Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ V eiðisögfumar farn- ar að magnast Morgunblaðið/Ámi Sæberg VEIÐIHJÓLIN eru farin að snúast. snúast fyrir alvöru. Þau byrjuðu að glamra hjá þeim hörðustu í byrjun apríl og vertíðin nær ákveðnu æðra plani þegar konungur físk- anna, iaxinn, mætir í Veiðihjólin eru farin að árnar. Guðmundur Guðjónsson er með fíngur á púlsi vertíðar- innar og er búinn að heyra fyrstu veiðisögurnar. Veiðimaður einn var á ferð við Geirlandsá í vor og leist honum vel á aðstæður er hann kom niður að veiðistaðnum Ármót, þar sem Geir- landsá mætir Breiðabalakvísl og Fossálum. Það er einn besti veiði- staðurinn í Geirlandsá hvort heldur er vor eða haust og veiðimaður valdi sér flugu þar eð hitastig, vatnshæð og veður gaf tilefni til fluguveiða. Fyrir valinu varð nýhnýtt straum: fluga sem enn var nafnlaus, en átti eftir að hljóta nafnið Ármót af aug- ljósum ástæðum sem nú skulu tí- undaðar. Okkar maður ýtti konu sinni á undan sér, vildi að hún byijaði, en dálítill vindur úr erfíðri átt varð til þess að frúnni gekk heldur brösu- lega að kasta flugunni og steig þá kavalerinn út úr bílnum og bjóst til að aðstoða við köstin. Það tókst vægast sagt óhönduglega, því eftir fá köst sat flugan í hægra eymars- nepli og varð ekki haggað að óbreyttu, enda gekk önguilinn í gegn um snepilinn. Hjónakomin stigu aftur inn í bíl, því þar var að finna töng sem m.a. mátti nota til að klípa í sundur öng- ulstál. Frúin kleip nú saman, en í stað þess að svipta stálinu í sundur þannig að draga mætti fluguna öngul- og agnhaldslausa út sömu leið og hún fór inn, flatti hún óvart niður agnhaldið. Auðvitað dugði það og flugan var dregin út og plástur settur á eyra bónda. í stað þess að leita að nýrri flugu, gátu hjónin því áfram reynt með nafnlausu straumflugunni. Það yrði einfaldlega auðveldara að sleppa sjóbirtingunum, eins og þau höfðu ákveðið að gera hvort eð var, þ.e.a.s. ef þau veiddu eitthvað á annað borð. Og hvort þau gerðu! Fimmtán vom dregnir á þurrt, allir á bláu straumfluguna sem þar með var skírð Ármót. Stærsti birtingurinn var metinn um 12 pund, en flestir hinna vom 4-7 pund. Sama flugan... Það voru nokkrir kappar í Elliða- vatni rétt fyrir mánaðamótin, höfðu vaðið út að álnum frá engjunum andspænis Elliðavatnsbænum og tveir til viðbótar höfðu fikrað sig langa leið frá brúnum hjá Hellu- vatni. Stóðu þeir á móti hinum sem óðu frá engjunum. Það var rífandi veiði, gjörsamlega botnlaus taka um stund. Einn í hópnum náði 9 fiskum á kortéri á meðan mest gekk á. Þessir menn þekktust aliir og voru Cóð veiðisaga: Þorgeir Har- aldsson og Kolbrún Jónsdótt- ir voru í opnun Víðidalsár og fengu þrjá á þremur fyrstu korterunum, 7-10 punda. Að vísu var sagan þar með sögð, en hvað var að fást um það? í fluguboxum allra nokkrar flugur sem allir þekktu og það var einmitt ein slík fluga sem bleikjan hámaði nú í sig. Þrátt fyrir allt, var einn í hópnum sem gat ekki náð fiski. Hann setti í marga, en aliir láku af. Hann kall- aði til félaga sinna og spurði hvort eitthvað væri öðru vísi við tökurnar en þeir þekktu allir áður. Svarið var nei, allt var hefðbundið. Samt héldu bleikjur áfram að leka af á meðan hinir mokuðu upp fiski. Það hlaut eitthvað að vera öðru vísi en vant var. Og það var svo sannarlega rétt. Veiðimaðurinn áttaði sig þó ekki á því fyrr en að félagar hans og hann sjálfur voru hættir að fá tökur á þessa flugu og mál var komið að skipta. Þá kom í ljós að öngullinn var brotinn.... Ofugu leiðirnar Sumir fara allar öfugu leiðirnar að veiðiskapnum. Norðmaður einn sem var í hópi þeirra sem „opnuðu“ Laxá í Kjós á dögunum er í þeim hópi. Hann reyndist lítt vanur veiði- maður og það fékk t.d. leiðsögumað- urinn að sjá er þeir voru staddir við Rennuna neðan Laxfoss að sunnan- verðu sem er með magnaðri veiði- stöðum og þar lágu þennan fyrsta dag tveir vænir fískar. Sá norski var með maðk og þurfti þarna margar sökkur til að renna agninu í réttri dýpt að löxunum. „Fara varlega, renna maðkinum varlega að löxunum," var dagsskip- unin, en sá norski var lítt með á nótunum. Stysta leiðin að löxunum var að slæma agninu að þeim, því nær því betra. Gusugangurinn sást langar leiðir, er sökkuröðin small í vatnið af fullum krafti og veiðimenn sem til sáu litu undan og veltu fyr- Sá norski búinn að landa. Gissur ísleifsson byrjaði sumarið vel í Langá, fékk tvo fyrstu laxa sumarsins úr ánni. ir sér hvað það tæki langan tíma að hvíla hylinn eftir atganginn. Það þurfti mörg köst áður en Norðmann- inum tókst ætlunarverk sitt, þ.e.a.s. að láta maðkinn og sökkumar smella í vatnið nákvæmlega þar sem laxarnir lágu undir! Og viti menn: Annar þeirra tók um leið og var landað nokkrum mínútum síðar, 10-11 punda lax og sá fyrsti úr Laxá í sumar. Kastið eina.... Loks ein heldur dapurleg: Ónefndur veiðimaður var með stór- um vinahópi við ónefnda á á dögun- um. Vinurinn fékk sér neðan í því, svo mjög að hann var Iítt árennileg- ur til veiða. Hann gerðist leiðinlegur í umgengni og gekk svo langt að sumir félaganna létu hann heyra það. Þegar þannig var komið, í ein- um miðdegisverðinum, gerði hann sér upp hneykslan, reis á fætur og muldraði að hann ætlaði nú að standa upp, ganga fram og kasta upp. Er hann hvarf úr borðsalnum, gall í einum félaganna: „Það verður örugglega eina kastið sem þú tekur í þessum túr!“ Það stóð heima. HOLMFRIÐUR SIG URJÓNSDÓTTIR + Hólmfríður Sig- urjónsdóttir píanókennari fædd- ist í Reykjavík 20. febrúar 1925. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 13. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 20. júní. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (úr Hávamálum) Kynni mín af Hólmfríði Sigur- jónsdóttur hófust þegar ég stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykja- vík. Hún þekkti til fjölskyldu minnar og þá sérstaklega ömmusystur mína Soffíu Thordarson, sem var mikil vinkona Ásu Theodors tengdamóður Dóru systur Hólm- fríðar. Hún sýndi mér frá fyrstu tíð einstaka hlýju og velvild sem þróað- ist smám saman upp í vináttuband sem var mér mikils virði. Eftir að ég hóf framhaldsnám í Hollandi, hringdi Hólmfríður oftar en einu sinni og spurðist fyrir um líðan mína í útlandinu, við sendum hvor annarri af og til kveðju með póstin- um og var fastur liður að heim- sækja systurnar á Laugarásvegin- um í jóla- og sumarfríum. Þá röbb- uðum við saman um lífið, tilveruna og tón- listina að sjálfsögðu og dreyptum á sherrý- glasi. Það var alltaf gaman að tala við Hólmfríði. Hún var góð blanda af gamla og nýja tímanum, hefð- arfrú og kjarnorku- kona í senn, ákveðin, hlý og með góða kímn- igáfu. Ég sá Hólmfríði síðast á Þorláksmessu s.l. í einni af þessum árlegu heimsóknum. Við skáluðum fyrir líf- inu, tónlistinni og vin- áttunni og ekki grunaði mig þá, að það yrði okkar síðasta samverustund. Við Carl kveðjum mæta konu með þakklæti fýrir góð- ar stundir. Smávinir fagrir, foldarskart, fífdl í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Faðir og vinur alls sem er! annastu þennan græna reit; blessaðu, faðir! blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley! sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig; hægur er dúr á daggamótt; dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson) Elsku Dóra, megi allar góðar vættir styrkja þig í sorginni. Gyða F. Stephensen. GUÐRÚN BJARNADÓTTIR + Guðrún Bjarna- dóttir (Dúna) fæddist á Akureyri 11. júni 1943. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 12. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Bjarni Jónsson, f. 16.6. 1917, d. 4.4. 1980, og Rannveig Kristinsdóttir, f. 21.7. 1918. Systkini hennar eru Sigur- björn, f. 26.5. 1954, og Erla, f. 21.6. 1955. Hinn 11. júlí 1962 eignaðist Guðrún sitt fyrsta barn, Bjarna Ágúst. Árið 1972 giftist hún Rúdólfi Jens Ólafssyni og eign- uðust þau tvö börn, Ingu Rann- veigu, f. 12.7. 1976, og Ólaf Þór, f. 9.6. 1979. Útför Guðrúnar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Dúna mín, nú þegar þú ert farin er allt svo tómt. En allar góðu minningarnar eru eftir. Þú Skilafrestur minningargreina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. varst alltaf svo hug- rökk í þínum miklu veikindum. Þegar ég kom til þín, hvort sem þú varst heima eða á spítalanum, áttir þú alltaf til bros handa mér. Það hefur alltaf verið gott samband á milli okkar þótt við byggjum ekki nálægt hvor annarri, svo við notuðum símann mik- ið. Þær eru margar góðu minningarnar sem ég á. Þú bauðst mér alltaf með í ferða- lögin sem þið fóruð í, og þær voru skemmtilegar ferðirnar okkar. Nú þegar þú ferð héðan er fallegi garð- urinn þinn í fullum blóma, þú hafð- ir svo gaman af að gera garðinn fínan, alltaf að setja niður blóm eða hreinsa blómabeðin. Og ég veit að það var erfitt fyrir þig að geta ekki verið neitt í garðinum í vor. Með þessum fáu línum vil ég kveðja þig, elsku Dúna mín. Rúddi minn, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir hana systur mína, þú ert búinn að styðja hana vel og dyggilega, hún hefði ekki getað átt betri mann. Rúddi minn, Bjarni, Inga og Óli, ég bið góðan Guð að styrkja ykk- ur. Og elsku Dúna mín, ég þakka þér allar ánægjustundirnar sem við áttum saman. Guð blessi þig. Þín systir, Erla. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.