Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 21. JLINÍ 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Tjaldbúðir í Arizona ÞAÐ setti nokkum óhug að flestum Islend- ingum þegar spurðist að gæsluvarðhaldsfang- ar hefðu verið beittir harðræði við rannsókn sakamáls. Þó harkan væri tæpast slík að fréttnæmt þætti með mörgum öðrum þjóðum, féll athæfið illa að hug- myndum íslendinga um grundvallarrétt allra manna; fanga jafnt sem fijálsra. A Islandi dvelja nú fullorðin bandarísk hjón, Connie og Donald Hanes, eftirlýst af lög- regluyfirvöldum í Ariz- ona í Bandaríkjunum. Krafíst er framsals hjónanna fyrir að hafa kom- ið sér undan réttvísinni með lítið bamabarn eiginkonunnar, en bamið höfðu þau ættleitt að ósk móðurinnar sjálfrar. Hér verður hvorki réttlætt né gagnrýnt með hvaða hætti þau stóðu að sínum málum í Bandaríkjun- um. Forsjármál er einatt erfið úr- lausnar og allt orkar tvímælis þá gert er. íslensk stjórnvöld brugðust hratt við beiðni um töku bamsins, sóttu það í leikskóla og afhentu. Ekki var hirt um lögvarinn rétt hjón- anna til að halda uppi vömum. Af sögu þessa ógæfusama fólks er einsýnt hver þeirra stærsti glæpur var: Þau elskuðu þetta litla bam meira en allt annað. Það var stóra hlutverkið þeirra í lífinu að koma því til manns. Öllu öðru var vikið til hliðar. Ég tel að mikill meirihluti íslenskra foreldra skilji þján þeirra og óski þeim góðs. Hanes hjónin óttast um rétt sinn, líf og heilsu, lendi þau í klóm lögreglunnar í Arizona. Sá ótti er greinilega ekki ástæðulaus. Þó víða sé pottur brotinn í bandarískum fangels- um, em aðstæður í Arizona sennilega hvað skelfilegastar. Þar ríkir fautinn Joseph M. Arpaio, „America’s Toug- hest Sheriff", („Harðasti lögreglu- stjóri Ameríku“), eins og hann er gjarnan kallaður. Umtöluð ævisaga hans, með þessu heiti, kom út á síð- asta ári. Enginn lögreglustjóri í öllum Bandaríkjunum kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana, í at- hygli og umtali. Hann elskar og dáir kastljós fjölmiðla. Boðskapur hans er harka og miskunnarleysi í með- höndlun glæpamanna. Það fellur í kramið hjá almenningi, sem er orðinn fullsaddur á glæpum. „Sýnum glæpa- mönnum fulla hörku. Höldum þeim utan við Arizona,“ segir Arpaio. Verk hans sýna að hugur fylgir máli. Það yrði stórbrotin fjölmiðlaveisla hjá Arpaio, fengi hann Hanes hjónin framseld. Joseph M. Arpaio hreykir sér af því að kostnaður skattborgara af hvetjum fanga sé hvergi minni en í Arizona. Því takmarki hefur hann Með því að veita Hanes hjónunum griðastað á íslandi telur Ragnar Tómasson að við sláum tvær flugur í einu höggi. m.a. náð með því að vista stóran hluta fanganna í tjöldum. Um 1.600 manns dúsa nú í tjaldbúðum í Ariz- ona, þar af um 200 konur. Á sumrin hefui- hitinn inni farið yfir 45 gráð- ur. í mestu kuldaköstum vetrarins er hent inn fleiri teppum. Arpaio hefur tekist að spara umtalsvert í matarkostnaði. Meðalkostnaðarverð máltíðar er um 22 krónur. Arpaio útvegar oft fanga til að aðstoða við ýmis þjóðþrifamál. Eru þeir þá send- ir á vettvang, fímm og fimm í kippu, hlekkjaðir saman á fótum. Pyntingar Ragnar Tómasson ISLENSKT MAL Maður er nefndur Þórir Áskels- son á Akureyri, seglasaumari með meiru. Foreldrar hans, Laufey Jóhannsdóttir og Áskell Hannes- son, bjuggu í tvíbýli í Fagraskógi 1921-1925. Davíð skáld var ungur á Ítalíu og sendi hann börnum Áskels og Laufeyjar kort með vís- um þeim sem hér koma brátt. Sjálft kortið er glatað. Þórir átti tal við Davíð skömmu fyrir lát skáldsins, og vildi Davíð þá gjama fá afrit vísnanna, en það komst ekki í verk áður en Davíð dó. Þórir Áskelsson hefur sýnt mér þá vinsemd að leyfa mér að birta þessar fallegu jólavísur sem hon- um og systkinum hans voru sendar og bárust í hendur þeirra fyrir jólin 1921. Er jólakertin brenna björt og skær, þá biður mamma af öllu sinu hjarta, uns æðri ljóma á loft og veggi slær frá ljóssins herra, konunginum bjarta. Þá kemur hann í hvítum klæðum inn í kofann, þar sem móðurhjartað biður, og brosir yfir barnahópinn sinn og blessun hans er: „Friður sé með yður“. ★ Fræg er sú geit Heiðrún, sem Snorri sagði frá í Eddu. Mjólkaði hún miði og svo miklum, að fyllti skapker hvem dag. Og það skap- ker var svo stórt, að allir Einheij- ar urðu fulldrukknir af. Hvað er þá skapker? Skýringar þær, sem ég hef séð, falla í tvo meginála. Annars vegar em þeir sem halda því fram, að úr skapker- um hafi verið ausið í drykkjarílát. Væri þetta þá skylt þýsku sögn- inni schöpfen= ausa, sbr. miðlág- þýsku scheppe=ausa. En aðrir sjá þetta öðmvísi fyrir sér. í fornsaxnesku kemur fyrir skap=ker, skeppa, bátur, og í fomháþýsku er scap eða scapf= ílát, kommælir. Allt ætti þetta að vera skylt sögninni að skapa og líkl. orðinu skápur, hvort hann er smíðaður af manna höndum eða náttúmöflum. Sem sagt: skapker væri þá ílát sem hefði ákveðið sköpulag, eða tæki ákveðið magn þess sem í er látið. Einhver hefur tekið eftir orðinu skeppa í þessu orðahröngli. Það Umsjónarmaður Gísli Jónsson 906. þáttur þekkjum við Ifka með stafsetning- unni skeffa, og má það vera í íslensku tökuorð úr dönsku. Það merkir flát sem tekur áttunda part úr tunnu. Títt var að mæla kom og kartöflur i skepp- um/skeffum. Þetta er hér rifjað upp vegna þess, að ég var spurður um þetta á förnum vegi og gat ekki svarað bókarlaust. ★ En úr því sem komið er, langar mig til þess að minnast ofurlítið á nafnið Heiðrún. Ekki er hægt að „þýða“ þessa samsetningu beint. Þama em skeyttir saman tveir vinsælir nafnliðir, þar sem hinn fyrri merkir birtu, hinn síð- ari leyndardóm. Getur leyndar- dómur verið bjartur? Um slíkt og þvílíkt var ekki alltjent spurt í samsettum nöfnum. Menn skelltu saman tveim vinsælum liðum og hirtu aldrei hvaða „merking" kæmi út. Svíar kalla þetta mekan- íska varíasjón. Viljið þið ekki gefa mér gott orð um þetta fyrirbæri. Kristnir menn á íslandi vora ekki ginnkeyptir fyrir hvaða nöfn- um sem var í heiðinni goðafræði. Seint tóku þeir að minnsta kosti upp Heiðrún til að skíra dætur sínar. Það er líka allt eins líklegt að nafnið hafí orðið til með því skeyta saman t.d. Ragnheiður og Guðrún. Svo mikið er víst að stúlka, sem átti upphaflega að heita Ragnheiður Vigdís, hlaut nafnið Heiðdís, fyrst síns nafns (Eysteinsdóttir). Þá hefur Ásgeiri Blöndal Magn- ússyni hugkvæmst af lærdómi sín- um að Heiðrún sé norræn gerð að frankverska kvenheitinu Cha- ideruna. Heiðrún varð sem sagt seint skírnamafn kvenna. Elst var (og hin eina í manntalinu 1910) Heið- rún Hákonardóttir Finnssonar á Borgum, og hétu systkin hennar einnig nöfnum sem ekki vora áður notuð á fólk, það er Björk og Skírnir. Nafninu Heiðrún hefur vegnað prýðilega, þó að það hafi ekki tærnar þar sem Björk hefur hælana. Um Skírni er áður fjallað í þáttum þessum. ★ Áslákur austan kvað: Ekkert vér veitum nú til varnanna og vér þörfnumst ekki höfuðkvarnanna; í guðs eigin landi er leystur vor vandi, og „Jesús: er besti vinur bamanna." I Tímariti Máls og menningar (2. hefti ’97) er afbragðsgóð grein eftir Ólaf Halldórsson handrita- fræðing, sú sem umsjónarmanni þykir full ástaeða til að þakka. Tilefni greinar Ólafs er viðtal bók- menntafræðings við konu. Birtist það fyrir skömmu í sama tímariti. Ólafur tekur upp úr viðtalinu: „Eigum við ekki bara að byija á nýju bókinni [...] Hvað hefur hún verið lengi í burðarliðnum?" Síðan segir Ólafur frá eigin bijósti: „Burðarliður er orðið mikið tískuorð hjá fjölmiðlafólki. Auðvit- að snýr sér enginn við og sér á þeim sem talar um að eitthvað sé í smíðum eða í undirbúningi, að hann sé sigldur. En sá sem spyr hvort eitthvað sé í burðarliðnum, hann er að reyna að tala og skrifa eins og fína fólkið, þetta siglda. En hvað merkir þetta orð, burðar- liður? „ytri hluti á sköpum konu eða kvendýrs, fæðingarlimir“ stendur í íslenskri orðabók Menn- ingarsjóðs. Hér spyr kona konu hvað bók sem hún samdi hafi ver- ið lengi í burðarliðnum. Ekki mundi ég þora að spyija konu þessarar spurningar, og ég læt hjá líða að orða hana á manna- máli.“ Auk þess þykir umsjónarmanni það mjög hæpið líkingamál að „stíga á stjórnvölinn“ um það er hljómsveitarstjóri kemur inn og lætur sveitina hefja upp list sína. En Karl E. Pálsson fær stig fyrir að segja sýnendur, þar sem ein- hver daufmgi hefði trúlega sagt ?sýningaraðilar. Og ekki gladdist ég minna að heyra Ara Kristins- son segja: „Okkur þótti þetta mjög forvitnilegur heimur að gægjast inn í.“ Mikil hressing eftir allar „kíkingarnar". Ath. í síðasta þætti var á einum stað skipt skakkt á milli lína og olli lýti. Beðist er velvirðingar á þessu. og barsmíðar em daglegt brauð í fangelsum Arpaios. Ofbeldinu beita bæði fangar og fangaverðir. Ýmis almenn réttindi hafa verið tekin af föngum, s.s. tóbak og kaffí og að- gangur að Ijölmiðlum er afar tak- markaður. Föngum er ekki heimilt að fylgjast með dagskrá stóru sjón- varpsstöðvanna eða horfa á mynd- bönd. Meðal þess vinsælasta sem Ieyft er, em Disney-myndir og veð- urfréttir. Allir fangar klæðast bleik- um nærbuxum og sokkum. Lögreglu- stjórinn segir það draga úr stuldi á fatnaði. Eftirlit með vistmönnum tjaldbúðanna er ekki stöðugt og fang- ar því oft í hættu hver af öðmm. Með myndbandstökuvélum og sjón- varpsskjá geta fangaverðir hinsvegar íylgst náið með konum í sturtu. Framkoma og orðbragð fangavarða við kvenfanga kæmist aðeins að hluta í gegnum prófarkalestur Morgun- blaðsins. Amnesty International og bandaríska dómsmálaráðuneytið em nú með málefni fangelsanna til sér- stakrar rannsóknar. Bandaríkjamenn hóta óspart við- skiptabanni, þegar þeim fínnst troðið á mannréttindum fólks. Ætli íslend- ingar að hefja hvalveiðar þá er Bandaríkjamönnum að mæta. Það er fyrst þegar kemur að réttindamál- um bandarískra fanga sem þeir setja kíkinn fyrir blinda augað. Framsal íslenskra stjómvalda á fólki sem hér dvelur hlýtur að taka mið af því að aðbúnaður á móttöku- stað sé ekki í grófu ósamræmi við íslenskar hugmyndir um Iágmarks- aðbúnað og réttindamál fanga. Engir ættu að skilja slíka afstöðu betur en Bandaríkjamenn. Með því að veita Hanes hjónunum griðastað á íslandi sláum við tvær flugur í einu höggi. Annars vegar sýnum við ólánsömu fólki sjálfsagða miskunn. Hins vegar gefum við pyntuðum og niðurlægðum föngum, hvar í heimi sem er, nýja von um að njóta lágmarksréttinda. Hanes hjónin bíða nú örlaga sinna og ákvarðana íslenskra yfírvalda. Mikið hefur verið á þau lagt og frá þeim tekið. Nóg er að gert. Bjóðum þeim að dvelja hér svo lengi sem þau sjálf kjósa. Höfundur er Iögmaður. Sterkara sveitar- stjórnarstig NÚ HEFUR sam- starfsnefnd um samein- ingu Reykjavíkur og Kjalarneshrepps lokið störfum og skilað tillög- um sínum til borgar- stjórnar Reykjavíkur og hreppsnefndar Kjal- ameshrepps. Kosið verður um sameining- artillöguna í dag, laug- ardaginn 21. júní, í báð- um sveitarfélögunum. Tillögumar hafa verið kynntar á nokkrum op- inberum fundum í sveit- arfélögunum. ítarleg kynning á tillögunum og umfjöllun um þær er afar mikilvæg því hér er um mikið hagsmunamál að ræða fyrir bæði sveitarfélögin. Sameining sveitarfélaga er eitt- hvert mikilvægasta verkefnið á vett- vangi sveitarstjómarmála. Stærri og öflugri sveitarfélög em almennt hæf- ari til að sinna vel þeim verkefnum sem þeim era falin að lögum og jafn- framt betur í stakk búin til að taka við fleiri verkefnum frá ríki. Umræð- an um stækkun og eflingu sveitarfé- laga snýst um það hvert verður fram- tíðarhlutverk sveitarfélaganna í að treysta byggð í landinu með því að færa fleiri verkefni, fjármagn og aukna ábyrgð til þeirra. Með þeim hætti leggjum við gmnn að sterkara sveitarstjórnarstigi. Aukin sameining sveitarfélaga er að mínu mati ein helsta forsenda þess, að hægt sé að efla og treysta byggð í landinu. Það má færa fyrir því almenn rök að ýmis viðamikil verkefni bíði úrlausnar m.a. í at- vinnu- og samgöngumálum og til að annast þau þurfi að vera til staðar sterkari félagsheildir en sveitarfélög- in em nú mörg hver vegna smæðar sinnar og lítillar fjárhagsgetu. Með aukinni sameiningu sveitarfélaga yrði ennfremur auðveldara að byggja upp heildstæðari atvinnu- og þjón- ustusvæði í einstökum landshlutum. íbúarnir ráði - ekki lögþvingun Sú lýðræðislega Ieið sem viðhöfð er við ákvörðun um sameiningu sveit- arfélaga er vissulega seinfamari en svokölluð Iögþvingunarleið, þ.e. að hækka núverandi lágmarksíbúatölu sveitarfélaga með lagaboði. Lýðræð- isleg atkvæðagreiðsla um sameining- artillögu, sem íbúamir hafa fengið tækifæri til að kynna sér og fjalla um, skilar meiri og betri árangri þeg- ar til lengri tíma er litið. Mikilvægt er að sveitarstjórnarmenn og aðrir íbúar sveitarfélags eigi fmmkvæði að og hafi forystu um sameiningu þess við önnur sveitarfélög. Með slíkum vinnubrögðum taka íbúarnir aukinn þátt og fmmkvæði í umræðu um framtíðarskipan stjórn- sýslunnar í sínu byggða- lagi og stuðla jafnframt að aukinni hagkvæmni og skilvirkni í rekstri sveitarfélagsins. Vandasamt viðfangsefni Sameining sveitarfé- laga er í senn afar við- kvæmt og flókið við- fangsefni og mörg erfið vandamál þarf að leysa í tengslum við slíka breytingu. Víða er sam- eining sveitarfélaga mikið tilfinningamál enda oft verið að breyta umdæmamörkum sveit- arfélaga sem hafa verið að mestu óbreytt um aldir. Reynsla þeirra sveitarfélaga sem hafa sam- einast á undanförnum ámm er al- mennt góð og þau markmið sem að var stefnt með sameiningunni hafa í meginatriðum náðst. Sameining sveitarfé- laga er að mati Vil- hjálms Þ. Vilhjálms- sonar ein helsta for- senda þess að efla og treysta byggð í landinu. Það hefur ávallt verið baráttumál sveitarstjórnarmanna að efla sveit- arfélögin og færa til þeirra aukin verkefni, tekjur og völd. Til að færa okkur nær þvi markmiði og jafnframt til að auðvelda sveitarfélögunum yfir- töku nýrra verkefna þurfa sveitarfé- lögin að stækka og eflast. Það er fyrst og fremst hlutverk sveitar- stjórnarmanna og íbúa einstakra sveitarfélaga að svara því hvaða hlut- verki þeir vilja að sveitarfélögin gegni í þjóðfélagsgerð framtíðarinnar. Vandaður undirbúningur Samstarfsnefnd um sameiningu Reykjavíkur og Kjalarneshrepps hef- ur lagt fram ítarlegar og vel unnar tillögur um meðferð allra málaflokka. Verður að telja að þar sé um mjög viðunandi niðurstöðu að ræða fyrir íbúa beggja sveitarfélaganna. Ef af sameiningu verður, er með fram- kvæmd þessara tillagna tvímælalaust lagður grunnur að traustri og skyn- samlegri sameiningu Reykjavíkur og Kjalameshrepps þar sem allir íbúar hins nýja sveitarfélags njóti jafnræð- is. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. ViHýálmur Þ. Vilhjálmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.