Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ASTA ÞÓRARINSDÓTTIR KARL FRIÐRIKSSON + Ásta Þórarins- dóttir fæddist í Reykjavík 26. sept- ember 1913. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 10. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 19. júní. Elsku amma okkar er dáin. Amma var meira en bara amma í hugum okkar. Hún var kær vinur. Hún var yndisleg manneskja sem elsk- aði alla sem í kringum hana voru og fólki leið alltaf vel hjá henni enda var gestagangur mikill. Varla leið sá dagur að enginn kæmi til hennar í heimsókn, og hversu veik sem hún var lét hún sig alltaf hafa það að koma fram og spjalla við gestina og bjóða fram veiting- ar. Við munum alltaf muna eftir vöfflunum hennar ömmu með heimalagaðri rabarba- rasultu og ijóma. Góðmennska henn- ar og örlæti var ein- stakt. Hún var ekki aðeins örlát á verald- lega hluti, heldur gaf hún einnig mikið af sjálfri sér. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa okkur þegar við áttum í erfiðleikum með námið og studdi allar þær ákvarð- anir sem við tókum. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Við munum aldrei gleyma þér. Asta, Elín og Bjarni. JAKOBINA GUÐRÍÐUR JAKOBSDÓTTIR + Jakobína Guðríður Jak- obsdóttir fæddist í Vík í Mýrdal hinn 8. ágúst 1910. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á ísafirði hinn 4. júní siðastliðinn og fór útför henn- ar fram frá Reykholtskirkju 14. júní. Ein besta og hjartahlýjasta kona sem ég hef kynnst um dagana er nú dáin. Langamma mín var besti vinur minn og var alltaf til staðar hvort sem var í gleði eða sorg. Hversu oft sem ég kom til þín, amma mín, þá voru móttökunar alltaf eins, alltaf sama hlýjan og kærleikurinn. Það var alltaf jafn skemmtilegt að hitta þig og spjalla um alla heima og geima. Þeirra stunda með þér mun ég sakna meir en orð fá lýst. Aldrei brást það að þú værir með einhveija handavinnu í hönd- unum, alltaf varst þú að skapa eitthvað nýtt og prófa ný verk- efni. Þú varst besta langamma í heimi og ég þakka Guði fyrir að ég hafí fengið að hafa þig hjá mér öll þessi 20 ár. Það líður mér aldr- ei úr minni hvað það var gott að koma í litla húsið til ömmu, sem vissi alltaf hvernig ég vildi hafa hlutina. Móttökurnar voru ævin- lega í samræmi við það og þú lagð- ir þig í líma við að gera sérhveija heimsókn að litlu ævintýri. Þú ert nú komin til langafa; allra systkina þinna og foreldra. Eg veit að það hafa verið fagnaðarfundir á sama hátt og þegar við hittumst aftur. Það voru forréttindi að fá að kynn- ast þér. Hrefna Sigríður. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓNÍNA HAFLIÐADÓTTIR frá Haukadal á Rangárvöllum, sem lést á dvalarheimilinu Lundi 17. júní sl„ verður jarðsungin frá Skarðskirkju á Landi mánudaginn 23. júní kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hafsteinn Magnússon, Jóhanna Stefánsdóttir, Heiða Magnúsdóttir, Haraldur Teitsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Okkar kæri bróðir, GRÉTAR THEODÓR JÓNSSON, Sólheimum 23, andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 15. júní sl. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 24. júní kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en bent á Félag heyrnarlausra. Halldóra S. Jónsdóttir, Stefanía Jónsdóttir. + Karl Friðriks- son fæddist á Borgum í Reyðar- firði hinn 18. ágúst 1922. Hann lést á sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 14. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Lovísa Jó- hannsdóttir hús- móðir, f. 21. maí 1888, d. 1935, og Friðrik Eyjólfsson bóndi, f. 28. apríl 1887, d. 1925. Fyrir áttu þau hjónin dótturina Jóhönnu, f. 18. mars 1921. Með seinni manni sínum, Pétri lýjartanssyni, átti Lovísa soninn Kjartan, f. 1. nóvember 1930. Útför Karls fer fram frá Eskifj arðarkirkj u í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Þegar við lítum yfir farinn veg og minnumst ættingja og vina, þá ber hann Kalli höfuð og herðar yfir þá, sem við höfum þekkt vegna manngæsku. Alltaf þessi ljúfmennska og elskulega fram- koma. Á gleðistundum var hann hrók- ur alls fagnaðar. Hann hafði yndi af dansi og söng og oft var tekið lagið á góðra vina fundi. Minn- umst við þá helst þegar við systk- inin og makar okkar ásamt þeim Kalla, mömmu og pabba áttum yndislega helgi saman í bústaðn- um okkar í Borgarfirði. Við sung- um öll uppáhaldslögin hans og okkar og Kalli naut sín virkilega. Ungur að árum fór Kalli að bænum Eskifirði, til hjónanna Sigríðar Sigurðardóttur og Björg- úlfs Runólfssonar. Eftir að þau létust var Kalli áfram hjá börnum þeirra, þeim Huldu og Bergi. Þar var hann upp frá því í vinnu upp á fæði og húsnæði. En fyrir þá vinnu sem hann vann utan heimil- is fékk hann laun. Það má segja, að með vinnu sinni í Eskifirði hafi Kalli lagt í sjóð til framtíðar, þar sem Huldu- hlíð er nú. Hann var einn af mörg- um sem lagði grunninn að Huldu- hlíð. Þeir sem vinna við að hlúa að öldruðum vinna göfugt sarf, þeir þurfa því að halda vöku sinni. í mörg ár vann Kalli í Frið- þjófi hjá Unnari frænda sínum. Alltaf þegar hann talaði um Unn- ar, fann maður hvað honum þótti vænt um hann. Svo var einnig um Valda Friðriks, þeir voru góð- ir vinir og hafa þeir nú hist á Guðsvegum. Aldrei lagði Kalli illt til nokk- urs manns, það var eins og hann bæðist afsökunar á því að vera til og þakklæti hans hafði engin takmörk. Hann rétti öllu ungvið- inu okkar gjafir á hátíðarstundum og stráði gleði og hamingju með- al okkar. Með trega og djúpum söknuði kveðjum við þig, kæri frændi og vinur. Við þökkum þér allar góðu stundirnar með okkur og fjölskyldunni og geymum þær sem dýrgripi í minningasjóði. Guð blessi minningu heiðurs- mannsins Karls Friðrikssonar. Anna og Friðrik. Elsku Kalli frændi. Frá því að við munum eftir okkur, ert þú samofinn minning- um okkar. Þú kominn í heimsókn til ömmu, hún svo lukkuleg því Kalli bróðir var kominn í heim- sókn. Þú heilsaðir okkur af svo mik- illi ljúfmennsku, straukst með stóru hendinni þinni yfir kollinn á okkur og sagðir „sæl gæskan“ eða „sæll gæskur- inn“. Minningarnar frá öllum þeim jólum sem þú varst með okkur og einnig þeim, sem þú komst ekki, hvað við söknuðum þín því þú varst lasinn. Minningar frá því að keyra þig og ömmu á ball, því þú hafðir svo gaman af því að dansa og þá dreif amma auðvitað í því, ef það mætti verða þér til ánægju. Alltaf áttir þú stóran part í hjartanu hennar ömmu, því frá því að þið voruð ung og misstuð foreldra ykkar var hún vakin og sofin yfir velferð þinni. Kæri frændi. Djúpur söknuður fyllir hjörtu okkar. Lífið fór ekki mjúkum höndum um þig. Ung að árum misstuð þið systkinin for- eldra ykkar og leiðir ykkar skildu. Þú fórst til Eskifjarðar, amma fór að vinna fyrir sér, en áður þurfti hún að fara með Kjartan í fóstur. Það má nærri geta hvað þið mátt- uð þola. En nú ert þú hjá Guði, því örugglega hafa englar Guðs tekið á móti þér opnum örmum svo hjartahreinn sem þú varst. „Sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá.“ Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Guðrún, Georg, Júlíus og Jóhann. Mig langar til þess, elsku Kalli minn, að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég hef oft hugsað um það að það hljóti að hafa verið bæði erfitt og sárt fyrir þig að missa pabba þinn svo ungur sem þú varst og svo nokkrum árum seinna mömmu þína og vera þá settur í fóstur. Því þó fólkið sem þú varst hjá væri gott er alltaf erfitt að sjá á eftir sínum nánustu, sérstaklega svona ungur að árum. Og ekki gat hún Hanna, stóra systir, sem þá var aðeins 14 ára, verið hjá þér því hún þurfti að fara að vinna hörðum höndum, en mikið þótti henni alltaf vænt um þig. Ég man fyrst eftir þér á köldum vetrardegi, þegar ég kom volandi inn því mér var svo kalt á tánum. Þá sast þú við eldhúsborðið bros- andi þínu blíða brosi og varst nú ekki lengi að nudda hlýju í táslurn- ar. Fyrst komstu bara um jólin til okkar, en síðar oftar, og ég man hvað við hlökkuðum alltaf til að fá þig í heimsókn. Það verður tóm- legt á næstu jólum þegar þig vant- ar við jólaborðið og mikið eiga þau mamma og pabbi eftir að sakna þín. Þegar ég fór að vinna á Eski- firði var oft farið í heimsókn til þín, Kalli minn. Alltaf varst þú svo ánægður að fá heimsókn. Þegar þú komst síðast í sumarbústaðinn til mín var nú glatt á hjalla og mikið þótt þér nú gaman þegar við sungum hástöfum saman. Svo var nú gaman þegar ég hringdi í þig, þú sagðir alltaf og þóttist vera svo hissa: „Nei, er það Bogga?" Kalli minn, ég ætla ekki að hafa þessi kveðjuorð lengri. Börnin mín, Róbert og Björk, biðja svo vel að heilsa Kalla frænda. Kalli minn, ég og Guðmundur biðjum guð að blessa þig og taka vel á móti þér. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofí rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Hvíl þú í friði, Kalli minn, og takk fyrir allt. Vilborg frænka, Keflavík. Elsku frændi minn er nú fallinn frá. Það er eins og allt sé fyrirfram ákveðið. Kalli heimsótti okkur í desember sl. og svo aftur nú fyrir bara tveimur mánuðum. Nú átti bara að skella sér suður fyrirvara- laust þó það hafi ekki verið nein sérstök ástæða til, þetta var svo líkt Kalla. Það átti helst allt að gerast í gær. Ég er svo stolt af því að hafa átt svona góðan frænda og vin, því þó merkilegt kunni að hljóma tókst strax með okkur Kalla svo innileg vinátta. Ég átti aldrei heima á Eskifirði og kynntist Kalla ekki almennilega fyrr en ég var komin á fullorðins- ár, en við skildum svo vel hvort annað. Kalli átti annars svo marga vini. Þegar hann var hér fyrir sunnan hjá okkur brást það ekki, það var alveg sama hvert maður fór með honum í Kringluna, Hagkaup eða bara á staðarkrána hér í Grafar- vogi. Þangað fórum við eitt kvöld í miðri viku og þar sátu ekki nema tvær til þijár hræður inni og auð- vitað stendur upp einn af þeim og spyr hvort þetta sé ekki Kalli, alls staðar var Kalla heilsað með vin- semd og hlýju. Mér þótti bara svo leiðinlegt að geta ekki fundið einhveija nikkukrá þegar þú varst hér síð- ast, því þig langaði svo að heyra í uppáhaldshljóðfærinu þínu og dansa, en Gunnar reyndi að finna það með því að skreppa með þig í bæinn á kráarölt en allt kom fyrir ekki, þér leist ekkert á nætur- lífið í borginni og varst feginn að komast heim. Elsku Kalli minn, nú vitum við að þér líður vel, við eigum eftir að sakna þess að heyra ekki leng- ur þín einlægu orð: „Hafdís mín! Gunnar minn!“ Þetta hljómaði svo einstaklega hlýlega frá þér. Við Gunnar vorum búin að púsla eina fríinu okkar saman til þess að vera með þér á 75 ára afmælinu þínu í ágúst. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Hvíl í friði, elsku vinur. Hafdís Kjartansdóttir. Karl Friðriksson er látinn eftir stutta sjúkralegu. Hann var vist- maður hér í Hulduhlíð og var hvers manns hugljúfi. Hann var alltaf kátur og hress og góðmenni mik- ið, enda kominn af góðu fólki það ég best veit. Foreldrar hans voru Lovísa Jóhannsdóttir frá Áreyjum og Friðrik Eyjólfsson á Borgum. Áttu þau hjón tvö börn, Karl og Jóhönnu, sem búsett er í Keflavík. Karl var vanur hin síðari ár að fara á hveiju ári til systur sinnar, og annarra skyldmenna á Suður- landi. Fyrir fermingu fór Kalli til heið- urshjónanna á Eskifirði, þeirra Björgólfs Runólfssonar frá Helgu- stöðum o g Sigríðar Sigurðardóttur frá Kollaleiru og þar ól hann sinn aldur þar til hann fluttist á Hjúkr- unar- og dvalarheimilið Hulduhlíð hér á Eskifirði. Hér leið Kalla afar vel og hann hlakkaði mikið til 18. ágúst nk., en þá hefði hann orðið 75 ára og dvalarheimilið Hulduhlíð átta ára. Eins og áður segir var Kalli alltaf kátur og skapgóður og ljúfmenni hið mesta, og ég álykta að fólk hafi orðið betra fólk af að kynnast honum. Það er mín ósk að íslenska þjóðin eigi ráðandi menn eins góða og sannsögla og grúðmennið Karl Friðriksson var. Ég vona og veit að Karl fær góða heimkomu og ég hlakka til að hitta hann. Blessuð sé minning Karls Frið- rikssonar. Regína Thorarensen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.