Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 15 Morgunblaðið/Kristján Eldur í spennistöð á Fiskitanga LISTA97 SUMAR AKUREYRI Fjölbreytt dagskrá ísumar LISTASUMAR ’97 verður opn- að með samsýningu myndlistar- manna í Deiglunni á Akureyri. Fyrirhugað er að halda 10 myndlistarsýningar í Deiglu og Ketilhúsi í sumar og eru þar á ferð listamenn frá Akureyri, Reykjavík, Danmörku, Sviss og Hollandi. Dagskrá Listasumars er mjög fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfí næstu vikur og mánuði. Tvö ný gallerí hafa tekið til starfa í Gilinu og sýnir Guðbjörg Ringsted í Gallerí Svartfugli og Bruce Conkle í Intemational Gallery of Snorri Ásmundsson. Einir sex klassískir tónleikar eru komnir á blað fýrir sumarið. Þar má fyrsta fræga telja Manú- elu Wiesler flautaleikara sem væntanleg er til Akureyrar í ágúst. Sinfóníuhljómsveit ís- lands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leika saman í íþróttaskemmunni 29. júní og kirlq'ukórinn í Runavik í Færeyj- um syngur í Akureyrarkirkju 30. júní og á Húsavík daginn eftir. Laufey Sigurðardóttir fíðlu- leikari og Páll Eyjólfsson gít- arleikari halda tónleika í Deigl- unni 16. júlí. Af öðru tónlistar- fólki má nefna söngkonumar Guðrúnu Jónsdóttur, Onnu Sig- ríði Helgadóttur, Björgu Þór- hallsdóttur og Rósu Kristínu Baldursdóttur. Þær halda tón- leika sína í júlí og ágúst. Auk þess verða fímm tónleikar á veg- um Sumartónleika á Norðurlandi í Akureyrarkirkju. Þar koma fram m.a. Bjöm Steinar Sól- bergsson, Hafliði Hallgrímsson, Amaldur Amarsson,_ Schola Contorum og Hörður Áskelsson. Leikverkið Norðurljós frumsýnt Fenris IV frumsýnir leikverk- ið „Norðurljós", sem unglingar frá Akureyri og vinabæjum á Norðurlöndunum hafa unnið að, í íþróttaskemmunni 11. júlí. Um 100 manns taka þátt í sýning- unni. Um verslunarmannahelg- ina verður á ferð annar norrænn leikhópur, Stormen í Nord og verður hann með sýningar í Skemmunni og á götum úti. Gestir Davíðshúss munu verða sýnilegri en áður því þeir halda allir fyrirlestra á Listas- umri. Hermann Pálsson, sér- fræðingur í miðaldabókmennt- um og fýrrverandi prófessor við Edinborgarháskóla, ríður á vað- ið laugardaginn 28. júní í Aksjón café. Jazzinn verður á sínum stað í Deiglunni á fímmtudagskvöld- um. Til bæjarins koma færustu jazzleikarar landsins auk nokk- urra erlendra listamanna. Á Aksjón café verður einnig leik- inn jazz og ýmis önnur tónlist á laugardagskvöldum. Söngvaka á sínum stað Fyrir börn og unglinga eru haldin tvö námskeið, annað í drekasmíði fyrir börn 10-14 ára og hitt í veggjakroti fyrir 14-18 ára í næstu viku. Þá verða ungl- ingatónleikar í Deiglunni 25. júní í tilefni vinabæjaviku. Söngvaka verður á sínum stað tvisvar í viku, þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl. 21.00 í Minjasafnskirkjunni. Þar flytja Þórarinn Hjartarson og Rósa Kristín Baldursdóttir íslenska tónlist, gamla og nýja, með sögulegu ívafí. SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað að spennistöð við hafnarvogina á Fiskitanga um kl. 15.40 í gærdag. Þar logaði eldur í rofum í spenni- stöðinni og urðu slökkviliðsmenn að bíða átekta með aðgerðir þar til búið var að ijúfa straum að stöðinni. KÓR Glerárkirkju heldur eins kon- ar tónleika, eða opna æfingu í kirkjunni í dag, laugardaginn 21. júní kl. 16. Tónleikarnir eru liður í undirbúningi kórsins fyrirtveggja vikna ferðalag til Portúgal í næstu viku. Undirbúningur ferðarinnar hef- ur að meira og minna leyti staðið yfir í allan vetur en kórinn heldur ferna tónleika í ferðinni, undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Efn- isskrá kórsins er tvenns konar, annars vegar sambland af kirkju- legum og veraldlegum lögum, þar sem íslensk lög eru nær alllsráð- MESSUR AKUREYRARKIRKJA: Kvöldmessa sunnudaginn 22. júní kl. 21.00, séra Svavar A. Jónsson. Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju þriðjudaginn 24. júní kl. 10.30, setning prestastefnu. Séra Örn Friðriksson prófastur pred- ikar, séra Birgir Snæbjömsson pró- fastur og séra Svavar A. Jónsson þjóna fyrir altari. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða söng undir stjóm Bjöms Steinars Sólbergssonar organista. GLERÁRKIRKJA: Kvöldmessa sunnudaginn 22. júní kl. 21.00, séra Þórir Jökull Þorsteinsson predikar. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa laugardag kl. 18.00 og sunnudag kl. 11.00 að Eyrarlandsvegi 26. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Al- menn samkoma laugardaginn 21. júní kl. 20.30. Ræðumaður Randy Williams frá Kanada. Almenn sam- koma sunnudaginn 22. júní kl. 20.00. Stjórnandi G. Theodór Birgisson og ræðumaður Randy Williams. Andleg- ar þjálfunarbúðir miðvikudaginn 25. júní kl. 20.30. Unglingasamkoma föstudaginn 27. júní kl. 20.30. Mikill og fjölbreyttur söngur, allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma sunnudaginn 22. júní kl. 20.00. Samkoman verður í umsjá unglingahóps Hjálpræðishersins sem heldur til Færeyja í næstu viku. Allir velkomnir. KVÍABEKKJARKIRKJA: Kvöld- guðsþjónusta í Kvíabekkjarkirkju í Ölafsfírði sunnudaginn 22. júní kl. 20.30. Arna Ýrr Sigurðardóttir guð- fræðingur predikar. Slökkvistarf gekk greiðlega en rofarnir og búnaður í kring er ónýt- ur. Starfsmenn Rafveitu Akur- eyrar hófu strax viðgerð enda nauðsynlegt að koma rafmagni á að nýju sem fyrst. Spennistöðin þjónar höfninni og andi en hins vegar efnisskrá með einungis veraldlegum lögum. í síð- arnefndri efnisskránni syngur kammerhópur nokkur lög. Á tónleikunum verða öll lögin flutt og geta áheyrendur komið og farið að vild eða verið allan tím- ann. Tónleikarnir verða með nokk- uð fijálslegu sniði, þar sem sum lögin verða jafnvel endurtekin og einnig geta áheyrendur beðið um að lög verði endurtekin. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en þeir sem vilja geta styrkt ferðasjóð kórsins með frjáts- um framlögum. Jónsmessu- ganga Minja- safnsins MINJASAFNIÐ á Akureyri stendur fyrir Jónsmessugöngu nk. mánu- dagskvöld, 23. júní. Kynnt verður saga trjáræktar á Akureyri og skoð- aðir verða Minjasafnsgarðurinn og garðurinn við gömlu við Gróðrar- stöðina. Gangan hefst kl. 21 í Minjasafns- garðinum, fyrstu tijáræktarstöð landsins en þar hófst ræktun árið 1899. Leiðsögumaður verður Hall- grímur Indriðason. Þátttaka er ókeypis og öllum opin. ----♦ ♦ «---- Jasstón- leikar JASSTRÍÓ skipað þeim Karli Pet- ersen á trommur, Ómari Einarssyni á gítar og Stefáni Ingólfssyni á bassa, heldur tónleika á AKSJÓN CAFE í kvöld. Þeir félagar eru Akureyringum að góðu kunnir fyrir jassleik. Tón- leikamir hefjast kl. 22.00. - kjami málsim! auk þess eru frystigámar á hafnar- bakkanum tengdir rafmagni frá henni. Á myndinni eru starfsmenn Raf- veitu Akureyrar og rannsóknar- deildar lögreglunnar að skoða verksummerki í spennistöðinni. NOVU 97, norræna vinabæjavikan á Akureyri verður sett í Iþrótta- höllinni mánudaginn 23. júní kl. 10. í ár eru 50 ár liðin frá því vinabæir Akureyrar á Norðurlönd- unum hófu skipulegt samstarf og urðu þannig með fyrstu bæjum sem komu á slíku samstarfi. Vegna þessara tímamóta var ákveðið að kjörorð vikunnar verði „fortíð, nút- íð og framtíð“ og út frá því er dagskrá vikunnar byggð upp. Vinabæir Akureyrar á Norður- löndunum eru Randers í Dan- mörku, Álesund í Noregi, Vasterás í Svíþjóð og Lahti í Finnlandi. Frá hveijum vinbæjanna koma um 20 þátttakendur á aldrinum 16-20 ára, auk um 10 eldri þátttakenda, sem eru fulltrúar Norrænu félag- anna, bæjarfulltrúar og embættis- SKÓLANEFND hefur samþykkt að mæla með Ólafi Thoroddsen í stöðu skólastjóra og Sigríði Ásu Harðardóttur í stöðu aðstoðar- skólastjóra við Síðuskóla á Akur- eyri. Þá hefur skólanefnd samþykkt að mæla með Guðmundi Þór Ás- mundssyni í starf skólafulltrúa Akureyrarbæjar. Aðeins tvær um- sóknir bárust um hveija stöðu en Ferðaþj ónustan Öngulstöðum III Verslun og safn opnuð LISTMUNAVERSLUN í tengslum við Ferðaþjónustuna Öngulstöðum III í Eyjafjarðarsveit verður opnuð á morgun kl. 14. Þar verða m.a. á boðstólum vörur /rá völdu íslensku handverksfólki. Á sama tíma tekur Sveina Björk Jóhannesdóttir, textílhönnuður í notkun vinnustofu á staðnum og sýnir af því tilefni lokaverkefni sitt frá Myndlista- og handíðaskólanum nú í vor. Þá verður opnaður fyrsti vísir að búvélasafni. Þar er um að ræða uppgerðar dráttarvélar í eigu Bald- urs Steingrímssonar og Kristins Ásgeirssonar. Við opnunina syngur Jóna Fanney Svavarsdóttir nokkur lög við undirleik Guðjóns Pálssonar og kaffisala verður frá kl. 14-18. Um kvöldið verða haldnir tón- leikar í Hlöðunni á Öngulstöðum og hefjast þeir kl. 21.00. Þar flytur Jóna Fanney Svavarsdóttir fjöl- breytta söngdagskrá við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. Á dagskránni verða lög eftir innlenda og erlenda höfunda, m.a. Brahms, Schubert, Mozart, Pussini, Bern- stein, Kaldalóns, Þórarinn Guð- mundsson og Pál ísólfsson. menn. Frá Nasarq, vinabæ Akur- eyrar á Grænlandi, koma einnig nokkrir þátttakendur á vikuna. Forsetahjónin í heimsókn Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, kona hans, munu heiðra gesti vinabæjavikunnar með nærveru sinni á fimmtudag og þá er einnig boðið sendiherrum og konsúlum þátttökulandanna. Lengi vel var það leiðandi fólk í íþrótta- og æskulýðsstörfum sem var uppistaðan í vinabæjavikunum en síðustu 10 árin hafa þátttakend- ur einkum verið 16-20 ára ung- menni sem leggja stund á listgrein- ar af ýmsu tagi, auk hópa í íþrótt- um eða æskulýðsstarfi. auk þeirra umsækjenda sem skóla- nefnd mælir með, sótti Sturla Kristjánsson um allar stöðurnar. Endanleg ákvörðun um ráðn- ingu í stöðurnar er í höndum bæjarstjórnar en næsti fundur er nk. þriðjudag. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins standa yfir viðræður við Sturlu Kristjánsson um að hann taki að sér sálfræði- þjónustu við skóla bæjarins. Sumarlistaskólinn á Akueyri Fyrir 10 til 16 ára - 29. júní til 13. júlí. Unnið úti og inni í myndlist, cvapand/< leiklist og dansi. s r&/S/ Ævintýraferð til Hríseyjar. ^'^og Aðalkennarar: Örn Ingi og Helga Braga Jónsdóttir (ein af hinum frábæru gríngellum). Fyrir fullorðna í myndlist 31. júlí til 10. ágúst. Upplýsingar og skráning í sima 462 2644 (örn Ingi). Opin kóræfing í Glerárkirkju Norræn vinabæjavika sett á mánudag Skipulegt samstarf hófst fyrir 50 árum Síðuskóli Mælt með Ólafi og Sigríði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.