Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 43 IVIINNINGAR + Óli Hermanns- son fæddist á Bakka á Tjörnesi 18. september 1914. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Skjóli í Reykja- vík 7. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Hermann Stefánsson, f. 24.7. 1887, d. 7.10. 1957, og Friðný Óladótt- ir, f. 9.1. 1889, d. 1.2. 1964. Útför Óla hefur farið fram í kyrr- Þey. Óli Hermannsson er dáinn. Hann var borinn til grafar og jarð- sunginn nú í miðri vikunni í kyrr- þey. Hann lifði einnig í kyrrþey síðustu áratugi ævinnar á heimili Öryrkjabandalagsins í Hátúni, þangað kominn örkumla upp úr ólæknandi meinsemd sem svipti hann öðrum fæti. Óli var á áttug- asta og þriðja ári þegar hann lést í Skjóli 7. þessa mánaðar - fædd- ur á Bakka á Tjömesi haustið 1914. Hann varð fluglæs af sjálfsdáðum á barnsaldri og snemma nefndur bókaormur á Húsavík - eru Suður-Þingeyingar þó ýmsu vanir í þeim efnum með lestrarfélög og bókasöfn í hverri sveit. Barnaskólinn var Óla leikur einn og fór pilturinn því að tefla til að drepa tímann. Við Skjálf- andaflóa hafa menn löngum kunn- að mannganginn, og þegar Óli var á fermingaraldri þótti bændum að þar væri komið efni í skákmeist- ara. En einmitt þá komst unglingurinn að þeirri niðurstöðu að skáklistin væri of tímafrek, kvaddi því kóng og drottningu og þeirra hirð og tók að stokka bridsspil í stað- inn - átti þá stundar- korn afiögu í fram- haldsnám. Þar varð Óli brátt sprettharð- astur í stóði latínu- grána og var nú heldur en ekki slegið undir nára og þeyst gegnum fimmta og sjötta bekk á einum vetri og beint í stúdents- próf upp á fyrstu einkunn eins og að drekka vatn. Lögfræðin tekin með sömu sveiflu í Háskóla íslands og stúdentinn á fyrstu einkunn þaðan á fullri ferð út á kandjúrisa- markaðinn. Mitt í öllum þessum vísindum hafði Óli Hermannsson kynnst Valgerði Árnadóttur afgreiðslu- stúlku í Sundhöll okkar Reykvík- inga við Barónsstíg, og fylgdi henni heim úr vinnunni niður á Bergstaðastræti 14. Fjölgaði þess- um göngutúrum úr Höllinni yfir Skólavörðuholt í takt við tímann, og eins og vænta mátti gekk allt upp í brúðkaupi á þriðju hæð á 14. Hófu ungu hjónin síðan búskap hinum megin við götuna á Berg- staðastræti 13, í litla hvítkalkaða hornhúsinu sem afi brúðarinnar, Jónas steinsmiður Guðbrandsson, hafði sjálfur höggvið úr gijóti af Skólavörðu- og Þingholtum og reist á öldinni sem leið yfir sig og brúði sína, Guðríði Jónsdóttur í Brennu. Á næstu tíu árum varð Óla og Völu Árna sjö barna auðið. Elsti strákurinn, Árni, starfsmaður í Stálsmiðjunni, - var í heiminn borinn 1942 og hinn yngsti, Hrólf- ur prentari, 1952, en hin systkinin með reglulegu millibili út áratug- inn í réttri röð: Margrét húsfreyja og sjúkraliði, Ragnheiður Helga í öldrunarþjónustu, Hermann með- ferðarfulltrúi í Svíþjóð, Bijánn Ámi sjómaður, og Guðrún Krist- jana skrifstofustjóri og varafor- maður Sóknar. Það var því líf og fjör heima hjá Brennukrökkunum og háreysti nokkur þegar við bættist kunningjaskarinn af Hallveigarstíg og Spítalastíg og grenndinni. Höfðu Brennuhjónin því í mörgu að snúast, einkum húsfreyjan, er við barnalánið bættust góðvinir Óla sem þurftu á gestrisni að halda - einkum þeir sem ekki voru í ævilöngu bindindi fremur en hús- bóndinn. Hann garfaði framan af í lögfræðinni, fyrst fulltrúi hjá Sigurgeiri Siguijónssyni hæsta- réttarlögmanni og síðan Lárusi Jóhannessyni alþingismanni. En upp frá því bara á eigin vegum ef í nauðir rak, og greip til hennar án nokkurra króka þegar þurfti að lækka rostann í leigusölum og skuldheimtumönnum - mælti þá í yfirveguðu kæruleysi: Hægan karl- inn, maður er nú ekki lögfræðingur fyrir ekki neitt. Slíkt var hans fas, og einu sinni í samkvæmislífinu síðar á ævinni þegar spurt var: - Þekkir þú ekki, Óli, hana Völu Árna? - kom svarið úr sömu átt: - Jú, jú, við Valgerður erum góðir kunningjar. Þá var lögfræðingurinn löngu kominn á kaf í þýðingar, einkum afþreyingabókmennta af betri sortinni úr mannlífinu til sjós og lands í stríði og friði, allt frá dýpstu hafsbotnum til Himalajatinda, og þaðan út í geiminn í framtíðarferð- um stjömuspámanna, en sögumar á ýmsum tungum í bókum Oppen- heims, Kiellands, Engstrands, Monsarrats, Mark Twains, Sven Hazels og Arthurs Clark svo nokkrir séu nefndir. Hafa ekki aðrir þýtt meira af mögnuðustu sjiennusögum aldarinnar og skarar Óli fram úr flestum hinna í faginu. Á námsárunum starfaði ðli á hinum almenna vinnumarkaði. Þar kynntumst við og entist kunnings- skapurinn úr því, og breytti þar engu hjónaskilnaður í Brennu í fyllingu tímans. Hins ber að geta að ekki stóð hugur Óla Hermanns- sonar til líkamlegra afreka, hvort heldur var með haka og skóflu í skurðum og húsgrunnum, eða síld- argaffli í lestum og neti á þilfari sfldarbáta norður í höfum. Kom þar tvennt til: meðfædd værð í vöðvum, og heimspeki erfiðis- vinnunnar í þágu kapítalsins. Óli var kommúnisti og hafði stofnað klíku um kenningar Búkaríns, og voru þeir félagarnir tveir einir í flokknum hér á landi, og svo var eftir einn þegar Búkarín játaði á sig skemmdarverk og föðurlands- svik í Moskvuréttarhöldunum 1937 og gerður höfðinu styttri fyrir bragðið. Óli og Búkarín sögðu það fáránlega heimsku verkamanna að keppast við í streðinu á launum kapítalistanna, slíkt athæfi færði auðjöfrunum enn betri tök á þræl- dómsfjötrunum. Þessi boðskapur sakaði svo sem ekki á þurru landi, en gat orðið lífshættulegur úti á sjó. Hann gerði því litla lukku hjá premíukörlunum síldarsumarið mikla á aflaskipinu Sigríði, og enn minni hjá kafteininum Birni gamla í Ánanaustum sem stefndi á nýtt met eins og hans var vandi. Búkar- ínistinn lét sig það engu varða og boðaði kredduna af fullkomnu til- litsleysi í samræmi við vinnutempó sitt, og fór ekki lítið í taugarnar á skipshöfninni, einkum þó mági sín- um sem bograði þarna bullp.ndi sveittur upp á býti kapítalistanna eftir hinni kenningunni vinsælu: einu sinni sjómaður alltaf sjómað- ur. Óli Hermannsson var hinn reffi- legasti piltur, karlmannlega vax- inn, ljós yfirlitum og þótti fríður sýnum. Hann var hæglátur, jafn- an fámáll og hljóður, sennilega af þeirri gerð sem nefnd er einfar- ar. Ekki fer sögum af söng hans og dansi, þó hafa vitni borið að einu sinni í tilhugalífinu hafi hann boðið Völu upp á stúdentaballi, en enginn minnist þess að hafa heyrt hann taka lagið. En hann var margfróður og vissi allt um klassísku meistarana, og mun músík hafa verið honum hugstæð þótt Armstrong og Ellington kæmu þar lítt við sögu. En í orð- gnótt var honum einskis vant, og efldist við þýðingar ár og daga og endalaust, og kom sér vel þeg- ar hann gerðist á miðjum aldri einn afkastamesti krossgátuhöf- undur blaða og tímarita. Þar hafði hann kappnóg að gera, og gráðug- ustu krossfiskar hámuðu í sig orðaflækjur hans og fengu aldrei nægju sína. Með aldrinum fór hann í einsemd hjólastólsins að smíða sér allskonar formúlur úr sérviskulegum fantasíum, einkum til að andmæla grunnmúruðum maxímum höfuðsnillinga, Ein- steins og Arkímedesar, Sólons Is- landusar og þeirra nóta á eðli og tilveru hlutanna. Urðu þau fræði Óla Hermanns- sonar yndislega geggjuð; hefur maður haft af þeim óborganlegar gleðistundir og skylt að þakka það allt. Svo sendir maður öllum hans nánustu samúðarkveðjur, þar með Völu systur og krökkunum henn- ar, sem og hálfbræðrum systkin- anna Oddi lögfræðingi og Guðna stýrimanni, og óteljandi barna- börnum og barnabarnabörnum og þakkar föðurmyndinni þeirra sam- veruna. Jón Múli Árnason. OLI HERMANNSSON KRISTJANA | KRISTINSDÓTTIR + Kristjana Krist- insdóttir fædd- ist í Sandgerði 26. desember 1946. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 16. júní síðastliðinn | og fór útför hennar ! fram frá Fossvogs- kirkju 20. júní. Augað mitt og augað þitt ó þá fögru steina. Mitt var þitt og þitt var mitt þú veist hvað ég meina. Mamma mín er dáin. Hún þarf ekki lengur að beij- ast við krabbamein eða þjást af | völdum þess. Mamma var yndislegasta I mamma sem hægt var að hugsa | sér. Hún sá um okkur systkinin alla tíð og sýndi alltaf mikinn áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur. Skemmst er fyrir mig að minnast dvalar minnar í Danmörku og alls sem mamma gerði fyrir mig meðan á henni stóð. Ég fékk alltaf pakka sendan með reglulegu millibili, piparkök- | ur um jólin og svo þegar vinkona i mömmu var á ferðalagi í sama g bæ og ég var í kom hún klyfjuð ■ af alls konar góðgæti og dóti frá elsku mömmu. í nóvember á síð- asta ári hringdu mamma og pabbi til mín í herbergið mitt úti frá Trier. Þangað höfðu þau ákveðið að fara til að halda upp á silfur- brúðkaupsafmæli sitt og að mamma var að fara í síðustu sprautuna í meðferðinni vegna ristilkrabbans. En það var ekki sami gleðitónninn í röddum þeirra og við var að búast. Það hafði nefnilega fundist eitthvað í lifrinni > mömmu og ekki víst hvað það var. Að sjálfsögðu trúði maður engu öðru en að þetta væri ekkert alvarlegt og hélt bara áfram með sitt. Það var svo ekki fyrr en ég kom heim í jólafrí og pabbi sagði mér að horfurnar væru ekki góðar að ég áttaði mig al- mennilega á þessu. Því ákvað ég fljótlega eftir að ég fór út aftur að ég skyldi drífa mig aftur heim til þess að njóta þess að vera með mömmu ef ske kynni að hún myndi, eins og hún orðaði það, fara að fíflast til að deyja. Mamma var afskaplega veik alveg frá jól- um og það var mjög erfitt að sjá hana, sem hefur varla fengið vott af kvefi frá því að ég man eftir henni alla vega, verða veikari og máttfarnari með hveijum mánuð- inum og hveijum deginum undir það síðasta. Ég á eftir að sakna mömmu eins lengi og ég mun lifa og ég vona að hún hafi vitað hversu þakklátur ég er fyrir að hafa feng- ið að njóta nærveru hennar og kærleika í tæp tuttugu og tvö ár. En ég mun aldrei skilja hvers vegna kona sem gerði ekki flugu mein alla sína ævi, leysti úr öllum deilumálum sem hún gat og gerði ekkert annað en gott fyrir okkur hin skuli hafa verið tekin frá okk- ur þegar það eina sem hún átti eftir var að njóta lífsins með manninum sínum og verða yndis- legasta amma sem nokkur gæti hugsað sér. Elsku pabbi, Steinunn og Erla Hrönn, reynum að veita hveiju öðru styrk í þessum mikla söknuði og lifum lífinu eins og mamma kenndi okkur. Pálmi Freyr. Þegar ég vaknaði um morgun- inn hinn 16. júní leið mér mjög vel. Og þegar vinkona mín hringdi í mig og sagði mér að hún væri komin frá Vestmannaeyjum þá leið mér enn betur og komst í svakastuð. En þegar mamma sagði mér að Sjana væri dáin þá datt ég allt í einu úr öllu stuði og var allt í einu komin í annan heim. Ég er ekkert feimin að segja að þó svo að Sjana hafi ekkert verið skyld mér grét ég alveg ofsalega mikið því Sjana var mér alveg eins og frænka. Það var alltaf jafn gaman að fara í heimsókn til Dadda og Sjönu því þau voru allt- af í svo góðu skapi. En ég vona samt að það verði ennþá jafn gam- an að heimsækja Dadda því ég held að hann sé mjög sterkur og haldi áfram að vera æðislegur frændi. Elsku Daddi, Steinunn Ýr, Erla Hrönn og Pálmi Freyr, ég sendi mínar bestu samúðarkveðjur. Ykkar frænka, Sigrún Steinlaug. Kveðja frá Lionsklúbbnum Eik Við kveðjum félaga okkar, Kristjönu Kristinsdóttur, með þakklæti og söknuði. Hún var ein af stofnfélögum klúbbsins okkar, fyrst sem Lionessa og síðar Lions, ein þeirra sem alltaf eru til staðar hvar og hvenær sem er. Það var gott að vinna með Kristjönu. Hún vann hljóðlega en var rösk og vandvirk, alltaf jákvæð, glaðlynd og hlý í viðmóti, þannig að öllum leið vel í návist hennar. Jafnvel í bardaganum við meinið miskunn- arlausa sagði hún „bara allt gott“ er af henni bráði, enda ætlaði hún að vinna bardagann í rólegheitun- um. Við þökkum henni samfylgd- ina og allt sem hún gaf okkur og gerði fyrir okkur og söknum vinar í stað. Okkur þótti öllum vænt um hana af því hún var svo góð mann- eskja. Við sendum eiginmanni hennar, börnum þeirra og öðrum aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að leiða þau og styðja í gegnum sorg- ina. Hvíl þú í friði, elsku Kristjana mín. F.h. Lionsklúbbsins Eikar, Iðunn G. Gísladóttir, ritari. í dag kveðjum við Kristjönu Kristjánsdóttur. Kristjana kom til starfa í Hofsstaðaskóla haustið 1994 og var starfsmaður í skólaat- hvarfi nemenda. Kristjana var okkur í skólanum að góðu kunn því börn hennar höfðu verið í skóla hjá okkur. Þessi elskulega og vandaða kona féll öllum vel í geð og já- kvæðir eiginleikar hennar nýttust sérstaklega vel í starfi hennar með börnunum í Hofsstaðaskóla. Hún átti sinn þátt í því að gera athvarf- ið hjá okkur að hlýlegum og góð- um viðverustað fyrir börnin. Kristjana var mikil útivistar- kona og gott dæmi um „heilbrigða sál í hraustum líkama“. Það varð okkur samstarfsmönnum hennar því mikið áfall þegar í ljós kom að hún var með illvígan sjúkdóm og lengi vel trúðum við því að henni tækist að sigrast á honum. Þrátt fyrir mikið álag við meðferð sjúkdómsins stundaði Kristjana vinnuna af alúð og kostgæfni meðan kraftar leyfðu. Hún hélt sínu striki og gerði sem allra minnst úr veikindum sínum. Síðasta vinnudag fyrir jólafrí kvaddi hún nemendur og sam- starfsfólk eðlileg og hress, en um nóttina var hún flutt fársjúk á sjúkrahús. Nú er þessi hugrakka kona fall- in í valinn fyrir þessum skæða vágesti, krabbameininu. Ég sendi Randver eiginmanni hennar, sem studdi hana á aðdáunarverðan hátt, börnum hennar og fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðju. Hilmar Ingóifsson, skólastjóri. Sérfræðingar í blómaskreytinguni við öll tækifæri I Tni blómaverkstæði I | IIinna” I Skóla\(»rðuslig 12. á horni Bergstaðastrætis. sími 551 909(1 Skilafrestur minningargreina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi); er skilafrestur sem hér segir: 1 sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir há- degi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.