Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Guðjón Sigmundsson er betur þekktur sem Gaui litli. Hann og Sigríður B. Tómasdóttir fóru út að borða á dögunum. —------------------------------------ A meðan á máltíðinni stóð ræddu þau um hugrækt, líkamsrækt og auðvitað um mat. VIÐ GAUI mæltum okkur mót á veitingastaðnum Thailandi. Það þekkja allir Gauja litla eftir að hafa fylgst með honum og baráttunni við kilóin í Dagsljósi í vetur. Hvað fmnst hon- um um það? „Það stendur upp úr eftir vetur- inn að ég veit að ég hef hjálpað mörgum til að horfast í augu við sín vandamál. Svo hef ég lést um fimm- tíu kíló sem er hreint ekki svo lítið. Ég veit að töfralausnin í megrun er hrein hugsun, heilbrigð hreyfing og hollt mataræði. Annað mál er að það er ekki alltaf auðvelt að fylgja henni,“ segir Gaui og brosir. „Eg reyni fyrst og fremst að passa mig á fitu og salti og svo forðast ég sykur. Sykur er algert eitur og fer mjög illa með mann. En ég er matarfíkill og tek bara einn dag í einu eins og alkarnir. Mér þykir nefnilega matur alveg hrikalega góður.“ En talandi um mat. Matseðillinn er löngu kominn á borðið og kominn tími til að velja rétti kvöldsins. Gaui er fljótur að því. „Ég kom hingað um daginn og er með þetta allt á hreinu. Ég ætla að fá mér kjúkling með hnetusósu sem er algert æði.“ „Það er tilvalið að fá sér kjúkling," heldur hann áfram, „hann er leyfi- legur á matseðlinum vegna þess að hann er fitulítill." Valið vefst meira fyrir mér en eftir umhugs- un og góðar ábendingar verður kjúklingur í gulri karrýblöndu fyrir valinu. En það þarf líka að velja forréttinn. Gaui er næstum jafnfljótur að því, hrís- grjónanúðlusúpa með kjúklingi skal það vera. Síðast fékk hann sér sítrónukókossúpu með smokkfiski og rækjum og mælir hiklaust með því þegar hann tek- ur eftir hversu ráðvillt ég er. Þá er að velja drykk með matnum. Gaui fær sér gos (að sjálfsögðu sykurlaust). „Það sama á við um vín og nammi, það er aðeins leyft á laugardögum,“ segir Gaui og ekki er laust við trega í rómnum, „ég vildi nú eig- inlega að það væri laugardagur og ég gæti fengið mér eitthvað annað að drekka. En ég er að fara að kenna á eftir. Þannig að það er ágætt að halda sig við gos- ið.“ HJálað ag hug- leitt Hvemig atvikaðist það að Gaui litli er farinn að kenna leikfimi? Morgunblaðið/Jim Smart AUSTURLENSKUR matur er í uppáhaldi hjá Gauja litla. „Ég fékk hugmynd- ina þegar bandarísk- ur kennari kom hingað til lands á vegum Jónínu Bene- diktsdóttur. Hann hefur blandað saman spinning og hug- rækt. Mér fannst þetta hljóma vel og skráði mig á nám- skeið sem hann aug- lýsti fyrir leiðbein- endur bæði til að ögra mér og pirra leiðbeinendurna," segir Gaui og hlær við. „Það er skemmst frá því að segja að ég féll kylli- flatur fyrir þessu, fékk lánað hjól heim og er nú með nám- skeið sem ég setti saman sjálfur. í því er blandað saman spinning og hug- leiðslu. Ég hef lagt stund á jóga í átján ár þannig að það má segja að hugleiðsla sé mín sterka hlið. Við þessa blöndu valdi ég franska tón- list sem er samin fyrir spuna en hljómar eins og hún sé samin fyrir spinn- ing. Ég miða nám- skeiðin við fólk sem á við offituvandamál að stríða en fyrir það er besta hreyfingin að hjóla. í haust gat ég t.d. lítið hreyft mig öðruvísi en að hjóla. Ef þú hefðir sagt við mig þá að ég færi að kenna lík- amsrækt hefði ég álitið þig fullkom- lega geðveika," segir Gaui af mikilli al- vöru. En nú er súpan komin á borðið og bragðast vel. „Ég er mjög mikill súpu- maður og ef það er eitthvað sem ég nenni að elda þá eru Vatnið og draumatíminn ÞAÐ GERIST líklega hjá flestum að þeir fara á einn veg eða annan um vatn í draumum sínum, svamla í því, sigla á því, drekka það eða því rignir á þá. Þvílíkir draumar tengjast oftar en ekki sálrænum athöfnum og vitundarþroska, þeir sýna með tákni vatnsins sál og vit- und dreymandans og allt sem henni viðkemur í formi vatns eða einhverju því tengdu. Þá hafa draumarnir og vatnið bein tengsl við líkamann, þar sem við erum til sjötíu prósenta vatn og því flýtur heimur draumsins í vatni sem get- ur bæði verið raunverulegt og ímyndað. An vatnsins deyr draumurinn, rúm tímans verður svört hola og maðurinn verður eyðimörk í huglægum skilningi. Við förum sálförum er við svífum á vængjum draumsins yfir sæ- grænum spegilsléttum vatnsfleti vitundarinnar, þá er heimur hug- mynda gróandi og framundan er tími sköpunar. Þegar þú gengur í draumi þínum í logni og léttri úða- rigningu um grasi gróna hlíð er sálför yfirvofandi, ferð til fortíðar æsku að fínna hlekkinn sem vant- ar í keðjuna eða fram á við til vist- ar við Verðandi. Með regndraum- um förum við hamförum um tíma og rúm bæði til gagns og gleði. Eitthvað merkilegt mun gerast þegar foss draumsins steypist yfir DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns þig og ljósið merlar í öllum regn- bogans litum gegnum dropana. Vatnið tekur á sig ótal myndir til að kynna tilgang sinn; það getur verið haf sem gjálfrar við fjöru- borð að morgni sem merki nýrra leiða í anda íhugunar eða nýrri leið í lífinu. Það breytir sér í úfinn sjó sem merki óstöðugra tilfinn- inga og tvístraðra hugsana eða lygnt haf þroskaðs ævikvölds. Sjórinn tengist oft fyrri vist í legi og fæðingu sem og endurfæðingu. En vatnið fær þig líka til að kafa í sig og botna ófrágengin mál, synda gegnum vandræði og erfið- leika eigin sjálfs og það beinir þér að stíflum tilfinninga sem opna skal svo vatn lífsins fái að flæða óhindrað um þig og þína sál. Draumar lesenda Vatnið er áberandi og leiðandi tákn í d*'aumi „J.S.G.“ sem með þráðum trúarlegs ívafs spinnst í örlagavef. Draumur „SXO“ bygg- ist á skýrum táknum sem tjá hverfulleik lífsins. Draumur „J.S.G.“ „Mér fannst að ég, maðurinn minn og yngsti sonur minn værum að ganga niður á bryggju í Vest- mannaeyjum (ég er fædd þar og uppalin). Við leiddumst, maðurinn Mynd/Kristján Kristjánsson I vatni draumsins speglast sál. næst bryggjukantinum, síðan ég og svo drengurinn (ég á erfitt með að fara á bryggjur, það grípur mig alltaf einhver hræðsla). Eiginmað- urinn er alltaf að benda okkur á eitthvað að sjá, ég lít alltaf upp en lít svo niður og sé manninn minn á bryggjukantinum, ég hrópa „pass- aðu þig“ en hann dettur útfyrir (samt fannst mér við leiðast). Ég reyni að halda honum uppi en finn að ég get það ekki, ella myndum við öll falla og drukkna, ég skammast mín að geta ekki hjálp- að honum. Ég hleyp af stað og sé mann álengdar vinna við bát, ég bið hann að hjálpa mér að bjarga manninum mínum, en alltaf held ég í hönd drengsins. Maðurinn kemur og kastar appelsínugulu bandi til mannsins míns, þegar hann tekur í bandið er það bara stuttur spotti. Maðurinn fer þá að leita að öðru bandi og kemur með bandflækju sem er appelsínugul og hvít á litinn. Hann nær úr flækjunni appelsínugulu bandi sem hann hendir til mannsins míns sem nær því og okkur gengur vel að ná honum upp því sjórinn hafði hækkað upp að bryggjukanti, eins og komið væri flóð. Eg verð óskap- lega sæl og ánægð yfir að allt er í lagi með manninn minn, en hann fer að gera grín að mér fyrir að hafa ekki getað haldið sér, en svo tekur hann utan um mig og dreng- inn og ég finn þá hversu ánægður hann er, en þá sé ég að allur sjór er horfinn og botninn við bryggj- una er orðinn þurr en þar liggur allt bandið í flækju. Á bryggjuna hefur safnast fjöldi manna og finnst mér þeir vera sjómenn, þeir eru klæddir í dökkbláar peysur með svartar leðurhúfur með litlu deri framan á (maðurinn sem hjálpaði okkur var eins klæddur), allir eru mjög kátir og fagna með okkur þessari gleðistund. Við göngum upp bryggjuna í átt að húsum sem þar eru, maðurinn minn, ég og drengurinn.“ Ráðning Þessi draumur felur í sér trú, von og kærleika. Hann talar um erfiðleika í einkalífi sem tengjast skilningsskorti á þörfum annarra sem veldur stöðugum misskilningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.