Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 33
32 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1997 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NYR LEIÐTOGI ÍH ALDSFLOKKSIN S AUGLJÓST er, að kjör Williams Hagues, sem nýs leið- toga brezka íhaldsflokksins í stað Johns Majors, mun breyta verulega ásjónu flokksins. Hann er yngsti foringi íhaldsmanna í 200 ár eða frá valdatíð Williams Pitts yngri. Hague virðist kraftmikill stjórnmálamaður og frami hans hefur verið skjótur. Andstæðingar hafa aftur á móti vak- ið athygli á reynsluleysi hans sem forustumanns í stjórn- málum og m.a. hafi hann einungis gegnt veigalitlu ráð- herraembætti, er hann var ráðherra málefna Wales í ríkis- stjórn Majors. Leiðtogi Verkamannaflokksins og forsætis- ráðherra, Tony Blair, var hins vegar einnig ungur að árum og ekki síður reynslulítill stjórnmálamaður, þegar hann var valinn til forustu. Ekki er ljóst hvaða stefnu Hague mun móta fyrir íhalds- flokkinn, en hann er talinn hægra megin við miðju og aðdáandi Margrétar Thatchers, enda beitti hún áhrifum sínum til stuðnings honum í leiðtogakjörinu. Athyglin hefur fyrst og fremst beinzt að þeirri yfirlýsingu Hagues, að Bretar eigi ekki að taka þátt í myntbandalagi Evrópu og kasta sterlingspundinu fyrir róða. Hann hefur hins vegar ekki tekið afstöðu gegn aðild Breta að Evrópusam- bandinu enda var það íhaldsflokkurinn, sem leiddi þá inn i Evrópusamstarfið. Það var Harold McMillan, sem fyrstur leiðtoga íhaldsflokksins ákvað að Bretland gengi til þess samstarfs, en de Gaulle Frakklandsforseti beitti neitunar- valdi gegn aðildinni. Það var síðan ríkisstjórn Edwards Heaths, sem samdi um aðild Bretlands að Efnahagsbanda- lagi Evrópu, eins og Evrópusambandið hét þá. Margaret Thatcher og John Major studdu bæði aðild að ESB, en voru andsnúin hugmyndum um eitt sambandsríki og vildu draga úr yfirþjóðlegu valdi sambandsins. Ekkert bendir til þess nú, að kjör Williams Hague muni leysa þann alvarlega ágreining, sem er innan íhalds- flokksins um afstöðuna til Evrópusambandsins, en það er forsenda þess að flokkurinn geti gengið sameinaður til næstu þingkosninga og með trúverðuga stefnu í þeim málum. Kjör Hagues virðist því litlu breyta um klofning- inn innan íhaldsflokksins, sem gerði John Major svo erf- itt fyrir síðustu stjórnarár hans. Á hinn bóginn er það ákveðinn styrkur fyrir nýjan leiðtoga íhaldsflokksins að hann er óbundinn af vandamálum fortíðarinnar, sem and- stæðingar hans geta þar af leiðandi ekki notað gegn hon- um. REYKJAVÍK OG FERÐAÞJÓNUSTA FERÐAÞJÓNUSTA á glæsta framtíð fyrir sér og mun vaxa og dafna á nýrri öld sem aldrei fyrr með auk- inni hagsæld þjóða, betri ferðatækni og lægri fargjöldum. Það er því tímanna tákn, að Reykjavíkurborg skyldi skipa verkefnisstjórn til þess að vinna að stefnumótun ferðaþjón- ustu í höfuðborginni fram til ársins 2002. Tekjur af ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu 1996 voru um 10,7 milljarðar króna og ársverk í greininni um 1.740. Takmark nefndarinnar er að fram til ársins 2002 aukist tekjur og arðsemi af ferðaþjónustu höfuðborgar- svæðisins í 17,3 milljarða króna og 2.120 ársverk. Fjölda gistinátta utan háannatíma vill nefndin auka um 10%, úr 242.000 á síðasta ári í 390.000 árið 2002 og um háanna- tímann um 6% eða úr 265.000 í 354.000 gistinætur. Borgarstjórinn í Reykjavík ritar ávarp í upphafi skýrsl- unnar og þar segir m.a.: .tækifærin i ferðaþjónustu í borginni eru fjölmörg. Með auknum frítíma fólks er gert ráð fyrir að ferðalögum fjölgi, dvalartími styttist og ferða- mynstur breytist, ekki síst utan háannatíma. Því er eftir miklu að slægjast. Nauðsyn ber til að standa þannig að málum að þeir sem hagsmuna eiga að gæta stilli saman strengi og nýti fjármuni og framtak sem best.“ Reykjavíkurborg og raunar höfuðborgarsvæðið allt og nágrannasveitir hafa upp á margt að bjóða fyrir erlenda ferðamenn. Tekjur þjóðarinnar af ferðaþjónustu eru mikl- ar. Það er því vissulega tímabært að undirstrika sérstaka stöðu höfuðborgarinnar á þessu sviði atvinnulífsins með nýju átaki. Kaflaskil í deilunum um lagningu Borgarfjarðarbrautar í Reykholtsdal Verkfall 150 bílstjóra Sleipnis hafið Fjölskyld- an á Stóra- Kroppi flytur ábrott Fjölskyldan á Stóra-Kroppi í Reykholtsdal í Borgarfírði hefur ákveðið að flytjast á brott vegna þeirra illvígu deilna sem átt hafa sér stað um veglagningu í sveitinni. Jón Kjartans- son bóndi á Stóra-Kroppi segir í samtali við Hall Þorsteinsson að pólitískur loddaraleikur eigi sér nú stað með sáttatillögu um veg- lagninguna og ætlun ráðamanna sé að fara að vilja þeirra sem vilja að vegstæðið verði um tún Stóra-Kropps. Morgunblaðið/Þorkell HJÓNIN Jón Kjartansson og Regula Brem fyrir utan bæ sinn að Stóra Kroppi síðdegis í gær. H -REPPSNEFND Reyk- holtsdalshrepps sam- þykkti í ársbyijun að beina því til Vegagerð- arinnar að hún leggi sáttatillögu um lagningu Borgarfjarðarbrautar, svo- kallaða leið 3, frá Flókadalsá að Kleppjárnsreykjum í mat á umhverf- isáhrifum. Leið 3 liggur nálægt nú- verandi vegstæði á svokallaðri efri leið, en fyrri áætlanir Vegagerðar- innar miðuðu að því að breyta veg- stæðinu og fara svokallaða neðri leið, sem skipt hefði landi Stóra-Kropps í tvennt. í kjölfar mikilla deilna um fyrir- hugaða endurbyggingu Borgarfjarð- arbrautar á þessu svæði fól Halldór Blöndal samgönguráðherra vega- málastjóra í júní 1996 að endurmeta vegstæðið og fannst þá sú sáttatil- laga, leið 3, sem Hönnun hf. hefur nú unnið umhverfísmat á sem sent verður skipulagsstjóra ríkisins til umfjöllunar. Umhverfísmatið verður engin þörf á því að fara með veginn að fara fram samkvæmt reglugerð yfír túnin á Stóra-Kroppi. manna kjördæmisins, sem ráða jú íjárveitingum, hefur lýst yfir vilja sínum um að þessi leið verði farin. Samgönguráðherra hefur líka ósk- að eftir sanngjarnri lausn í þessu máli og sú lausn hefur nú verið fund- in. Þess vegna er það alveg óskiljan- legt að ákveðnir aðilar innan kerfís- ins skuli ætla að beita þessu ofbeldi til að fara þá leið sem örfáir aðilar hér í sveitarfélaginu óska eftir. Þá verður málið aftur komið á byijunar- reit og framundan hér margra ára deilur og málaferli," sagði Jón. 200 þúsund lítra framleiðsluréttur Á Stóra-Kroppi er nú rekið kúabú með 150 þúsund lítra framleiðslu- rétt, en auk búsins á Stóra-Kroppi á Jón kúabú að Ártúnum í Rangár- vallahreppi og er framleiðsluréttur- inn þar 50 þúsund lítrar. Þangað eru Jón og eiginkona hans nú að flytja, um mat á umhverfísáhrifum og þeg- ar skipulagsstjóri hefur fengið það í yfir mikill pólitískur loddaraleikur hendur verður hann að auglýsa það um sáttaleiðina og vegna hans og innan tveggja vikna frá móttöku. hinna harðvítugu deilna sem staðið Athugasemdir við matið verða svo hafi um vegstæðið í Reykholtsdal að berast skipulagsstjóra innan 8 síðastliðin þijú ár hafi hann ákveðið vikna frá birtingu, en að þeim tíma að flytja búferlum með fjölskyldu ins þegar það kemur frá skipulags- en hann segir börn þeirra tvö vera stjóra ríkisins í haust og í ráðuneyt- flutt til útlanda vegna þess ofríkis og Hann segir hins vegar að nú standi inu verður málið svo afgreitt þeim í ofbeldis sem fjölskyldan hafí verið vil sem malbika vilja túnin. Framkoma þeirra manna nú gefur beitt vegna deilnanna um vegstæðið. „Við höfum lagt allt undir til þess loknum úrskurðar hann í sína að Ártúnum í Rangár- fullt tilefni til að ætla að þeir viti að byggja upp þetta bú, sem er orð- eitthvað meira heldur en við sem ið stærsta bú sveitarfélagsins, og höfum trúað því í einlægni að verið fyrir okkur er það mjög erfið ákvörð- væri að finna leið sem allir gætu un að flytja héðan. En ég treysti málinu. Úrskurð hans er Höfum lagt allt vallahreppi þar sem Jón á svo hægt að kæra til um- undir til aó einnig stórt kúabú. hverfisráðherra innan hwaaia udd „Það sem ég á við með fjögurra vikna. Þannig ^ . fullyrðingu minni um hefur umhverfisráðherra peiia DU þennan pólitíska loddara- síðasta orðið ef úrskurður “““leik sem hér er í gangi er skipulagsstjóra er kærður þangað, einfaldlega það að aðstoðarmaður og hefur ráðherrann 8 vikur til að umhverfísráðherra er svo nátengdur kveða upp úrskurð sinn. þeim aðilum sem hafa barist fyrir Pólitískur loddaraleikur að. tú"Í!? lerðl ™albikf að f fullyrði að það se buið að ákveða Jón Kjartansson bóndi á Stóra- niðurstöðu málsins fyrirfram. Það Kroppi hefur lýst því yfír að hann sé hafa þær þreifingar sem átt hafa sér í sjálfu sér sáttur við svokallaða stað í málinu hreinlega leitt í ljós. sáttaleið Vegagerðarinnar, enda Þetta er því hrein og klár sýndar- uppfylli hún allar þær kröfur sem mennska og það er verið að toga gerðar séu til stofnbrauta hvað um- menn á asnaeyrunum með því að ferðaröryggi og greiðar samgöngur láta þessa vinnu við umhverfismatið varðar. Þessi leið sé því alls ekkert fara fram þar sem lyktir málsins eru lakari heldur en sú leið sem Vega- fyrirfram ákveðnar. Þannig verður gerðin vildi upphaflega fara og því matið kært til umhverfisráðuneytis- sætt sig við. Það væri kannski rétt að kannað yrði hvort það telst eðlilegt að náfrændi þeirra aðila sem hvað lengst hafa gengið í því ofríki og of- beldi sem hér hefur verið Engin þörf á því að fara með veginn yfirtúnin mér ekki, fjölskyldunnar vegna, að beijast í þessu návígi og því munum við flytja búferlum þama aust- ur. Kúabúið á Stóra-Kroppi verður rekið fram á haust- ið, en þá verður líka endan- beitt eigi endanlega að kveða upp lega komið í ljós hver stefnan í þessu þennan úrskurð um vegstæðið. máli verður. Mín krafa er einfaldlega Þá er það einnig spurning hvort sú að þeir aðilar sem þessu máli ráða umhverfis- og landbúnaðarráðherra komi fram í dagsljósið og kveði upp ætli að standa fyrir því að landbún- úr um það í dag hvað það er í raun aður á þessu svæði verði hrakinn á og veru sem þeir eru að gera. Þeir brott með þessum hætti þegar fyrir eru ekki að styðja eða styrkja atvinnu- liggur vegstæði sem að mati Vega- líf hér í sveitarfélaginu, þeir eru ekki gerðarinnar uppfyllir allar þær kröf- að fara að vilja hreppsnefndarinnar ur sem gerðar eru. Hreppsnefnd og þeir eru ekki að taka tillit til ábú- Reykholtsdalshrepps, skipulagsyfír- enda og eigenda þeirra jarða sem í valdið á staðnum, vill fara þessa hlut eiga. Þeir eru í einhverskonar sáttaleið, landeigendur á þessu svæði pólitísku tafli sem hefur það í för og Flókdælingar allir vilja að þessi með sér að einhveijir kremjast und- leið verði farin, og meirihluti þing- ir,“ sagði Jón Kjartansson. Yfirlýsing frá fjölskyldunni á Stóra-Kroppi FJÖLSKYLDAN á Stóra- Kroppi sendi í gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Vegna þeirra harðvítugu deilna sem staðið hafa um vegarstæði í Reykholtsdal sl. 3 ár og þess pólitíska lodd- araleiks sem nú stendur um hina svoköliuðu sáttaleið Vegagerðarinnar höfum við ákveðið að flytja búferlum að Ártúnum í Rangárvalla- hreppi. Þær alvarlegu persónu- legu árásir sem ég og fjöl- skylda mín höfum mátt þola eru svo alvarlegs eðlis að það er óforsvaranlegt að eigin- kona mín og börn líði frekari sálarkvalir vegna þeirra ógeðfelldu árása, ofríkis og ofbeldis sem við höfum verið beitt af tilteknum öflum í héraðinu. Með harm í hjarta og eftir- sjá yfirgefum við nú ástkært heimili okkar sem við höfum með mikilli fyrirhöfn og ærn- um kostnaði byggt upp á undanförnum misserum. Þá munum við sárt sakna fjöl- margra vina sem hafa lagt okkkur lið og verið okkur ómetanlegur styrkur í bar- áttu okkar sem ekki er lokið. Á Stóra-Kroppi er nú rekið stærsta bú sveitarfélagsins með 150 þús. lítra fram- leiðslurétti á mjólk. í þeirri trú að framtíð íslensks land- búnaðar byggist á stórauk- inni hagræðingu og fram- takssemi bænda sjálfra höf- um við staðið að uppbygg- ingu á Stóra-Kroppi sem á sér engin fordæmi á síðari árum. Ef það er virkilega vilji þeirra sem úrslitavaldið hafa í umhverfis-, skipulags og landbúnaðarmálum að blóm- legar jarðir verði lagðar í eyði, líf ábúenda gert óbæri- legt og þeir hraktir á brott vegna vegaframkvæmda sem eru óþarfar verða þeir að svara því sem ábyrgðina bera. Fjölskyldan á Stóra-Kroppi vill koma á framfæri þakk- læti sínu til þeirra sem hafa stutt baráttu okkar, og sér- staklega til fjölmiðla sem hafa vakið athygli á þeim misrétti sem hér er verið að beita. Við biðjum um skilning á því að því eru takmörk sett hvað ein fjölskylda má þola af ógeðfelldum, tilefnislaus- um og persónulegum ofsókn- um fyrir það eitt að verja lífs- viðurværi sitt og hagsmuni.“ Grunnkaups- hækkun ásteyt- ingarsteinn Erfítt getur reynst að brúa bil milli félaga í Sleipni og vinnuveitenda í kjarasamningum sem nú standa yfir. Jóhannes Tómasson kynnti sér kröfur • og stöðu mála og er ljóst að verkfall hefur víðtæk bein og óbein áhrif á fáum dögum. DJÚP gjá er enn miili bíl- stjóra í Sleipni og viðsemj- enda en verkfall þeirra hófst klukkan eitt í nótt. Kröfur Sleipnismanna eru þær að byij- unargrunnlaun hækki úr 64.000 krón- um í 127.224. Algengt grunnkaup bílstjóra er í dag um 75 þúsund krón- ur og hafa vinnuveitendur boðist til að hækka þann taxta í 78.500. Vinna bílstjóra í Sleipni er ýmist fyrir þá sem reka almenningsvagna í þéttbýli eða fyrirtæki í sérleyfís- og hópferðaakstri. Þeir sem starfa við akstur strætisvagna hafa grunnkaup og vaktaálag eða samtals kringum 90-110 þúsund krónur en hafa oft ekki mikla möguleika á frekari auka- vinnu. Kaupið 75-225 þúsund Hjá sérleyfís- og hópferðabílstjórum er mun meira um yfírvinnu, ekki síst um hábjargræðistímann á sumrin. Grunnkaup bílstjóra í dag eftir 15 ára starfsaldur er 75 þúsund krónur og er það greitt víða þrátt fyrir að starfs- aldurinn sé oft styttri. Nokkuð er um að góðir bflstjórar fái hærra grunn- kaup, 80-90 þúsund krónur, en einn viðmælenda Morgunblaðsins skil- greindi góðan bflstjóra sem áreiðanleg- an, stundvísan, öruggan og snyrtileg- an. Yfírvinna bflstjóra er talsvert mis- jöfn. Algeng tala er um 60 tímar á mánuði en dæmi um allt að 200 tíma. Er mánaðarkaupið þá orðið 120 til 225 þúsund krónur. Nokkuð er misjafnt frá einu fyrirtæki til annars hvaða venjur um yfirvinnu hafa skapast út frá þörf- um. Þá hafa einstaka fyrirtæki tekið upp einhvers konar vaktir. Eins og fyrr segir eru kröfur Sleipn- ismanna þær að grunnkaup hækki verulega. Vilja þeir að byijunarlaunin hækki í 127.224 krónur og 15 ára taxtinn í 138 þúsund. Kröfurnar byggja þeir m.a. á því að vegna vinnu- tímaákvæða ESB skerðist leyfíleg vinna bílstjóra. Sé gert ráð fyrir 60 stunda yfírvinnu væri mánaðarkaup bílstjóra á hæsta taxta um 230 þúsund krónur og hefði hækkað um 110 þús- und krónur. Samið hjá SBK SBK í Keflavík samdi í fyrradag við bílstjóra sína sem eru í deild innan Starfsmannafélags Reykjanesbæjar. Var samið um tveggja launaflokka hækkun auk 4,7% upphafshækkunar sem þýðir að bílstjóri með 18 ára starfsaldur er með um 92 þúsund króna grunnkaup. Sleipnismenn hafa vísað til samn- ings sem gerður var við Landsvirkjun vegna starfa bílstjóra sem þeir hafa sagt vera mitt á milli núverandi taxta og krafna þeirra og hafa látið þau orð falla að hann væri ef til vill brúkleg- ur. Sá samningur tekur hins vegar einkum til aksturs malarflutningabíla vegna vinnu á fjöllum þar sem viður- kennt er að bílstjórar njóti hærri taxta en við akstur í byggð. Sleipnismenn segja hins vegar að mikið sé um akst- ur hópferðabíla um hálendið og því geti þessi taxti vel átt við þá. Því má einnig bæta við að bílstjórar leggja áherslu á það álag og kröfur sem gerðar eru til þeirra í starfi. Þeir séu undir pressu um að halda áætlun og komast leiðar sinnar burtséð frá ófærð, umferð og öðru sem ekki sé í þeirra valdi að ráða við. Meðal ákvæða um hvíldartímann er að ekki megi aka samfellt lengur en 4,5 klst. og beri þá að taka 30 mínútna hvíld sem má reyndar skipta. Má telja ólíklegt að hópferða- eða sér- leyfisbíll í akstri á íslandi stoppi ekki tíðar en þetta ákvæði gerir ráð fyrir. Þá er ákvæði um að bflstjóra beri að taka 36 stunda hvíld eftir 7 daga akstur en heimilt er þó að fresta þeirri hvíld í nokkra daga. Getur bílstjóri því lokið 11-12 daga ferð án þessarar hvíldar en verður þá að taka 72 tíma eða þriggja daga hvfld. Þá er bílstjóra ~ heimilt að vinna samfleytt í 14 tíma, þ.e. við akstur og annað stúss kringum bfl eða farþega og verður þá að fá 10 tíma hvíld. Hana má þó stytta í 8 tíma tvisvar í vikunni. Telja má að bílstjórum sé því heimilt að vinna 300 til 350 tíma á mánuði og má því segja að 350 tíma þakið komi aðeins niður á þeim bílstjórum sem hafa verið hvað harðastir í yfirvinnu, þ.e. skilað 160 stunda venjulegum vinnudegi og allt að 200 tímum til viðbótar. Áhrif verkfallsins verða margvísleg. Akstur almenningsvagna í Hafnar-’ firði, Garðabæ og Kópavogi fellur nið- ur en þar eru um 15 vagnar á ferð á vegum Hagvagna sem aka fyrir Al- menningsvagna. Hjá Allrahanda feng- ust þær upplýsingar að haldið yrði uppi ferðum milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar en dregið yrði úr tíðni þar sem allmargir bílstjórar fyrirtæk- isins eru í Sleipni. Þá truflast ekki áætlunarferðimar á Vestfjörðum þar sem bílstjórar þar eru í verkalýðsfélag- inu Skildi á Flateyri. Víða röskun Nokkur röskun verður á áætlun- arferðum frá BSÍ en benda má á að af 700 hópferðabíla flota landsins munu Sleipnismenn ganga frá akstri á 150 bílum á félagssvæði sínu þann- ig að allstór floti verður áfram í ferð- um. Af 20 bflum á vegum SBS geta tveir framkvæmdastjórar og tveir stjórnarmenn ekið fjórum bílum og sinnt með því skertri áætlun milli Sel- foss og Reykjavíkur og einhveijum hópferðaakstri. Ferðir Norðurleiðar falla niður en mögulegt verður að fá far norður í land með sérleyfísbíl sem fer til Siglufjarðar, ferðir Sæmundar í Borgarfjörð halda áfram, lítil truflun verður hjá Helga Péturssyni á Snæ- fellsnesi og engin hjá Þingvallaleið. Á vegum Austurleiðar munu eigendur sinna akstri og hjá SBK í Keflavík verða engin áhrif þar sem samið hefur verið. Þá falla ferðir Kynnisferða niðun bæði milli Leifsstöðvar og höfuðborg- arsvæðisins með farþega og áhafnir og hópferðir. Verður akstur með starfsmenn og áhafnir Flugleiða leyst- ur með öðrum hætti. Forráðamenn fyrirtækja sem ann- ast akstur með hópferðir hafa áhyggj- ur af því að vegna truflana sem verð- ur á akstri með ferðahópa geti verk- fall dregið úr áhuga ferðaskrifstofa á því að selja hingað ferðir. Nokkur fyr- irtækin hafa þegar afsalað sér ferðum til annarra aðila og misst þannig umtalsverðar tekjur. Þeir sem reka hópferðabíla úti á landi hugsa sig um.. tvisvar áður en þeir taka að sér ferðir sem byija eiga á höfuðborgarsvæðinu þar sem Sleipnismenn eru fjölmennir, jafnvel þótt samið hafi verið um þess- ar ferðir fyrir löngu. Sleipnir hefur þegar skipað verk- fallsnefnd og hafa nokkrar undan- þágubeiðnir borist. Óskar Stefánsson formaður segir að litið verði á beiðn-f irnar en lítið verði um undanþágur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.