Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUK 27. J UNI 1997 Zð ERLENT Síðustu dagar löggjafarþings Hong Kong Saka Breta o g Banda- ríkjamenn um svik Hon£ Kong, Taipei. Reuter. Birtir til hjá Svíum? Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „FJÁRÚTLÁT í stað niðurskurðar" er boðskapur Görans Perssons for- sætisráðherra Svía að loknum fundi í stjórn Jafnaðarmannaflokksins. Jafnframt boðar hann skattahækk- anir á hálaunafólk þar sem jafna þurfi byrðunum. Samtök sænskra iðnrekenda benda hins vegar á að efnahagsstaðan sé enn ótrygg og ekki horfur á aukinni atvinnu. Göran Persson álítur að Svíar séu nú komnir yfir erfiðasta hjallann í glímunni við efnahagsvandann. Á næsta ári verði því til fé til að deila út og nú þurfi að ræða hvernig því verði skipt. Stjórnin hefur þegar tilkynnt að skólakerfinu verði sinnt sérstaklega. Jafnframt hefur Pers- son beint sjónum að miklum kaup- hækkunum framkvæmdastjóra og hefur látið í ljós að rétt sé að skatta hátekjumenn sérstaklega. Undanfarið hefur Hægriflokkur- inn verið stærri í skoðanakönnunum en Jafnaðarmannaflokkurinn, en það hefur nú snúist við, rétt þegar Carl Bildt, formaður flokksins, er að koma aftur á heimavöll sænskra stjórnmála. Líklega hefur efna- hagsbati hjálpað Persson. Keisaraynj urnar í Hong Kong KONUR í Hong Kong flykkjast nú á snyrtistofur til að fá hár- greiðslu og andlitsmálningu að hætti keisaraynja í tilefni valda- skiptanna en þá hyggjast konurn- ar skarta sínu fegursta í hinum fjölmörgu valdaskiptaveislum í borginni. Þessi sýningarstúlka er í hópi þeirra sem fengu keisara- lega snyrtingu í gær. KJORNIR fulltrúar á löggjafarþingi Hong Kong, sem munu missa þing- sæti sín við valdatöku Kínverja, hafa harðlega gagnrýnt ríkisstjórnir Breta og Bandaríkjanna fyrir að hverfa frá fyrri yfirlýsingum sínum um að hundsa innsetningarathöfn nýja þingsins. Kínastjórn hefur ákveðið að leysa upp lýðræðislega kjörið löggjafar- þing Hong Kong, er hún tekur við völdum í borginni 1. júlí næstkom- andi, og skipa þess í stað nýtt þing frammámanna sem eru hliðhollir stjórninni í Perking. Þingmenn hins nýja þings verða settir inn í embætti sín við hátíðlega athöfn skömmu eftir að Bretar af- henda Kínveijum borgina. Bæði Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Tony Blair, forsætisráðherra Breta, hafa ákveð- ið að sniðganga innsetningarathöfn- ina í mótmælaskyni við upplausn löggjafarþingsins. Þá hafa bresk stjórnvöld reynt að sannfæra önnur ríki Evrópusambandsins um að gera slíkt hið sama. Það hefur ekki tekist þótt Evrópusambandið hafi skorað á Kínastjórn að standa við fyrirheit um kosningar í Hong Kong innan árs frá valdatökunni. Bretar og Bandaríkjamenn draga í land Nú hafa hins vegar stjórnir bæði Bretlands og Bandaríkjanna dregið í land með afstöðu sína og sagt að aðrir fulltrúar þeirra verði viðstaddir athöfnina. Lýðræðissinnar í Hong Kong, sem eru áhyggjufullir um framtíð sína eftir valdatöku Kin- veija, hafa lýst yfir óánægju og vonbrigðum með umskipti landanna ogjafnvel ásakað þau um svik. Þing- maðurinn Emily Lau fordæmdi stjórnirnar í London og Washington og sagði þær fyrirlitlegar. Martin Lee, formaður Demókrataflokks Hong Kong, sagði að breytingin væri útvötnun á fyrri yfirlýsingum, jafnvel þversögn við þær. Sonny Lo, stjórnmálaskýrandi við Hong Kong háskóla, spáði því að þetta markaði endalok opnberra afskipta Breta af stjórnarfari Kínveija í Hong Kong. Áhrifamenn í Bretlandi hafa hins vegar vísað því á bug að Bretar séu að draga í land með mótmæli sín við upplausn þingsins. Francis Corn- ish, viðskiptafulltrúi bresku stjórnar- innar, sem mun verða viðstaddur athöfnina fyrir hönd breskra stjórn- valda, sagðist styðja embætti Tung Chee-hwa, hins nýja stjórnanda Hong Kong, og starfsliðs hans og vilja eiga góð samskipti við þau í framtíðinni. Hann verði viðstaddur athöfnina vegna þess að þau verði svarin inn í embætti við sama tæki- færi. Fréttaskýrendur eru sammála um að mildari afstaða Bretlands og Bandaríkjanna miði að því að vernda viðskiptahagsmuni landanna á mörkuðum í Kína. Fundað um nýjan sáttmála Evrópusambandsins Santer segir breyting- arnar ganga of skammt Brussel. Reuter. JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, ESB, fordæmdi í gær hvernig leiðtogum ESB-ríkjanna mistókst á fundi sínum í Amsterdam í liðinni viku að samþykkja endurbætur á sambandinu, sem nægðu til að búa það undir stækkun til austurs. Ut- anríkisráðherrar ESB funduðu um niðurstöðu Amsterdam-fundarins í Lúxemborg í gær. „Ég tel að þetta viti ekki á gott með tilliti til stækkunar," sagði Santer í ávarpi fyrir Evrópuþinginu, en hann sparaði ekki gagnrýnina á niðurstöðu leiðtogafundarins fyrir að ganga ekki nógu langt í innri endurbótum á samband- inu. Sáttmálinn verður ekki und- irritaður formlega fyrr en í októ- ber. í dag, föstudag, ætlar hol- lenzka ríkisstjórnin, sem er í forsæti fyrir ESB, að freista þess að útskýra hinn nýendur- skoðaða sáttmála fyrir fulltrúum þeirra ríkja sem hafa sótt um aðild að sambandinu. Ríkjaráðstefna ESB, sem hófst í marz 1996 og lauk á leið- togafundinum í Amsterdam, hafði það hlutverk að endur- skoða stofnanauppbyggingu sambandsins og fyrirkomulag ákvarðanatöku með það fyrir augum að gera hana skilvirkari og í stakk búna til að virka þótt aðildarþjóðunum ijölgaði í allt að 25. Hin upprunalega uppbygging sambandsins var miðuð við 6 aðild- arþjóðir, og þótt þær séu nú orðnar 15 hefur henni ekki verið breytt í grundvallaratriðum. Breytingarnar sem voru ákveðn- ar á Amsterdam-fundinum gengu skammt. Leiðtogunum mistókst að Ijölga svo neinu nemi þeim málefna- sviðum ESB-samstarfsins, þar sem ákvarðanir eru teknar með auknum meirihluta. Þannig héldu aðildarrík- in neitunarvaldi á fleiri sviðum en vonazt hafði verið til að samkomu- lag næðist um, þar sem ákvarðana- taka með 25 aðildarþjóðum við samningaborðið verður fyrirsjáan- lega mjög erfið ef hver og ein þeirra nýtur neitunarvalds. Endurskoðun í fyrsta lagi 2002 Það náðist heldur ekki sam- komulag um að takmarka ijölda framkvæmdastjórnarmeðlima eða um að breyta atkvæðavægi aðildarríkjanna í ráðherraráð- inu. Leiðtogarnir ákváðu þess í stað að fresta endanlegum ákvörðunum er varða endur- skoðun stofnanauppbyggingar og ákvarðanatöku fram til þess tíma sem af næstu stækkun sambandsins verður, sem spáð er í fyrsta lagi árið 2002. Santer dró enga dul á það að sér finndist þessi niðurstaða „undir meðallagi“ og tók Wim Kok, forsætisráðherra Hollands og forseti ráðherraráðsins, und- ir þetta mat framkvæmda- stjórnarforsetans. Reuter JACQUES Poos, utanríkisráðherra Lúxemborgar, býður starfssystkin sín frá Svíðþjóð, Lenu Hjelm-Wallén, og Hollandi, Hans van Mierlo, velkomin á ráðherraráðsfund ESB, þar sem niður- staða Amsterdam-fundarins og fjöl- mörg önnur mál voru rædd. Agreiningur ógnar EMU Frankfurt. Reuter. PENINGALEGUR samruni Evrópu- sambandsríkjanna kann að vera ógn- að af „grundvallarágreiningi" Frakka og Þjóðveija í mikilvægum málum að mati háttsetts embættis- manns í þýska seðlabankanum. Reimut Jochimsen, er á sæti í banka- ráði seðlabankans, sagði við blaða- menn á miðvikudagskvöld að áform- in um Efnahags- og myntbandalag (EMU) héngu á bláþræði í kjölfar þess að ekki hefði verið tekin ský- laus ákvörðun um pólitískan sam- runa á leiðtogafundinum í Amster- dam fyrr í mánuðinum. „Ég hef ekkert á móti evróinu. Hún kann að hafa sína kosti ef hin- ar efnahagslegu og pólitísku for- sendur eru til staðar. Þær eru það hins vegar ekki sem stendur," sagði Jochimsen. Hann sagði brýnt að Frakkar og Þjóðveijar leystu ágrein- ing um þá kröfu Frakka að komið yrði á pólitísku mótvægi við hinn evrópska seðlabanka, sem til stendur að mynda, og kröfu þeirra um að ESB móti stefnu gegn atvinnuleysi. í Þýskalandi hafa margir áhyggj- ur af því að Frakkar vilji draga úr sjálfstæði hins evrópska seðlabanka og auka áhrif stjórnmálamanna á mótun peningastefnu. Jochimsen, sem á aðild að Jafn- aðarmannafiokknum (SPD), sagðist telja skynsamlegt að láta EMU verða að veruleika 1. janúar 1999 líkt og áformað hefur verið þó svo að ein- ungis lítill hluti aðildarríkja ESB uppfylli skilyrði fyrir aðild. Franska utanríkisráðuneytið gerði lítið úr áhyggjum Jochimsens í gær og sagði talsmaður þess að aukinn efnahagsiegur samruni ESB-ríkj- anna myndi gera ágreiningin milli Þýskalands og Frakklands að engu. HAGKAUP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.