Morgunblaðið - 27.06.1997, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 27.06.1997, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 11 Jón Olafsson segist verða að leita réttar síns vegna áburðar Helgarpóstsins Oskar rannsóknar ríkissaksóknara á sakargiftum FRÉTTIR fslenskt dagsverk afhendir fyrstu framlög sín Morgunblaðið/Ásdís FRAMLAG frá íslensku dagsverki var afhent John Winston frá Indlandi. Frá hægri eru Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri íslensks dagsverks, Hallfríður Einarsdóttir frá Iðnnemasambandinu, sem var formaður nefndarinnar, Snævar Sigurðsson, John Winston og Jónas Þórisson, framkvæmda- stióri Hjálparstofnunar kirkjunnar. FYRSTA framlag frá íslensku dagsverki, söfnunarherferð náms- mannahreyfingarinnar frá liðnum vetri, var afhent í gær f ulltrúa Sameinuðu indversku kirkjunnar. Alls söfnuðust 4,6 milljónir króna og mun verkefnisnefnd þegar í haust hefja undirbúning næstu herferðar en slík herferð er ráð- gerð annað hvert ár hér eftir. Nokkur samtök námsmanna efndu í annað sinn til íslensks dagsverks 13. mars sl. í því skyni að afla fjár til stuðnings iðnnem- um á Indlandi. Alls tóku milli sjö og átta þúsund nemendur í 18 skólum þátt í verkefninu sem unn- ið var í samvinnu við Hjálparstofn- un kirkjunnar og tvo samstarfsað- ila hennar á Indlandi, United Christian Church of India (UCCI) og Social Action Movement (SAM). Á vegum UCCI eru rekin barna- heimili, grunnskólar og sjúkrahús og SAM-samtökin vinna að félags- legum umbótum með því að skapa fátæku fólki tækifæri til menntun- Styðja ungmenni í Indlandi til iðnnáms ar. Báðir þessir aðilar, sem sinna starfi meðal hinna lægst settu í landinu, hafa um árabil átt sam- starf við Hjálparstofnun kirkjunn- ar og hafa íslendingar stutt starf þeirra með framlögum. Fræðsla og fjáröflun Herferðin íslenskt dagsverk byggðist annars vegar á að fræða nemendur framhaldsskóla og há- skóla um aðstæður ungmenna í Indlandi og hins vegar brýna þá til stuðnings með því að leggja fram vinnu til að afla fjár til verk- efnisins. Hjá UCCI verður stutt við aukið iðnnám og verður komið á kennslu í fimm til sjö iðngreinum og allt að 10 nemendum í hverri. Er þær m.a. smíði, rafiðn, sjón- varps- og ísskápaviðgerðir, körfu- og töskugerð og fleira. Hjá SAM verður annars vegar stutt við tölvukennslu, útsaums-, sauma- og sníðakennslu svo og kennslu í akstri og bílaviðgerðum og hins vegar í málmsuðu, smíðum og vefnaði. Séra John Winston, for- stöðumaður UCCI, tók í gær við ávísun úr hendi Snævars Sigurðs- sonar, fulltrúa Félags framhalds- skólanema, að upphæð tæplega 900 þúsund krónur sem er fyrsti hluti framlagsins til samtakanna. Framlagið til SAM hefur þegar verið sent samtökunum. John Winston sagði muna um stuðning sem þennan frá íslenskum ung- mennum sem gerði indverskun ungmennum kleift að stunda iðn- nám til að brjótast úr fátækt. JÓN Ólafsson eigandi Skífunnar fór í gær fram á við embætti ríkis- saksóknara að það hefji opinbera rannsókn á sakargiftum á hendur honum og fyrirtæki hans sem birt- ust í þremur nýlegum tölublöðum Helgarpóstsins, þ.e. 5., 12. og 19. júní. í beiðni Jóns segir að í umrædd- um tölublöðum séu birtar greinar með áberandi uppslætti á forsíð- um, þar sem geti að líta áburð um að hann og fyrirtækið Skífan ehf. taki þátt í refsiverðu misferli með fíkniefni. Skrif bitnað á fjölskyldu Jón óskar þess að opinber rann- sókn fari fram með vísan til 27. greinar laga númer 19 um með- ferð opinberra mála, þar sem m.a. er kveðið á um að ríkissaksóknari skuli eftir því sem unnt er fylgjast með því að þeir sem afbrot fremja verði beittir lögmætum viðurlög- um. Jón sendi jafnframt frá sér yfir- lýsingu í gær þar sem segir m.a. að hann hafi undanfarna mánuði „mátt sæta því, að vikublaðið Helgarpósturinn hefur æ ofan í bendlað mig persónulega og fyrir- tæki mitt við stórfellda glæpa- starfsemi, tengsl við fólk sem ég hef aldrei heyrt nefnt, og aðild að einstökum glæpamálum, sem ég hef í mesta lagi heyrt um í fjöl- miðlum." Ennfremur segir í yfirlýsingu Jóns að mælirinn sé nú fullur og hafi skrif blaðsins bitnað m.a. á fjölskyldu hans. Hann sjái ekki aðra leið en leita réttar síns. Kvíðir ekki niðurstöðu „Meiðyrðamál er kannski aí- gengasta leiðin í málum af þessu tagi og kemur til álita, þótt ég sjái ekki mikinn tilgang í því að fá æruna dæmda af þeim sem enga hefur. Ég hef hins vegar í dag óskað eftir því við ríkissak- sóknara að fram fari opinber rann- sókn á þeim sakargiftum, sem Helgarpósturinn hefur borið á mig. Þær verða þá annaðhvort staðfestar eða ritstjórinn hefur gerst sekur um rangar sakargiftir. Eg kvíði ekki niðurstöðunni," seg- ir Jón að lokum í yfírlýsingu sinni. Islenskt kínakál á markað FYRSTA íslenska kínakálið á þessu sumri er að koma í versl- anir um þessar mundir. í gær var starfsfólk Nóatúns að taka fram fyrstu sendinguna og kostaði kílóið 325 krónur. Geturðu gert betri bílakaup? JJJJJilUUMBÖÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson.Wíf HtW’.'afnarfiórður: Gudvarður Elíasson, GrænukinrTO JBtkureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf., Miðási 19, : BG bilakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri S, simi 482 37 00. Gerðu samanburð og taktu síðan ákvörðun. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17,108 Reykjavík. Sími 568 51 00. 3-dyra BALENO: 1.140.000,- kr.* 4-dyra BALENO: 1.265.000,- kr.*, 4-dyra BALENO 4WD: 1.480.000,- kr. BALENO WAGON 2WD: 1.450.000,- kr.*, BALENO WAGON 4WD: 1.580.000,- kr. * Sjálfskipting 100.000,- kr. SUZUKI ÐALENO MEÐ: aflmikilli 16 ventla vél • vökvastýri • veltistýri • samlæsingum • rafdrifhum rúðu- vindum • rafstýrðum útispeglum • útvarpi/ segulbandi með 4 hátölurum • upphituðum framsætum • öryggisloftpúðum fyrir ökumann og farþega í framsæti • styrktarbitum í hurðum • samlitum stuðurum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.