Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDÁGUR 1. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LISTRÆNAR myndir hafa lík- lega sjaldan eða aldrei átt jafn erfitt uppdráttar og nú um I stundir hvað varðar dreifingu og sýningar i kvikmyndahús- um. Fyrir 30 árum voru mynd- ir kvikmyndahöfunda á borð við Antoni- oni, Godard, Ray og Ozu séðar af miklum fjöida manns og enn vinsælli voru mynd- ir höfunda á borð við Fellini, Truffaut, Bergman og Kurosawa. Nú er öldin önn- ur. Þeir sem fást við gerð listrænna mynda nú á tímum þekkjast varla nema i ákaflega þröngum kvikmyndahátíðar- hópum: Abbas Kiarostami frá íran, Hsiou- hsien frá Tævan og Wong Kar-wai frá Hong Kong. Myndir þeirra komast ekki nema í afar takmarkaða dreifingu og eru næstum eingöngu bundnar við kvik- myndahátíðir. Það er helst að myndir Spánverjans Pedro Almodóvars og Kín- verjans Zhang Yimou hafi fengið almenna dreifingu í kvikmyndahús hin síðustu misseri. BANDARÍSKA kvikmynda- tímaritið Film Comment birti nýlega könnun sem gerð var á meðal 83 kvikmyndagerð- armanna, gagnrýnenda og framkvæmdastjóra kvik- myndahátíða í Bandaríkjunum um hvaða myndir gerðar utan Bandaríkjanna sem ekki eru á engilsaxnesku og ekki hafa fengið dreifingu vestra, væri bráðnauð- synlegt að sjá. Alls komust 25 kvikmynda- gerðarmenn frá ellefu löndum á lista yfir þær 30 myndir sem oftast voru nefndar í könnuninni og fjögur lönd áttu flesta fulltrúana, Frakkland, Hong Kong, íran og Taiwan. Á meðal þeirra sem þátt tóku í könnunninni voru gagnrýnendurnir David Ansen hjá Newsweek og Janet Maslin hjá The New York Times, Richard Corliss hjá Time, Terence Rafferty hjá The New Yorker og Andrew Sarris hjá New York Observer. í efsta sæti listans er mynd Jean-Luc Godards, „Nouvelle Vague“ frá árinu 1990 með 439 stig. í öðru sæti er „Les amants du pont neuf“ eftir Leos Carax, gerð i Frakklandi árið 1991 með 433 stig og í þriðja sæti er Og lífíð heldur áfram eftir Kiarostami frá íran með 425 stig. Alls voru nefndar um 300 myndir í könnuninni og sá leikstjóri sem fékk fíest stigin samanlagt var Iran- inn Abbas Kiarostami. í Bandaríkjunum er stærsti kvikmynda- markaður í heimi og fjöldi dreifíngarað- ila sérhæfir sig í sýningum á listrænum myndum. En eins og aðrir þurfa þeir að MYNDIRNAR SEM EKKIERU SÝNDAR Listrænar kvikmyndir eiga erfítt með að fá dreifingu í Bandaríkjunum og víðar og virðast þeir erfiðleikar sífellt vera að aukast. Arnaldur Indriðason skoðaði lista yfír 30 listrænar myndir sem hafa ekki komið fyrir sjónir margra en mælt er eindregið með að sem flestir sjái. reka sín fyrirtæki með hagnaði og Film Com- ment segir að ein helsta ástæða þess að myndirn- ar, sem oftast voru nefndar í könnuninni, hefðu ekki fengið dreif- ingu í Bandaríkjunum væri sú að dreifingarað- ilarnir héldu sig ekki geta hagnast á þeim. Segir blaðið koílega þeirra í Evrópu ekki standa sig hótinu skár að undanskiidum dreif- ingaraðilum í Frakklandi og því gefur listinn nokkra vísbendingu um hvemig málum er háttað utan Bandaríkj- anna einnig. Richard Pena, framkvæmda- stjóri kvikmyndahátiðarinnar í New York og einn af þeim sem þátt tóku í könnun- inni, segir hluta vandans liggja í því að kvikmyndahúsin, sem sérhæfa sig i sýn- ingum á listrænum myndum í Bandaríkj- unum hafa einbeitt sér að því að sýna myndir óháðu bandarísku kvikmynda- gerðarmannanna og aðrar listrænar myndir sem eru með ensku tali. Enskan er að verða allsráðandi á listræna mark- aðnum einnig og það er ein ástæða þess að í könnuninni mátti ekki hafa myndir sem gerðar em á ensku. Þær urðu að vera á annarri tungu. Þannig datt út af listanum mynd eins og Barnið í Macon eftir Peter Greenaway, sem ekki hefur verið dreift vestra. Nýja myndin hans Antonionis, „Ident- ifícation of a Woman" með John Malkovich er ekki á listanum af hún er of ný (Antonioni á eldri mynd í sjötta sæti listans, Handan skýj- anna) en könnunin náði aðeins til þeirra mynda sem gerðar voru eftir árið 1990 og ekki mátti nefna myndir gerðar á þessu ári og seint á síð- asta ári þ\í enn hefur varla reynt á það til hlýtar hvort þær hljóti dreifingu í Bandarikjunum eða ekki. AMEÐAL mynda sem ekki höfðu fengið dreifingu í Bandaríkjunum þegar könn- unin hófst vora Neðanjarðar eftir Emir Kusturica og * „Ulysses’ Gaze“ eftir Grikkj- ann Theo Angelopoulos. Þær voru komn- ar upp í rúmlega 160 stig í könnuninni þegar þær fengu skyndilega dreifinga- raðila og duttu út. Listinn yfir þær 30 myndir sem fólk EIN af hinum óséðu myndum á lista Film Comment, Sumar- saga eftir Eric Rohmer. ætti að sjá hvað sem það kostar lítur svona út: 1. Nouvelle Vague, Godard, Sviss/Frakkland 1990. 2. Les amants du pont neuf, Carax, Frakkland 1991. 3. Og lifið heldur áfram, Kiarostami, íran 1992. 4. Kalt vatn, Olivier Assayas, Frakkland, 1994. 5. „Drifting Clouds", Aki Kauri- smaki, Finnland 1996.6. Handan skýj- anna, Antonioni, Ítalía 1995. 7. Nærmynd, Kiarostami, íran 1990.8. Brúðumeistar- inn, Hou Hsiao-hsien, Taiwan 1993.9. Quince Tree Sun, Victor Erice, Spánn 1992.10. Dalur Abrahams, Manoel de Oliveira, Portúgal 1993.11. Bless, suðrið, bless, Hsiao-hsien, Japan/Taiwan 1996. 12. Kúla í hausinn, John Woo, Hong Kong 1990.13. The Suspended Step of the Stork, Theo Angelopoulos, Grikkland 1991.14. A Brighter Summer Day, Ed- ward Yang, Taiwan 1991.15. Aska tímans, Wong Kar-wai, Hong Kong 1991. 16. Sumarsaga, Eric Rohmer, Frakkland 1996.17. Villtir dagar, Kar-wai, Hong Kong 1991.18. Raddir tunglsins, Federico Fellini, ítalia 1990.19. Leikkona, Stanley Kwan, Hong Kong 1991.20. Madadayo, Akira Kurosawa, Japan 1993.21. Le Carcu, Maurice Pialat, Frakkland 1995. 22. Fallnir englar, Kar-wai, Hong Kong 1996.23. Petits arrangements avec les morts, Pascal Ferran, Frakkland 1994. 24. Smoking/No Smoking, Alain Resnais, Frakkland 1994.25. Stund sakleysisins, Mohsen Makhmalbaf, íran 1996.26. Sala- am Cinema, Makhmalbaf, íran 1995.27. D’est, Chantal Akerman, Frakk- land/Belgía/Portúgal, 1993.28. Lisbon Story, Wim Wenders, Þýskaland 1994.29. Whispering Pages, Alexandr Sokurow, Rússland/Þýskaland 1993.30. The Trou- bles We’ve Seen, Marcel Ophuls, Frakk- land 1994. Ein af þeim tillögum sem settar eru fram með kynningu á listanum í Film Comment er að stóru kvikmyndakeðjurn- ar í Bandaríkjunum taki einn eða tvo sali í hveiju fjölsalabiói undir sýningar á list- rænum myndum að utan svo þroska megi smekk fyrir góðum myndum og byggja upp áhuga og áhorfendahóp sem hefur önnur áhugamál en skemmtimyndir frá Hollywood. Nú, þegar áherslan er alltaf að aukast á sífellt stærri og innihalds- lausari, tölvustýrðar sumarmyndir og af- þreyingarmyndir sem eiga að taka inn metfé á mettíma, kafna listrænar myndir eins og þessar hér að ofan mjög auðveld- Iega. Áhorfendahópurinn hlýtur að fara minnkandi eftir því sem minna framboð er af listrænum myndum og fólk missir niður þekkingu sína á listrænum mynd- um, höfundum þeirra og yrkisefnum. Sætabrauðs- drengur á sundskýlu KVIKMYNPIR K r i n g I u bí ó FRUMSKÓGARFJÖR „JUNGLE 2 JUNGLE“ ★ '/2 Leikstjóri: John Pasquin. Aðalhlut- verk: Tim Allen, Lolita Davidovich, Martin Short, JoBeth Williams. Byggð á frönsku myndinni Indíáni í stórborginni. Walt Disney. 1997. BANDARÍSKA gamanmyndin Frumskógarfjör er endurgerð ný- legrar franskrar gamanmyndar. Hún er um ungan dreng úr frum- skógum S-Ameríku sem ferðast til stórborgarinnar, New York í tilviki bandarísku myndarinnar, en á erfítt með að aðlaga sig borgarmenning- unni þótt ýmislegt úr frumskógar- menningunni verði honum að liði. Þannig er Frumskógarfjör einskon- ar vasaútgáfa af Krókódíla- Dundee. Ólíkt henni er stóri gallinn við Frumskógarfjörið sá að hún er leiðinlegust þegar drengurinn úr afskekktinni er á tjaldinu. Þegar aðrir fá rúm er fyrst hægt að hlæja. Leikaraliðið í endurgerðinni stendur sig misjafnlega. Sjónvarps- stjarnan Tim Allen leikur föður drengsins og er ofurstressaður verðbréfamiðlari með allt niður um sig í vafasömum kaffíkaupum. All- en veit hvernig fara á með fyndna setningu og hentar vel í gamanhlut- verk. Martin Short er orðinn sér- fræðingur í móðursýki og getur verið fyndinn án þess að sýna neitt nýtt. Lolita Davidovich er prýðileg sem heimskuleg fegurðardís. Myndin hefði örugglega heppn- ast ágætlega ef hún hefði verið um eitthvað allt annað en lítinn indíána- strák sem kemur til borgarinnar. Hún er í það minnsta skemmtileg- ust þegar hún segir frá fegurðardís- inni og breskum myndatökuhópi sem hringsólar í kringum hana og samskipti Allens og Shorts við rúss- nesku mafíuna (allt rúmast í kjána- legum bandarískum gamanmynd- um eins og þessari) halda uppi því litla frumskógaríjöri sem er að fínna í myndinni. Þar fyrir utan er hún væmin og tilgerðarleg og skelfíng slöpp saga um föður og son sem verða sáttir hvor við annan eftir nokkra sam- skiptaörðugleika. Allt er það hið klénasta Hollywooddrama. Arnaldur Indriðason Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir RUTH Stefnis og Gunnar Dal sýna stórar og litríkar myndir í Eden í Hveragerði. Hveragerði. Morgunblaðið. GUNNAR Dal og Ruth Stefnis hafa opnað samsýningu í Eden, Hveragerði. Á sýningunni sýnir Gunnar 14 myndir unnar í olíu en Ruth sýnir myndröðina Draumsýnir sem samanstendur af 4 myndum. Bæði Gunnar og Ruth mála mjög stórar og litríkar myndir þannig að heildarsvipur sýning- arinnar er mjög góður. Þetta er í fyrsta sinn sem Ruth sýnir opin- berlega en þessar myndir em þær fyrstu sem hún málar með olíulitum. Ruth hefur teiknað og litað alla ævi en pensillinn og olíulitirnir hafa ekki heillað fyrr en nú. Þetta er önnur sýning Gunnars Gunnar Dal og Ruth Stefnis sýna í Eden Dal en hann sýndi sín fyrstu verk i Eden á síðasta ári. Þá sagði hann í viðtali við Morgunblaðið að hann ætlaði aldrei að mála framar. Aðspurður sagðist hann hafa gefið það loforð í góðri meiningu. „Ég uppgötvaði síðan hve erfitt það er að láta pensilinn í friði, braut öll loforð og byijaði að mála aftur.“ Gunnar segir afköst sín sem listmálara ekki vera mikil. Hann hafi málað einar 20 myndir um ævina og það geti tæplega talist mikið. Hann sé líka yfirleitt mjög lengi með hveija mynd og taki þær jafnvel fram aftur og aftur. Aðspurður segir hann að sér finnist það miklu félagslegra að sýna með öðram og það sé ástæð- an fyrir því að þau Ruth sýni saman nú. Sýningin í Eden er opin alla daga frá klukkan 9:00 til 23:00 en hún stendur til 11 ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.