Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þórður Tómasson sæmdur heiðurs- doktorsnafnbót Fax Kaplaskjólsvegur 57A - Opið hús laugardag og sunnudag á milli kl. 14 og 17 Þetta er fallegt og vel skipulagt 154 fm raðhús á góðum stað í vesturbænum. Fjögur góð svefnherbergi, stofa, verönd o.fl. Parket á gólfum. Stutt í alla þjónustu og á KR-völlinn. Áhv. 5,1 millj. húsn.lán. Verð 11,5 millj. 3426. Þeim sem hafa áhuga er velkomið að líta við eða hafa samband í síma 551 8580. Einnig veita sölumenn Húsvangs nánari upplýsingar í síma 562 1717. tekist að endurreisa efnahag Nígeríu. Þá kvað hann bæði Nígeríu og önnur Afríkuríki vera á hraðri leið til aukins Iýð- ræðis og kvenfrelsis. Edobor sagði grunninn að vandamálum Afríku liggja í ný- lendustefnu vesturveldanna og ásakaði nýlenduherrana um að hafa skilið efnahag og stjórn- skipun álfunar eftir í rúst þann- ig að innlendir valdhafar hafi þurft að byija á að byggja allt upp frá grunni. Varðandi viðskiptatengsl Is- lands og Nígeríu lagði hann áherslu á að þjóðirnar þurfi að þróa með sér tvíhliða viðskipta- samband því viðskiptatengsl sem byggi fyrst og fremst á hagsmunum íslendinga séu ekki fullnægjandi. Hann mælti með að íslendingar fjárfestu í Níger- íu og benti sem dæmi á írska bjórframleiðandann Guinnes sem hefur reist eina af sínum stærstu verksmiðjum í Nígeríu Á Indlandi fara saman fátækt og lýðræði J. Daulat Singh sendihera Ind- lands á Islandi er búsettur i Ósló í Noregi. Hann tók undir það með sendiherra Nígeríu að nýir valdhafar, i fyrrverandi nýlenduríkjum, hafi þurft að byija á að byggja upp stjórn- kerfið eftir brottför nýlendu- herranna. Singh lagði á það áherslu er blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann, í Viðey, að lýð- ræði hefði verið við lýði á Ind- landi allt frá því landið hlaut sjálfstæði frá Bretum fyrir fimmtiu árum. Hann sagði Ind- land vera eina landið þar sem lýðræði og gífurleg fátækt hefði farið saman í langan tima og vildi m.a. leita skýringa á því hversu illa hefur gengið að út- rýma gífurlegri fátækt, á Ind- landi, í lýðræðinu. I lýðræðis- ríkjum verði að taka tillit til fjöl- margra hagsmunahópa á meðan hægt sé að taka samræmdar ákvarðanir í einræðisríkjum og þannig vinna að markvissari framförum. Þá sagði hann að sannarlega sé mikil spilling í indverskum stjórnmálum en að hann telji hana ekki svo auðveldlega umflúna þar sem ungt lýðræði og stórfelld fátækt fari saman. SENDIHERRAR á leið útí Viðey Fjömtíu sendi- herrar á Islandi Leiðtogar okkar eru ekki sofandi Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Edwin E. Edobor, sendi- herra Nígeríu á Islandi, sem bú- settur er í Dublin á írlandi. Edobor neitaði að ræða mannréttindabrot gegn talsmönnum Ogoni-ættbálksins eða hernaðaríhlut- un Nígeríumanna í Kongó Brazzaville en sagðist ekki ósammála þeirri yfirlýsingu Kofi Annans, aðalritara Samein- uðu þjóðanna, að hætta sé á að stjórnskipan ríkja í frönskumæ- landi Afríku muni falla eins og spilaborg í kjölfar ófriðarins í Vestur-Afríku. Hann lagði áherslu á að leið- Edwin E. Edobor togar Afríkuríkja sitji ekki sof- andi á verðinum heldur vinni hörðum höndum að uppbygg- ingu í álfunni. Hann hrósaði leið- toga herforningjastjórnarinnar í Nígeríu, Sani Abacha hers- höfðingja, og tók sérstaklega fram hversu vel honum hefði J. Daulat Singh Morgunblaðið/Ingvar ÞÓÐUR Tómasson tekur við heiðursdoktorsnafnbótinni frá prófessor Páli Skúlasyni, forseta heimspekideildar Háskóla Islands. Það vex hver við vel kveðin orð „ÉG ER fyrst og fremst sleginn yfir því að nokkur skyldi láta sér detta þetta í hug,“ segir Þórður Tómasson, safnvörður á Skógum, sem var sæmdur heið- ursdoktorsnafnbót við útskrift nemenda úr Háskóla Islands 17. júní sl. „Mér hafði aldrei flogið í hug að ég væri að vinna mér neitt til verðleika í þessu starfi mínu. Ég hef alltaf verið að gera það sem mér hefur fundist skemmti- legt og ekki mér til lofs né frægð- ar. Ég er ákaflega þakklátur því góða fólki sem lét sér detta það í hug að ég ætti einhverja verð- leika skilið. Gamla fólkið sagði: „Það vex hver við vel kveðin orð.“ Það er sannmæli. Þórður segir að starf sitt í gegnum árin hafi verið tvíþætt. Annars vegar hafi hann í hálfa öld fengist við að safna menn- ingarminjum Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga inn á Byggðasafnið í Skógum, verið að endurbyggja gömul hús og hafi lifað það að sjá safnið sett upp í glæsilegu húsi. I öðru lagi hafi hann allt frá unglingsárum verið að safna sögum og sögnum og heimildum um líf og starf fólks á liðnum tíma. Af því hafi sprottið nokkr- ar bækur. Svo eigi hann í hand- ritum geysimikið þjóðháttaefni, sem sé efniviður, ásamt efni þjóðháttadeildar Þjóðminja- safnsins, í þjóðháttarit um land- búnað á íslandi. „Hugur minn hefur verið bundinn við þetta starf allt frá bamsaldri," segir Þórður. „Það er eins og ég hafi ekki átt neitt erindi inn í veröldina annað en þetta. En það er líka alveg nóg.“ LANGFLESTIR sendiherrar á íslandi eru búsettir í nágranna- löndunum og koma einungis til landsins endrum og eins. Fjár- veitingar þeirra til ferðalaga eru takmarkaðar en flestir fá þeir fjárveitingu til að heim- sækja þau lönd sem þeir sinna á þjóðhátíðardögum viðkomandi landa. Sendiherrar íslands koma því gjarnan til landsins í kring um 17. júní og nota þá tækifærið til að sinna ýmsum erindum. I ár komu þrjátíu sendiherrar til landsins í tilefni af þjóðhátíð- ardeginum og var þeim, ásamt þeim tíu sendiherrum sem bú- settir eru hér á landi, boðið til tveggja daga dagskrár í boði utanríkisráðuneytisins. Auk þess sem þeir fylgdust með há- tíðahöldum á 17. júní, sátu boð í Listasafni íslands, Viðeyjar- stofu og að Bessastöðum sátu þeir ráðstefnu um utanríkis- stefnu íslands og um útflutn- ingsmál á Hótel Sögu. Meðal þeirra sem héldu þar erindi til kynningar á íslenskri fram- leiðslu og hugviti voru Dr. Kári Stefánsson, Dr. Geir A. Gunn- arsson, Eyþór Arnalds og Brynj- ólfur Bjarnason. SFORMUL E frá París Náttúrulegar snyrtivörur, læknisfræðilega rannsakaðar fæst í apotekunÆ 2J FDHMl’L HIB • Bólupenni á bólur eða flugnabit • Leir, bakteríueyðandi og græðandi • Gel, djúphreinsisápa • Húðmjólk með bakteríuvörn nAttúruuo lausn A húdvandamAlum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.