Morgunblaðið - 27.06.1997, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 39
JONA
ERLINGSDÓTTIR
+ Jóna Erlings-
dóttir var fædd
21. október 1914.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Skjóli
við Dalbraut í
Reykjavík, að
morgni 20. júní síð-
astliðinn. Móðir
hennar var Kristín,
dóttir Erlends
Magnússonar, b. á
Kaldárbakka í
Skorradal, og
Ragnhildar Berg-
þórsdóttur. Faðir
Jónu var Erlingur,
b. á Stóru-Dragá í Skorradal,
Jóhannssonar, b. á Þyrli, Engja-
landi og á Indriðastöðum,
Torfasonar, b. á Valdastöðum,
Guðlaugssonar. Móðir Jóhanns
var Málfríður Einarsdóttir, en
móðir Málfríðar var Þórunn
Björnsdóttir, b. á Fremra-Hálsi
og á írafelli í Kjós, Stefánsson-
ar, og konu hans Úrsúlu. Systk-
ini Jónu voru Albert kaupmað-
ur og málarameistari, Bertel
málarameistari, Guðlaug versl-
unakona, Ólafur bókaútgef-
andi, Ragnhildur verslunar-
kona, og Ragnar málarameist-
ari. Eru þau öll látin.
Jóna giftist árið 1936, Stefáni
Viktori Guðmundssyni, sjó-
manni, f. 3.2. 1912, d. 25.1.
1993. Faðir hans var Guðmund-
ur Krisiján Bjarnason skip-
sfjóri í Reykjavík, fæddur
12.12. 1872, sonur Bjarna Jóns-
sonar útvegsbónda frá Dalshús-
um í Önundarfirði,
og Rósamundu Guð-
mundsdóttur. Móðir
Stefáns var Sólveig
Steinunn Stefáns-
dóttir, b. á Stóru-
Vatnsleysu á Vatns-
leysuströnd, Magn-
ússonar, fædd 29.3.
1887. Systkini Stef-
áns voru Axel Ósk-
ar sjómaður, Bjarni
yfirumsjónarmaður
þjá Pósti og síma,
Guðmundur Linnar
skipstjóri, Jens, og
Njáll skólastjóri.
Eru þau öll látin, auk tvíbura,
sem létust í æsku.
Jónu og Stefáni varð fimm
barna auðið: Sólveig Helga, f.
15.4. 1933, fyrrum framreiðslu-
kona, gift Friðgeiri Gunnars-
syni, búsett í Reylqavik; Stella,
f. 22.7. 1936, húsmóðir, gift
Aðalsteini J. Þorbergssyni, bú-
sett í Reykjavík; Guðmundur
Kristján, f. 1.5. 1943, vélvirki,
sambýliskona Valborg Björg-
vinsdóttir, búsettur í Reykja-
vík; Erlingur Kristinn, f. 17.8.
1946, framkvæmdastjóri,
kvæntur Erlu Ottósdóttur, bú-
sett í Reykjavík; og Albert, f.
9.4. 1949, sjúkraliði og þjónn,
kvæntur Vigdísi Björnsdóttur,
búsett á Blönduósi. Barnabörn-
in og bamabarnabörnin era
orðin fjölmörg.
Útför Jónu fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag og hefst athöfn-
in klukkan 10.30.
Það var mikil sorgarfrétt, þegar
tilkynning barst frá hjúkrunar-
heimilinu Skjóli snemma að morgni
síðastliðins föstudags, að ástkær
móðir, amma og langamma, hefði
látist. Margar minningar koma upp
í hugann um þessa yndislegu konu,
sem svo oft þurfti að horfast í augu
við harða lífsbaráttuna. Hún bjó
manni sínum Stefáni heimili í
Reykjavík, þegar kreppan mikla
hafði látið að sér kveða víða um
heimsbyggðina sem og hér á landi.
Það hefur því ekki verið auðvelt
að koma upp fjölskyldu á þessum
árum fyrir marga, þegar lífsgæðin
voru naumt skömmtuð. Lífið getur
stundum verið eins dagurinn, sól
rís að morgni og sest að kvöldi.
Við sólarupprás í lífi hennar hefur
örugglega reynt á þolgæði, dugnað
og bjartsýni til að takast á við þá
erfiðleika, sem blöstu við mörgum
á þessum árum. Vinna þurfti hörð-
um höndum til þess eins að geta
séð sér og sínum farborða. Stefán
maður hennar hafði snemma farið
að stunda sjómennsku og gerði í
rúmlega 40 ár. Það kom því í hlut
Jónu að stýra heimilinu, auk þess
sem hún lagði dijúga hönd á plóg-
inn með vinnu utan heimilis, til að
fjölskyldan liði sem minnstan skort.
Jóna var nefnilega ein af þessum
merku alþýðukonum, sem mótbyr
slípaði og styrkti, og taldi það ekki
eftir sér að taka á þegar svo bar
undir. Hún hafði ekki mörg orð um
þá baráttu, sem lífíð var á þessum
árum, frekar en reyndar Stefán
maður hennar, þegar talið barst
að þessu tímabili í lífi þeirra og
sögu þjóðarinnar. Það var stundum
eins og hún hefði varla upplifað
það sjálf, og segir það ýmislegt um
þessa sómakonu.
Tækifærin í lífinu fyrir marga
fjölskylduna á fyrri hluta aldarinn-
ar voru ekki mörg. Brauðstritið var
fólkinu nauðsynlegast, og það
gleymist oft, að mörg merkiskonan
og -maðurinn leyndust einmitt
meðal þessa alþýðufólks, sem að-
eins hafði tíma til að færa björg í
bú, og koma undir sig fótunum.
Of sjaldan heyrast raddir þeirra,
sem lífsbaráttan lék hart og gátu
ekki valið sér leiðir í lífinu. Erfið-
leikar ofan á erfiðleika gátu oft
markað sín spor. Oftar en ekki er
fyrirfólks minnst, þegar það vinnur
afrek sín. Minna fer fyrir afrekum
„venjulegs“ alþýðufólks, sem svo
oft í raun afrekin vinnur í lífinu.
Jóna og Stefán, tilheyra hópi þeirra
síðarnefndu, afreksfólki í lífsins
ólgusjó, sem af æðruleysi tóku því
sem að höndum bar.
Jóna bjó börnum sínum heimili
víðs vegar um borgina, þar á með-
al í Þingholtunum, í næsta ná-
grenni staðinn sem ekki ómerkari
menn en Hannes Hafstein, fyrsti
ráðherra þjóðarinnar, og Sveinn
Björnsson, fyrsti forseti lýðveldis-
ins, höfðu áður búið, auk fleiri þjóð-
þekktra manna. Arin liðu og Jóna
flutti með fjölskyldu sína í Tjarnar-
götu og á Skúlagötu. Síðar bjuggu
þau hjón í Álftamýri, þegar börnin
voru að fljúga úr hreiðri, og við
Grensásveg, áður en þau fluttu á
Norðurbrún. Jóna lagði fyrir sig
ýmis störf um ævina, og vann sem
ung kona á Hótel Borg, þegar það
var upp á sitt besta og í goðsagna-
líki. Jóna stundaði framreiðslustörf
lengi vel og vann hún einnig við
þau á matsölustað í gömlu Mjólkur-
stöðinni við Laugaveg, auk þess
að vera með kaffíumsjón fyrir
starfsmenn á Hótel Sögu síðar
meir. Minnisstæðar eru þær stund-
ir þegar Jóna var heimsótt í vinnu.
Var hún þá örlát á mat og drykk
og muna barnabörnin oft eftir því
þegar hún gaf þeim mjólk og klein-
ur, sem var uppáhald margra af
yngri kynslóðinni á þessum árum.
Jóna var einnig um tíma í fiskvinnu
í Reykjavík, og lagði með því sitt
af mörkum til að þjóðin væri feti
nær þeirri velmegun, sem margur
meðal hennar nýtur í dag og hún
fór á mis við.
Jóna var kölluð Lóa meðal vina
og vandamanna, og barnabörnin
kalla hana Lóu ömmu, og barna-
barnabömin kalla hana auðvitað
Lóu langömmu. Eins og áður hefur
komið fram slípaði og brýndi lífs-
baráttan Lóu, og má kannski segja
að nauðsynlegt hafi verið í lífsbar-
áttu hennar að mynda skráp til að
verjast brotöldunum í lífinu. Hún
gat verið kát og hláturmild, þegar
tilefni gafst til, og bamabömin
minnast oft hláturs hennar, þegar
svo bar undir, sem þýddi oft að
sólin skein skært í hjarta hennar,
þrátt fyrir harða lífsbaráttuna. Lóa
var félagslynd og hafði gaman af
að hitta og spjalla við fólk, og ekki
lá hún á skoðun sinni ef svo bar
undir þegar mál voru rædd, og kom
þá stundum í ljós að hún gat verið
ákveðin og föst fyrir, og skal þar
engan undra. Þetta hefur hún
eflaust þurft að temja sér, þegar
lífíð gat stundum farið um hana
svo óblíðum tökum. Til að skilja
þessa sómakonu varð að fara undir
skrápinn og skoða málin frá hennar
sjónarhóli, og undir niðri gat hún
verið ljúf og góð.
Lóa var mjög svo gestrisin, þeg-
ar hún var sótt heim, og minnast
barnabömin margra góðra stunda
með henni og Stefáni afa sínum.
Hann hafði fært þeim marga gjöf-
ina þegar hann sigldi á skipum
milli landa, og minnisstæðar em
þær stundir, þegar Lóa og hann
buðu þeim upp á heimsins besta
sælgæti úr stórum járnboxum frá
útlöndum. Það vom nefnilega ekki
allar ömmur og afar, sem gátu
boðið upp á slíkar gersemar á yngri
árum barnabarnanna. Þetta voru
heimsóknir og stundir, þar sem
hlátur gall í eymm, og sól var í
hjarta. Oft buðu þau barnabörnun-
um í mat, og þegar sjónvarpsöld
var gengin í garð hjá þjóðinni á
sjöunda áratugnum, þóttu það for-
réttindi að eiga sjónvarp. Fyrir
barnmargar fjölskyldur tók það
tíma að afla sér slíks tækis, og
meðan á þeim biðtíma stóð vom
dyrnar alltaf opnar fyrir bama-
börnin hjá ömmu sinni og afa, sem
áttu eitt slíkt tæki, og auðvitað
fylgdi lúxus sælgæti með í hléum.
A hátíðlegum stundum var gnægð
matar, og oftar en ekki kökur og
gosdrykkir. Áttu barnabömin oft
eftirminnilegar og góðar stundir
þegar þetta bar upp á. Lóa lagði
mikið upp úr að hafa jólin hátíðleg,
og vom jólaskreytingamar mikil-
vægur þáttur í því. Minnast bama-
börnin oft þess hversu vel skreytt
og hátíðlegt var hjá henni, þegar
þau komu í heimsókn, sem gaf
hátíðinni aukið gildi og minnti þau
á anda jólanna. Hún og Stefán
vom dugleg við að fara I heimsókn-
ir, þegar sá var gállinn á þeim,
komin vel á sjötugsaldurinn. Var
þá Skoda-bifreið þeirra hjóna, sem
þau héldu svo lengi tryggð við,
notuð til hins ýtrasta, og var með
ólíkindum hvað þau gátu komist á
milli. En þannig var með þau, þetta
ástkæra alþýðufólk, þeim þótti
þetta ekkert tiltökumál.
Margs er að minnast um þessa
góðu og yndislegu konu og er fátt
eitt hér talið. Eins og áður í lífínu
þurfti Jóna að beijast hetjulega við
hvert áfallið á fætur öðra undir
lokin. Við afkomendur og skyldfólk
viljum innilega þakka starfsfólki á
Skjóli fyrir alla þá frábæru umönn-
un, sem Jóna okkar naut í þeirra
höndum. Það var mikil lífsreynsla
að fylgjast með ótrúlegum lífsvilja
konu, sem vildi ekki gefast upp,
enda aldrei því vön, og vildi vera
meðal okkar þrátt fyrir margar
brotöldur síðustu ára. Hún sýndi
hugrekki og hetjudáð og kenndi
okkur, sem eftir lifum, lexíu er aldr-
ei verður kennd í skóla, nema þá
helst í skóla lífsins. Úr þeim skóla
útskrifaðist þessi yndislega kona
með hæstu einkunn. Þegar sól var
farin að setjast í lífí hennar kom
þessi ótrúlegi lífsvilji enn í ljós, og
þegar sól í raunveruleikanum er á
lofti meiri hluta sólarhrings á þess-
um árstíma í landi, sem hún ól all-
an sinn aldur í, er það kannski
táknrænt að hún skyldi kveðja okk-
ur á sama tíma. Kannski vildi hún
að sól settist aldrei í hjarta okkar
afkomendanna, heldur héldist hátt
á lofti, og við litum björtum augum
fram á veginn, með þrautseigju
forfeðra okkar að leiðarljósi.
Ástkæra og yndislega móðir,
amma, langamma, og tengdamóðir,
Guð blessi þig og varðveiti þig. Við
munum sakna þín sárt. Hvíl þú í
friði.
Börn, barnabörn, barna-
barnabörn og fjölskyldur.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
tengdasonur, bróðir og mágur,
ÁRNI MARGEIRSSON,
Miðgarði 1a,
Egilsstöðum,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans 25. júní
síðastliðinn.
Anna Ingólfsdóttir,
Ásthildur Árnadóttir,
Erla María Árnadóttir,
Una Árnadóttir,
Ásthildur Árnadóttir,
Erla María Sveinbjörnsdóttir
Ragnhildur Margeirsdóttir, Hafsteinn B. Hafsteinsson,
Ásgeir Margeirsson, Sveinbjörg Einarsdóttir,
Veigar Margeirsson, Sigríður R. Jónasdóttir
og systkinabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORKELL J. EGGERTSSON
fyrrverandi varðstjóri
í slökkviliði Akureyrar,
Klettastig 10,
Akureyri,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
þann 18. þ.m., verður jarðsunginn frá Akur-
eyrarkirkju í dag, 27. júní, kl. 13.30.
Guðrún Þorkeisdóttir, Skúli Lórenzson,
Páll Þorkelsson, Sigurlaug Tobíasdóttir,
Kristján Þorkelsson, Jóhanna Gunnarsdóttir,
Lilja Þorkelsdóttir, Geir Hólmarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HALLUR HERMANNSSON,
Dvergabakka 36,
Reykjavt'k,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag,
föstudaginn 27. júní, kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega
bent á Landssamtök hjartasjúklinga.
Sigurveig Halldórsdóttir,
Haukur Hallsson, Elín Ragnarsdóttir,
Stefán Skaftason, Sigríður R. Hermóðsdóttir,
Halldór Skaftason, ína Gissurardóttir,
Gyða Thorsteinsson, Sveinn Þorláksson,
Rósa Thorsteinsson, Árni Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur faðir, tengdafaðir, fósturfaðir og
afi,
BJÖRN RAGNAR EGILSSON
bifreiðastjóri,
Stórholti 32,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn 25. júní.
Birna Ómarsdóttir,
Tómas Tómasson,
Kolbrún Ólafsdóttir,
Óli A. Einarsson,
Frida Svantessen,
Egill J. Björnsson,
Guðríður Guðbjartsdóttir,
Magnús Sigurðsson,
Jóhanna A. Stefánsdóttir,
Björn M. Tómasson,
Yngvi Tómasson,
Stefán P. Magnússon,
Magnús Þ. Magnússon.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR E. ÞORSTEINSSON
verkstjóri,
Sólheimum 23,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn 25. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Elsa Ólafsdóttir, Rúnar Jónsson,
Droplaug Ólafsdóttir,
Þorsteinn Ólafsson, Jóna F. Kristjánsdóttir,
Rósa Ólafsdóttir, Ellert S. Markússon
og barnabörn.
V