Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 VIÐHORF MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Rannsókn á kostum og göllum estrógens Dregur úr hjartasjúkdómum KONUR á breytingaskeiði standa frammi fyrir erfiðu vali; hvort þær eigi að taka estrógen eður ei. Hver rannsóknin á fætur annarri hefur sýnt að með töku kvenhormónsins er hægt að hægja mjög á sjúkdómum sem tengjast aldri, svo sem hjarta- sjúkdómum, beingisnun og jafnvel Alzheimer. Á hinn bóginn benda margar sömu rannsókna til þess að taki konur estrógen um margra ára skeið aukist líkurnar á brjóstakrabbameini. Viðamikil bandarísk rannsókn, sem birt er í nýjasta hefti New England Journal of Medicine og sagt er frá í Newsweek, styður þetta. Er þessi rannsókn talin ein nákvæmasta heimild um kosti og galla estrógens, sem í boði er. Francine Grodstein, sem starfar við Boston-háskóla, og samstarfs- menn hennar gerðu rannsókn á heilsufari 60.000 hjúkrunarkvenna og náði hún yfir átján ára tímabil. Niðurstaða Grodstein var sú að dán- artíðni kvenna, sem tóku estrógen í allt að tíu ár, var 37% lægri á þessu tímabili en hinna sem ekki tóku inn hormón. Greinilegt var þó að estró- genið kom konum misvel, dánartíðni kvenna, sem tilhneigingu höfðu til að fá hjartasjúkdóma, lækkaði um 49% hjá þeim sem tóku estrógen en að- eins um 11% hjá þeim sem ekki voru taldar í neinum áhættuhópum, þ.e. reyktu ekki, voru ekki of þungar, voru ekki sykursjúkar, höfðu ekki of háan blóðþrýsting og voru ekki úr fjölskyldum þar sem hjartasjúkdóm- ar eru tíðir. 43% meiri líkur á brjóstakrabba Dánartíðni kvenna, sem talið var hætt við að fá brjóstakrabbamein vegna tíðni sjúkdómsins í fjölskyld- um þeirra, var um 35% lægri hjá þeim sem tóku estrógen á þessu tímabili og kom sú niðurstaða nokk- uð á óvart. Grodstein segir ýmsar skýringar kunna að vera á þessu, t.d. að hjartaáfall og heilablóðfall valdi skyndilegum og ótímabærum dauða og með því að koma í veg fyrir hjarta- og æðasjúkdóma aukist lífslíkumar. Þá sé yfirleitt betur fylgst með heilsufari kvenna sem taki estrógen og því sé líklegra að krabbamein uppgötvist snemma. Ekki dró hins vegar eins mikið úr dánartíðni á áðumefndu átján ára tímabili hjá konum sem tekið höfðu estrógen í meira en tíu ár. Jukust líkumar á brjóstakrabbameini um 43%, sem dregur mjög úr hinum já- kvæðu áhrifum estrógens. En þrátt fyrir þetta var niðurstaðan sú að dánartíðni kvenna sem tóku estrógen um margra ára skeið var um 20% lægri á átján ámm en hinna, sem ekki tóku hormón. Langtímaáhrif ekki rannsökuð Rannsókn þessari verður haldið áfram og vonast Grodstein til að komast að því hver langtímaáhrif estrógens em, þ.e. ef það er tekið lengur en í tíu ár. Segir hún ekkert vitað um hvaða áhrif það hefur á heilsufar kvenna að taka estrógen í tuttugu til þrjátíu ár. En hvað eiga konur, sem standa frammi fyrir þessu vali, að gera? Flestar konur komast á breytinga- skeið á aldrinum 45-55 ára en hætta á hjartasjúkdómum og beingisnun eykst ekki vemlega fyrr en upp úr sextugu. Er ein tillagan því sú að hefja töku estrógens síðar, í von um að draga úr áhættuþáttum, og nýta sér jafnframt fyrirbyggjandi áhrif þess. Amsterdam-sáttmáli ESB Helmingur Dana er óákveðinn Kaupmannahöfn. Reuter. NÝJASTA skoðanakönnunin í Dan- mörku, þar sem danskir kjósendur vora spurðir álits á endurskoðuðum gmndvallarsáttmála Evrópusam- bandsins (ESB), sem samþykktur var á leiðtogafundi sambandsins í Am- sterdam í júní sl., sýndi að nærri helmingur aðspurðra vora óákveðnir í afstöðu sinni til hins breytta sáttmála ef hann yrði borinn undir þjóðarat- kvæði nú, en þeir sem sögðust styðja sáttmálann vom þó lítið eitt fleiri en ákveðnir andstæðingar hans. Könnunin var framkvæmd á veg- um danskra græningja og vora nið- urstöður hennar birtar í viðskipta- blaðinu Borsen í fyrradag. Þær sýndu að heil 49% aðspurðra væra óákveðin í afstöðunni til þess hvort þeir myndu greiða atkvæði með eða á móti nýja sáttmálanum. Hlutfall þeirra sem hiklaust sögð- ust myndu styðja sáttmálann var 29 af hundraði, og 22% voru ákveðin í því að hafna honum. Poul Nyrap Rasmussen, forsætis- ráðherra Dana, hefur sagt að ríkis- stjómin muni bera Amsterdam-sátt- málann undir atkvæði þjóðarinnar snemma á næsta ári, en engin dag- setning hefur verið ákveðin ennþá né heldur nákvæmlega hvaða spurning- ar verða á atkvæðagreiðsluseðlinum. Miðj ar ðarhafslönd g'leymist ekki Rabat. Reuter. HUBERT Vedrine, utanríkisráð- herra Frakklands, segir að Frakkar vilji ekki að Evrópusambandið gleymi nágrannaríkjum sínum við sunnan- og austanvert Miðjarðarhaf, þótt sambandið beini nú sjónum til A-Evrópu. Vedrine fór á þriðjudag til Marokkó, í fyrstu opinberu heim- sókn sína til lands utan ESB. „Fyrsta heimsókn mín er til Marokkó vegna þess að við viljum ekki búa til samkomu, þar sem Mið- jarðarhafslöndin yrðu útilokuð og Austur-Evrópa og Rússland tekin fram yfír,“ sagði Vedrine á blaða- mannafundi. Vedrine sagði einnig að Frakkland og fleiri ríki innan ESB hefðu mik- inn áhuga á að friðarviðræður stríð- andi fylkinga íyrir botni Miðjarðar- hafs kæmust aftur á rekspöl. Hann sagðist telja að Evrópusambandið ætti að geta stuðlað að lausn á deil- um á svæðinu. VITT OG BREITT UM EVRÓPU FUNDUR hjá framkvæmdasljórn ESB. Greinarhöfundur telur það hugsanlegan kost ESB-aðildar að hið pólitíska vald færist úr landi. íslensk stjórnmál eru stjórnmál við- bragða í stað stefnumörkunar segír Ásgeir Sverrisson, sem í fyrri grein ✓ sinni um Island og Evrópusamstarfíð veltir fyrir sér rökum með og á móti að- ild að Evrópusambandinu. EGAR spurt er hvort dvergþjóð í útjaðri Evr- ópu beri að leita eftir þátttöku í samstarfi því sem fram fer á vettvangi milljóna- þjóða Evrópusambandsins (ESB) er eðlilegt að menn setji hljóða. Þessi spuming er svo viðamikil og svo mikilvæg að henni verður einungis líkt við þá ákvörðun Islendinga að taka þátt í stofnun Atlantshafsbanda- lagsins árið 1949. Þessi spum- ing verður hins vegar borin fram af vaxandi þunga á næstu árum og það ber vott um póli- tískan heigulshátt og ábyrgðar- leysi gagnvart komandi kyn- slóðum að neita að taka hana til umræðu. Þegar horft er yfir sviðið blasa nokkrar röksemdir við sem ýmist mæla með aðild ís- lendinga að Evrópusambandinu eða gegn hinu sama. Um hugs- anlega aðild að ESB gildir hins vegar að inntak spumingarinn- ar er breytilegt eftir því sem að- stæður innan ESB breytast og aðildarríkin setja sér ný mark- mið. Flest em þau háleit, sett fram til að tryggja hagsæld, friðinn og stöðugleikann með sem nánustu samstarfi á flest- um sviðum þjóðlífsins. Ástæða er til að staldra við nokkur rök sem sett hafa verið fram ýmist með eða á móti aðild íslendinga að Evrópusamband- inu. Að þessu sinni verður ekki fjallað ítarlega um hugsanlega afstöðu ESB í þessu efni. Um það skal aðeins sagt að fyrir fimm til sex árum sýndu nokkrir helstu pólitísku fomstumenn Evrópu skilning á sérstöðu ís- lendinga í þessu efni og pólitísk- ur vilji var fyrir því að Island yrði eitt af aðildarríkjunum. Þessi meðbyr var ekki nýttur og nú hafa aðstæður breyst. Trú- lega vom það pólitísk mistök af vémlegri stærðargráðu að nýta ekki þau færi sem þá sköpuðust til að kanna hvaða kjör væm í boði. Sagan ein mun leiða það í ljós LESTIR þeirra sem mæla íyrir því að Island leiti eftir aðild að ESB halda því fram að pólitísk ein- angmn bíði þessarar þjóðar þar sem hún þraukar á mörkum hins byggilega heims gerist hún ekki þátttakandi í sammnaferl- inu suður í álfu. Þetta er án nokkurs vafa rétt en sú spum- ing hlýtur að vakna annars veg- ar hvað íslendingar hafi fram að færa í slíku pólitísku samstarfi við milljónaþjóðir og hins vegar i hverju hinn pólitíski ávinning- ur þjóðarinnar verði fólginn. Þessu hafa fylgismenn ESB-að- ildar ekki svarað. Þegar grannt er skoðað felst ávinningurinn í því að hið póli- tíska vald er flutt úr landi. Menn hika hins vegar eðlilega við að halda þessu sjónarmiði fram enda er það ekki líklegt til að auka vinsældir þeirra sem það viðra auk þess sem það stríðir gegn hagsmunum at- vinnustjórnmálamanna og þjóð- emisvitund margra þeirra sem em lítilla sanda, lítilla sæva. Suður í álfu halda margir því hins vegar fram að í mörgum til- fellum sé beinlínis æskilegt að flytja hið pólitíska vald úr landi til að tryggja að leikreglur séu hinar sömu í aðildarríkjum Evr- ópusambandsins. Sá mikli áhugi sem viðskipta- lífið á Islandi hefur sýnt aðild þjóðarinnar að ESB er tilkom- inn af þessum sökum. Hags- munir viðskiptalífsins em þeir að skýrar leikreglur gildi þannig að stjómmálamenn geti ekki breytt rekstrarskilyrðum og samkeppnisreglum í því skyni að auka skammtímavinsældir sínar. Viðskiptalífið á Islandi telur einnig að samkeppnis- hæfni íslenskra fyrirtækja á al- þjóðamarkaði verði þegar til lengri tíma er litið best tryggð með aðild að ESB. REYNSLAN sýnir að full ástæða er til að leggja við hlustir þegar viðskiptalífið talar. Framsýni hefur blessunarlega einkennt ís- lenskt viðskiptalíf á undanförn- um ámm. Reynslan kennir einnig að viðskiptalífið er jafnan mörgum ámm „á undan“ hinni pólitísku stétt hvað framtíðar- sýn varðar enda er sá hópur manna og kvenna sem hana myndar heldur einlitur og lítt til endurskoðunar fallinn. íslensk stjómmál era stjóm- mál viðbragða en ekki stefnu- mörkunar. íslenskir stjórnmála- menn em jafnan öldungis og gjörsamlega önnum kafnir við að bregðast við „uppákomum“ í stað þess að móta stefnu og skil- greina markmið. Þetta kemur m.a. til af því óheilbrigða ráð- herravaldi sem ríkir í landinu. íslenskar stjómmálafréttir ein- kennast af viðbrögðum ráðherra við „uppákomum" á því sviði valdsins sem þeim hefur verið fengið. Þessi ósiður kemur í veg iyrir pólitíska nýsköpun í land- inu. TELJI menn þessa full- yrðingu hæpna skal bent á að djarfasta ákvörðun núverandi fjármálaráðherra hefur fram til þessa verið sú að leyfa lýðnum í landinu að kaupa bjórdósir á ofurverði í stykkja- tali í ríkisreknum áfengisversl- unum. Höfundur er blaðamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.