Morgunblaðið - 27.06.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 27.06.1997, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Geitungar seint á ferðinni „ÉG HEF ekkert í höndunum sem segir að meira sé af geit- ungum eða hunangsflugum en venjulega," segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun, og bætir við: „En fólki finnst allt- af voðalega mikið af þessum flugum." Að sögn Erlings hefur kuldakastið sem kom í vor haft augljós áhrif. Gei- tungarnir séu mun seinni á ferð og búin þess vegna mun minni en á sama tíma í fyrra. „Svo á þessum flugum eftir að fjölga smátt og smátt og þá stækka búin,“ segir hann. Erfitt að finna búin Töluvert hefur verið hringt í Erling út af geitungum, aðallega í görðum. Hann seg- ir að menn hafi þá yfirleitt ekki fundið búin, enda finnist þau ekki glatt svona snemma sumars. Þau séu lítil og geti leynst nánast hvar sem er. „Það fer eftir hvernig vor- ar, hvenær flugurnar vakna til lífsins," segir hann. „Venjulega fara geitungar á kreik um miðjan maí og hun- angsflugur um mánuði fyrr. Svo hverfa báðar tegundimar í október, að öllu jöfnu, nema nýjar drottningar sem verða til á haustin og lifa af vetur- inn.“ Holugeitungur grimmur Erling segir að þrjár teg- undir af hunangsflugum og þijár tegundir af geitungum séu á landinu. „Hunangsflug- umar eru ljúfar sem lömb,“ segir hann. „Það er óhætt að klappa þeim og klóra á bak við eyrun, án þess þær kippi sér upp við það. En ef maður tekur utan um þær og heldur þeim föstum, er hætt við að þær grípi til vopna. Ég þekki ekkert dæmi um að hunangs- flugur hafi ráðist á mann, nema hann hafi átt það skil- ið.“ Hvað varðar geitunga segir hann að þeir stingi yfirleitt ekki án þess að vera angrað- ir, en þó sé því ekki að treysta. „Éin tegundin er sýnu verst, svokallaður holugeitungur, og hún er ekki nokkurs trausts verð,“ segir hann. „Hún er hreint út sagt grimm.“ Aðeins kunnáttumenn geta greint á milli þessara þriggja tegunda. Verkalýðsfélag Húsavíkur Yfir 73% sam- þykktu nýjan kjarasamning FÉLAGAR í Verkalýðsfélagi Húsa- víkur samþykktu í gær nýjan kjara- samning félagsins við samninga- nefnd ríkisins fyrir ófaglærða starfs- mann á Sjúkrahúsi Húsavíkur sem gerður var í fyrradag og byggðist á innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins, sagðist sáttur en hefði viljað ná meiru fram. „Frá síðasta tilboði samninga- nefndar ríkisins fyrir verkfall feng- um við breytingu á launatöflu sem við höfðum óskað eftir, valgreina- námskeið og bókun um sérgreina- námskeið. Þá var gerð sú bókun að farið verði yfir vaktafyrirkomulag sjúkrahússins sem verið hefur ágreiningur um og að við fengjum að hafa einhver áhrif í því máli,“ sagði Aðalsteinn. Hann sagði samskipti hafa verið stirð, m.a. vegna vaktanna. Segir hann þær hafa verið settar á vegna strangra sparnaðaraðgerða og laun starfsfólks hafi lækkað umtalsvert. Starfsfólk hafí verið mjög óánægt með þessar aðgerðir og fundist gengið fram í þeim með miklu of- forsi af hálfu stjórnenda sjúkrahúss- ins. Aðalsteinn þakkaði Þóri Einars- syni fyrir þátt hans í lausn deilunnar og segir hann hafa tekið tillit til margra óska verkalýðsfélagsins. Samningurinn gildir frá 1. júní sl. til 31. október árið 2000. Aðalsteinn segir félagið hafa vilj- að fá námskeið meira metin en telur menn þokkalega sátta við samning- inn eins og atkvæði beri með sér. Á kjörskrá voru 66 félagar, 57 greiddu atkvæði eða rúm 86% og samþykktu hann 42 eða 73,3% en 15 höfnuðu honum eða 26,3%. Talningu atkvæða var lokið laust fyrir hádegi og var verkfalli aflýst á hádegi og hófu félagar strax störf. Starfsemin eðlileg Friðfinnur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Húsavík- ur, telur samninginn ágætan og kvaðst feginn að hægt yrði nú að halda úti eðlilegri starfsemi. Hún væri þegar komin í fullan gang á ný- EFTA-dómstóllinn úrskurðar í norska áfengismálinu DÓMSTÓLL EFTA í Lúxemborg, þar sem íslendingar eiga aðild, lætur í dag uppi álit í norsku máli um áfengissölu. Spurningin er hvort það samræmist reglum sambandsins að sterkur bjór, með meira en 4,75% vínanda, sé aðeins til sölu í norska „ríkinu", þ.e.a.s. opinberum áfengis- verslunum. Veikari bjór má selja með sérstöku leyfi í venjulegum búðum í Noregi, en hér á landi er miðað við 2,25% vínandainnihald að hámarki í bjór sem er seldur annars staðar en hjá ÁTVR. Málið er einnig til meðferðar fyrir bæjarþinginu í Osló og niðurstaða EFTA-dómstólsins verður til viðmið- unar fyrir norsku dómarana. Málið snertir þijár greinar sáttmálans um Evrópska efnahagssvæðið milli Ís- lands, Noregs og Lichtenstein ann- ars vegar og ríkja Evrópusambands- ins hins vegar: þá 11. sem bannar magntakmarkanir á innflutningi eða ráðstafanir sem hafa sömu áhrif. Til skoðunar eru þeir hagsmunir inn- flytjenda að selja bjórinn sem víð- ast. Þá kemur 13. grein til sögunn- ar, en hún fjallar um undantekning- ar frá fyrrnefndri reglu, af heilsuf- arsástæðum. Loks snertir málið 16. grein sáttmálans, sem segir að ekki megi mismuna innlendum og útlend- um aðilum í einkasölu. í Noregi þurfa útlendir framleið- endur nú sérstakt heildsöluleyfí til að selja sinn bjór og 4,75% hámark- ið útilokar jafnframt marga útlenda framleiðendur frá einkasölu þar sem innflutti bjórinn er oft sterkari. Fundur forsætisráðherra Norðurlanda í Björgvin ÁHÖFNINNI á Skel ÍS voru færðar blómakörfur þegar skipið kom til heimahafnar. Á myndinni eru frá vinstri: Guðlaugur Páls- son, framkvæmdastjóri Vestfirsks skelfisks, Stefán Jónsson, stjórnarformaður Vestfirsks skelfisks, Bjarni Harðarson, skip- stjóri á Skel ÍS, Eiríkur Finnur Greipsson, sparisjóðsstjóri Spari- sjóðs Önfirðinga og Guðmundur Steinar Björgmundsson, stjórn- arformaður sparisjóðsins. Skel komin NÝTT skelfiskveiðiskip sem Vest- firskur skelfiskur á Flateyri festi kaup á í Bandaríkjunum kom til heimahafnar í gærmorgun. Skipið sem heitir Skel ÍS 33 er með rúm- lega helmingi meiri burðargetu en Æsa ÍS, sem fórst í Arnarfirði í júlí á síðasta ári. Guðlaugur Pálsson, framkvæmdastjóri Vestfirsks skelfisks, áætlar að smávægilegum breytingum sem gera þarf á skipinu verði lokið um miðjan júlí og þá haldi það til veiða. Kaupverð skipsins og kostnaður við breytingar er á bil- inu 95-100 milljónir króna. Skipið er keypt af útgerð í í stað Æsu Tampa í Flórída og er það sér- staklega hannað til skelfiskveiða, en var síðan breytt til að veiða hörpuskel og krabba. Það hefur legið bundið við bryggju um nokk- urn tíma vegna kvótaleysis. Veiði- geta Vestfirsks skelfisks eykst verulega með tilkomu skipsins og á því verður hægt að sækja á mið á Breiðafirði, Faxaflóa og annars staðar við landið. Auka þarf vinnsluna í landi miðað við það hver hún var þegar Æsa var í notkun. Gert er ráð fyrir að 25-30 manns verði við vinnsluna en þegar mest var áður voru starfsmennimir 23 talsins. Morgunblaðið/Halldór SKEL ÍS 33 kemur til hafnar á Flateyri í gærmorgun. Scan-Foto DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra heilsar hinum norska starfsbróður sínum, Thorbjorn Jagland, á fundi forsætisráð- herra Norðurlanda í Björgvin í Noregi í gær. Signrðarmálið ekkirætt ORKUMÁL og niðurstöðu Amsterdam-fundarins, þar með taldar breytingar á Schengen-samkomu- laginu bar hæst á fundi forsætisráðherra Norður- landanna, sem haldinn var í Björgvin í gær. Sér- stakur gestur fundarins var Ryutaro Hashimoto, forsætisráðherra Japans. Að sögn Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra var Sigurðarmálið svokall- aða ekki rætt á fundinum. Davíð heldur heim á leið í dag. „Við ræddum tvíhliðamál ekki á fundinum. Það er venjan að taka slíkt ekki fyrir nema önnur hvor þjóðin telji sig eygja lausn á því fyrirfram og málin eru ekki þannig vaxin að slík lausn sé í sjónmáii. Því töldu báðir aðilar, án þess að það væri sagt, skynsamlegt að taka ekki málið upp í tvíhliða viðræðum," sagði Davíð aðspurður um Sigurðarmálið; töku togarans Sigurðar VE, sem norsk yfírvöld færðu til hafnar í Bodo fyrr í þess- um mánuði. Davíð sagði enn margt óljóst hvað varðaði niður- stöður Amsterdamfundarins, þrátt fyrir að línur hefðu eitthvað skýrst í gær. Hvað Schengen-sam- komulagið varðaði, sagði Davíð, að íslendingar og Norðmenn hefðu lýst því yfír að skoða yrði stjómskipulegan grundvöll mjög nákvæmlega, þar sem ekki væri víst að breytingamar á Scengen- samkomulaginu, sem samþykktar vom í Amsterd- am, stæðust lög í löndunum tveimur. Að þeim þætti frátöldum væri talið að hægt yrði að semja um fyrirkomulag og framgang Schengen, kysu menn það. Af öðrum málum sem rædd vora á fundinum má nefna orkumál, og þá sérstaklega samnýtingu á gasi, stækkun Átlantshafsbandalagsins og að- gerðir gegn mótorhjólaklúbbum. Á fundinum með Hashimoto ræddu ráðherramir m.a. valdaskiptin í Hong Kong, ástandið á Kóreuskaganum og umhverfísmál.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.