Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Séra Auður Br Viihjálmsdattír segir tíma til kominn að kona verði biskup yfir ísiandi: Hefði b mönnui 8'sm Hefði boðið Spaugstofu mönnum vínaibrauð ÞAÐ verður allt annað líf eftir yður biskup minn, ekkert vatnsgutl og brauð í öll mál . . . Skráning fornleifa að aukast Fomleifauppgröftur verður á fleiri stöðum í ár en verður minni um sig en áður. Umfangsmiklar rannsóknir á Bessastöðum detta niður og eins mun rannsóknin á Hofsstöðum í Garðabæ liggja niðri í sumar, sam- kvæmt upplýsingum Bjarna F. Ein- arssonar, verkefnisstjóra á Þjóð- minjasafninu. „Þjóðminjasafn íslands mun rannsaka kuml á Rauðasandi í Barðastrandarsýslu og hugsanlega verður þar forn rúst einnig rann- sökuð. Þjóðminjasafnið mun gera rannsókn að Eiríksstöðum í Dölum í tilefni af landafundum Eiríks og annarra," sagði Bjarni F. Einars- son, verkefnisstjóri á Þjóðminja- safninu. Að auki mun Bjami sjálf- ur, í samHornafirði, gera rannsókn á iandnámsbýlinu Hólmi í Austur- Skaftafellssýslu. Fomleifastofnun íslands mun gera rannsókn að Hofsstöðum í Mývatnssveit og Steinunn Kristjánsdóttir er að gera rannsókn á Austurlandi á meintri kirkjurúst sem þá væri sú elsta á landinu. Aukning hefur orðið á skráningu fornleifa sem Fomleifastofnun Is- lands og Þjóðminjasafnið standa fyrir. „Við vitum ekki hvað við eig- um mikið af fornleifum," sagði Bjarni. Hann segir að skráning fari stigvaxandi enda sé hún eitt brýn- asta mál minjavörslunnar með tilliti til fornleifa. Án yfirsýnar yfir forn- leifarnar sé ekki hægt að marka ábyggilega stefnu í varðveislu. Ekki sé hægt að varðveita fornminjar ef ekki er vitað um tilvist þeirra. Utan Reykjavíkur og nágrennis er landið að mestu óskráð og Bjami segist viss um að íslendingar eigi miklu merkilegri fornminjar og öðruvísi en talið hefur verið. Fornleifastofnun hefur undanfar- in sumur verið að skrá Eyjafjörð, fomleifaskráning hófst á Jökuldal í fyrra og Akranes verður einnig skráð. Þjóðminjasafnið mun stunda skráningu yst á Snæfellsnesi í fyrir- huguðum þjóðgarði sem þar á að koma. í samvinnu við Garðabæ mun Þjóðminjasafnið framkvæma forn- leifaskráningu þar. Sýslusafnið á Höfn mun skrá Hornafjarðarbæ undir leiðsögn Þjóðminjasafnsins og Hafnarfjörður er sömuleiðis að hefja skráningu undir leiðsögn safnsins. Enginn uppgröftur verður á veg- um borgarinnar í sumar að sögn Margrétar Hallgrímsdóttur, borgar- minjavarðar. Unnið verður skrán- ingarverkefni fyrir Hitaveitu Reykjavíkur þar sem fornleifar og örnefni verða kortlögð á svæðum þar sem framkvæmdir em áætlað- ar. „Ef af sameiningu Kjalarness og Reykjavíkur verður þarf að skrá það svæði allt og fara yfír allar fom- leifar á svæðinu,“ sagði Margrét. Úrvinnsla á minjum úr Viðey stend- ur yfir en uppgreftri hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna niðurskurðar á fjárveitingu. Mar- grét segist vonast til að þráðurinn verði aftur tekinn upp árið 2000. Ráðstefnan Heilsa og heilbrigðir lífshættir á Sauðárkróki Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÁ kynningu á ráðstefnunni. F.v. Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri Sauðárkróks, Gunnlaugur K. Jónsson, forseti NLFÍ, Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, og Örn Ragnarsson heilsugæslulæknir. Ábyrgð einstakl- ingsins á eigin heilsu RÁÐSTEFNAN Heilsa og heilbrigðir lífshættir verður haldin á Sauðár- króki 12.-13. júlí nk. Hún er hluti af afmælisdagskrá Sauðárkróksbæj- ar og er skipulögð í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið, Sauðár- króksbæ og Náttúrulækningafélag Íslands. NLFÍ er sextíu ára um þess- ar mundir og var félagið stofnað á Sauðárkróki 5. júlí 1937. Viðfangsefni ráðstefnunnar verð- ur hvort þjóðin geti með heilbrigðari lífsháttum bætt almenna heilsu og með því dregið úr sívaxandi kostnaði við heilbrigðiskerfið. Fjallað verður um ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu. Gunnlaugur K. Jónsson, forseti NLFÍ, sagði að tilgangur ráðstefn- unnar væri að nálgast umræðuna um heilbrigðismál með öðrum hætti en gert hefur verið hingað til. Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, segir að mark- miðið með ráðstefnunni sé ekki að finna sparnað í heilbrigðiskerfínu heldur að einstaklingum líði betur og taki aukna ábyrgð á eigin heilsu. Litið sé á heilbrigðiskerfið sem „við- gerðarþjónustu" meðan meginhlut- verk og markmið þess sé að efla ábyrgð einstaklinga á eigin heilsu svo þeir þurfí sem minnst að nota heilbrigðiskerfið. Ámi Gunnarsson, framkvæmda- stjóri NLFÍ, sem verður ráðstefnu- stjóri, segir að mikil umræða sé í gangi víða um heim um skipulag heilbrigðisþjónustu og hvemig hægt sé að færa hana meira til almennings og auka ábyrgð einstaklinganna á eig- in heilsu. Sú umræða sé ekki farin af stað hérlendis og ráðstefnan á Sauð- árkróki þjóni einmitt þeim tilgangi. Grunnskólar og tölvunotkun Stúlkur ræddu gngn en piltar fremur gaman Sólveig Jakobsdóttir RANNSÓKN Sólveig- ar var styrkt af Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla íslands og hlaut sérstaka viðurkenningu AECT í Bandaríkjunum en það eru samtök á sviði rannsókna á upplýsingatækni í skóla- starfí. Sólveig segir að ýmsar rannsóknir hafí verið gerðar á viðfangsefninu áður en niðurstöður verið mismunandi og erfitt að henda reiður á þeim. Oft hafí verið beitt of þröngu sjónarhomi við rannsókn- irnar, menn hafí einblínt á einkunnir eða skoðanak- annanir eftir mjög stutta reynslu af tölvunotkun. Heimasíða Sóiveigar er http://draupn- ir.ismennt.is/soljak. „Markmiðið var að rann- saka mun á kynjunum varðandi tölvunotkun og ég reyndi að greina hvemig sá munur tengdist aldri og kyni. Eg reyndi að setja tölvumenn- inguna í skólunum í samhengi við umhverfi þeirra en umdæmið er í auðugu úthverfí. Reynt var að sýna hvemig ýmsir þættir tölvumenning- ar og samfélags hefðu áhrif og hvort þeir stuðluðu að jafnrétti eða misrétti. Meginniðurstöður voru að þótt kynjamunur virtist vera á ýmsum sviðum ríkti jafnrétti í tölvunotkún innan skólans. Stúlkur og drengir notuðu tölvumar álíka mikið og höfðu jafn mikinn áhuga og ánægju af notkuninni. Margir samvirkandi þættir í og utan skólans virtust stuðla að þessu jafnrétti. Aðgangur kynjanna að tölvum virtist vera jafn, tölvueign á heimilum var svipuð og kynin notuðu tölvur álíka mikið heima fýrir.“ ► SÓLVEIG Jakobsdóttir er verkefnissljóri hjá Islenska menntanetinu semhefur aðsetur í Kennaraháskóla íslands. Hún er fædd í Reykjavík 1958, lauk B.S.-prófi í jarðfræði við Háskóla íslands og uppeldis- og kennslu- fræði 1983. Síðar lauk Sólveig mastersnámi í kennslufræði við Minnesota-háskóla í Minneapolis og doktorsprófi í kennslu- og upplýsingatækni þar í fyrra. Efni ritgerðarinnar var tölvu- menning grunnskóla. Gerði Sól- veig rannsókn á mismunandi við- brögðum 1.-6. bekkjar grunn- skólanema eftir kyni og aldri við tölvunotkun í meðalstórum grunnskóla sem er í einu um- dæma borgarsvæðis St. Paul og Minneapolis. Sólveig er gift Jóni Jóhannesi Jónssyni, þau eiga þijú börn. - Var veitt mikið fé til tölvumála skrifað er, lítur fallega út. Þau / umdæminu? verða hreyknari af því sem þau „Það var mikið lagt upp úr því hafa gert. í þessu umdæmi að styrkja tölvu- Þetta var vel skipulagt og enginn notkun í skólunum, fjárveitingar þurfti að beijast um aðgang. Ég háar til þessara mála. Nemendumir held að þetta hafí verið stór þáttur höfðu flestir þegar fengið talsverða reynslu af því að nota tölvu í skólan- að efla jafnrétti. Það kom stundum fyrir að aðgangur var hafður fijáls um. Metnaðurinn var mikill, þtjár eða tölvumar vom ekki nógu marg- tölvustofur í þessum skóla og stefnt ar. Þá ruddust strákamir fram.“ að því að i hverri skólastofu yrði a.m.k. ein tölva, allar yrðu net- tengdar. Boðið var upp á sérstakt - Voru áhugasviðin ólík eftir kynjum? „Já það sem mest var áberandi námsefni í samskiptum og öllum var að drengjunum þótti meira var tryggð lágmarkskennsla í tölvu- gaman að leikjunum. Þetta kom notkun, einn til tveir tímar á viku fram í vaii nemenda, viðtölum og fyrir hvem bekk. Sérstakur kennari könnunum. Drengimir tengdu sá um kennsluna og kennarar fengu tölvunotkun meira við leikur og mikinn stuðning með námskeiðum til að læra þessa tækni.‘ kvörtuðu stundum yfír því að ákveðinn leikur, sem hefði verið til Hvað með námsefnið, hvemig árið á undan, hefði ekki verið til staðar núna. Stúlkumar fóru yfír- leitt strax að tala um það, hve gott væri að skrifa ritgerðir í tölvu, nota myndvinnsluforrit forrit voru notuð? „Það voru notuð forrit Tölvur gagri' sem jafnt drengir og |eqarviðmÓð- stúlkur höfðu áhuga á að nota. Það kom fram þegar ég kannaði áhug- urmálsnám ann með spumingum og beinum eða þess háttar. Þær tengdu tölvur athugunum mínum í þijár vikur á miklu fremur einhveiju sem gagn hegðun nemenda í kennslustund- væri að en einhveiju til skemmtun- um. ar. Þær litu frekar á þetta sem Jafnt kennarar sem nemendur verkfæri." voru sammála um að tölvurnar kæmu að mjög góðu gagni við móðurmálsnám. Það er auðvelt að leiðrétta í tölvu, þetta var það fyrsta sem allir nefndu. Bömin urðu já- kvæðari og metnaðarfyllri. Þau átt- - Er hægt að nýta sér niðurstöð- umar á íslandi? Hvernig er ástand- ið hér? „Ég er tiltölulega nýkomin heim og á því erfitt með að dæma um það. En ég óttast að séu aðstæður uðu sig betur en fyrr á því að það þannig að aðgangur sé mjög tak- yrði að laga ritgerð og henni væri markaður að tölvunum og kennara ekki lokið eftir fyrstu skrif. Þegar skorti þekkingu á notkun þeirra í þau prenta út afraksturinn er hann skólastarfi, hvemig skipuleggja beri miklu nær því að vera eins og eitt- tímana, sé hætta á misrétti mikil hvað eftir fullorðna en þegar hand- og strákamir taki völdin.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.