Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 2 7 t: Sama ár og Hrönn lauk námi tók hún þátt í keppni sem bar heitið „fóður í nýju hlutverki" sem haldin var af fyrirtækinu AKZO NOBEL ENKA VISCOSA og vann þar til verðlauna. „Fóður selst æ minna á sumrin þar sem fóik setur fóður oft í sam- band við hita og var keppnin haldin til að finna nýjar hugmyndir á notk- un fóðurs,“ segir Hrönn. „Ég vann mynstur út frá þemanu neðansjáv- arlíf og notaði fóðrið sem efni til skrauts á kjói sem var hluti af loka- hönnun minni.“ Á þriðja ári halda nemendur áfram við viðfangsefni annars árs, en í víðtækari skilningi. Lokaverk- efnin eru tvö, annarsvegar hannar hver nemendi sína tískulínu, ákveð- ur markaðinn sem hún á að henta, afmarkar línuna með htum, ljós- myndum og teikningum. Hinsvegar skrifar hver nemandi lokaritgerð. BRÚÐARKJÓLL sem Hrönn hannaði á síðasta námsárinu. Módel er Áshildur Haraldsdóttir. tískuna. Trend-starfsfólk fer mikið á listasýningar, leikhús, flóamarkaði, markaðssýningar, fylgist með tíma- ritaútgáfu og öðrum fjölmiðlum. Hlutverk trend-skrifstofu er í að- alatriðum það að draga ályktanir af þessum athugunum og leggja línur tískustefnunnar og tískumarkaðsins á komandi ári. Hverjar eru óskir neytandans á morgun? Hvað er vit- urlegast að hanna og framleiða eftir þrjá mánuði eða eitt ár? Skrifstofur þessar hanna bækur um tískustefn- ur í mismunandi vöruhópum á öllum árstíðum. Þannig gera þær nokkurs- konar fagurfræðilega álitsgerð á leitun þeirra; draga saman mismun- andi tilhneigingar og beina henni í eina rás á myndrænan og skilmerki- legan hátt fyrir fyrirtæki sem fram- leiða kvenföt, barnaföt, efni, hús- gögn, skó, bíla og svo mætti áfram telja fjölmarga vöruhópa. Þessir „leitunarsérfræðingar" eru orðnir mjög mikilvægir á tískumarkaðnum fyrir fatahönnuði, flesta framleið- endur og tískuinnkaupendur." Hér staldrar Hrönn við og segir með áherslu: „Ég gerði mér fljótlega grein fyrir að þetta er það sem ég vil sérhæfa mig í, þessvegna er það mjög mikilvægt fyrir mig að hafa fengið tækifæri til að starfa fyrir skrifstofu Peelers Pai'is, en hún er mjög þekkt á alþjóðlegum grund- velli." Hrönn kom fram með nýja fram- setningu hönnunar sinnar. Efnis- og mynsturprufur, tískulínur og annað setti hún meðal annars upp á plast- renninga sem hægt er að rúlla sundur og hengja upp og fá þannig heildarmynd í einni svipan. Þessir renningar eru óvenjulegar klippi- myndir, hannaðar í hagkvæmum til- gangi en ganga vel sem listaverk. Fúður í nýju hlutverki 1-5 MISMUNANDI stig hönnunarinnar: Hrönn átti að hanna prjónamynstur. Hún notaði mynd eftir Hundertwasser sem grunn og vann síðan út frá því. 6-9 HRÖNN vinnur alltaf mikla undirbúningsvinnu fyrir alla hönnun. Á mynd- unum til vinstri má sjá mynstur sem hún teiknaði út frá Ijósmyndum sem varð svo mikilvægur þáttur I fatalínunni sem hún kall- aði Moon. Á myndinni númer 9 eru efnísprufur, sem sýna litasamsetningu og mynstur. Fram að þessu hafa flestir skrifað ritgerð um einn tískuhönnuð eða tískuhús en Hrönn bað um undan- tekningu frá þessari reglu og sótti um að fá að skrifa um „trend“ í tísku, eða tískuleitun. „Ég tek fyrir allt sem mögulega getur komið málinu við. Það var ekki til nein ein heimild um efnið og ég vildi geta skilið eftir mig í skól- anum rit sem kæmi að gagni, væri fræðandi fyrir nemendur. Fyrst segi ég frá hvernig trend-fyrirtæki eru, hvar í heiminum eru þau, hvaða trend-tímarit og -bækur eru útgefn- ar. Hvemig verða þessi fyrirtæki í framtíðinni, um hvað mun tískan snúast þá. Um þessar mundir eru mikið framleidd endurunnin efni. Önnur efni eru hönnuð út frá efnis- gerð húðar sem stækkuð hefur ver- ið þúsundfalt eða skoðuð í smásjá. Sumar efnistegundir í dag hafa orðið til út frá geimfarabúningum eða hugmyndum sem við höfum um geimverur og þeirra klæðnað. Hönnuð hafa verið efni fyrir sundföt sem þoma mjög hratt sem munu koma á markaðinn bráðlega. Aðrar efnistegundir em í vinnslu, efni sem skipta um lit miðað við líkamshita eða jafnvel andlega líðan manneskj- unnar, efni sem lykta og eyða þannig svitalykt eða táfýlu. Efni fyr- ir sykursjúka sem gefur frá sér hæfilegan skammt af insúlíni fyrir hvern og einn. Hugmyndir hafa komið fram um að eftir nokkur ár munum við hella yfir okkur efnis- lausn sem hjúpi sig um líkamann og mótist eftir hreyfíngum hans og formum.“ Lífið sjálft tengt tísku Hér staldrar Hrönn við og brosir: „Ég er viss um að tískan mun tengj- ast æ meir vísindaathugunum og þeim uppgötvunum sem við gerum um geiminn. Maðurinn leitar æ meir út fyrir jörðina og að sjálf- sögðu hefur það áhrif á tísku- strauma. Áhugi um heilsufar og náttúruna hefur þegar haft áhrif á tískuna og mun í framtíðinni senni- lega hafa enn meiri áhrif. Þannig er lífið sjálft orðið mjög tengt tísku í dag, við getum ekki hannað tísku- línur án þess að taka tillit til lífs- hátta. í lok ritgerðar minnar kem ég fram með hugmyndir um tísku- strauma sem verða til út frá þremur tilverustigum mannsins: meðgöngu, lífínu eftir fæðingu, dauðanum og því sem mögulega skeður eftir hann. Þetta gefur möguleika á mjög fjölbreyttri hönnun og spennandi." Hrönn lauk starfsnámskeiðinu hjá Peclers Paris í lok aprfl, og fór þá til að starfa í lausamennsku við nokkur trend-fyrirtæki í Mílanó. Fyrirtækið Li Edelkort sem er enn þekktara en Peclers hefur boðið Hrönn að koma í starfsnámskeið í haust til Parísar og þykir það mikill heiður. Ég inni hana eftir því hvort hún sé ánægð með dvölina í París. „Ég hef dvalið þrjá mánuði í París og fengið mikið út úr því menning- arlega og starfslega en ég er líka orðin óþolinmóð að komast til Mflanó þar sem eiginmaður og son- ur bíða mín.“ Hrönn horfír á mig við þessi lokaorð með festu og ástríðu þess sem veit hvaða „línu“ hann vill fylgja og hvernig og það er ekki vafamál að það er með mikilli sköp- unargleði í hennar tilfelli! ^0mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmm HÚSGAGNASÝMGIIM HELGINA \ •' 3000 M2 SYNINGARSALUR TM - HUSGOGN Síðumúla 30 -Sími 568 6822 Opið virka daga 9-18 laugardaga 10-16 suimudaga 14-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.