Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 51 BRÉF TIL BLAÐSINS MESSUR Á MORGUN Einkarekstur o g framhaldsskólar Frá Hjálmari Blöndal Guðjónssyni: STÓRAR og mikilvægar breyt- ingar hafa verið gerðar á hagkerfi landsins í tíð núverandi og síðustu ríkisstjórnar. Illa rekin ríkisfyrir- tæki hafa verið seld og í stjórnvöl þeirra hefur nú valist fólk með raunverulegt vit á rekstri fyrir- tækja. Hefur með því verið lagður grunnur að öflugu og mannúðlegu samkeppnisþjóðfélagi, enda einka- rekstur orðinn viðurkenndur sem besta og eðlilegasta rekstrarform- ið. Hins vegar hefur, í öllu and- leysi og hamagangi vinstri manna, gleymst að ræða einkarekstur í einum mikilvægasta_ málaflokkn- um, menntamálum. í dag er ekki rætt um rekstrarform mennta- kerfisins, heldur hvort kenna eigi ensku á undan dönsku og hvort eitthvert tiltekið próf hafi verið þungt eða létt. Slík umræða á vita- skuld rétt á sér en hún er ekki sú umræða sem sker úr um hvort Island lendir fyrir ofan eða neðan Singapore í næstu alþjóðlegu könnun. Úrskurðaraðilinn í þeim efnum er hvort og þá hvenær menntastofnanir verða færðar í breytt rekstrarform. Fyrsta skref- ið sem yrði að stíga í þessum efn- um, er markaðsvæðing framhalds- Frá Guðmundi og Heimi: GAMAN væri að vita hvort þeir sem húsum ráða á Stöð 2/Sýn telja sig engum skyldum hafa að gegna við fólkið í landinu. í krafti fjármagns sölsa þeir undir sig vinsælt sjónvarpsefni, t.d. enska boltann, mótorsport o.fl., en gera ekkert til að tryggja það að þeir sem áður gátu notið efnisins geti það áfram, hvað þá að þeir geti notið ýmiss annars efnis sem stöðvarnar bjóða upp á. Þetta segjum við vegna þess að hér austur í Skógum undir Eyjafjöll- um er ekki hægt að ná útsending- um Stöðvar 2 og Sýnar, vegna þess að þeir sendar sem beint er Frá Katrínu Halldórsdóttur: HVERS vegna var hátekjuskattur lagður niður? Og það er ekki enn búið að lækka skattaprósentu- töluna hjá láglaunafólkinu! Það hefur verið skorið niður hér og þar hjá ríkinu, milljónir hafa safnast saman frá ferðamönnum, sjávar- útgerðin er í blóma, útflutningur á vörum til annarra landa hefur aukist. íslendingar eru með 10 ríkustu þjóðum heims. í hvað fara allir þessir peningar sem safnast saman í ríkissjóði? Ekki voru launahækkanirnar miklar. Og 70.000 kr. á mánuði eru ekki mannsæmandi laun. Ég á við laun sem nægja til að geta sinnt öllum mannlegum þörfum, svo sem leigu, reikningum, fötum, mat, tómstundum, sumarfríum, skólum og námskeiðum. Launabilið milli hátekju- og lágtekjufólks er orðið svo gífurlegt. Hálaunafólkið er með u.þ.b. yfir milljón á mánuði en láglaunafólkið fær ekki einu sinni milljón á ári. Halda þessir ráðherrar að fólk láti bjóða sér hvað sem er, hversu óhagstætt sem það er? Það mætti skólanna. Fyrir 40 árum síðan setti Milton Friedman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, fram tillögur að sk. ávísanakerfí (voucher system) í ritgerð sinni „The role of govern- ment in Education". Hugmynd Friedmans felst í því að skólar væru einkareknir en ríkið veitti nemendum tilheyrandi styrk sem þær gætu notað til greiðslu skólagjalda. Þannig yrði tryggt að hver nemendi ætti vísa skólavist óháð fjárhagslegri stöðu sinni. Með þessu kerfi myndu íslenskir framhaldsskólar þurfa að standa í samkeppni hver við annan, bæði hvað varðar lægra verð og með því að bjóða upp á góða aðstöðu, gott starfsfólk o.s.frv. Einkavæðum framhaldsskólana Á íslandi í dag blasir við ríkis- rekið framhaldsskólakerfi að fyrir- mynd austantjaldsþjóða. Á hverju hausti birtist sú kalda staðreynd að hafna verður fjölda umsókna um skólavist í vissum framhalds- skólum (sums staðar allt að helm- ing) vegna þess að viðkomandi skólar eru yfirfullir. Með öðrum orðum sinnir íslenskt framhalds- á þessar slóðir eru annaðhvort of veikir eða senda ekki nógu beint í átt til okkar. Okkur skilst að þannig sé þessu farið frá Mýrdal í austri og að Seljalandi í vestri. Á svæðinu búa nokkur hundruð manns, auk þess sem tugir ungl- inga dvelja í Skógum við nám á veturna. Á sumrin er mikil og öflug ferðaþjónusta í Skógum (Edduhótel, byggðasafn o.fl.) og víðar í nágrenninu, til dæmis í Drangshlíð, Seljavöllum og Ásólfsskála. Lauslega talið má ætla að um 25-30 þúsund ferða- menn heimsæki svæðið á hveiju sumri og eigi þar styttri eða lengri dvöl. Því hefur heyrst fleygt að halda að þeir álíti fólkið í landinu vera aula. Hvernig geta þeir talið það vera hagstætt að lækka ellilaun og ör- orku, eins og þau laun eru nú lág fyrir. Eða að láta öryrkjana missa fríðindin á síma, útvarpi og ríkis- sjónvarpi án þess að örorkubæt- urnar hækki um krónu? Nýorðin hækkun mætir ekki kostnaðinum. Hver hagnast á þessu? Tja, laun ráðherranna lækka aldrei. Og það er enginn að segja að þau eigi að gera það, en láglauna- fólkið á að hafa mannsæmandi laun líka. Það á að koma til móts við fólkið í landinu; þeir eiga ekki að hafa það há laun, að fólkið í landinu geti ekki haft mannsæm- andi laun. Er innrætið hjá þessum ríkis- stjórnarmönnum svona slæmt eða hafa þeir svona skerta greind að þeir sjá ekki hvað sé hagstæðast fyrir fólkið í landinu. Til hvers eru þeir þá í ríkisstjórn? Nei, þá ættu þeir að segja upp sínu starfi (eða verða reknir), því þá væru þeir óhæfir í sínu starfi. Því hvers vegna halda þeir, að þeir hafí ver- ið kosnir í ríkisstjórn? skólakerfi ekki óskum hundruð nemenda. Þetta eru beinar afleið- ingar ríkisreksturs og forsjár- hyggju; það að halda að bara rík- ið geti rekið skóla þar sem það er svo vandasamt. Það er með öllu óskiljanlegt að enginn hafi áttað sig á því að með því að reka heilt menntakerfi með sósíalísku ívafi, verður aldrei til hugtakið um fram- boð og eftirspurn. Skv. nýjum lög- um um framhaldsskóla, geta einkaaðilar og/eða félagasamtök nú rekið framhaldsskóla. Þessu ber að fagna. En það er gjörsam- lega siðlaust að ætlast til þess að ríkið reki framhaldsskóla í beinni samkeppni við einkaaðila. Af hveiju ætti ríkið að vera að standa í samkeppni við einkaaðila þegar þeir eru fullfærir um að sinna þessari þjónustu? Búa verður einkaaðilum grundvöll til þess að reka framhaldsskóla með því að færa núverandi skóla í breytt rekstrarform. Látum ekki íslenska framhaldsskóla verða fyrir barðinu á forsjárhyggju og hefjumst handa við einkavæðingu þeirra áður en þeir heltast endanlega úr lestinni. HJÁLMAR BLÖNDAL GUÐJÓNSSON nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. tæknilega sé ekkert því til fyrir- stöðu að við getum fengið þessar stöðvar til okkar með ljósleiðurum Pósts og síma sem liðast hér fram- hjá okkur í 1 km fjarlægð. Sagt er að jafnvel hafi staðið til að stöðvarnar yrðu þar inni um allt land, en síðan hafi viðskiptadeilur um önnur mál orðið til þess að þessi áform hafi orðið að engu. Getur það verið að hagsmunir okkar úti á landsbyggðinni séu látnir víkja fyrir svona fjasi og eiginhagsmunaágreiningi? Fer þá heldur að þynnast innihaldið í slag- orði íslenska útvarpsfélagsins, allt fyrir áskrifendur! Það mætti halda að þeir væru geðklofa. Lofa öllu fögru, en svo þegar þeir setjast að stjórn þá er allt svikið (dæmið um R-listann, framsóknar- og sjálfstæðismenn). Þeir geta komið vel fram við ein- staklinginn í eigin persónu, en er svo alveg sama um fjárhagsörðug- leika og líðan hans. Það mætti athuga þeirra innri mann sem eru almennt í stjórn og jafnvel áður en þau starfa í stjórn (nokkurs konar sálarrannsókn eða persónurannsókn). Ríkisstjórnar- menn lifa á háum launum, en hirða ekki um að aðt’ir skrimti á sínum launum. Ekki veit ég hver það var sem prentaði bréfíð til okkar félaganna í Dagsbrún og Framsókn, en þar stenst það ekki, í síðustu línunum, að launamaður 18 ára og eldri fái um 70.000 kr. eftir 1 ár. Launin í kjarasamningum eru lægri, um 63.766 kr. og samt voru þessir pappírar í sama umslagi. Ég vil minna á prentfrelsi. Virð- ingarfyllst, KATRÍN HALLDÓRSDÓTTIR, Breiðholtsv. Völlum, Reykjavík. Guðspjall dagsins; Verið miskunnsamir. (Lúk. 6.) ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Fermd verður Eva Björg Harðar- dóttir, Hamratanga 14, Mos- fellsbæ. Árni Bergur Sigurbjörns- son. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Alt- arisganga. Prestur sr. Hjalti Guð- mundsson. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Frið- riksson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10.15. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ingileif Malmberg. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Bjarni Randver Sigurvinsson guð- fræðingur prédikar. Organisti Pavel Smid. Sr. Tómas Sveins- son. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Efni messunnar tengt Jóns- messu og sumarsólstöðum. Ein- söngur: Bjarni Thor Kristinsson. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kaffi- sopi eftir messu. Sóknarprestur. LAUGARNESKIRKJA: Vegna sumarleyfa er minnt á guðsþjón- ustu í Áskirkju. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðs- þjónusta kl. 11. Boðið verður upp á gúllas. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11, sem haldin verður utandyra sunnan við kirkjuna ef veður leyfir. Organisti Kristín G. Jónsdóttir. Veitingar að lokinni guðsþjónustu. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónas- son. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Sumarferð kirkjufé- lagsins verður farin næsta sunnu- dag. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta - helgistund kl. 20.30. Prestur sr. Guðmundur Karl Ág- ústsson. Organisti Pétur Maté. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Ferming- armessa kl. 11. Fermd verður Kolbrún Aronsdóttir, Heiðargerði 68. Organisti Bjarni Þór Jónatans- son. Vigfús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Vegna fram- kvæmda í Hjallakirkju og sumar- leyfa starfsfólks kirkjunnarerfólki bent á helgihald og þjónustu í Breiðholtskirkju eða öðrum kirkj- um í Kópavogi. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur. Organisti Orn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson préd- ikar. Altarisganga. Kór Átthaga- félags Strandamanna syngur undir stjórn Þóru V. Guðmunds- dóttur. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Kór Fríkirkjunnar syngur. Prestur sr. Cecil Haraldsson. KAÞÓLSKA KIRKJAN: KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur sunnudaga kl. 10.30, 14 og 20 (á ensku). Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. GARÐABÆR, Holtsbúð 87: Messa sunnudag kl. 10 á þýsku. Laugardag og virka daga messa kl. 7.15. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Hagsmunir landsbyggðar- innar látnir víkja GUÐMUNDUR og HEIMIR, Skógum undir Eyjaföllum. Misrétti til athugunar Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnar- firði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. KLETTURINN: Kristið samfélag, Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Sam- koma sunnudag kl. 20. Ath. breyttan tíma. Stefán Ágústsson prédikar. Allir velkomnir. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudaga kl. 20 og fimmtudaga kl. 20. Altarisganga öll sunnu- dagskvöld. Prestur sr. Guðmund- ur Örn Ragnarsson. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Almenn samkoma kl. 11. Ræðu- maður Ásmundur Magnússon. Fyrirbænaþjónusta/bænaklútar. Allir hjartanlega velkomnir. FÆREYSKA Sjómannaheimilið: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Útisam- koma á Lækjartorgi sunnudag kl. 16, ef veður leyfir. Samkoma fyr- ir hermenn og samherja kl. 17. Bænastund kl. 19.30. Hjálpræð- issamkoma kl. 20. Guðfinna Jó- hannesdóttir talar. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Gunnar Kristjánsson, pró- fastur, setur sr. Hans Markús Hafsteinsson í stöðu sóknar- prests og sr. Bjarna Þór Bjarna- son inn í stöðu aðstoðarprests. Sóknarnefnd. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Halldór Ósk- arsson. Sigurður Helgi Guð- mundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Þjóð- lagamessa sunnudag kl. 20.30 í tilefni Jónsmessunnar. Þjóðlaga- hljómsveit leikur undir stjórn Arn- ar Arnarsonar. Prestur sr. Þór- hallur Heimisson. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20.30. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Steinars Guðmundssonar. Baldur Rafn Sigurðsson. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 10.30. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSPRESTAKALL: Messa í Skálholti kl. 11. Messa og ferming í Haukadal kl. 14. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestm.eyjum: Almenn guðsþjónusta kl. 11. Messukaffi. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Organleikari Ingunn Hildur Hauksdóttir. Sóknarprest- ur. REYKHOLTSPRESTAKALL: Messa verður í Reykholti sunnu- dag kl. 11. Skúli Svavarsson, kristniboði, prédikar. Fríkirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta kl. 14. Organisti er Pavel Smid, kór Fríkirkjunnar syngur. Prestur er Cecil Haraldsson. Allir velkomnir. í sambandi við neytendur frá morgni til kvölds! - kjarni málsins! ffi ijílBilft' I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.