Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ 28 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 NEYTENDUR Eiríkur Sigurðsson eigandi 10-11-verslananna opnar níundu versl- unina í dag og þá tíundu í næsta mánuði. 10-11 í Lágmúla opnar í dag Rabarbari Sulta og ábætiskökur Morgunblaðið/Árni Sæberg ANNA Guðmundsdóttir lektor við heimilisfræðideild Kennaraháskólans. NÍUNDA 10-11-verslunin verður opnuð í dag, laugardag, að Lágmúla 7. Eiríkur Sigurðsson, eigandi 10- 11-verslananna, segir að um sé að ræða hefðbundna 10-11-verslun og hann líti svo á að á þetta svæði hafí slíka verslun vantað. „Verslunin sjálf er í 600 fermetra húsnæði og síðan er lager innan af búðinni, þannig að þetta er töluvert stór búð.“ Þar sem margir eru að vinna í þessu hverfí segir Eiríkur að sérstök- um borðum verði komið upp við ör- bylgjuofnana í versluninni þannig að fólk geti borðað á staðnum ef því er Grillhátíð Sumarsól- stöður í Bónus Holtagörðum í dag, laugardag, verður hátíð hjá Bónus í Holtagörðum. Grillað verður fyrir viðskiptavini verslunarinnar og hægt að kaupa pylsu og Svala á tíu krónur. Fjöldi kynninga og tilboða verða í versluninni t.d. á lambakjöti frá Kjarnafæði og svínakjöt verður einnig á tilboði. að skipta. „Við verðum með tilbúna rétti sem tekur stutta stund að hita.“ Tómataútsala „í tilefni opnunarinnar verðum við með ýmis tilboð í gangi, lambalæri seljum við á 576 krónur kílóið og við verðum með sumarútsölu á tómötum á 89 krónur kílóið. Þá kostar til dæmis tveggja lítra fema af Frissa fríska 89 krónur og Del Monte-ís verður á 98 krónur en venjulegt verð á honum er 319 krónur.“ Eiríkur segir að viðskiptavinir geti gætt sér á vínarbrauði og kaffi, grillað verður ef veður leyfir og börn- in fá djús, ís og annan glaðning. 10-11-búð opnar í vesturbænum í haust Um mánaðamótin júlí-ágúst opn- ar síðan tíunda 10-11-búðin að Bar- ónsstíg í Reykjavík. Hún verður einnig um 600 fermetrar að stærð. Þegar Eiríkur er spurður hvort hann velti ekki fyrir sér opnun búð- ar í vesturbænum segist hann ein- mitt þessa dagana vera að vinna í því. „Við stefnum að því að opna 10-11-verslun í vesturbænum með haustinu en enn er ekki komið á hreint hvar hún verður þar.“ ÞEIR sem hafa rabarbara í garðin- um sínum eru líklega að fá fyrstu uppskeruna um þessar mundir. Hafi smáar hendur ekki þegar gert rabar- baranum skil búa margir til sultu úr honum eða graut og aðrir nota hann í eftirrétti. Anna Guðmunds- dóttir, lektor við heimilisfræðideild Kennaraháskólans, segir að yfírleitt þyki rauði rabarbarinn bestur svo- kallaður vínrabarabari. Oft er hægt að fá nokkrar uppskerur af rabar- bara yfir sumarið eða vera að tína hann eftir þörfum allt sumarið. Ekki sjóða rabarbara í álpotti Anna segir að fólk eigi að varast að nota nota óhúðaðan álpott við suðu rabarbarans. „Sýran í honum getur tært álpotta og það er ekki talið gott. Æskilegra er að nota stál- pott við suðuna." Anna féllst fúslega á að gefa les- endum nokkrar uppskriftir þar sem rabarabari er í aðalhlutverki. Rabarbarakaka _______400-500 g rabarbari_______ _____1 epli eðo 1-1 'hb blóber ___________1 -1 Vádl sykur ______ _______2-3 msk. kgrtöflumjöl____ ______50-100gmöndlureða_________ ___________hnetukjgrnar__________ ______________2e99_______________ ____________1 dlsykur___________ ___________1 tsk. yftiduft_______ 1 dl hveiti Skerið rabarbarann í bita og flysj- ið hann. Skerið eplið í báta og látið í smurt eldfast form. Blandið saman sykri og kartöflumjöli og dreifið yfir rabarbarann. Stráið söxuðum möndlum yfir. Þeytið egg og sykur í þétta froðu. Sáldrið saman hveiti og lyftidufti og blandið í eggjafroð- una og hellið yfir rabarbarann. Bak- ið neðarlega í 200°C heitum ofni í 20-30 mínútur. Berið kökuna fram volga með þeyttum ijóma eða ís. Rabarbaramulnlngur _______4-5 stilkor rabarbari_____ 1 dl sykur _________1 msk. kortöflumjöl_______ Mulningur:_____________ _____________1 dl hveiti___________ __________1 Vádl hgfrgmjöl_________ ____________2 msk. sykur___________ 100 g smjörlíki Rabarbari er þveginn og skorinn í bita og honum blandað saman við kartöflumjuöl og sykur og síðan er blandan sett í botn á eldföstu móti. Mulningi er stráð yfir. En þá eru þurrefnin í uppskriftinni mulin sam- an við smjörlíkið. Mulningi er stráð yfir rabarbarann og þetta síðan bak- að í 20-30 mínútur við 200-220°C. Rétturinn er borinn fram volgur með þeyttum ijóma eða ís. Rabarbarakaka ______8-10 rabarbarastilkar________ ___________kqrtöflumjól____________ _______________sykur_______________ ____________Mulningur:_____________ 150 g smjör/smjörlíki 1 dlsykur _____________3 dl hveiti___________ 3Adl hgframjöl Smjörlíki brætt og sykri, hafra- mjöli og hveiti blandað saman við. Þessu er dreift yfir rabarbarann sem búið er að velta upp úr sykri og kartöflumjöli eins og í uppskriftinni hér að ofan. Þessi uppskrift er stærri og rabarbaraleggirnir því 8-10 í stað 4-5. Bakað við 200-220°C uns kakan hefur fengið á sig fallegan lit. Rabarbara- jarðarberjasulta _________500 p rabarbari________ ________400-500 q sykur_______ ______400-500 g jgrðarber_______ Sjóðið saman rabarbara og sykur í frekar þunna sultu. Bætið jarðar- beijunum út í og sjóðið í fimm til tíu mínútur. Sultuna á að sjóða í opnum potti. Rabarbara- krækiberjasulta _________500 g rabarbori________ ___________400 g sykur__________ 250 g krækiber Sjóðið rabarbara og sykur i opnum potti í þunna sultu. Bætið jarðarbeij- um út í og sjóðið í 5—10 mínútur. Sultuna á að sjóða i opnum potti. Anna segir það bragast vel að setja bláber í sultuna í stað kræki- betja. Sama aðferð er þá notuð við sultugerðina að þessu frátöldu. UPPLSÝSINGAR um frönsku húðsnyrtivörurnar Dermophil er að finna á alnetinu. Snyrtiráðgjöf á alnetinu Spurt og svarað um neytendamál Hægt að fylla á helíumblöðrur Vistvænt lambakjöt á markað í haust Á ANNAÐ hundrað sauðfjárbænda víðsvegar um landið hefur fengið vottun á dilkakjötsframleiðslu sinni samkvæmt nýlegri reglugerð um sér- tæka gæðastýrða íslenska landbún- aðarframleiðslu. Reglugerðin felur í sér að ekki má nota fúkkalyf, skor- dýraeitur, illgresiseyðingarlyf eða hormóna við framleiðslu kjötsins. Einnig er skilyrði að féð sé skráð í skýrslukerfi Bændasamtaka íslands og að áburðamotkun sé hófleg þ.e. 400-600 kíló á hektara. Að sögn Ólafs Dýrmundssonar ráðunauts hjá Búnaðarfélagi íslands er helsti ávinningur bænda við að vera með vistvænt kjöt að möguleiki er að fá hærra verð fyrir útflutning á dilkakjöti og segir hann að hreyf- ing sé komin á þau mál. „Sláturhúsið á Húsavík hefur feng- ið vottun til að framleiða vistvænt kjöt nú í haust og eiga fleiri slátur- hús eflaust eftir að bætast í hópinn. Forsvarsmenn ístex hf. fyrirtækisins sem hefur keypt alla ull af bændum eru að skoða hvort þeir eigi að borga hærra verð fyrir ull til þeirra bænda sem hafa fengið vistvæna vottun til að framleiða vistvænt kjöt nú í haust. Eiga fleiri sláturhús eflaust eftir að bætast í hópinn. Þá er að koma út viðauki um reglugerðina um fiskeldi á Islandi,“ segir ólafur. UNNT er að fá almennar ráðlegg- ingar um andlitsumhirðu og val á frönsku húðverndarvörunum, Dermophil á heimasíðu íslenska innflutningsfyrirtækisins á alnet- inu. Það er snyrtifræðingurinn Guðrún Þorbjarnardóttir, eigandi Saloon Ritz, sem veitir ráðgjöfina og svarar spurningum alnetsnot- enda með tölvupósti. Tilboð og getraunaleikur Að sögn Kjartans Valgarðs- sonar, framkvæmdastjóra ís- lenska innflutningsfélagsins, hef- ur þessi nýjung mælst vel fyrir. „Heimasíðan kemur að góðum notum, sérstaklega fyrir þá sem ekki eiga heimangengt en þar er hægt að hafa gagnvirk sam- skipti. Með henni komumst við því í beint samband við notendur en til að mynda er talið að um 20.000 konur séu tengdar netinu hérlendis." Á heimasíðunni er einnig hægt að kalla fram innihaldslýsingu á snyrtivörunum, ýmis tilboð eru í gangi svo og getraunaleikur. Dermophil vörurnar eru aðeins seldar í apótekum. Slóðin er: http://www.centrum.is/dermophil. Helíumblöðrur voru áberandi á þjóðhátíðardaginn. Þær kostuðu frá 300-500 krónur stykkið. Eru blöðr- urnar ónýtar þegar helíumið er runnið úr þeim eða er kannski hægt að geyma þær fram að næsta 17. júní og fylla á þær? Svar: „Það má bæta helíum í þessar blöðrur aftur ef fólk getur fengið slíka áfyllingu", segir Anna Dóra Steinþórsdóttir hjá heildversl- uninni Festi sem sér um innflutning á helíumblöðrum. „Blöðrumar halda sér best innan- dyra því helíumið fer fyrr úr þeim Borði einn í hópi fjölskyldu eða vina einungis grænmetisrétti er oftast einhver réttur í boði á veit- ingahúsum sem er við hans hæfi. Erlendis er til dæmis hægt að kaupa salat á MacDonalds. Hér- lendis er enginn slíkur valkostur fyrir fólk hjá MacDonalds. Hvers- vegna? Svar: „Allsstaðar þar sem ég hef spurt er tap á sölu salats", segir Kjartan Öm Kjartansson for- stjóri hjá Lyst ehf. „Fram til þessa í kulda“, segir Anna Dóra. „Sé blaðran í lagi og rétt fyllt á hana er ekki ólíklegt að hún endist í um það bil mánuð.“ Ingveldur Gísladóttir eigandi sölu- turnsins Jolla í Lækjargötu selur helíumblöðmr í sumar. Hún segist jafnvel halda áfram með blöðrumar í vetur ef vel gangi í sumar. Ingveld- ur býður upp á þá þjónustu að fylla á helíumblöðrur fyrir fólk. „Helíum er dýrt og áfylling fer eftir stærð blaðranna og hversu mikið bæta þarf á þær. Að meðaltali kostar áfylling 50-80 krónur“, segir hún. hefur ekki verið almenn eftirspurn eftir salatréttum hjá okkur. Um leið og breyting verður þar á mun- um við mæta óskum neytenda. Við erum að velta fyrir okkur að setja grænmetisborgara á markað í haust. Við höfum prófað grænmetisborgara á starfsfólki og það er ákaflega hrifið. Okkur vant- ar hinsvegar tækjabúnað svo hægt sé að hefja framleiðslu þeirra og slíkt er töluverð fjárfesting. Því er málið enn á þróunarstigi." Grænmetisborgarar væntanlegir hjá MacDonalds?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.