Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Unglingum gefnir smokkar um verslunarmannahelgina: REYNIÐ þið nú að hunskast til að do-doa rétt í þetta skipti, ormarnir ykkar... Rofar til í Vopnafirði EKKI verður sagt að laxveiði sé komin í fullan gang í vopnfirsku stóránum Selá og Hofsá, en þó er átstandið til muna skárra í Selá. Þá binda menn vonir við vaxandi straum, en næsti stórstraumur er afar oft sá besti á Norður- og Norð- Austurlandi. Reytingur „Þetta er svona reytingur héma í Selá. Það gæti verið miklu meira, en það er samt nóg að gera héma til að halda mönnum við efnið. Síðustu átta dagana hafa komið að jafnaði tíu laxar á dag á sex stangir, hópur sem veiddi þessa daga veiddi slétta 80 laxa. Menn em því nokkuð sátt- ir,“ sagði Friðþjófur Thorsteinsson kokkur í Hvammsgerði við Selá í gærdag. Þá vom komnir 210 laxar á land úr ánni. „Þetta er bæði vænn smálax og 10-11 punda laxar sem em að veiðast," bætti Friðþjófur við. Lára Dögg Asbjömsdóttir bú- stýra í veiðihúsinu Árhvammi við Hofsá sagði í gærdag að veiði hefði KANADAMAÐURINN Chris Seipio með 17 Iaxa sem hann veiddi á einum degi í Laxá í Kjós fyrir skömmu. Hér í blaðinu stóð að lax- amir hefðu verið 19 talsins, en þeir vora víst „bara“ 17. Það leiðréttist hér með. lengst af verið mjög dauf og um 155 laxar væm komnir á land. „Þetta hefur þó eitthvað verið að glæðast síðustu daga og því vona hér allir það besta,“ bætti Lára við. Þá herma fregnir að dauft hafí verið í Þistilfjarðaránum og snemma í vikunni vom aðeins komnir um 30 laxar úr Svalbarðsá og Sandá. En allra síðustu daga hafa menn orðið varir við nýgengna smálaxa og því er spumingin hvað gerist næstu daga með vaxandi straumi. Góð veiði í Úlfarsá í gær voru komnir 120 laxar úr Ulfarsá, eða Korpu, og er það svip- uð veiði og á sama tíma í fyrra, að sögn Jóns Aðalsteins Jónssonar, eins leigutaka árinnar. Aflinn er nær eingöngu smálax, en sá stærsti veiddist fyrir skömmu, 14 punda fískur sem tók flugu. Veiðimaður var Sigurjón Þ. Sigurjónsson og var laxinn einn fimm laxa sem hann veiddi þann daginn og vora allir teknir á flugu. Egilsstöðum • Fossnesti • Gognvegi • Geirsgötu • Laekjargötu Hafnarfirði • Nesjun við Hornafjörð • Skógorseli • Stórahjolla • Vogum • Ægisíðu 490J«v J V i k u t i I b o ð Safnkortshafar fá að auki 3% afsiátt í punktum. 129 kr. 135 kr. Tjáningarfrelsi og fjölmiðlar Kvikmyndir ritskoðaðar á Islandi ALGERT bann við áfengis- og tóbaksaug- lýsingum, takmarkan- ir á ritstjómammfjöllun um tóbak í fjölmiðlum og lög um kvikmyndaskoðun samrým- ast ekki tjáningarfrelsisá- kvæðum stjórnarskrárinnar. Þetta er meðal niðurstaðna Harðar Einarsson hæstarétt- arlögmanns í nýútkominni bók hans um tjáningarfrelsi og fjölmiðla. Hörður telur að dómar Hæstaréttar allt frá árinu 1990 sýni að rétturinn hafi tekið tillit til skuldbindinga Islands samkvæmt Mann- réttindasáttmála Evrópu. - “Hvaða breytingar hafa orðið á tjáningarfrelsisá- kvæðum á íslandi síðustu ár- in?“ „Árið 1995 var allur mann- réttindakafli stjómarskrár- innar endurskoðaður, þar á meðal tjáningarfrelsisákvæðið, sem var í raun áður aðeins prentfrelsisá- kvæði. Þessar breytingar vom að miklu leyti til samræmis við 10. grein Mannréttindasáttmála Evr- ópu og með þeim var tjáningar- frelsi á íslandi rýmkað til muna. Islenska stjórnarskráin tekur að því leyti sterkar til orða að þar er algert bann við ritskoðun á hvers konar tjáningu, en slíkt bann er ekki að fínna bemm orðum í Mannréttindasáttmálanum, en þar segir að borgaramir skuli njóta tjáningarfrelsis án afskipta stjómvalda. I stjómarskránni era tæmandi taldar heimildimar til að setja skorður við tjáningarfrelsi og í hvaða tilgangi er leyfilegt að nota þær. Það sem er kjarninn í ákvæðinu er þó það sem síðast kemur fram, og það sem oftast er matsatriði þegar mál koma til meðferðar Mannréttindanefndar Evrópu og Mannréttindadóm- stólsins og nú einnig íslenskra dómstóla. Það er spumingin hvort skorður sem settar era samrýmist lýðræðishefðum, eins og það er orðað í stjórnarskránni, eða nauðsyn beri til þeirra í lýð- ræðislegu þjóðfélagi eins og segir í Mannréttindasáttmálanum.“ - „Hvers konar mál eru það sem berast til Mannréttindastofn- ana Evrópu?" „Flest af þeim málum vegna tjáningarfrelsis sem Mannrétt- indadómastóllinn og Mannrétt- indanefndin hafa fengið til úr- lausnar era vegna ærumeiðinga í umræðum um stjómmál eða önn- ur almenn málefni. Það er gerður munur á því hvort menn em í um- mælum sínum að full---------------------- yrða um einhverjar stað- Valdamenn reyndir eða láta í ljós skoðanir sínar. Það ,_______- . - -... verður að vera hægt að ^ 9 Í sýna fram á réttmæti Hörður Einarsson ►Hörður Einarsson hæstarétt- arlögmaður er fæddur í Reykja- vík 1938. Hann útskrifaðist með lögfræðipróf frá Háskóla ís- lands árið 1966. Síðan þá hefur hann unnið að lögmannsstörf- um, ritstjórn og blaðaútgáfu og tekið þátt í öðrum atvinnu- rekstri. Hörður er kvæntur Steinunni H. Yngvadóttur og eiga þau fimm börn. fullyrðinga um staðreyndir en ef menn era að láta í ljós skoðanir sínar er nægilegt að þeir leiði fram eðlileg og skynsamleg rök fyrir þeim. Það skiptir líka máli við hvaða aðstæður og um hverja ummæli era látin falla. Ef stjórn- málamaður heldur harkalega ræðu má hann búast við að hart sé brugðist við. Það skiptir líka máli hvað er verið að ræða um. Menn hafa meira frelsi til að brýna raustina og vekja athygli ef málefnið er mikilvægt og tiigang- ur þeirra málefnalegur. Eins verða stjómmálamenn og aðrir valdamenn að vera við því búnir að orð þeirra og gjörðir séu skoð- aðar í ljósi stöðu þeirra í samfé- laginu. Þeir eiga yfírleitt að reyna að svara fyrir sig fremur en að hlaupa í dómstóla. Annað gildir um óbreytta borgara.“ - Þú segir í bók þinni að lög um tóbaks- og áfengisauglýsingar samrýmist ekki tjáningarfrelsinu. Hvemig rökstyður þú það? „Þessi lög eru sett í virðingar- verðum tilgangi, það er að segja til að vernda heilsu manna. En ég tel að bannákvæðin séu allt of for- takslaus til að geta staðist ákvæði um tjáningarfrelsi. Áfengis- og tóbakssala er lögleg starfsemi hér á landi sem ríkið stendur fyrir og græðir stórfé á. Það er hægt að setja tilteknar skorður við slíkum auglýsingum en það á ekki að vera hægt að setja algert bann við þeim. Það kemur greinlega fram í dómum Mannréttindadóm- stólsins að hann er lítið hrifinn af algeram bannákvæðum. Varðandi tóbakið ganga lögin enn lengra og það er að mínu mati augljóst að þau standast ekki að öllu leyti ákvæði um tján- ingarfrelsi. Það er ekki einu sinni leyfilegt að skrifa greinar um einstakar eiga ad svara tóbakstegundir nema skrifin miði að því að koma á framfæri upp- lýsingum sem draga úr skaðsemi tóbaksneyslu. Lög um kvikmyndaskoðun er annað dæmi um brot á tjáningar- frelsi. Kvikmyndaskoðunin eins og hún fer fram í dag er greini- legt dæmi um ritskoðun. Auðvitað verður að hafa eftirlit með kvik- myndum, ekki síst með tilliti til bama og unglinga. En það á að gera með öðrum aðferðum en rit- skoðun. Það er til dæmis engin ritskoðun á dagblöðum, en þau hafa komið sér upp innra eftirliti og birta yfírleitt ekki efni sem er skaðlegt ungmennum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.