Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/GSH JÓN Baldursson og Sævar Þorbjörnsson, sem hér spila gegn Portúgölum hafa spilað mest af íslensku pörunum á Evrópumótinu í brids það sem af er. Villulaus leikur gegn Hvít-Rússum BRJDS Montccatini, Ítalíu, EVRÓPUMÓT í SVEITAKEPPNI Evrópumótið í sveitakeppnier haldið í Montecatini Terme á ítal- íu, dagana 14.-29. júní. íslandtek- ur þátt í opnum fiokki og kvenna- flokki. ÍSLAND vann góðan sigur á Hvíta-Rússlandi í opna flokknum í 13. umferð á Evrópumótinu í sveitakeppni. Aðalsteinn Jörg- ensen og Matthías Þorvaldsson, sem höfðu fram að því ekki náð að sýna sitt rétta andlit, áttu villulausan ieik og í síðari hálf- leik skoruðu Hvít-Rússarnir að- eins tvo impa rneð yfirslögum; raunar vantaði íslendingana ein- mitt þessi tvö stig í hámarkssigur og unnu leikinn 24-6. Þetta spil reyndist mörgum lið- um erfitt í þessari umferð og ísland græddi á því 10 impa: Norður gefur, enginn á hættu Norður ♦ Á74 ¥ DG973 ♦ D82 *G5 Vestur ♦ G98 ¥Á 4 93 ♦ K1098764 Austur ♦ KD10532 ¥ K10854 ♦ 4 ♦ 2 Suður *6 ¥62 ♦ ÁKG10765 *ÁD3 Við annað borðið sátu Matthí- as og Aðalsteinn AV og Andrejv Sotnikou og Vadim Basalyga NS: Vestur Norður Austur Suður MÞ VB AJ AS pass 2 lauf dobl redobl 2 hjörtu pass 3 tíglar pass 3 grönd pass 5 tíglar// Opnun Aðalsteins á 2 laufum gat sýnt ýmislegt, þar á meðal veik spil með báða háliti. Redobl Matthíasar sýndi einlita hönd og síðan tóku Hvít-Rússamir við. Suður treysti svo ekki félaga sín- um fyrir 3 gröndum, heldur stökk í 5 tígla. Matthías spilaði út hjartaás og skipti í spaða. Sagnhafi drap á ás, tók tígulás og spilaði hjarta en Matthías trompaði og spilaði spaða, og sagnhafí varð á endan- um að gefa slag á laufakóng. Við hitt borðið var spilamat Þorláks Jónssonar gerólíkt Sotn- ikous. Þorlákur og Guðmundur Páll Arnarson sátu þar NS en Oleg Gradouskíj og Gennadíj Medusjevskíj AV: Vestur Norður Austur Suður GM GPA OG ÞJ pass 2 grönd 3 grönd!/ í flestum leikjum spiluðu ýmist NS tígulbút eða AV laufabút og það varð niðurstaðan þar sem Lena Karrstrand og Pia Anders- son sátu NS. Þar opnaði Esther Jakobsdóttir í austur á 2 laufum, suður doblaði, Valgerður Krist- jánsdóttir í vestur sagði pass, og norður sagði 2 tígla, sem urðu lokasögn og unnust með yfírslag. Við hitt borðið sátu Ljósbrá Baldursdóttir og Jacqui McGreal NS og Linda Langström og Marie Ryman AV: ÁK K7 Vestur Norður Austur Suður LL LB MR JM pass 2 lauf pass pass dobl 2 hjörtu pass 2 tíglar 4 hjörtu// Opnun austurs sýndi annað- hvort háliti eða lágliti og Þorlák- ur sagði einfaldlega 3 grönd þótt hann stoppaði hvorugan hálitinn. Þetta varð lokasögnin og auð- veldir 9 slagir. Stigum bjargað íslandi hefur alltaf gengið illa gegn Svíum í kvennaflokki og viðureignin í Montecatini var engin undantekning. Liðin mætt- usst í gær og sænsku konumar unnu 23-7 en þær íslensku björg- uðu nokkrum stigum með því að segja og vinna þunnt geim í þessu spili. Norður gefur, NS á hættu Norður ♦ K43 ¥ KD9 ♦ 108752 ♦ 92 Vestur ♦ G105 ¥ G75 ♦ DG64 ♦ 865 Austur ♦ D96 ¥ Á3 ^ 93 ♦ ÁDG1043 Suður ♦Á872 ▼108642 & Jacqui var í raun að lofa betri spilum en hún átti, með því að dobla og segja síðan 2 hjörtu, og Ljósbrá lyfti því í geimið. Út kom lauf upp á ás og meira lauf, sem Jacqui átti á kóng. Hún spil- aði hjarta á kóng og ás, og aust- ur skipti í spaða, en Jacqui stakk upp spaðaás, tók ÁK í tígli, spil- aði hjarta á níuna, trompaði tíg- ul, spilaði hjarta á kóng og trompaði tígulinn góðan. Síðan spilaði hún spaða á kóng í borði og átti þar tígulfríslag. Slétt stað- ið og 620 til íslands. Góð staða i „butlemum“ Þar sem sömu spil eru spiluð í öllum leikjum á Evrópumótinu er reiknaður út butlertvímenn- ingur fyrir opna flokkinn. Síðast var staðan birt eftir 11 umferðir og þá voru Jón Baldursson og Sævar Þorbjömsson í 5. sæti og þeir hafa einnig spilað mest af íslensku pörunum. Guðmundur Páll og Þorlákur vom í 10. sæti og Aðalsteinn og Matthías voru í 77. sæti en alls em skráð 115 pör. Efstir voru Pólverjarnir Balicki og Zmudzinski en síðan komu ítalimir Lauria og Versace og Bocchi og Duboin. Guðm. Sv. Hermannsson Kasparov breikkar stigabilið SKAK Skákstigalisti FIDE 1. júlí KASPAROV MEÐ 50 STIGA FORSKOT, JÓHANN LANGEFSTUR ÍSLEND- INGA Gary Kasparov er heilum 50 stigum hærri en Vladímir Kramnik sem skaust upp í annað sætið. EF FRÁ er talið afhroðið gegn tölvunni Dimmblá, hefur Kasparov teflt mjög vel síðustu sex mánuði og fer langt upp yfír 2.800 stiga markið. Anatólí Karpov, FIDE heimsmeistari, dalar eina ferðina enn og er jafn ungum Búlgara, Veselin Topalov, í fjórða til fimmta sæti. Yfírgnæfandi meirihluti 100 stigahæstu skákmanna heims eru skákmenn af austur-evrópskum upprana. Englendingar, sem nýlega urðu Evrópumeistarar, em lang- öflugastir vestrænna þjóða og eiga þijá af þeim 20 stigahæstu. Jóhann Hjartarson er kominn upp í annað sætið á Norðurlanda- listanum, Svíinn Ulf Andersson, sem teflir fremur lítið, heldur því efsta. Jóhann hækkaði um 20 stig, qg hefur öruggt forskot á næstu Islendingana, sem dala eilítið. Alþjóðlegi listinn: 1.7.97 - 1.1.98 1. Kasparov, Rússl. 2.820 2.795 2. Kramnik, Rússl. 2.770 2.740 3. Anand, Indlandi 2.765 2.765 4. Topalov, Búlgaríu 2.745 2.725 5. Karpov, Rússl. 2.745 2.760 6. ívantsjúk, Úkraínu 2.725 2.740 7. Kamsky, Bandar. 2.720 2.720 8. Beljavskí, Slóveníu 2.710 2.665 9. Shirov, Spáni 2.700 2.690 10. Gelfand, Hv.-Rússl. 2.695 2.700 11. Adams, Englandi 2.680 2.660 12. Salov, Rússl. 2.680 2.660 13. Kir. Georgiev, Búl. 2.670 2.645 14. Júdit Polgar, Ungv. 2.670 2.645 15. Barejev, Rússl. 2.670 2.665 16. Sadler, Englandi 2.665 2.645 17. Akopjan, Armeníu 2.660 2.655 18. Aleksandrov, Hv.-R 2.660 2.615 19. Short, Englandi 2.660 2.690 20. Svidler, Rússl. 2.660 2.640 21. Lautier, Frakkl. 2.660 2.630 22. Van Wely, Holl. 2.655 2.645 23. Khalifman, Rússl. 2.655 2.650 24. Yermolinsky, Band. 2.650 2.630 25. Rúblevskí, Rússl. 2.650 2.645 Næstir koma: 26.-29. Kras- enkov, Póllandi, Rosentalis, Lit- háen, 011, Eistlandi og Azmaipa- rashvili, Georgíu 2.645, 30.-34. Chernin, Ungverjalandi, Jú- supov, Þýskalandi, Vaganjan, Armeniu og Andersson, Sviþjóð 2.640, 35.-38.1. Sokolov, Bosníu, Leko, Ungverjalandi, Zvjag- intsev, Rússlandi og Milov, Sviss 2.635, 39.-42. Piket, Hollandi, Speelman, Englandi, P. Nikolic, Bosníu og Seirawan, Bandaríkj- unum 2.630, 43.-46. Onísjúk, Úkraínu, Giorgadze, Georgíu, Timman, Hollandi og Granda- Zunjiga, Perú 2.625, 47.-48. M. Gurevich, Belgíu og Nunn, Eng- landi 2.620, 49.-53. Malanjúk, Úkraínu, Almasi, Ungveijalandi, Dvoirys, Rússlandi, Alterman, Israel og Tkaciev, Kasakstan 2.615, 54.-60. Kortsnoj, Sviss, Portisch, Ungveijalandi, Jako- vitsj, Rússlandi, Ehlvest, Eist- Utileikhúsið Hér fyrir austan FIMMTA sýningarsumar Útileik- hússins Hér fyrir austan hefst í dag. í dag, laugardag, verður dag- skrá um samskipti Egilsstaða- manna og Héraðsbúa. Hún heitir Snarl og glyrna - orðlist alþýðu á Egilsstöðum og Héraði og segir í kynningu að glyma sé mjólkur- dropinn sem menn bættu út á snarlið sitt í gamla daga. Flytjendur koma víða af Héraði. M.a. verður aftur sunginn hinn skemmtilegi bragur um hvalrek- ann mikla (sem ekki var) eftir sr. Siguijón í Kirkjubæ og rímur kveðnar af Páli Pálssyni, Hrafn- kelsdal. Nútímavísur fá að njóta sín og unglingadeild Leikfélags Fljótsdalshéraðs leggur fram sinn skerf. Ásmundur Þórarinsson, Víf- ilsstöðum í Hróarstungu, hefur skipulagt þessa sérsýningu sem er í tilefni 50 ára afmælis Egilsstaða- bæjar. A miðvikudaginn hefjast aðal- sýningar Útileikhússins sem hafa ávallt farið fram öll miðvikudags- kvöld um hásumarið. í þetta skipti er aðalsýningin þríþætt: Kráar- stemmningarverk eftir Seyðfírð- inginn Halldór Vilhjálmsson, huldufólkssaga sem að sögn gerð- ist í Skriðdal og var endurskrifuð fyrir svið af Snæfríði Ingadóttur, blaðamanni, og tónlistardagskrá, sem er flutt af tríói frá Norðfirði. Tveir leikendanna koma frá Seyð- isfírði og leikstjórinn keyrir frá Fáskrúðsfirði - sem em dæmi um hvað Útileikhúsið leggur sig fram um að geta kallað þetta austfirskt framtak. Áhyggjur hjartasjúkl- inga á Austurlandi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá aðalfundi Félags hjartasjúklinga á Austur- landi sem haldinn var 31. maí 1997: „Fundurinn lýsir áhyggjum sín- um yfír sífellt lengri biðlistum eftir rannsóknum og ýmiss konar hjarta- aðgerðum. Því skorar fundurinn á heilbrigðisráðherra og fjármálayfír- völd að búa svo um hnútana að hér verði nú þegar gjörbreyting á stöðu þessara mála. Félög og Landssamtök hjarta- sjúklinga munu hér eftir sem hing- að til leggja þessum málum lið eft- ir bestu getu enda hafa þau nú þegar lagt fram rúmlega 100 millj- ónir til rannsókna og kaupa á lækn- ingatækjum og nú síðast til hjarta- lækninga á bömum. Ljóst er að verulegur sparnaður hefur orðið í heilbrigðiskerfinu við flutning þessara lækninga heim til íslands. Þeim mun eðlilegri er sú ósk okkar og krafa að málum þess- um verði snúið til betri vegar svo að biðlistar heyri brátt sögunni til.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.