Morgunblaðið - 27.06.1997, Síða 17

Morgunblaðið - 27.06.1997, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1997 17 Afmælisár í Stykkishólmi Bæjarskemmtun haldin 29. júní Stykkishólmi - Það eru margar stofnanir og félög í Stykkishólmi sem eiga merkisafmæli á þessu ári. Á þessu ári eru 400 ár síðan verslun hófst í Stykkishólmi, 10 ár síðan bærinn fékk kaupstaðarrétt- indi og 150 ár frá stofnun Amtbóka- safnsins í Stykkishólmi. Þessara tímamóta verður minnst í Stykkis- hólmi á veglegan hátt sunnudaginn 29. júní nk. Afmælisdagskráin hefst kl. 13 við Norska húsið. Þar mun Lúðra- veit Stykkishólms leika og Kór Stykkishólmskirkju syngja. Opnuð verður sýning í Norska húsinu á verkum eftir Rudolf Weissauers. Árið 1982 fékk Amtbókasafnið um 200 vatnslita- og grafíkmyndir eft- ir þýska listamanninn Rudolf Weissauers að gjöf frá Katli Jóns- syni frá Hausthúsum í Eyjahreppi. Er þetta í fyrsta skipti sem mynd- imar eru sýndar almenningi og hefur Bragi Ásgeirsson valið mynd- ir á sýninguna. Þá verður meðal annars boðið upp á götuleikhús og afmæliskaffi í félagsheimilinu. Um kvöldið verða tónleikar fyrir ungl- ingana þar sem nokkrar vinsælar hljómsveitir skemmta. Þá verður dansleikur í félagsheimilinu á laug- ardagskvöld fyrir eldri aldurs- flokka. Atvinnulífssýning á Hvammstanga Áhersla á framleiðslu matvæla og iðnvarnings Hvammstanga - Atvinnulífssýn- ingar, sem er liður í Björtum nótt- um, héraðshátíð Vestur-Húnvetn- inga, verður haldin á Hvammstanga laugardag og sunnudag, 28. og 29. júní. Verður þar lögð áhersla á að kynna framleiðslu matvæla og iðn- vamings, handverk og margvíslega þjónustu sem veitt er í héraðinu. Að sögn Björns Hannessonar, framkvæmdastjóra Bjartra nátta 1997, verður um fjölbreytta og áhugaverða sýningu að ræða sem sett verður upp í Félagsheimilinu Hvammstanga og einnig á útisvæði þar. „Þetta verður í fyrsta sinn sem slíkur vettvangur skapast í hérað- inu og taka um 30 aðilar þátt í sýningunni. Sýnd verður starfsemi og fram- leiðsla sjávarútvegsfyrirtækja og landbúnaðarafurðastöðva, fjöl- breytt handverk héraðsbúa og þijár saumastofur, sem allar hafa sér- stöðu, sýna framleiðslu sína auk þess sem margvísleg iðnaðarstarf- semi verður kynnt. Má þar nefna trésmíði, innréttingasmiðju, eðal- málmsmiðju, fyrirtæki á sviði hug- búnaðar og tölvuvinnslu og orku- sölu.“ Upplýsingamiðstöð ferðamála verður á staðnum og kynnir ýmsa BJÖRN Hannesson, fram- kvæmdastjóri atvinnulífssýn- ingarinnar á Hvammstanga. ferðaþjónustu sem í boði er i Vest- ur-Húnavatnssýslu. Á útisvæði verður búvélasýning á vegum sölu- umboða. í kjölfar átaksverkefnis Vestur- Húnvetninga sem starfrækt var árin 1989-1991 voru stofnsett nokkur smáiðnfyrirtæki sem mörg hver hafa skotið föstum rótum í héraðinu. Er því atvinnulíf héraðs- ins fjölbreyttara og gróskumeira en margur hyggur, segir Björn enn- fremur. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir VERKTAKINN að störfum í Kokkálsvíkurhöfn. Skjólgarður í Kokkálsvíkurhöfn Drangsnesi - Unnið er að endurgerð skjólgarðs í Kokkálsvíkurhöfn við Drangsnes. Garðurinn, sem gerður var árið 1973, var farinn að gefa sig á kafla þannig að sjór gekk yfír hann ef eitthvað var að veðri. Framkvæmdin var boðin út og var Guðjón Jónsson frá Hvolsvelli með lægsta tilboðið í verkið, um 80% af kostnaðaráætlun eða tæpar fjórar og hálf milljón. í verkinu felst að taka upp gijót og endurraða í garðinn og auk þess styrkja hann með viðbótar- magni af gijóti. Á verkinu að vera lokið um miðjan júlí. Morgunblaðið/Ólatur Bernódusson KRAKKARNIR heilluðust mjög af tertunni sem var í boði í tilefni afmælisins. Leikskólinn Bamaból 20 ára Skagaströnd - Það var mikið um dýrðir þegar haldið var upp á 20 ára afmæli leikskólans Barnabóls í sól og blíðu 20. júní síðastliðinn. í tilefni dagsins buðu börnin foreldrum sínum, systkinum, öfum og ömmum til garðveislu á leikskólanum. Margt var um manninn í af- mælishófinu þar sem krakkarn- ir sýndu leikrit og sungu fyrir gesti. Þá var boðið upp á grillaðar pylsur og tertu ásamt dry kkj arföngum svo enginn væri nú svangur í veislunni. Leikskólabörnin voru misjafn- lega áhugasöm fyrir veisluhald- inu því sum þeirra vildu helst ekkert láta trufla sig í sand- kassanum og virtust ekki botna neitt í öllum þessum mannfjölda sem allt í einu mætti i leikskól- ann þeirra. Það var Lionsklúbbur Skaga- strandar sem byggði leikskól- ann á sínum tíma og afhenti Höfðahreppi hánn til rekstrar og eignar. Á siðasta ári var síðan tekin í notkun viðbygging við skólann þar sem eldra húsið var orðið alltof lítið til að sinna þörfinni fyrir leikskólapláss. Barnaból starfar nú í tveimur deildum, fyrir og eftir hádegi, og þar eru átta starfsmenn. Hafnarframkvæmdir á Þórshöfn Lægsta tilboð var 53,6 milljónir Þórshöfn - Töluverðar fram- kvæmdir verða við höfnina á Þórs- höfn á næstu mánuðum en á mið- vikudag voru tilboð opnuð í gerð brimvarnargarða. Alls buðu níu fyrirtæki í verkið. Kostnaðaráætlun er kr. 71.394.881 og lægsta tilboð áttu Hjarðamesbræður ehf, Höfn, kr. 53.612.240 sem er um 75% af kostnaðaráætlun. Auk Hjarðames- bræðra buðu eftirtalin fyrirtæki í verkið; Iðufell ehf, Raufarhöfn, Klæðning hf, Bergbrot-Borgarvirki, Suðurverk, Ellert Skúlason hf, Há- fell ehf. Héraðsverk ehf. og Rögn- valdur Ámason. Þessar hafnarbætur eru taldar mjög þarfar því á síðari árum hef- ur umferð um höfnina margfald- ast, m.a. vegna aukinna umsvifa hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Með nýjum varnargörðum verður meiri kyrrð í höfninni og betur fer um skipin í leguplássum, auk þess sem þægilegra verður að skipu- leggja umferð í höfninni. Smábáta- aðstaða nýtist einnig betur. Höfnin lífæð fyrirtækis og byggðar Breytingar í útgerð og fisk- vinnslu ásamt veralega auknum umsvifum hafa á seinni áram kall- að á umtalsverðar framkvæmdir við höfnina. Með líkantilraunum hjá Vita- og hafnamálastofnun árið 1991 var lagður grannur að þeim framkvæmdum sem síðan hefur verið unnið að og verður unnið að á næstu áram. Meginniðurstöður þeirra til- rauna voru þær að til að ná ásætt- anlegri kyrrð innan hafnar í öllum vindáttum væri nauðsynlegt að lengja núverandi Norðurgarð og byggja nýjan garð út frá austur- landinu, svokallaðan Suðurgarð. Innsigling og aðkoma að loðnu- og síldarlöndunarköntunum var dýpkuð 1993 í 7,5 metra þannig að stærri nótaskip eiga nú greiða leið inn til löndunar. Fyrir tveimur árum var rekið niður 70 metra langt stálþil framan við salthús H.Þ. og var gengið frá þekju og lögnum við þann kant 1996. Þess- ar framkvæmdir hafa stórbætt alla aðstöðu á hafnarsvæðinu, einkum er aðstaða til löndunar á síld og loðnu til manneldisvinnslu bætt ásamt aðstöðu til löndunar á kú- fiski. Hafskipakantur lengdur í næsta áfanga Samkvæmt hafnaráætlun eru fjárveitingar til byggingar brim- vamargarðanna á þessu ári og á næsta ári og skal framkvæmdum lokið næsta vetur. Næstu áfangar era síðan að bæta aðstöðu til vöru- flutninga um höfnina með lengingu hafskipakants og bundnu slitlagi á gámasvæði. Að því loknu verður ráðist í að auka viðlegurými innan hafnar, bæði til að bæta aðstöðu smærri báta og einnig til að koma til móts við þarfir ýmissa þjónustu- fyrirtækja sem flotinn á viðskipti við, s.s. vélsmiðjur og veiðafæra- gerðir. Tækiiival Shellstöóvarnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.