Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1997 53 \ IDAG júní, verður sjötíu og fímm ára Gísli Gunnarsson verkstjóri, Bárustig 4, Sauðárkróki. Eiginkona hans er Fjóla Sveinsdóttir. Þau hjónin taka á móti gest- um á afmælisdaginn. BBIPS Umsjón Guómundur Pá! 1 Arnarson MEÐ fjórlit í trompi, er oft- ast nær best að spila upp á stytting. Þú ert í norður og átt út gegn fjórum hjörtum með þessi spil: (4) Norður gefur; AV á hættu. Norður ♦ D10972 ¥ Á742 ♦ 65 ♦ 32 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 tígull 1 hjarta 1 spaði 2 tíglar * 2 spaðar 3 lauf Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass * Góð hækkun í tvö hjörtu. Hvert er útspilið? Samkvæmt reglunni að ofan virðist blasa við að spila út spaða og hamra svo á litn- um við hvert tækifæri. En þvi má ekki gleyma að mak- ker hefur opnað á tígli og útspil í þeim lit getur á ýms- an hátt gefist vel: Til að byija með, getur það fríað slagi. í annan stað er hugsanlegt að byggja upp stungu. Og í þriðja lagi er ekki óhugsandi að tígullinn sé styttingslitur- inn, en ekki spaði: Norður ♦ D10972 ¥ Á742 ♦ 65 ♦ 32 Vestur Austur 4 K85 ♦ Á4 ¥ DG653 I ¥ 1098 ♦ 3 111111 ♦ Á874 ♦ KG54 ♦ Á1076 Suður ♦ G63 ¥ K ♦ KDG1092 ♦ D98 Með spaða út spilar sagn- hafi litnum þrisvar og tromp- ar í borði. Fer svo í hjartað. Suður kemst inn á blankan kóng og spilar tígulkóng. Sagnhafi drepur og heldur áfram með hjartað. Engu breytir þótt norður gefi slag- inn, ef sagnhafi finnur lauf- drottningu þá vinnur hann spilið. Vömin nær ekki að stytta vestur nema einu sinni. Útspil í tígli hagnast vöm- inni á óvenjulegan máta. Að öllum líkindum drepur sagnahafi á ás og spilar spaða í þrígang með stungu. Hann fer síðan í trompið. Þegar suður kemst inn, getur hann stytt vestur með tígli. Og þegar norður fær sinn slag á hjartaás, spilar hann spaða og helstyttir sagnhafa. Vömin fær þá fjóra slagi. Reyndar má segja að það sé vafasöm spilamennska að trompa spaðann í borði. Fari sagnhafi strax í trompið fær hann tíu slagi með því að þefa uppi drottninguna í laufí. Arnað heilla Hlutavelta JT A ÁRA af mæli. 0\/Fimmtug er í dag, laugardaginn 21. júní, frú Jónína Valdimarsdóttir bankastarfsmaður, Freyvangi 14, Hellu. Hún er stödd erlendis ásamt eiginmanni sínum Ingvari Baldurssyni hitaveitu- stjóra. pfrkÁRA afmæli. Á V/morgun, sunnudaginn 22. júní, verður fimmtugur Ellert Kristinsson, fram- kvæmdastjóri og fyrrver- andi forseti bæjarstjórnar í Stykkishólmi. Af því til- efni mun hann og kona hans Jóhanna Bjarnadóttir sem varð fimmtug 23. febrúar sl. taka á móti gestum kl. 18 á morgun, sunnudaginn 22. júní í félagsheimili Stykkishólms. ÞESSIR duglegu strákar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 2.010 krónur. Þeir heita Kristinn Gunnar Kristinsson, Bergur Már Óskarsson og Elías Sigurðsson. ÞESSAR duglegu stelpur héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Barnaspítala Hringsins og varð ágóðinn 4.220 krónur. Þær eru frá vinstri Persída Guðný, Maríam, Unnur Margrét og Sigrún Birna. Signý vann með þeim í hlutaveltunni, en gat ekki verið með á myndinni. HÖGNIHREKKVÍSI STJÖRNUSPA cftir Frances Prakc KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú hefur skarpa hugsun og ert forvitinn um alla skapaða hluti. AFMÆLI Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú hefur áhuga á hópstarfi um þessar mundir og gætir jafnvel átt frumkvæði í sum- um málum. Ferðalög og vin- átta eru efst á baugi núna. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú nærð takmarki þínu varð- andi vinnuna og þarft að semja við yfirmann þinn um frjálsari vinnutíma. Tvíburar (21.maí-20.júní) Þú þarft að taka ákvörðun varðandi innkaup til heimil- isins. Almennt séð er þetta góður tími til viðskipta. Krabbi (21. júnf — 22. júll) HSS Þú geislar af auknu sjálfs- trausti og nú leggur þú áherslu á að hitta fólk. Þú hefur þörf á að komast í frí og þarft að skipuleggja það. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) <f4fo Þú færð skyndilega þörf til þess að gera heimilið fínt og snyrtilegt. í kvöld skaltu njóta árangurs erfiðis þíns með fjölskyldunni. Meyja (23. ágúst - 22. september) <jU Þú hefur nóg að gera við að útrétta fyrir heimilið og heim- sækja fólk. í kvöld skaltu koma hugmyndum þínum á framfæri við rétta aðila. Vog (23. sept. - 22. október) Þú skalt klára það sem þú ert að vinna að núna, áður en þú byijar eitthvað nýtt. Það væri óvitlaust að athuga að skipta um vinnu. Sporðdreki (23.okt.-21.nóvember) Vanræktu ekki ástvini þína, þó í mörg horn sé að líta hjá þér. Reyndu að skipuleggja tíma þinn, þá hefst allt. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) ^0 Hlustaðu á félaga þinn, því hann hefur margar frábærar hugmyndir fram að færa, sem þú getur nýtt þér. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Félagar þurfa að gera fjár- hagsáætlun og komast að samkomulagi um, hvemig best sé að haga málum með framtíðina í huga. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Það er ánægjulegur tími framundan hjá vatnsberum og sumir þeirra í rómantísk- um hugleiðingum. Fiskar (19. febrúar-20. mars) í dag hefðirðu gott af að njóta listar, eða skoða söfn. Rómantíkin er í hávegum höfð í kvöld. INGIGERÐUR KARLSDÓTTIR Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spir af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Á þessum tímamót- um í lífi þínu, Ingigerð- ur, er þú fyllir sjöunda tuginn, langar mig að setja litla árnaðarósk á blað, í þeirri von að það geti yljað þér og þínu fólki um hjartarætur. Uppruni okkar beggja er úr sjómanna- og skipstjórahverfinu í vesturbæ Reykjavíkur. Þar lágu leiðir okkar reyndar ekki saman, og ekki fyrr en Inga giftist Hjalta Pálssyni framk væmd astjóra, vini mínum um áratuga skeið. Um ætt Ingu er ég ófróður, þær upplýs- ingar birtast áreiðanlega annars staðar í tilefni af afmælinu. Fyrsta heimili sitt settu þau saman í Hát- úni og leigðu af Eggert Guðmunds- syni listmálara sem dvaldi víst um þær mundir í Ástralíu. Ég heim- sótti þau hjónin oft og kynntist þá húsmóðurinni, sem tók mér og öðr- um vinum eiginmannsins ætíð vel. Það hefir verið hennar háttur síðan. Hjalta kynntist ég lítilsháttar á unglingsárunum, en bróðir hans og ég vorum bekkjarbræður i gagn- fræðaskóla. Heimili foreldra hans, Guðrúnar og Páls Zophoniassonar, Reykjavík stóð öllum vinum og kunningjum barna þeirra opið og þar ríkti hjartahlýja og jákvætt hugarfar í garð unga fólksins. Eg hefi notið félagsskapar við Ingu fyrst og fremst sem húsmóður á stóru og gestkvæmu myndar- heimili þeirra hjóna, en ekki í störf- um hennar utan heimilisins. Hún var sem mörgum er kunnugt í ein- valaliði flugfreyja í árdaga farþega- flugs á íslandi. Sá starfsvettvargur varð ekki langur, en almættið iagði á hana mikla iífsreynslu og mann- raunir. Hetjudáðir sýndu hún og aðrir í áhöfninni, er flugvél Loft- leiða fórst á Vatnajökli í september 1950. Sú saga hefur verið skráð í bókinni um Geysi á Bárðarbungu sem kom út 1963 og rifjuð upp aftur 1984 í bókinni Hátt uppi eftir Bryndísi Schram. Af kjarki og myndarskap hóf Inga störf á nýju óþekktu sviði í upphafi farþegaflugs og með sama hugarfari gerðist hún húsfreyja og helg- aði sig velferð eig- inmanns og uppeldi þriggja barna. í forsjá Ingu mótaðist gott og farsælt mannlíf og gestrisni þeirra hjóna er víðfræg og þeim til mikils sóma. Þau eru vinmörg og vinföst og Ingu hefur alltaf tekist að gera litla gestakomu að gleði- stund. Hámark vináttu sem þau Inga og Hjalti hafa sýnt mér og minni konu er þegar við höfum átt þess kost að taka þátt í reiðferðalögum um Borgarfjarðarhérað og ná- grenni, með aðal bækistöð og við- legu í „Lundarhólma“ í Lundar- reykjadal, sælureit fjölskyldunnar. Við gátum haft með okkar eigin hesta og tekið þátt í þeim áföngum i ferðum Hjalta sem hugur okkar stóð til. Þá nutum við mest og best gestrisni hjónanna undir öruggri stjóm Ingu og með miklum myndar- skap. Þessi tími í lífi mínu lýsir nú sem bjart leiftur í minningunni. Óvenjulegur hæfileiki þeirra hjóna var að láta öllum líða vel í áfanga- stað. Þetta fæst seint fullþakkað. Stutt greinarkorn sem þetta get- ur ekki til fullnustu túlkað það sem helst þyrfti að segja hér. Gæfa og gengi megi lýsa brautir ykkar sem ógengnar eru. Þess óskum við hjón- in ykkur til handa, mannvænlegum börnum ykkar og afkomendum öll- um. Ingigerður Karlsdóttir. Minnis- stæðust ertu þegar þú stendur fyrir fjölmennu vinahófi þar sem allt er til reiðu undir styrkri stjórn og skipuiagi. Allir skynja geislandi hlýju, engum finnst hann afskiptur. Þökk sé þér og innilegar hamingju- óskir á afmælisdaginn. Jón M. Guðmundsson. smáskór sérverslun með barnaskó / Dúndur tilboð af eldri geröum af skóm. Leðurskór frá 1.490. Fyrstu skór frá 1.990. Erum í bláu húsi við Fákafen Leður • st. 19-24 Fleiri gerðir verö 1.990 SUMARTILBOÐ Gluggatjaldaefni 20% afsláttur JöL Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, w FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333. Sýning um samsfæður og andsfæður Norðmanna 03 íslendinga á miðöldum. Þjóðminjasafn íslands - kjarni málsins! í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.