Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 41 fN KRISTINN HARALDSSON + Kristinn Har- aldsson fæddist á Gerðhömrum í Dýrafirði 14. janúar 1931. Hann lést á heimili sínu á ísafirði 13. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Haraldur Kristinsson, bóndi og húsasmiður frá Núpi í Dýrafirði (1902-1990), og kona hans Helga Benónýsdóttir (1895-1985). Krist- inn átti fjögur al- systkin, þau eru: Fjóla, f. 20. nóv. 1926, Þráinn, f. 22. jan. 1928, Ágústa Þórey, f. 28. okt. 1929, Björgvin Sigurgeir, f. lO.okt. 1936, auk þess tvö hálf- systkin sammæðra; Valgerður Sörensen, f. 16. júní 1918, og Páll Johnsen, f. 15. júní 1919, d. 1. júní 1997. Hinn 4. nóvember 1956 kvæntist Kristinn eftirlifandi eiginkonu sinni Karen Ragn- arsdóttur, verslunarmanni, f. 2. mai 1937. Foreldrar hennar voru Ragnar Ben Bjamason, skipstjóri á ísafirði (1899- 1941), og kona hans Guðrún Arnbjörg Hjaltadóttir (1903- 1995). Börn þeirra em þijú, Ragnar Ágúst, framkvæmda- stjóri, f. 21. apríl 1956, kvæntur Sigríði Þóru Hallsdóttur, versl- unarmanni, og eiga þau fjögur börn. Helga, skrif- stofumaður, f. 23. nóv. 1957, gift Sig- valda K. Jónssyni, rafeindavirkja, og eiga þau þijú börn og eitt barnabarn. Haraldur, bifreiða- stjóri, f. 24. júní 1963, sambýliskona hans er Sveinfríður Unnur Halldórs- dóttir, húsmóðir, og eiga þau fjögur börn. Kristinn ólst upp á Haukabergi í Dýrafirði og hófu þau Karen þar búskap sinn. Árið 1959 fluttu þau búferlum til Reykja- víkur og vann Kristinn þar við skipasmíðar í þrjú ár. Upp úr verkfalli árið 1961 fluttu þau til Isafjarðar og hafa búið þar síðan. Þar stundaði Kristinn ýmis störf, m.a. var hann út- gerðarmaður og skipstjóri við eigin útgerð í á annan áratug, verkstjóri í fiskvinnslu og vél- smiðju og síðan skipaskoðunar- maður hjá Siglingastofnun ís- lands allt fram á vormánuði 1997. Þegar hann lést vann hann hjá Gámaþjónustu Vest- fjarða og sem eftirlitsmaður með nýja björgunarbátnum Gunnari Friðrikssyni. Utför Kristins verður gerð frá ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í dag verður til moldar borinn á ísafírði tengdafaðir minn, Kristinn Haraldsson, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 13. júní, aðeins 66 ára að aldri. Það var árið 1975, nánar tiltekið 23. nóvember, sem ég fluttist til Isafjarðar til að starfa á loftskeyta- stöðinni þar. Einn af bátunum sem þá var á rækjuveiðum í Ísaíjarðar- djúpi var Ölver ÍS-432. Kristinn var skipstjóri á þeim bát. Fyrstu kynni mín af Kristni voru eingöngu í gegnum talstöðina en síðar kom í ljós að Helga, bráðmyndarleg stelpa sem ég fór að eltast við, var dóttir hans. Það var svo 17. júní 1978 að ég steig það gæfuspor að kvænast Helgu. Allt frá fyrstu tíð reyndist Kristinn mér eins og hinn besti fað- ir og var stuðningur hans mikill við mig og okkur Helgu, hvort heldur var við nýbyggingu okkar í Móholt- inu, bílaviðgerðir eða svo ótal margt annað. Komst ég fljótt að því að hann var jafnvígur á trésmíðar, jámsmíðar og trefjaplast og virtist ekkert vefjast fyrir honum í þessum efnum. Lærði ég enda margt af honum í sambandi við smíðar og bílaviðgerðir. Fyrstu árin í sambúð okkar Helgu hallaði mjög á_ mig í sam- bandi við vinnuskipti. Á seinni árum hef ég reynt af veikum mætti að endurgreiða eitthvað af hjálpinni og höfum við Kristinn átt margar frábærar stundir saman, fyrst við breytingar á húsi hans, Laufási, en síðar við sumarbústaðinn í Dýra- firði, sem breyttist úr Iitlu hjólhýsi í reisulegan bústað eitt sumarið. Kristinn var ákveðinn maður sem gat staðið mjög fast á sínu. Stund- um þurfti að beita hann mikilli lagni eða jafnvel brögðum ef átti að fá hann til að skipta um skoðun. Þar fórum við Raggi mágur stundum svolítið ólíkar leiðir. Frægt er þegar Ragga og Kristin greindi á um vinnu um borð í Ragnari Ben (30 tonna báti sem þeir feðgar gerðu út á tímabili). Þá tók Raggi Kristin og hélt honum út fyrir borðstokkinn og hótaði að sleppa ef hann skipti ekki um_ skoðun. Það dugði í það skiptið. Ég notaði yfirleitt ekki svo róttækar aðgerðir, frekar reyndi ég að sannfæra „þann gamla“ með rökum og tókst það yfirleitt bara nokkuð vel. Kristinn var glaðlyndur maður og sérlega góður við barnabörnin þó hann léti þau heyra það ef hon- um mislíkaði. Hann var örlátur maður, sem jafnan vildi borga fyrir allan hópinn þegar fjölskyldan var komin saman. Greiðvikni hans og hjálpsemi kynntist ég snemma og reyndu þau hjón bæði að ýta undir samband okkar Helgu. Samband okkar var alveg á byijunarstigi þegar jeppinn minn bilaði eitt sinn, fór í honum kúplingin. Kristinn rak Ragga til að hjálpa mér og fór sjálf- ur og keypti kúplinguna í bílinn. Er það aðeins eitt lítið dæmi af ótal mörgum um hjálpsemi hans. Við Kristinn náðum mjög vel saman og lágu áhugamál okkar víða saman. Þrátt fyrir að ég sé ekki mikill sjómaður hef ég mjög gaman af að vera á sjó, og það hafði Kristinn líka. Hann gerði út báta í um tólf ár. Slysavarnamál voru mjög ofarlega í huga hans og starfaði hann innan félagsins allt til dauðadags. Þar veitti hann mér ómetanlegan stuðning meðan ég var formaður slysavarnadeildar karla á ísafirði. Þegar hann dó var verið að ganga frá ráðningarsamningi hans við Slysavarnafélagið og átti hann að annast nýja björgunarbátinn á ísafirði, Gunnar Friðriksson. Sum- arbústaðurinn í Dýrafirði var sér- stakt áhugamál okkar beggja og er alltaf farið þangað þegar við komum vestur. Karen og Kristinn voru þar nánast alltaf þegar færi gáfust. Kristinn var mjög fjölhæfur og fyrir utan sjómennskuna starf- aði hann við trésmíði, bifreiða- smíði, vélstjórn í rafstöðinni í Engidal, kennslu, löggæslu, físk- vinnslu, og síðast starfaði hann í tíu ár hjá Siglingamálastofnun ís- lands við skipaskoðun. Ég taldi mig vera orðinn nokkuð sjóaðan andspænis dauðsföllum eft- ir tvö nýleg andlát sem orðið hafa með stuttu millibili mér nátengd, fyrst Kristín Jóhannsdóttir frá Hamarsheiði, dáin 29. nóvember 1996 — en hjá henni var ég í sveit í fjölmörg sumur og leit á hana sem fóstru mína — og síðan pabbi, Jón Gunnlaugsson læknir, sem dó 14. apríl sl. En þegar Karen (tengdó) hringdi kl. 7:15 föstudaginn 13. júní og tilkynnti mér að Kristinn hefði dáið skömmu áður var sem eitthvað brysti í mér, enda kom andlát hans okkur algjörlega í opna skjöldu og var okkur öllum í fjöl- skyldu hans mikið og þungt áfall. Síðan hafa hrúgast yfir mig minningar sem erfitt er að slíta sig frá, minningar um Kristin í leik og starfi, um ánægjulegar sjóferðir bæði á rækju og skel, svo og ferða- lög utan lands og innan. Eru þær minningar allar ánægjulegar og gott að eiga þær nú þegar Kristinn er horfinn af sjónarsviðinu og hans er svo sárt saknað. Síðast hitti ég Kristin þegar ég var á ísafirði vegna fermingar son- ardóttur hans, Karenar Ragnars- dóttur, 18. maí sl. Þá fórum við til að skoða bát sem Kristinn keypti nánast ónýtan fyrir einu ári, en var vel á veg kominn með að lagfæra og endurbyggja. Leyndi sér ekki ákafi hans í að ljúka því verki svo hann gæti farið að stunda færaveið- ar eða bara að njóta þess að sigla út fyrir Skaga í góðu veðri. Ljóst er að því ætlunarverki hans verða aðrir að ljúka. Þau hjónin, Kristinn og Karen, voru alltaf mjög samrýmd og gott að eiga slíkt fólk að tengdaforeldr- um. Karen mín, ég veit að áfallið er gríðarlegt en líf okkar sem eftir stöndum heldur áfram og ég er hvenær sem er tilbúinn að rétta hjálparhönd. Þið eigið það inni hjá mér. Fari minn kæri tengdafaðir í Guðs friði. „Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt“. (V. Briem). Sigvaldi K. Jónsson. Föstudaginn 13. júní barst okkur sú frétt að Kristinn vinur okkar og nafni væru allur. Okkur brá mikið. Maður sest niður dofinn og minn- ingar streyma fram og þá hugsar maður af hveiju Kristinn, þessi ljúfi og góði maður, alltaf svo hress og kenndi sér aldrei meins, svo hand- laginn og tryggur vinur. Við kynnt- umst þeim Kristni og Karen sem nábúar á Freyjugötu í Reykjavík og eigum margar góðar minningar þaðan og hittumst svo á Isafirði aftur. Kristinn leysti af eitt sumar í lögreglunni og þá vann ég með honum. Það var sama hvað Kristinn tók að sér, hann leysti það með sóma. Alla tíð hefur Kristinn verið tryggur vinur. Oft komum við til Kristins og Karenar í sumarbústað sem þau byggðu í Dýrafirði og átt- um góðar stundir þar saman. Krist- inn tók þá upp harmonikkuna og spilaði af sinni snilld. Við minnumst eins af mörgum sumrum þegar við hittumst á Brú í Hrútafirði og fór- um í samfloti á síldarævintýri á Sigló. Það er sárt að hugsa til þess að aldrei er hægt að endurtaka svona ferðalag en við áttum mjög góðar stundir þar saman. Við geym- um allar þær minningar um Kristin í hjörtum okkar og biðjum góðan Guð að gefa Karen, Ragnari, Helgu, Halla og fjölskyldum þeirra góðan styrk í þessari miklu sorg. Góður Guð veri með ykkur öllum. Kveðja, ykkar vinir, Lína og Kristinn (Dengsi). Nú er hann afi farinn. Þá koma fullt af minningum upp í huga manns sem maður getur ekki lýst. Eins og þegar ég og frænka mín tókum okkur til og skrifuðum á stigann heima í gamla húsinu þeirra ömmu og afa, þá varð hann reiður, en oftast var hann í góðu skapi. En ég á fleiri minningar um hann t.d. hvað hann var handlaginn. Hann smíðaði marga og fallega hluti sem ég mun alltaf eiga og muna hver gerði þá. Hann afi var haldinn sérstakri veiðidellu og alltaf þegar hann fór í veiðiferðir bað hann eiginlega alltaf einhvern um að passa upp á ömmu á nætuma. Hann hugsaði stundum of mikið um aðra þannig að hann varð eigin- lega alltaf eftir. Hann afi var sér- stakur af öllu leyti, hann passaði upp á að okkur vantaði svo sem ekkert því ef okkur vantaði eitthvað smíðaði hann það eða eitthvað. Hann gerði allt, það var bara að spyija. Afi var örugglega með yndisleg- ustu og kærleiksríkustu manneskj- um heimsins og ég mun sakna hans rosalega mikið í náinni framtíð. Karen. Kveðja frá SVFÍ ísafirði Nú er höggvið stórt skarð í karla- deild SVFI Isafirði þar sem Kristinn Haraldsson er látinn. Við í deildinni á ísafirði nutum krafta hans nú síðustu árin, en Kristinn var for- maður karladeildar SVFÍ ísafirði í þijú ár. Sem formaður kynntist hann meðal annars hversu mikil- vægar fjáraflanir eru strákunum í björgunarsveitinni Skutli, þar eru helstar jólatijáasalan og sjómanna- dagurinn. Síðan hann hætti for- mennsku hefur hann séð um þessar tvær mikilvægu fjáraflanir deildar- innar. Hans vinna þar verður aldrei fullþökkuð. Hann vann einnig mikið að öðr- um málefnum Slysavarnafélagsins; nú síðast valdi karladeild SVFI ísafirði hann í rekstrarnefnd hins nýja björgunarbáts, Gunnars Frið- rikssonar. Kristinn tók þar að sér hlutastarf sem umsjónarmaður bátsins. Við í karladeildinni töldum okkur heppna að fá Kristin til þessa starfa og að þar hefði bb. Gunnar Friðriksson fengið góðan fóstra. Það er ekki hægt að segja að aldurs- munur flestra okkar í karladeildinni og Kristins hafi verið til trafala. Ég minnist þar helst ferðar ungl- ingadeildar SVFÍ Hafstjörnunnar inn á Laugarbólsvatn að vetri til í dorgveiði þar sem við gistum í veiði- húsinu eina nótt. Hann tók ekki minni þátt í þeirri ferð en þeir sem yngri voru. Kristinn var mér og fiestum okk- ar meir en félagi í karladeild SVFÍ ísafirði, hann var vinur og ráð- gjafi. Éf við vorum að vinna eitt- hvað við smíðar eða annað á heimil- um okkar leituðum við til hans með góð ráð. Það gerði ég nú síðast fyrir nokkrum dögum. Þá gaf hann mér góð ráð við sólpallasmíði. Við í karladeild SVFÍ ísafirði, unglingadeild Hafstjörnunnar, kvennadeild SVFÍ ísafirði, björgun- arbátunum Daníel Sigmundssyni og Gunnari Friðrikssyni viljum þakka Kristni samfylgdina. Við viljum líka senda Karen, Ragnari, Helgu, Har- aldi og fjölskyldum þeirra samúðar- kveðjur okkar við fráfall góðs fé- laga og vinar. Jóhann Ólafsson, formaður karladeildar SVFÍ ísafirði. Ég mun alltaf muna eftir þér, afí minn, sem hlýjum og góðum manni sem alltaf var til í að hjálpa mér ef mig vantaði eitthvað. Hann afi minn hugsaði um alla, hvort sem það var amma mín eða ég og alltaf var hann í góðu skapi. Það sem ég sé helst eftir, er að ég var allt of lítið með honum, því ég bjóst alls ekki við þessu og það þykir mér leitt. Afi minn hefði gert hvað sem var fyrir mig bara af hreinni góðvild og það var það sem mér þótti vænst um. Það er sama hvar ég er og hvert ég fer, alltaf er eitthvað sem minnir mig á hann og það er þá sem ég sakna hans mest. Ég mun sakna þín. -V Jón Kristinn. Fyrstu kynni mín af Kristni móð- urbróður mínum voru þegar ég var 8 ára. Þá vorum við Haddi bróðir minn, send vestur að Haukabergi í Dýrafirði til sumardvalar. Þá höfðum við engin leikföng meðferðis. Kristinn hefur líklega tekið eftir því að okkur vantaði eitt- hvað því hann smíðaði handa okkur litla bíla úr tré og komu þeir sér aldeilis vel. Þetta litla dæmi lýsir * Kristni vel. ' Hann var alltaf góður og skiln- ingsríkur en þá var Kristinn ungur maður. Það var sama hvaða uppá- komu maður lenti í, alltaf gat ég leitað til hans. Ég gleymi heldur aldrei þegar Kristinn og Þráinn bróðir hans komu til okkar og héldu jól með okkur. Þá gáfu þeir mér skjaldböku sem trekkt var upp, og þvílík gleði sem hún gaf mér; svona leikföng voru lítt þekkt þá. Þeir sem ná svona beint til hjarta manns frá byijun og reynast manni eins vel og hann gerði, og ekki síð- ur eftir að hann kvæntist sinni góðu konu, Karen Ragnarsdóttur, sem ekki hefur síður reynst mér vel. -r- Á þeim tíma sem ég átti erfið- ast, hringdi ég vestur á ísafjörð, þá voru þau flutt þangað, og spurði ég þau hvort ég gæti fengið að koma til þeirra um tíma með son minn með mér. Svarið var já, án þess að hika. Vera okkar hjá þeim var samkvæmt því, þau gátu ekki verið okkur betri. Ef Kristinn sá að mig vantaði eitthvað var hann strax búinn að leysa úr því og sagði alltaf: „Þú ert búinn að vinna fyrir þessu, Helga mín.“ Aldrei settist Kristinn svo við matarborðið að sonur hans sæti ekki á öðru hné hans og sonur minn á hinu, og þannig borðuðu þeir allt- af saman, og svona var þessi kæri frændi minn. Þakklæti er mér efst í huga. Það er því ekki að ástæðulausu aðyngsti sonur minn ber nöfn þeirra hjóna beggja. Ég tel mig og hveija þá manneskju sem kynnist slíku fólki ríkari en ella. Það eru í einu orði forréttindi að hafa fengið að kynn- ast þér svo vel, elsku frændi minn og vinur. Ég hef alltaf sagt að þú værir gull af manni. Elsku Karen mín, börn, tengda- — börn og barnabörn, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kristinn var gimsteinn sem þið geymið í hjarta ykkar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Helga H. Sörensen. + Ástkær sambýlismaður minn og faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORKELL ÁSMUNDSSON húsasmíðameistari, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, áður á Grettisgötu 84, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, Hjallaseli 55, miðvikudaginn 18. júní. Anna Kristinsdóttir, Guðbjörg Þorkelsdóttir, Ásmundur K. Þorkelsson, Ellen Þorkelsdóttir, Kristín E. Þorkelsdóttir, Helga I. Þorkelsdóttir, Guðmundur V. Þorkelsson, Þáll Guðjónsson, Hrafnhildur Kristinsdóttir, Gunnar B. Kristinsson, Kristján B. Samúelsson, Guðmundur H. Haraldsson, Jóna S. Sigurðardóttir, barnabörn og bamabarnaböm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.