Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 35
MINNINGAR
+ Ottó Guð-
mundsson
fæddist á Búðum á
Fáskrúðsfirði 31.
október 1908. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Skjóli 26.
júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Björg
Pétursdóttir, f. 10.
júlí 1881, og Guð-
mundur Erlends-
son, f. 28. október
1880. Systkini Ottós
voru Pétur, f. 21.
janúar 1910 (lát-
inn), Guðbjörg, f. 15. júlí 1911,
og Stefán, f. 29. nóvember 1916
(látinn).
Hinn 26. desember 1937
kvæntist Ottó eftirlifandi eigin-
konu sinni, Sveinbjörgu Jó-
hannsdóttur frá Norðfirði, f.
4. febrúar 1915. Börn þeirra
eru: 1) Guðni, f. 30. september
1935. Eiginkona hans er Jó-
hanna Ólafsdóttir, f. 12. nóvem-
ber 1942, og eiga þau þrjú börn.
Hann Ottó er dáinn, horfinn á vit
hins óþekkta. Það kom að vísu eng-
um á óvart því hann var búinn að
vera sjúkur um árabil. Þegar sjúk-
ur, aldraður maður fær hvíld ættum
við auðvitað að samgleðjast honum
og gerum efalaust að sumu leyti en
eftir situr söknuður og tómleiki.
Söknuður vegna þess sem hann var
okkur þessi aldni heiðursmaður.
Ég kynntist Ottó fyrst fyrir 30
2) Björgvin, f. 6.
desember 1937.
Kona hans var
Halla Hermanns-
dóttir, f. 14. sept-
ember 1936. Þau
áttu þijú böm.
Áður átti Halla eina
dóttur sem hann
gekk í föðurstað.
Þau skildu. 3) Pét-
ur, f. 15. júní 1945.
Eiginkona hans er
Ólöf Haraldsdóttir,
f. 24. febrúar 1949,
og eiga þau tvo
syni. Fyrir átti Pét-
ur þrjá syni. 4) Sigurlaug, f.
1. nóvember 1950. Eiginmaður
hennar er Einar Sigurðsson, f.
1. desember 1947, og eiga þau
þrjú börn. Barnabarnabörnin
eru orðin fimmtán.
Ottó stundaði sjómennsku
allan sinn starfsaldur, lengst
af á eigin fleyjum.
Ottó verður jarðsunginn frá
Aðventkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
árum þegar ég giftist Sveinbimi
bróður Sveinbjargar konu hans.
Mér kom Ottó strax fyrir sjónir eins
og hann var, þessi stóri, sterki
maður, heiðarlegur og traustur eins
og bjarg. Þau hjónin áttu lítið hús
á Fáskrúðsfirði. Þar ólu þau upp
börnin sín fjögur, sem öll eru í dag
nýtir borgarar í þjóðfélaginu. I
þessu litla húsi sem heitir Skálholt
áttum við hjónin margar góðar
stundir á ferðum okkar um landið,
alltaf var það toppurinn á ferðinni
að heimsækja Sveinu og Ottó, gista
hjá þeim og njóta þeirra miklu gest-
risni og hlýju. Ottó átti bát og gerði
hann út og oft var hann einn á sjón-
um, annálaður fyrir dugnað og
hreysti. Ég held ég halli ekki á
neinn, þótt ég segi að aldrei hefi
ég bragðað betri siginn fisk en þann
sem Ottó verkaði.
Þegar heilsa þeirra hjóna fór að
gefa sig með aldrinum, seldu þau
Skálholt og fluttu í Uppsali, hús eldri
borgara á Fáskrúðsfirði. Þar bjuggu
þau í nokkur ár, en fluttu síðan að
Hrafnistu í Reykjavík. Ottó flutti svo
að Skjóli því hann var þá kominn í
hjólastól en Sveinbjörg bjó í smá-
hýsi tilheyrandi staðnum svo hún
var aldrei langt undan.
Það hlýtur að hafa verið erfitt
fyrir þennan stóra, sterka mann að
þurfa að vera í hjólastól, auk allra
annarra veikinda sem á hann
stríddu á seinni árum. Samt var
hann alltaf hress í máli þegar við
heimsóttum hann, sem var reyndar
alltof sjaldan. Ottó hélt sinni and-
legu heilsu framundir það síðasta.
Ég veit að böm hans, tengdabörn
og barnabörn vilja þakka honum
allt hið liðna, umhyggju hans hlýju
og traust. Barnabömin sem dvöldu
oft á sumrin hjá afa og ömmu í
Skálholti, gera sér efalaust grein
fyrir því hvað það var þeim mikils
virði og góður undirbúningur fyrir
lífið.
Elsku Sveina mín, þú hefur mest
misst ég veit að þú vilt þakka hon-
um samfylgdina gegnum lífið í blíðu
og stríðu.
Við hjónin vottum öllum aðstand-
endum innilega samúð okkar.
Genginn er góður maður. Guð blessi
minningu hans.
Ragna S. Gunnarsdóttir.
OTTO
G UÐMUNDSSON
+ Ómar Örn Ey-
steinsson sjó-
maður fæddist í
Hafnarfirði 17. des-
ember 1954. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu hinn
27. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans
eru Halldóra Guð-
varðardóttir hús-
móðir, f. 16.8. 1922,
og Eysteinn Vig-
gósson vélstjóri, f.
20.8. 1931. Ómar
Örn var einn af átta
systkinum. Hálf-
systkini hans, talin í aldursröð,
eru: Fanney, f. 1940, d. 1992,
Ester, f. 1941, Kolbrún, f. 1942,
Bentína, f. 1944, og Guðvarður,
f. 1949. Alsystkini hans eru:
Pétur Kúld, f. 1958, d. í júní
1997, Hallfríður, f. 1961.
Ómar eignaðist með barns-
móður sinni, Vilborgu Odds-
Ómar hafði nýlega hafið sambúð
með unnustu sinni, Kristbjörgu
Steingrímsdóttur, þegar hann var
snögglega kallaður burt úr þessum
heimi og mun hún og aldraðir for-
eldrar hans, bömin hans og systk-
ini öll sakna hans sárt.
Við foreldrar hans eigum bágt
með að skilja af hveiju báðir dreng-
irnir voru teknir frá okkur með
svona stuttu millibili og viljum við
biðja góðan Guð að gefa okkur
styrk í sorg okkar.
Blessuð sé minning drengjanna
okkar beggja.
Þau ljós sem skærast lýsa
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast.
Og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur og
dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi,
dóttur, f. 1960, dótt-
urina Tinnu Hrund,
f. 1978. Árið 1985
fluttist hann til Se-
attle í Bandaríkj-
unum. Árið 1986
giftist hann Jo
Anne Suwak af am-
erískum indíána-
ættum. Börn þeirra
eru Dísa Lea, f.
1987, og Björgvin
Fannar, f. 1989.
Ómar og Jo Anne
skildu 1991, þá
flutti hann heim
með börnin og kom
þeim í fóstur hjá Guðvarði
bróður sínum og mágkonu
sinni, Stefaníu Jónsdóttur, sem
í dag eru löglegir fósturfor-
eldrar þeirra.
Útför Ómars fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi
þótt burt úr heimi hörðum,
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur í
okkar mædda hjarta.
(F.G.Þ.)
Halldóra Guðvarðardóttir,
Eysteinn Viggósson.
Elskulegi bróðir, ég vil þakka
þér fyrir allt sem við höfum átt
saman á lífsleiðinni þó stutt sé.
Hlýja brosið þitt og persónutöfrar
bræddu okkur alltaf og í augum
þínum var ijós vonar og umburðar-
lyndis. Þú lifðir alltaf fyrir daginn
i dag og vildir nýta þér það besta
úr deginum án þess að hafa
áhyggjur af því hvað morgundag-
urinn hafði upp á að bjóða. Það
hentaði ekki alltaf samferðamönn-
um þínum, eða börnum þínum sem
biðu alltaf eftir því að þú tækir
einhveijar ákvarðanir er vörðuðu
framtíð þeirra. En börnin þín
fengu samastað, ást og umhyggju
á yndislegu og hjartahlýju heimili
bróður þíns og mágkonu. Guð
hefur ætlað börnunum tryggan
samastað áður en lífsþráður þinn
væri á enda.
Ég þakka þér samfylgdina, við
lærum öll hvert af öðru, þroskumst
og finnum veginn að lokum, í áttina
til þín, alhimneski faðir.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fýrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
(23. Davíðssálmur.)
Megi ljós, líf og kærleikur um-
vefja þig, kæri bróðir.
Halla Eysteins.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför
GUNNARS MARKÚSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss
Suðurlands.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurlaug A. Stefánsdóttir.
ÓMAR ÖRN
EYSTEINSSON
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTINN WfUM VILHJÁLMSSON
bifvélavirki,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. júlí sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Sérstakar þakkir til Sigurðar Björnssonar
læknis og hjúkrunarfólks á deild A-7 á Sjúkrahúsi Reykjavikur.
Helga Ágústsdóttir,
Tómas Vilhelm Kristinsson, Hulda Hanna Jóhannsdóttir,
Sigríður Júlía Wíum Kristinsd.,
Anna Sigurlaug Wíum Kristinsd., Jón Halldórsson,
Hjörtur Wilhelm Wíum Kristinss.,
Reynir Páll Wíum Kristinsson, Jóhanna Erlingsdóttir,
Halldór Þór Wíum Kristinsson, Jenefer Kruskamp Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
SIGURÐUR GEIRSSON,
Gilsárstekk 7,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík þann 5. ágúst kl. 13.30.
Ólína Ragnarsdóttir,
Geir Sigurðsson, Erna Jóna Eyjólfsdóttir,
Sigríður Sigurðardóttir, Óskar Axel Óskarsson,
Erlingur Sigurðsson,
Kristjana Sigurðardóttir, Grfmur Helgi Pálsson,
Sigurður Sigurðsson, Hildur Sif Arnardóttir
og barnabörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
INGIMUNDUR ÞORSTEINSSON
fyrrverandi flugstjóri,
Hofsvallagötu 61,
Reykjavík,
er andaðist á heimili sínu föstudaginn 25. júlí,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 5. ágúst kl. 13.30.
Magnús Ingimundarson, Fatou Senghore,
Ómar Örn Ingimundarson, Mai Irene Austgulen,
Unnur Ingimundardóttir,
Agnes Ingimundardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir mín, tengdamóðir, sambýliskona og
amma,
FRIÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Ásgarði 26,
Reykjavfk,
andaðist á Landspítalanum 30. júlí.
Jarðaförin verður auglýst siðar.
Sigríður Hermannsdóttir,
Ómar Jóhannsson,
Árni Sigurjónsson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar
ÞÓRU JÓNSDÓTTUR,
Árskógum 6,
Reykjavfk.
Jón Steinsson,
SigurðurJónsson, Yolande Jónsson,
Logi Jónsson, Helga L. Hólm,
Smári Jónsson, Vilma R. Valeriano,
barnabörn og barnabarnabörn.