Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR- 21: JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Kosið um sameiningu Kjalarneshrepps og Reykjavíkur Framtíðarhagsmunir eða ótímabær sameininff? Kjalarnes v jifep'Cs: Hofsvík Kjörstaðir í Reykjavík og á Kjalarnesi við atkvæðagreiðslu um sameiningu Kjalarneshrepps og Reykjavíkur Koiiafjörður 21.júní1997 Félagsheimilið : Fólkvangur SAMSTARFSNEFND um samein- ingu Kjalarneshrepps og Reykjavík- ur leggur til að sveitarfélögin verði sameinuð í eitt sveitarfélag og er gengið til kosninga um sameining- artillöguna í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að með sameiningu séu framtíðarhagsmunir svæðisins tryggðir. Pétur Friðriks- son, oddviti Kjalarneshrepps, segir lítil sveitarfélög hafa átt og munu eiga í rekstrarerfiðleikum en Jón Ólafsson, bóndi í Brautarholti, telur ekki tímabært að sameinast Reykja- vík. Ingibjörg Sólrún segir að með sameiningu sé verið að skapa nýja möguleika í byggðaþróun. Sagði hún að sameiningin tryggði Kjalnesing- um betri þjónustu heldur en þeir ættu ella kost á. „Ef Álfsnesið bygg- ist upp eins og gert er ráð fyrir, styttir það vegalengdina sem þarf að fara til að sækja þjónustu," sagði hún. „Hagsmunir Reykjavíkur eru meira til framtíðar en þó ekki svo langt undan, þar sem talað er um að Alfsnesið gæti farið að byggjast eftir 6-10 ár og þá munu Reykvík- ingar eiga kost á byggingarlóðum meðfram ströndinni en ekki einvörð- ungu á austursvæðum borgarinnar. Svo held ég að með sameiningunni fáum við fjölbreyttara atvinnulíf og margbreytilegra búsetuform." Sparnaður fyrir íbúana Pétur Friðriksson, oddviti Kjalar- neshrepps, segir að með sameiningu muni nást fram sparnaður fyrir íbú- ana og þá sérstaklega hjá fjölskyld- um með böm í skólum og á dagheim- ilum auk þess sem öll önnur þjón- usta yrði betri. Þjónusta og atvinnu- starfsemi færðist nær og með Sundabraut, sem væri sameiginlegt hagsmunamál Kjalnesinga og Reyk- víkinga, styttist aksturstíminn til Reykjavíkur. Pétur benti á að lítil sveitarfélög hefðu og mundu eiga í miklum erf- iðleikum með reksturinn á næstu árum vegna tilflutninga á verkefnum frá ríki til sveitarfélaga. „Lagðar eru skyldur og álögur á fámenn og fálið- uð sveitarfélög sem þau eiga í erfíð- leikum með að uppfylla," sagði hann. „Því er leitað hagkvæmari leiða og ég sé það fyrir mér að á næstu árum muni sveitarfélög í auknum mæli leita eftir sameiningu við stærri sveitarfélög og mynda þannig stærri einingar." Þurfum kjark og bjartsýni Jón Ólafsson, bóndi í Brautar- holti, segir að ekkert liggi á. Kjalar- nes sé aðaluppbyggingarsvæðið á Suðvesturlandi með vegtengingum til norðurs um Hvalfjarðargöng og síðar um Sundabraut til suðurs. Bendir hann á að í Borgarfirði yrði einnig mikil atvinnuuppbygging í framtíðinni eins og á höfuðborgar- svæðinu. Á Kjaiarnesi yrði því mikil uppbygging á svæði, sem rúmað gæti 20-30 þúsund manna sveitar- félag. „Okkar fjárhagsörðugleikar nú eru vegna of hraðrar uppbyggingar á skóla og íþróttamannvirki,“ sagði hann. „Það er ekki hægt að taka litla áfanga þegar ráðist er í slíkar framkvæmdir. Þess vegna var ráðist í stærri áfanga og þá verða menn skuldsettir um tíma. Það þarf kjark og bjartsýni til að standa á eigin fótum en það er enginn vandi að sameinast Reykjavík og láta hana stjórna fyrir okkur í okkar um- hverfi. Við- höfum alltaf átt gott samstarf við Reykjavíkurborg þar sem við höfum alltaf getað samið við borgina á jafnréttisgrunni." Fyrsta skóflu- stungan FYRIRHUGAÐRI byggingu nýs Tónlistarhúss í Kópavogi hefur verið valinn staður á milli Hamra- borgar og Borgarholtsbrautar, austan Gerðarsafns. Fjölnir Stef- ánsson skólastjóri tók fyrstu skóflustunguna í gær að við- stöddu fjölmenni og var síðan haldið inn í Gerðarsafn þar sem boðið var upp á veitingar og tón- list í tilefni dagsins. Jónas Ingi- mundarson píanóleikari kvað at- burðinn ekki eingöngu merkileg- an fyrir tónlistarfólk því tónlist væri mannbætandi og starfsemi hússins ætti eftir að vekja mikla athygli. Að því loknu sté Þóra Einarsdóttir sópran fram og flutti gestum ásamt Jónasi nokkur Iög. Gunnar I. Birgisson formaður by ggingar nef ndar tónlistarhúss- ins sagði í samtali við Morgun- blaðið, að húsið ætti eftir að valda byltingu fyrir flytjendur jafnt sem áheyrendur tónlistar og að það myndi hafa fjölþætt hlutverk. Auk kennslurýmis og fullkomins tónleikasalar, sem rýma mun 300 gesti í sal og á svölum, verður þar að finna forsal, upptöku- og tölvuherbergi auk þjónustu- og tæknirýma. Tónlistarskóli Kópa- vogs mun þá einnig verða með starfsemi sína í húsinu. í kostnað- aráætlun er gert ráð fyrir að húsið muni kosta 300 milljónir, en í seinni áfanga verður hafist handa við að byggja hæðir fyrir Bókasafn og Náttúrufræðistofn- un Kópavogs. Gert er ráð fyrir að Tónlistarhúsið verði að fullu tekið í notkun í árslok 1998 og byggingin að öllu meðtöldu haust- ið 1999. Forstöðumenn um meinta listaverkafölsun Alvarlegt mál ef rétt reynist Morgunblaðið/Krissý FJOLNIR Stefánsson, skólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs, með fyrstu skóflustunguna að Tónlistarhúsinu. Fjórða ákæran á hendur Halini A1 Réttarhaldi frestað til haustsins EIRÍKUR Þorláksson, forstöðumað- ur Kjarvalsstaða, segir að ekki sé tækifæri til þess að athuga verk sem keypt eru á uppboðum á þeim tækni- legu forsendum sem til þyrfti. Hann segir að meint fölsun á 20 listaverk- um í eigu safna og einstaklinga, sem kærð hefur verið til RLR, sé alvar- legt mál og undir það tekur Karla Kristjánsdóttir, staðgengill forstöðu- manns á Listasafni íslands. Málið mikið áfall 11 af þeim 20 verkum sem nú er verið að kanna hvort séu fölsuð eru í eigu Kjarvalsstaða. Eiríkur Þor- láksson, forstöðumaður Kjarvals- staða, segir að 13.500 verk séu í eigu safnsins þannig að hlutfall lista- verka sem rannsókn beinist að nú sé ekki yfirþyrmandi. „Hins vegar er það alltaf áfall þegar svona mál koma upp og sér- staklega vegna þess að listaverk eru alltaf keypt í góðri trú. Við fyrstu sýn gætu þessi verk öll verið eftir þá listamenn sem þau eru sögð vera eftir. Þegar farið er að athuga betur tæknileg atriði koma upp ýmsar efa- semdir," segir Eiríkur. Hann segir að ekki sé tækifæri til þess að fara í gegnum listaverk sem keypt eru á uppboðum á þeim tæknilegu forsendum sem til þyrfti. Ef öll listaverkakaup yrðu gerð í vantrú og vantrausti yrði erfitt við þau að eiga. „Hin almenna regla er því sú að við treystum því sem sagt er þar til annað kemur í ljós,“ segir Eiríkur. Hann segir að fá verk sem fengin séu á Kjarvalsstaði séu keypt á upp- boðum. Önnur verk koma inn til skoðunar hjá safninu og ef áhugi er fyrir því að kaupa þau er borin upp tillaga við menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar um það. „Vonandi leiðir þetta mál það af sér að aukins aðhald og siðferðis- kenndar verði gætt við þessi við- skipti á þann hátt að fullgildar og vottaðar eigenda_sögur fylgi ætíð verkum í sölu. Á því hefur verið misbrestur hér miðað við það sem gerist erlendis," segir Eiríkur. Eigendasögu krafist framvegis hjá Gallerí Borg Karla Kristjánsdóttir, staðgengill forstöðumanns á Listasafni íslands, sagði að ef þetta reyndist rétt vera væri þetta afar alvarlegt mál. Meðan málið væri í rannsókn þótti henni ekki tilhlýðilegt að tjá sig um það frekar. Pétur Þór Gunnarsson, eigandi Gallerís Borgar, segir að ef hægt er að blekkja alla listfræðinga lands- ins sé ekki von til þess að starfs- menn Gallerís Borgar átti sig á því ef listaverk eru fölsuð. „Mér finnst undarlegt að enginn af þeim fag- mönnum og listfræðingum sem á Kjarvalsstöðum starfa hafi gert neinar athugasemdir við þær 11 myndir sem grunur leikur á um að séu falsaðar fyrr en núna,“ segir Pétur Þór. „Á næsta málverkauppboði hjá okkur verður ekki ein einasta mynd tekin í sölu nema henni fylgi grein- argóð eigendasaga. Reglan verður sú að við krefjumst eigendasögu á öllum myndum en við verðum að hlíta þeim reglum sem gilda alls staðar í heiminum um uppboðshús að ef eigandinn krefst leyndar verð- um við að hlíta því. Við verðum hins vegar að tryggja okkur og fá þessar upplýsingar," sagði Pétur Þór. RÉTTARHALDI vegna fjórðu ákærunnar á hendur Halim A1 vegna brota hans á umgengnisrétti Sophiu Hansen við dætur þeirra var frestað til 24. september nk. í saka- dómi í Istanbul í gærmorgun. Sop- hia Hansen segir þetta enn ein von- brigðin og er svartsýn á að hún eigi eftir að hitta dætur sínar í sumar. En með lokadómi hæstarétt- ar í forræðismálinu í apríl sl. fékk hún umgengnisrétt í júlí og ágúst. Sophia sagði, í samtali við Morg- unblaðið, að við upphaf réttarhalds- ins í gærmorgun hefði dómarinn óskað eftir því að dæturnar Dag- björt og Rúna yrðu kallaðar fyrir réttinn, svo hann gæti spurt þær beint hvort þær vildu hitta móður sína, en Halim hefði ávallt haldið því fram að þær vildu það ekki. „Halim sagðist hins vegar vera búinn að senda þær til fjalla í aust- urhluta Tyrklandi og gæti ekki komið með þær fyrir 20. september á þessu ári,“ sagði Sophia. „Lög- fræðingur minn mótmælti þessu og óskaði eftir því að komið yrði með þær sem fyrst, því ég ætti rétt á að hitta þær í Istanbul í næsta mánuði. Dómarinn tók hins vegar tillit til þess sem Halim sagði og ákvað að fresta því að dæma í málinu þar til stúlkurnar hefðu bor- ið vitni í réttarhaldinu." „Verð að fá meiri hjálp“ Aðspurð, sagði Sophia að 1. júlí nk. myndi hún gera tilraun til þess að neyta umgengnisréttar síns og fara með lögreglumanni og tyrk- neskum embættismanni frá dóms- húsinu að heimili Halims til þess að banka upp á og reyna að fá dæturnar aflientar. Þá sagðist Sophia telja að hún yrði að fá enn meiri hjálp frá ís- lenskum stjórnvöldum til þess að umgengnisrétturinn næði fram að ganga. „íslensk stjórnvöld verða að nota einhverjar aðrar aðferðir, en hingað til, til þess að þrýsta á stjórnvöld hérna í Tyrklandi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.