Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Tímamót í spænskum sljórnmálum Gonzalez segir af sér Felipe Gonzalez, áhrífamesti stjómmálamað- ur Spánar á síðustu árum, lýsti í gær yfir því að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé sem leiðtogi Sósíalistaflokksins. Ásgeir Sverrísson, fréttaritari Morgunblaðsins á Spáni, fjallar um ákvörðun Gonzalez. FELIPE Gonzalez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokkins, lýsti yfir því í gær að hann hefði ákveðið að segja af sér embætti formanns flokksins. Þessi ákvörðun Gonzalez kom á óvart en hann kunngjörði hana er þriggja daga þing Sósíalistaflokks- ins (PSOE) hófst í Madrid. Yfirlýs- ing Gonzalez markar tímamót í spænskum stjórnmálum þar sem hann hefur notið mikilla yfirburða og gífurlegra vinsælda. Deilur og valdabarátta hafa einkennt aðdrag- anda flokksþingsins enda bendir flest til þess að spænskir sós- íalistar standi fremur höllum fæti nú um stundir. Gonzalez lýsti yfír því við upphaf flokks- þingsins að hann teldi tímabært að draga sig í hlé. „Ég er tilbúinn að gera allt fyrir þenn- an flokk, allt nema það að halda áfram sem leiðtogi hans,“ sagði Gonzalez i ræðu sinni. Fréttin vakti strax mikil viðbrögð á Spáni enda verður henni aðeins líkt við pólitísk- an landskjálfta. Leiðtogi í 23 ár Felipe Gonzalez er án efa þekkt- asti núlifandi stjórnmálamaður Spánar. Hann var forsætisráðherra landsins á árunum 1982-1996, og hefur leitt Sósíalistaflokkinn und- anfarin 23 ár. Hann varð leiðtogi flokksins aðeins þrítugur að aldri en hafði áður starfað sem lögfræðingur í vinnurétti. Gonzalez, sem er Anda- lúsíubúi, frá höfuðborginni Sevilla, hefur löngum notið mikilla pólitískra yfirburða á Spáni. Hann hefur verið sterkur leiðtogi og vinsældir hans almennar enda verða hæfileikar hans á stjórnmálasviðinu tæpast dregnir í efa þótt oft hafi á móti blásið. Gonzalez er mikill ræðuskörungur og hefur ævinlega átt auðvelt með að ná til alþýðu manna á Spáni. Enginn stjórnmálamaður hefur get- að talað til þjóðarinnar með sama hætti og hann og það kom í hans hlut að leiða Spánveija á miklum umskiptatímum í sögu landsins, úr skugga einangrunar einræðisstjórn- ar Francisco Francos til virkrar þátt- töku í alþjóðlegu samstarfí. Gonzalez hefur lengi verið sannfærður al- þjóðasinni og ötull talsmaður Evr- ópusamstarfsins. í Evrópu hefur hann notið mikilar virðingar og per- sónuleg vinátta hefur lengi ríkt með honum og Helmut Kohl, kanslara Þýskalands. Gonzalez vann merkan persónu- iegan sigur í þingkosningunum í mars í fyrra. Þá hafði því verið spáð að flokkur hans myndi næstum þurrkast út enda var almenningur á Spáni orðin langþreyttur á spilling- armálum þeim sem tengdust sósíal- istum. Annað kom á daginn og út- koma flokksins taldist mjög viðun- andi þó svo að hægri menn hafi myndað minnihlutastjórn með stuðn- ingi þjóðernissinna í Katalóníu, Ba- skalandi og á Kanaríeyjum. Hins vegar hefur trúlega enginn spænsk- ur stjórnmáiamaður unnið viðlíka persónusigur enda ljóst að enginn skipar sambærilegan sess í huga og hjörtum Spánveija. Gonzalez hafði áður lýst yfir því að hann vildi draga sig í hlé en jafn- an látið undan þrýstingi um að halda áfram sem leiðtogi flokksins. Spænskir sósíalistar og þó einkum óbreyttir stuðningsmenn flokksins eru sannfærðir um að skarð hans muni reynast vandfyllt. Haft hefur verið á orði að engan hæfan mann sé að finna í forystusveit flokksins. Það er trúlega ofmælt en segir sitt um þá traustu stöðu sem Gonzalez hefur notið. Hinn spænski Tony Blair? Spænski sósíalista- flokkurinn er í varnar- stöðu í spænskum stjórnmálum nú um stundir. Kannanir gefa til kynna að fylgi fari vaxandi við ríkisstjórn Jose Maria Aznars for- sætisráðherra og leiðtoga Þjóðar- flokksins (PP). Persónuvinsældir forsætisráðherrans virðast ennfrem- ur heldur hafa aukist. Hagtölur gefa enda til kynna að efnahagsástandið á Spáni nú sé hið skársta frá árinu 1991. Svo virðist sem Gonzalez hafi valið rétta tímann til að draga sig í hlé. Hið pólitíska andrúm hefur einnig breyst. Líkt og í öðrum þeim Evrópulöndum þar sem þroskuð póli- tísk umræða fer fram hafa menn á Spáni velt vöngum yfir því hvernig túlka beri stórsigur Tony Blair hins nýja forsætisráðherra Bretlands og þær nýju hugmyndir og viðhorf sem hann hefur kynnt. Einn fulltrúi í framkvæmdastjórn spænska sósíali- staflokksins, Baskinn Ramon Jau- regui, lýsti yfir því á fimmtudag að flokkurinn þyrfti að hefja leit að hinum „spænska Tony Blair“. Mjög margir innan flokksins telja tíma- bært að leitað verði leiða til að end- urnýja hann, ef til vill með svipuðum hætti og þeim sem Blair hefur beitt sér fyrir í Bretlandi. Ákvörðun Gonz- alez er til þess fallin að greiða fyrir þeirri endurnýjun. Til hægri snú! Hins vegar hefur Sósíalistaflokk- urinn á Spáni fyrir löngu sagt skilið við margar helstu kennisetningar sósíalismans. Þannig voru það sós- íalistar sem hófu einkavæðingu rík- isfyrirtækja á Spáni og flokkurinn breytti um stefnu og gerðist hlynnt- ur aðild landsins að Atlantshafs- bandalaginu (NATO). í mörgum efn- um hefur flokkurinn verið „til hægri“ við suma þá flokka sem menn þekkja á Norðurlöndum og kenna sig við þjóðlega íhaldsstefnu og „hægrimennsku". Ógerlegt er að segja til um hver verður eftirmaður Gonzalez og ekki er vitað hvern hann hyggst styðja. Nýr formaður verður kjörinn á þing- inu í Madrid en ekki er þar með sagt að sá hinn sami verði forsætis- ráðherraefni flokksins í næstu þing- kosningum, sem fram munu fara árið 2000 endist stjórn Aznars póli- tískt líf og heilsa svo lengi. Felipe Gonzalez Viðbrögðin í Danmörku og Svíþjóð Mismikil ánægja með Amsterdamsáttmála Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „Amsterdam-sáttmálinn er góð- ur og grænn sáttmáli," sagði Poul Nyrup Rasmussen forsætis- ráðherra Dana og höfðaði til heilbrigðrar skynsemi landa sinna, þegar hann kynnti niður- stöður ríkjaráðstefnunnar í Amsterdam. En miðað við tor- tryggni landa hans, sem nú búa sig undir þjóðaratkvæðagreiðslu næsta vor um sáttmálann, þá er ekki að efa að glíman verður erfið. Göran Persson forsætis- ráðherra Svía er einnig þokka- lega ánægður með niðurstöðurn- ar, en þar sem hann hefur lagt mikla áherslu á stækkun ESB er hann vonsvikinn yfír að ekki skyldu tekin stærri skref í þá átt. Bæði löndin lögðu mikla áherslu á atvinnuskapandi að- gerðir og umhverfismál og hrósa því sigri á þeim vettvangi, þó Nyrup Rasmussen hafi ekki leynt ergelsi sínu yfir hvað Svíar hafi lagt sig lítið fram á endasprettin- um í síðastnefnda málinu. Atvinnuskapandi aðgerðir voru ofarlega á danska óskalistanum fyrir lok ríkjaráðstefnunnar, en þar sem þetta var Frökkum lykil- mál þurftu Danimir ekki að leggja mikið á sig á þessu sviði. Niðurstaðan í umhverfísmálum þykir sigur fyrir Nyrup. Dönum var í mun að koma því svo fyrir EFTA semur við Marokkó FRÍVERSLUNARBANDA- LAG Evrópu (EFTA), sem Sviss, Noregur, Liechtenstein og ísland mynda, undirrituðu í gær samkomulag um frí- verslun við Marokkó, sem komið verður að fullu til fram- kvæmda árið 2010. Jafnframt var undirritaður samstarfs- sáttmáli við Jórdaníu og Lí- banon. Þá var tilkynnt að við- ræður um fríverslun við Túnis væru vel á veg komnar og samningar um sama efni hæf- ust senn við Kýpur. Jafnframt sagði, að EFTA ráðgerði að leita eftir viðskiptabandalagi við rikjahópa bæði í Asíu og að þeir gætu sjálfir bannað ákveðin efni eða sett lág- marksgildi, þó ESB styðji það ekki. Þar með vilja þeir koma í veg fyrir að ESB þvingi þá til að slaka á umhverfískröfum og þetta tókst þeim. Þetta er einnig mikilvægt á heimavelli til að sannfæra Dani um ágæti nýja sáttmálans. Niels Helveg Peters- en utanríkisráðherra segir að all- ar nýjar viðbætur í sáttmálanum séu Dönum í hag. Mið- og hægriflokkarnir, nema Framfaraflokkurinn hafa lýst ánægju með sáttmálann, en Sós- íalíski þjóðarflokkurinn ætlar ekki að segja álit sitt strax. Álit hans gæti haft úrslitaáhrif. Ekki aðeins kjósendur þeirra munu væntanlega fylgja áliti þeirra, heldur einnig sá helmingur jafn- aðarmanna, sem er tortrygginn á ESB. Ekki er ljóst hvaða atriði verða borin undir Dani í þjóðar- atkvæðagreiðslu, en þegar er ljóst hver tóninn í umræðunum verð- ur. Jafnaðarmaðurinn Ove Fich formaður Evrópunefndar þings- ins segir nei við sáttmálanum vera nei við stækkun ESB, meðan andstæðingar hans segja að Dan- ir eigi aðeins að greiða at- kvæði um hvort sáttmál- inn þjóni dönskum hags- munum eða ekki. Ekkert bendir til að Svíar greiði atkvæði um sáttmálann og öll umfjöllun um niðurstöðurnar hefur líka verið mun minni í Sví- þjóð en í Danmörku. Þó Göran Persson forsætisráðherra sé óánægður með að lítið hafí miðað í átt að stækkun ESB er hann þó ánægður með að engar breyt- ingar voru gerðar í þá átt að minnka völd litlu landanna og að þau halda hver sínum fulltrúa í framkvæmdastjóm ESB. Svíar hafa lagt áherslu á jafnréttis- og mannréttindamál og gleðjast því yfír að þau mál eru komin á blað í sáttmálanum. Sænskir stjóm- málamenn, sem hafa lýst skoðun sinni hafa glaðst yfír atvinnu- og umhverfísmálskafla sáttmálans. Lena Hjelm-Wallén utanríkis- ráðherra tók nú í fyrsta skipti þátt í tilurð nýs ESB-sáttmála. Hún sagði eftir fundinn að mað- ur gæti haldið að þarna mættu allir leiðtogarnir með erfíð mál og stór, „en svo koma þeir bara með öll þessi litlu mál“. Reuter rómönsku Ameríku. Á mynd- inni fagna (f.v.) Björn Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs, Driss Jettou, við- skiptaráðherra Marokkó, og Jean-Pascal Delamuraz, efna- hagsráðherra Sviss og forseti EFTA-ráðsins, undirritun frí- verslunarsamningsins við Ma- rokkó í Genf í gær. Umhverfisráðherrar ESB-ríkjanna Verulega hertar reglur um umfer ðar mengun Luxemborg. Reuter. SAMKOMULAG tókst í gær á fundi umhverfisráðherra Evrópu- sambandsins, ESB, í Luxemborg um að draga fyrr úr mengun af völdum bifreiða en að hafði verið stefnt. Var alger samstaða um að herða á fyrirliggjandi drögum, sem taka til útblásturs og hlut- falls ýmissa efna í eldsneyti. Til umræðu voru tvær tillögur frá framkvæmdastjóm ESB en að baki þeim býr margra ára rann- sóknastarf í samvinnu við evrópsk olíufélög og bifreiðaiðnaðinn í álf- unni. Voru þær kynntar á síðasta ári en hafa verið gagnrýndar nokk- uð, bæði vegna þeirra staðla, sem þar em settir, og rannsóknar- aðferðanna sjálfra. Samþykkt var í gær, að frá aldamótum verði hlutfall brenni- steins í eldsneyti 150 hlutar af milljón en ekki 200 en það mun draga úr þeim skemmdum, sem brennisteinstvísýringur vinnur á hreinsibúnaði bifreiða. Ríki, sem eiga við „félags- og efnahagsleg vandamál" að stríða, geta þó beð- ið með þessa nýju staðla í allt að þijú ár og hafa Grikkir og Portúg- alir þegar ákveðið að nýta sér það. Umhverfisráðherrarnir ákváðu einnig að helminga leyfilegt ben- sólmagn í eldsneyti og verður það 1% frá og með aldamótunum. Bensól er afar rokgjarnt efni og getur valdið krabbameini. Drögin eins og þau era nú úr garði gerð verða lögð fyrir Evrópuþingið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.