upplýsingum um uppsagnir forstöðumanna Rásar 1 og 2 og tónlistarráðgjafa útvarps. Ennfremur er rétt að leiðrétta að Guðmundur Emilsson og Jón Karl Helgason eru með tímabundna ráðningu sem rennur út í haust og hefur þessum samningum því ekki verið sagt upp. Útvarpsstjóri segir að Guðmundi, Jóni Karli og Sigurði G. Tómassyni verði boðin önnur störf hjá RÚV. Þá skal tekið fram að fréttastofa Sjónvarps heitir núna frétta- og íþróttadeild. ANDRÉS Gunnarsson, vélstjóri ásamt Huldu Valtýsdóttur við afhendingu gjafarinnar. Skógræktarfélagi Islands berst höfðingleg gjöf mm lléUi L-LlU KOK'ulN! Sjáið það nýjasta fráYAMAHA og látið verðið koma ykkur 4 þægilega á óvart!! D D Skútuvogi 12a, sími 581 2530.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.