Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ F Mo.-gunblaðið/Ásdís MARGRÉT Oddsdóttir frá Jörva í Haukadal sýndi forsetaiyónunum litríka íbúð sína í Silfurtúni. Opinber heimsókn forseta íslands í Dalasýsiu Landafunda Leifs heppna minnst með veglegum hætti OPINBER heimsókn forseta ís- lands í Dalasýslu hófst í gær. Sýslumaður og fulltrúar sveitar- stjóma og héraðsnefndar tóku á móti forsetahjónunum, Ólafi Ragn- ari Grímssyni og Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, í Bröttubrekku á sýslumörkunum. Þaðan var haldið að félagsheim- ilinu Dalabúð í Búðardal. Biðu íbú- ar Búðaroals með fána og afhentu forsetahjónunum blómvönd. Mar- teinn Valdimarsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, sagði í ávarpi að sumarið hefði ekki látið á sér kræla fyrr en á fimmtudag, eins og til þess að taka þátt í heimsókninni. Því næst voru nokkur fyrirtæki í Búðardal skoðuð og einnig stjóm- sýsluhúsið og Silfurtún, dvalar- heimili aldraðra. Að því loknu tók Eiríksstaðanefnd á móti forseta- hjónunum á Eiríksstöðum í Hauka- dal. Þar greindi Friðjón Þórðarson, formaður nefndarinnar, frá þeim tillögum að fengnir yrðu fornleifa- fræðingar til að skoða rústir bæjar Eiríks rauða, þar sem Leifur heppni fæddist, reistur yrði minnisvarði um Leif heppna, settur yrði upp bær eða skáli fyrir ferðamenn. GYLFI Árnason framkvæmdastjóri sýnir forsetahjónunum kjötfjallið í frystigeymslum Afurðastöðvarinnar í Búðardal. Ólafur Ragnar Grímsson sagði að það verkefni blasti við að gera Eiríksstaði í Dölum að áningarstað fyrir ferðamenn hvaðanæva að úr veröldinni sem litu á Leif heppna sem einn af merkustu landkönnuð- um veraldarsögunnar. „Ég var mjög ánægður með að í þjóðhátíð- arkveðju Clintons Bandaríkjafor- seta til mín og íslensku þjóðarinnar kom fram yfirlýsing hans um vilja til að taka þátt í því með okkur Islendingum að minnast landafund- ar Leifs heppna í Ameríku árið 2000 með myndarlegum hætti.“ Einnig kom fram í máli hans að forsetahjónin myndu heimsækja íslendingabyggðir í Bandaríkjun- um og Kanada í sumar. Þargæfist tækifæri til að efla tengsl Islend- inga við þá sem væru af íslensku bergi brotnir í Vesturálfu og safna liði um það sameiginlega verkefni að minnast landafundanna. Sögustaðir verði byggðir upp Eftir kvöldverð í boði sveitar- stjórna að Laugum í Sælingsdal var íbúum Dalasýslu og gestum boðið til hátíðarkvöldsamkomu með forsetahjónunum. Þar afhenti for- seti íslands fjórum ungmennum hvatningarverðlaun fyrir góðan árangur á sínu sviði. Það voru Dagbjört Drífa Thorlacíus, 17 ára, fyrir nám og listsköpun, Jenný Halla Lárusdóttir, 14 ára, fyrirtón- list, Kristján Hagalín Guðjónsson, 13 ára, fyrir nám og íþróttir, og Sigmund Erling Ingimarsson, 15 ára, fyrir íþróttir og tónlist. í hátíðarræðu hans kom fram að stóra verkefnið í Dalasýslu væri að byggja upp sögustaði, en leitun væri að héraði sem væri eins ríkt af stöðum er kæmu við sögu í gullaldartextum íslendinga á borð við Landnámu, Laxdælu, Njálu og Sturlungu. 0 Islenska járnblendif élagið Versta frammistaða reyk- hreinsivirkisins frá upphafi Svæðisvinnumiðlanir Skrifstof- urnar stað- settar STJÓRN Vinnumálastofnunar sam- þykkti í gær á sínum fyrsta fundi staðsetningu svæðisvinnumiðlana á landinu. Þær verða átta og verða í Reykjavík, á Akranesi, ísafjarðarbæ, Blönduósi, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjanesbæ. Vinnu- málastofnun tekur formlega til starfa um næstu mánaðamót og tekur við verkefnum vinnumálaskrifstofu fé- lagsmálaráðuneytisins og fleiri verk- efnum. Eitt til tvö störf verða á skrifstof- unum, en skrifstofumar í Reykjavík og á Akureyri verða stærri. Nokkur sveitarfélög hafa tekist á um hvar skrifstofurnar eigi að vera enda um atvinnuhagsmunamál að ræða. REYKHREINSIVIRKI Járnblendi- verksmiðjunnar að Grundartanga var sá hluti rekstrarins sem tæknilega olli mestum vandræðum á árinu. Er það langversta frammistaðan sem reykhreinsibúnaður verksmiðjunnar hefur sýnt í sögu fyrirtækisins. Þetta kom fram í máli Jóns Sveinssonar formanns stjómar íslenska járn- blendifélagsins á aðalfundi þess í síð- ustu viku. Jón Sveinsson sagði áætlað að um 135 tonn af kísilryki hafi sloppið út af 15.354 tonna heildarframleiðslu kísilryks. Til viðbótar slapp út hluti reykframleiðslunnar sem talinn er nema 60 tonnum af kísilryki. Jón sagði afleiðinguna blett á umhverfís- vernd verksmiðjunnar. „Um það bil þriðjungur þessa vandamáls er bein afleiðing þess að á árinu var unnið að mjög viðamiklum fjárfestingum á þessu sviði. Sumt af þeim endurnýj- aða búnaði reyndist ekki þola álagið og skemmdist hann af þeim sökum og gerði illt verra í þessu efni. Að varanlegri lausn á þessum vanda er nú unnið,“ sagði fráfarandi formaður í skýrslu sinni. Þá sagði Jón Sveinsson að brýnt væri að taka af festu á ýmsum ytri og innri umhverfísmálum verksmiðj- unnar: „Viðurkennast verður að með- an illa gekk í rekstrinum var við- haldi verksmiðjunnar ekki sinnt með þeim hætti sem æskilegt hefði verið. Nú er hins vegar nauðsynlegt að gera allt sem unnt er til þess að lag- færa þessa hluti og bæta ímynd verk- smiðjunnar ekki aðeins útávið heldur einnig innávið. Þá er og nauðsynlegt að stuðla að öflugri kynningu og meira upplýsingaflæði til nágranna verksmiðjunnar við Hvalfjörð. Slík kynning útávið gæti ef til vill verið eitt af sameiginlegum hagsmunamál- um Jámblendifélagsins og Norður- áls. Við nýjan framkvæmdastjóra verksmiðjunnar eru bundnar miklar vonir hvað þessa þætti varðar,“ sagði Jón. Endurbætur á stjórnarráðinu Fram- kvæmdir ekki hafnar FRAMKVÆMDIR við stjórnarráðið liggja nú niðri. Húsfriðunarnefnd hefur veitt samþykki sitt fyrir breyt- ingunum en beðið er afgreiðslu byggingarnefndar Reykjavíkur, þar sem afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi. Að sögn Ólafs Davíðssonar, ráðu- neytisstjóra í forsætisráðuneytinu, er nú unnið úr ábendingum bygging- arnefndar en búist er við að sam- þykki fyrir framkvæmdum fáist von bráðar. Athugasemdir nefndarinnar snúi aðallega að útfærslu tæknilegra atriða eins og brunavörnum. „Fram- kvæmdir eru í raun ekki hafnar þar sem aðeins hefur farið fram rann- sókn á ástandi hússins í samráði við húsfriðunarnefnd og borgarminja- vörð. Þær rannsóknir voru síðan lagðar formlega fyrir húsfriðunar- nefnd og hún er búin að afgreiða málið frá sér,“ segir Ólafur. Að fengnu samþykki byggingar- nefndar verða framkvæmdir við stjórnarráðið boðnar út. Að sögn Ólafs hefur engin töf orðið á málinu vegna þessa og áætlað er að endur- bótum ljúki í byijun nóvember. Á meðan framkvæmdir standa yfir heldur forsætisráðherra til í Ráð- herrabústaðnum við Tjarnargötu ásamt ritara og starfsmanni ráðu- neytisins. Aðrir starfsmenn stjóm- arráðsins munu hafa flutt sig um set í hús menntamálaráðuneytisins við Sölvhólsgötu. -----♦ » 4---- Forseti Ítalíu á íslandi Heimsækir hestabú OSCAR Luigi Scalfaro, forseti Ítalíu, kemur í opinbera heimsókn til ís- lands á morgun, en heimsóknin stendur fram á þriðjudag. I heim- sókninni mun forsetinn fara til Þing- valla, skoða Nesjavallavirkjun og koma við í hestabúinu að Dallandi. Scalfaro, sem kemur hingað með dóttur sinni, Marianna Scalfaro, heimsækir á morgun borgarstjórann í Reykjavík og Alþingi og situr kvöldverð í boði íslensku forseta- hjónanna á Bessastöðum. Á mánu- dag mun hann borða hádegisverð á Þingvöllum í boði forsætisráðherra- hjónanna. Um kvöldið verður hann með móttöku fyrir ítala sem búsett- ir eru á íslandi. Á þriðjudaginn heim- sækir forsetinn sjávarútvegsfyrir- tækið Granda hf. og hugbúnaðarfyr- irtækið OZ hf. Ennfremur skoðar hann handrit í Stofnun Árna Magn- ússonar. -----♦ ♦ ♦ Símalaust í klukkutíma SÍMASAMBAND fór af mestallri Árnessýslu í um klukkutíma í gær- kvöldi, þegar stöð Pósts og síma á Selfossi datt út. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsingafulltrúa Pósts og síma, var verið að vinna í stöðinni, þegar truflun gerði vart við sig. Vegna truflunarinnar þurfti stöðin að end- urræsa sig nokkrum sinnum og datt út á meðan, þannig að síma- sambandslaust varð á stóru svæði á Suðurlandi milli kl. 20 og 21. „Farsímakerfið er allstaðar virkt í kringum Selfoss, bæði GSM- og NMT-kerfið og útbreiðslan er það mikil að yfirleitt er ekki mjög langt í næsta síma. En vissulega er þetta umhugsunarefni og alvarlegt mál,“ sagði Hrefna er hún var spurð hvort hættuástand hefði getað skapast vegna símasambandsleysisins. > > i l i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.