Morgunblaðið - 27.06.1997, Síða 14

Morgunblaðið - 27.06.1997, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LISTA97 SUMAR AKUREYRI Tónlist, myndlist og fyrir- lestur Morgunblaðið/Kristján JOHN Erik Stern-Peltz hjá Citibank heimsótti Hita- og vatnsveitu Akureyrar í vikunni í tilefni af samningi við bankann um lántöku upp á 26 milljónir Bandarikjadala. Með honum í för var Ólafur ísleifsson í alþjóðadeild Seðlabankans, sem aðstoðaði HVA við samningagerðina. F.V. Ólafur, John, Ari Rögnvaldsson, yfirvélsljóri HVA, Franz Árnason, hita- og vatnsveitustjóri, Baldur Dýrfjörð bæjar- iögmaður, Svavar Ottesen, formaður veitustjórnar, og Dan Brynjarsson hagsýslustjóri. Hita- og vatnsveitan tekur lán að upphæð 26 milljónir Bandaríkjadala Heildarskuldir um 3 milljarðar króna SAMSÝNING akureyrskra listamanna stendur nú yfir í Deiglunni. Akureyri hefur gefið af sér marga myndlistarmenn gegnum tíðina, sumir þeirra eru búsettir á staðnum en aðr- ir hafa haldið á aðrar slóðir en nú sameinast tæplega 50 þeirra á sýningu í Deiglunni. Ramminn sem settur er um sýninguna er sá að allar mynd- irnar eru jafnstórar, 50x50 cm, en myndefni og aðferðirnar eru mjög mismunandi. Sýningin stendur til 7. júlí. Sinfóníuhljómsveit íslands og Sinfóníuhljómsveit Norður- lands ásamt Richard Simm píanóleikara, flytja verk eftir Rachmaninoff og Mahler í íþróttaskemmunni, laugardag- inn 28. júní kl. 17. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Tónleikar KK Söngvarinn, gítarleikarinn og tónskáldið Kristján Krist- jánsson - KK, mun heimsækja Akureyri um helgina og halda tónleika í Aksjón Café á laugar- dagskvöld. KK er um þessar mundir að vinna að útgáfu hljómplötu. Tónleikarnir hefj- ast kl. 22 en húsið opnar kl. 21. Aðgangseyrir er kr. 1.200. Hermann Pálsson, fyrrver- andi prófessor við Edinborgar- háskóla og núverandi fræði- maður og rithöfundur, er nú með aðsetur í Davíðshúsi. Hann heldur fyrirlestur sem hann nefnir „íslandssögur, menning og munnmæli" á Aksjón café sunnudaginn 29. júní kl. 16. Kirkjukór frá Færeyjum Myndlistarsýningu Guð- bjargar Ringsted í Gallerí Svartfugli í Listagilinu lýkur um helgina. Kirkjukórinn í Rúnavík í Færeyjum heldur tónleika í Akureyrarkirkju mánudaginn 30. júní kl. 20.30. Kórinn kem- ur hingað í framhaldi af vina- bæjarheimsókn til Egilsstaða. HEILDARSKULDIR Hita- og vatns- veitu Akureyrar eru um 3 milljarðar króna og hafa lækkað um rúmar 500 milljónir króna frá því í árslok 1993. Eftir er að greiða um 200 milljónir króna í afborganir af lánum á þessu ári og vonast Franz Árnason, hita- og vatnsveitustjóri, til að um næstu áramót verði skuldir veitunnar komnar niður undir 2,8 milljarða króna. Það ráðist þó af því að gengi krónunnar haldist óbreytt miðað við „skuldakröfu“. Höfuðstóll veitunnar var jákvæður samkvæmt ársreikn- ingi 1996 og er það í fyrsta sinn sem svo er. Hitaveita Akureyrar tók lán hjá Citibank árið 1987. Lánið var til 10 ára, svokallað kúlulán og var láns- upphæðin 32 milijónir Bandaríkja- dala. Lánið var tekið til að greiða upp 15 milljón dollara lán frá Citi- bank, auk þess sem greidd voru upp mörg óhagstæð lán sem tekin höfðu verið frá 1977 tii 1987. Lánið var með ríkisábyrgð. Á síðari hluta síðasta árs var ákveðið að lcita til Seðlabanka og Ríkisábyrgðarsjóðs vegna nýrrar lántöku til að greiða upp lánið frá 1987. Heimiid var í lánsfjárlögum til þess að veita ríkisábyrgð vegna lántöku HVA. Ákveðið var að leita tilboða hjá völdum aðilum erlendis í lán að jafnvirði 34 milljóna Banda- ríkjadala, til að greiða upp lánið ásamt vöxtum. Lán yfirtekin af bæjarsjóði Eins og kunnugt er seldi Akur- eyrarbær hlut sinn í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. og hugðist nota tekjur af sölunni til að greiða upp skuldir. Þegar farið var að skoða þau lán sem greiða átti kom í ljós að nokkur innlend lán báru fremur lága vexti. í kjölfarið var á ákveðið að HVA yfirtæki nokkur lán bæjar- sjóðs samtals að upphæð 500 miilj- ónir króna, verðtryggð lán með vel innan við 6% vexti. Þegar þetta lá fyrir var send út ósk um lánstilboð í 27 milljónir Bandaríkjadala eða jafngildi þess í öðrum gjaldmiðlum. Sex tilboð bárust frá virtum fjár- málastofnunum sem starfa á al- þjóðamarkaði. Að vandlega athug- uðu máli og að höfðu samráði við Seðlabanka og Ríkisábyrgðarsjóð lögðu hita- og vatnsveitustjóri og hagsýslustjóri til við veitustjórn að gengið yrði til samninga við Citi- bank. Veitustjórn og síðan bæjar- stjórn samþykktu tillöguna. Betri lánskjör vandfundin Á meðan var verið að ganga frá málinu, m.a. ákvarða gjaldmiðla- samsetningu lánsins, kom í ljós að efni voru til að lækka lántökuna um 1 milljón dala eða í 26 milljónir. Lánssamningurinn gerir ráð fyrir fljótandi vöxtum og er lánið í þrem- ur gjaldmiðlum, dollurum, þýskum mörkum og frönskum frönkum. Af- borgarnir af láninu hefjast árið 2001, eru litlar í byrjun en fara hækkandi í samræmi við lækkun annarra skulda HVA. „Við sem að lántökunni unnum erum mjög sáttir við árangurinn og erum þess jafnframt fullvissir að Citibank hefur teygt sig mjög langt til að koma til móts við okkar óskir. Einnig má fullyrða að betri lánskjör eru vandfundin um þessar mundir," sagði Franz. f/ó()or í emum /jdÁ’Aw ^fiótta undan ástinni pessv\rðiaðte Wévcn á r\Sf Rarnsráúið ^ ásútgáfan Glerárgötu 28 - Sími 462 4966 Forsetahjónin á vinabæjaviku Forsetinn afhjúpaði listaverk í miðbænum FORSETI íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og kona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, komu til Akureyrar í gær og tóku þátt í dagskrá á lokadegi norrænu vinabæjavikunnar NOVU 97. Ólaf- ur Ragnar afhjúpaði listaverk í miðbænum og forsetahjónin voru heiðursgestir á „Nordisk aften“ hátíðarkvöldverði í íþróttahöllinni í gærkvöldi, ásamt sendiherra Nor- egs og starfsmönnum annarra nor- rænna sendiráða. Listaverkið sem afhjúpað var í - kjarni málsins! miðbænum, var unnið af 19 ung- mennum frá norrænu vinabæjunum fímm sem þátt tóku í vinabæjavik- unni en Sólveig Baldursdóttir, lista- maður á Akureyri, hafði yfirumsjón með þeirri vinnu. Sólveig fór í heim- sókn til vinabæjanna í vetur og þar hófst vinna við verkið á hveijum stað. Ungmennin luku við sinn hluta heima og hver súla steypt í brons en alls eru 5 súlur í verkinu. Unnið hefur verið við uppsetningu verks- ins í vikunni og við gerð tjarnarinn- ar sem því tilheyrir. Bæjarstjórar vinabæjanna fimm afhjúpuðu hver sína súluna en for- seti Islands vígði verkið, með því að klippa á borða við tjörnina. Að sögn Ingólfs Ármannssonar er þetta verk skilaboð ungmennanna um framtíðina. Afmælis- hátíð Olís OLÍS stendur fyrir íjölbreyttri af- mælishátíð við þjónustumiðstöð Olís á Akureyri laugardaginn 28. júní frá kl. 10-16. Hátíðin er haldin í tilefni af 70 ára afmæli félagsins og teng- ist afmælisleik Olís, „Veisluhöld og vinningar". Dagskrá hátíðarinnar verður fjöl- breytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Gevalía býður kaffið, Vífilfell gosið og grillað verð- ur af kappi. Olli mætir á svæðið og gefur Ol-ís, djasshópur frá Tónlistar- skóla Akureyrar leikur milli kl. 13 og 14, KA-menn þvo bíla ókeypis milli 12 og 15. Börnin komast í skemmtileg leiktæki, fá óvæntan glaðning og fleira verður á dagskrá. -----♦ ♦ ♦ Meiiningarkvöld Ólafsfjörður. Morgunblaðiö. MENNINGARKVÖLD til _ heiðurs tónlistarmanninum Jóni Árnasyni frá Syðri-Á verður haldið í Tjarnar- borg laugardagskvöldið 28. júní. Margir góðir gestir koma fram, m.a. Sigrún Eva Armannsdóttir, Ólafur Þórðarson, Harmonikkufélag Eyja- fjarðar og fleiri. Eftir skemmtidagskrá verður dansað við harmonikkumúsik. ♦ ♦ ♦----- * Islandsflug kynnir flug til Akureyrar ÍSLANDSFLUG mun hefja áætlun- arflug milli Reyjavíkur og Akureyrar þriðjudaginn 1. júlí. Farnar verða tvær ferðir á dag aila daga vikunn- ar, á 46 sæta ATR vél félagsins. Af því tilefni hefur félagið boðað til fjörugra flugdaga á Akureyrar- flugvelli laugardaginn 28. júní, frá kl. 15-17. Þar gefst gestum kostur á að skoða Dornier og ATR flugvél- ar íslandsflugs og kynna sér starf- semi félagsins á Akureyri. Gestum verður boðið upp á kaffi, gos, ávaxtasafa og pizzur og þau ynstu fá sleikjó. í gangi verður happ- drætti og eru glæsilegir vinningar í boði. -----»...» 4--- Fimm og köttur sýna FJÖLLISTAHÓPURINN Fimm og köttur opnar sýningu í International Gallerý of Snorri Ásmundsson í kvöld kl. 21. Hópurinn samanstendur af lista- mönnum af öllum stærðum og gerð- um sem sameinst nú með eldmóð í hjarta í að skapa sýninguna „Líf ?“ fyrir alla fjölskylduna. Morgunblaðið/Björn Gíslason FORSETI íslands, herra Ólaf- ur Ragpiar Grímsson, aflyúp- aði iistaverk 19 norrænna ungmenna á vinabæjaviku á Akureyri í gær. I- í , » L t i I I € i i i J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.