Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ h Reuter * Atök í Hebron sjöunda daginn í röð Kjör Hagnes sigur fyrir Thatcher Parkinson verður formaður á ný London. Reuter, The Daily Telegraph. Morðið á Martin Luther King Sonur Kings tal- ar um samsæri Atlanta. Reuter. DEXTER King, sonur blökkumanna- leiðtogans Martins Luthers Kings, telur morðið á föður sínum hafa verið skipulagt af háttsettum banda- rískum embættismönnum. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali á fimmtudag. King sagðist þess fullviss að stjórnvöld hefðu staðið á bak við morðið, árið 1968, af ótta við vax- andi völd föður síns og andstöðu við Víetnamstríðið. Það hefði síðan verið skipulagt af hernum, leyniþjón- ustunni og alríkislögreglunni. Aðspurður sagðist hann telja að Lyndon Johnson forseti hefði vitað um samsærið þar sem það hefði verið allt að því ómögulegt að fram- kvæma svo stóra aðgerð án vitn- eskju hans. James Earl Ray, sem játaði á sig morðið í mars árið 1969, dró játn- ingu sína til baka nokkrum dögum síðar. Hann sagðist hafa játað til að sleppa við dauðarefsingu og kvaðst vera blóraböggull í skugga- iegu samsæri. Áður hafði eldri bróð- ir Dexters sagt að hvorki hann né fjölskylda hans telji Ray sekan. Nið- urstaða rannsóknar þingnefndar og fjölmargra sagnfræðinga er hins vegar sú að Ray hafi átt aðild að morðinu. William Pepper lögfræðingur Rays hefur lengi talað um samsæri. Hann hefur m.a. haldið því fram að Billy Eidson hafi farið fyrir herdeild sem átti að sjá um aftöku Kings ef tilræðið mistækist. I sjónvarpsþætt- inum var Pepper leiddur á fund Eid- son, sem hann hafði haldið fram að tekinn hefði verið af lífi. Hann varð því að viðurkenna að hafa byggt mál sitt á röngum upplýsingum. King-fjölskyldan hefur lagt til við Bill Clinton Bandaríkjaforseta, að hann skipi nefnd til að taka málið upp. -----» -»—♦---- Léttist með snarli Dyflinni. Reuter. ÞAÐ getur gagnast fólki, sem vill grennast, að fá sér dálítið snarl fyrir mat. Er þetta niðurstaða rann- sókna í Bretlandi. Það, sem ræður mestu um lík- amsþyngdina, er brennslan og það, sem fólk lætur ofan í sig, en venju- legir megrunarkúrar enda oft með því, að fólk þyngist um meira en það léttist í sveltinu. Nú hefur kom- ið í ljós, að það getur verið áhrifa- ríkt að fá sér dálítinn bita 90 mínút- um fyrir mat. Þá hefur líkamirin tíma til vinna úr honum og draga um leið úr matarlystinni. Ef menn láta þennan aukabita ofan í sig hálftíma fyrir mat, þá hefur hann hins vegar miklu minni áhrif. -----------» ♦ ♦----- Geimveru- hátíð FIFE Symington, ríkisstjóri í Arizona, er hér að kynna „geim- veru“, sem er sögð hafa valdið dularfulium Ijósagangi fyrir vestan Phoenix í mars sl. Þetta var þó allt til gamans gert en í næsta mánuði ætla íbúar í Ariz- ona að minnast þess að þá eru 50 ár liðin frá því að geimverur hröpuðu þar til jarðar i fari sínu. Að minnsta kosti hefur því verið haldið fram alla tíð síðan. TIL átaka kom í borginni Hebron á Vesturbakkanum í gær, sjö- unda daginn í röð. Var myndin tekin er um eitthundrað palest- ínskir unglingar köstuðu gijóti og bensínsprengjum að 60 manna sveit ísraelskra lögregluþjóna. Slösuðust a.m.k. 20 Palestínu- menn er þeir urðu fyrir gúmmí- kúlum sem lögregluþjónarnir skutu á þá. Átökin blossuðu upp eftir atkvæðagreiðslu á Banda- ríkjaþingi þar sem þess var kraf- ist að Bandaríkjastjórn lýsti því yfir að austurhluti Jerúsalem væri hluti af Israel. NYR leiðtogi stjórnarandstöðunar í Bretlandi, William Hague, hófst í gær handa við að bera klæði á vopn- in í herbúðum íhaldsflokksins, eftir að leiðtogakjör hafði skerpt deilur manna í millum, sérstaklega vegna Evrópumála. Hague bar sigurorð af Kenneth Clarke í þriðju umferð leiðtoga- kjörsins, sem fram fór á fimmtu- dag, og varð þar með yngsti leið- togi flokksins í tæp 200 ár, eða síðan 1783 er Pitt yngri varð leið- togi, 24 ára. Stjórnmálaskýrendur segja að kjör Hagues sé sigur fyrir Margar- et Thatcher, sem var forsætisráð- herra Bretlands í 11 ár, en var velt úr sessi sem leiðtoga flokksins 1990. Hague er eindreginn hægri- sinni og ungur að árum, og því lík- legt að hann þurfi leiðsögn sér eldri stjómmálamanna. Þá kemur Thatc- her til sögunnar, og skoðanir Hagu- es á tengslum við Evrópu eru í takt við skoðanir Thatchers sjálfrar. Hún styður af heilum hug andstöðu hans við að Bretar taki þátt í mynt- bandalagi Evrópu. Að beiðni Hagues hefur Cecil Parkinson tekið að sér formennsku í flokknum, en því embætti gegndi hann einnig þegar Thatcher var leiðtogi. Parkinson er 65 ára og lenti milli tannanna á fjölmiðlum 1983 fyrir aðild að hneykslismáli er tengdist einnig ritara hans. Leiddi það tii afsagnar hans, skömmu eftir að Thatcher hafði unnið stóran kosningasigur. Hann hætti setu í neðri deild þingsins 1992 og á nú sæti í lávarðadeildinni. Fyrrverandi keppinautum boðin skuggaráðuneyti Hague bauð í gær fjórum mönn- um af hægra armi flokksins stöður í skuggaráðuneyti sínu, en „skuggaráðuneyti" stjómarand- stöðunnar fylgjast með og gagn- rýna opinberlega ráðuneyti ríkis- stjórnarinnar. Allir þeir er fengu boð þáðu þau, og segja fréttaskýr- endur að mikilvægast verði að telja að John Redwood, sem deildi opin- berlega við Hague í leiðtogakjörinu og myndaði bandalag við Clarke, þáði boð um að taka að sér skugga- ráðuneyti viðskipta og iðnaðar. Peter Lilley tekur að sér fjár- málaráðuneytið og Michael Howard utanríkisráðuneytið. Báðir gáfu kost á sér í leiðtogakjörinu en drógu framboð sín til baka eftir fyrstu umferð. Stephen Dorrell, sem hætti við framboð áður en fyrsta umferð fór fram, verður skuggaráðherra mennta- og atvinnumála. Clarke fékk ekki boð um skuggaráðuneyti, en hann tók fram strax að kjörinu loknu á fimmtudag að hann hefði ekki áhuga á slíku. Jospin ætlar að byija á því sem hægrimenn töluðu um en þorðu ekki að gera Vill tekjutengja velferðina París. Reuter. LIONEL Jospin, hinn nýi forsæt- isráðherra sósíalista í Frakklandi, hefur gert það, sem hægrimenn hafa talað um ámm saman en þorðu ekki að ráðast í. Hann hefur stigið fyrstu skrefin í þá átt að tekjutengja franska velferðarkerf- ið. Kom það fram í stefnuræðu hans á fimmtudag og vakti strax upp hávær mótmæli ýmissa hags- munafélaga fjölskyldufólks, nokk- urra kristilegra hópa og stéttarfé- laga þeirra, sem eru í efri tekju- þrepunum. I ræðu sinni sagði Jospin, að fjölskyldum með tvö börn og meira en 300.000 ísl. kr. í mánaðartekjur fengju ekki iengur 7.800 kr. í skattfrjálsar bamabætur mánað- arlega eins og nú er. Fyrrnefnd samtök ráku þá upp mikið rama- kvein og Martine Aubry atvinnu- málaráðherra flýtti sér þá að lýsa yfir, að tekjuþröskuldurinn yrði hærri fyrir barnmargar fjölskyld- ur. Fjölskyldur með þijú börn fá nú rúmlega 14.400 kr. á mánuði. Skrefið, sem sósíalistastjórnin er að stíga, er ekki stórt en áætlað er, að hætt verði að styrkja 200.000 fjölskyldur af 4,1 milljón alis. Þetta er þó byijunin. Eina framlagið, sem Jospin lof- aði að hækka, er árleg eingreiðsla til tekjulágra fjölskyldna með böm á skólaaldri. Það verður fjórfaldað og verður 19.500 kr. fyrir barn. Áætlað er, að útgjöld ríkisins vegna þessa verði rúmlega 70 milljarðar ísl. kr. á ári en á móti vega aukin neysla og virðisauka- skattur. í skýrslu, „Frakkland árið 2000“, sem Edouard Balladur, þáverandi forsætisráðherra, lét taka saman 1994, leggur hagfræð- ingurinn Alan Minc til, að tekin verði upp tekjutenging í velferðar- kerfinu. Segir hann, að ríkið hafi engin efni á að ausa íjármunum á báðar hendur út um ailt þjóðfélag- ið í stað þess að takmarka stuðn- inginn við þá, sem hans þurfa. Juppe gafst upp í forsetakosningunum 1995 út- hrópaði Jacques Chirac þessa skýrslu sem „einhliða tæknikrata- sýn“ og þegar Chirac var sestur í forsetastólinn var skýrslunni kast- að. Alain Juppe, forsætisráðherra Chiracs, gældi líka við þá hugmynd að tekjutengja velferðarkerfið en gafst upp þegar því var mótmælt með 24 daga löngu verkfalli starfs- manna í samgöngum. Tilraunir hans til að hækka eftirlaunaaldur opinberra starfsmanna báru heldur engan árangur. „Vandamálið í þessu landi er, að við emm svo upptekin af því, sem við köllum jafnrétti, bræðra- lag og réttlæti," segir háttsettur embættismaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið en hefur starfað jafnt fyrir hægri- sem vinstri- stjórnir. „Þess vegna getum við aldrei sætt andstæður á borð við fulla atvinnu og há lágmarkslaun; styttri vinnuviku og óskert laun, háa launaskatta og meiri atvinnu- sköpun." Fréttaskýrendur segja, að standi Jospin fast á sínu muni hann ganga lengra, til dæmis með því að tekjutengja heilbrigðisþjón- ustuna en kostnaðurinn við hana hefur farið úr böndunum. Hætt er þó við, að millistéttarfólkið í hans eigin flokki og komúnistaflokknum muni ekki taka breytingum af þessu tagi með þegjandi þögninni. Reuter Kossinn ekki tveggja ára virði Japan. Morgunblaðið. YFIRDÓMARI í Singapore hefur linað fangelsisdóm sem kveðinn var upp yfir búrmískum manni, Than Lwin, 37 ára, sem dæmdur var fyr- ir að reyna að kyssa kærustuna sína. Dómarinn lækkaði dóminn, tveggja ára fangelsi og fiengingu, niður í 82 daga fangelsi. Haft var eftir manninum að hann ætli að gift- ast unnustu sinni þrátt fyrir allt. Than Lwin var handtekinn í mars síðastliðnum eftir að kærastan hafði kvartað yfir því við starfsmann lest- arstöðvar, þar sem þau voru stödd þegar atvikið átti sér stað, að Lwin hefði reynt að neyða sig til að kyssa sig. í héraði var hann dæmdur til fyrrnefndra tveggja ára I fangelsi og þriggja vandarhögga. Yfirdómar- inn í Singapore sagði að atvikið hefði verið lítið annað en saklaust rifrildi milli tveggja elskenda, þó vissulega hefði Lwin beitt óþarfa harðneskju til að koma fram vilja sínum. Hann sagði að dómur eins og sá sem fyrst var kveðinn upp ætti meira við þegar um alvarlegar líkamsmeið- ingar væri að ræða. i i » I » » i » I i: f » I » » » i » C f í « I ‘ * k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.