Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 21 LISTIR Armann og Blíða í Sví- þjóð og Bandaríkj- unum BARNABÓKIN Ármann og Blíða er komin út í Svíþjóð og í Banda- ríkjunum. Útgáfuaðilar sænsku útgáfunnar eru SFFL, Svensk För- ening för Foniatri och Logopedi, en útgáfuaðilar í Bandaríkjunum eru Stuttering Foundation of Am- erica. Ármann og Blíða kom upphaf- lega út á Akranesi árið 1994 og er árangur samstarfs Kristínar Steinsdóttur rithöfundar, Bjarna Þórs Bjarnasonar listamanns og Elmars Þórðarsonar talmeinafræð- ings. Sagan fjailar um sex ára gamlan dreng sem stamar. Bókinni er ætlað að vekja spurningar hjá börnum um leið og hún er ákveðin leiðbeining til foreldra og annarra sem umgangast börn sem stama. Svíar óskuðu eftir nýjum mynd- um í lit svo Bjarni Þór hefur teikn- að tvær útgáfur af myndum við söguna. Anders Josephsson þýddi yfir á sænsku. Louise Heite sá um ensku þýðinguna, en hún er búsett á Seyðisfirði og er mikill áhuga- maður um stam. Fyrsta útgáfan er uppseld í Bandaríkjunum og vel gengur að selja aðra útgáfu. Þar hafa nú þegar verið prentuð um tíu þúsund eintök. Sænska bókin fer í skipulagða dreifingu í haust. íslenska bókin er enn fáanleg í Skólavörubúðinni við Laugaveg. FURÐULEIKHÚSIÐ skemmtir börnum landsmanna um verslunarmannahelgina. Færeyinga saga á alneti FÆREYINGA saga er komin á alnetið í færeyskri þýðingu Bjarna Niclasen. Eftirmála skrifar Jorgen Haugan. Teikningar eru eftir Sven Havste- en-Mikkelsen. Útgef- andi er Foroya Skúla- bókagrunnur. Upphaf þessarar nýju útgáfu Færey- inga sögu er svo: „Maður er nevndur Grímur Kamban; hann var fyrsti maður, ið setti búgv í Feroyum. Á dogum Haralds Hárfagra flýddi stór mannfjold udan harðræði hansara; summir settust í Foroyum og bygdu har, men summir leitaðu í onnur óbygd lond.“ Færeyinga saga hefur komið út í mörgum þýðingum í Færeyjum. Fyrstu þýðinguna gerði J.H. 'Schroter prestur í Suðurey og kom hún út 1832. Bjami Niclasen sem nú ef lát- inn þýddi einnig Heimskringlu, Lax- dælu og Njáls sögu og lét eftir sig þýðingu á Egils sögu sem gefin var út 1995. Ólafur Halldórsson, sem er manna fróðast- ur um Færeyinga sögu og hefur búið hana til prentunar á íslensku, las yfir færeysku þýðinguna ásamt Jóhan Hendrik Winther Poulsen og endurskoðaði útgáfuna. Netfang Færeyinga sögu er http://www.sleipn- ir.fo/Fsg/frsoga. —» ^=£í*2"£ZSfc. Ein af teikning- um Sven Havste- en-Mikkelsens við Færeyinga sögu. Bamaleikhús um verslunarmannahelgina FURÐULEIKHÚ SIÐ verður með leiksýningar um land allt um verslunarmannahelgina. I Neskaupstað verða fjórar uppákomur á laugardegi og sunnudegi. Á laugardeginum lenda Bé tveir. Þetta leikrit er byggt á bók eftir Sigrúnu Eld- járn. Mjallhvít og dvergarnir sjö verða á ferð á sunnudegin- um. Hin litríka Furðufjöl- skylda verður líka á ferðinni í sumar-sambasveiflu báða dagana. Einnig mun hún bregða sér í heimsókn til Egils- staða. Á sunnudagskvöld ætlar Furðufjölskyldan að heim- sækja Vatnaskóg og skemmta sér og öðrum. Á frídegi verslunarmanna, mánudaginn, verður Furðu- leikhúsið með þrjár sýningar í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum í boði Verzlunarfélags Reykjavíkur. í veitingaljaldinu verður Bé tveir og Mjallhvít og dvergarnir sjö. Seinna um daginn verður Furðufjölskyld- an á flakki um garðinn. Leikarar Furðurleikhússins eru: Eggert Kaaber, Gunnar Gunnsteinsson, Margrét Kr. Pétursdóttir og Ólöf Sverris- Sýningu Péturs Magnússon- ar að ljúka SÝNINGU á verkum Péturs Magnússonar í sýningarsaln- um Tuttugu fermetrum, Vesturgötu lOa, lýkur á sunnudag. Til sýnis eru teikn- ingar úr járni og ljósmyndum. Umfjöllunarefnið er tvívídd og þrívídd, raunveruleiki og óraunveruleiki og ýmislegt þar á milli. Sýningin er opin frá kl. 15-18. Völundarhús sjónlínanna Þjóðminjasafn Íslands/Pétur Brynjólfsson. BAKARÍISBRUNNURINN 1904. Ein áhrifaríkasta ljósmynd sýningarinnar fyrir innsýn í myndefn- ið, formræna fegurð og uppbyggingu. LIST / HÖNNUN Árbæjarsaí n REYKJAVÍK í LJÓS- MYNDUM OG LJÓÐUM Á TUTTUGUSTUÖLD Opið alla daga á tíma Árbæjarsafns. Lokað mánudaga. Aðgangur á safnið 300 krónur. Sýningarskrá 900 krón- ur. LANGA sviplitla hrófið í Lækjar- götu 4, þar sem Hagkaup var lengi til húsa, hefur nú verið flutt að Árbæ og endurreist í sinni uppruna- legu mynd. Kemur þá i ljós að um er að ræða afar stílfagra og þokka- fulla byggingu, mikilsverða viðbót við önnur aðflutt hús á staðnum. Fyrsta framkvæmdin í húsinu er sýning á ljósmyndum frá því um og uppúr aldamótunum 1900 en þó eru nokkrar þeirra frá því eftir stríð. Ljóð góðskálda síðari hluta tuttug- ustu aldar, sem einnig hafa með borgina að gera, fylgja hverri mynd aðallega frá þrem síðustu áratug- um. Og eins og stendur orðrétt: „hefur ekki verið leitazt við að kynna yngri skáld sérstaklega held- ur hafa þessar tvær miðjur, borg og mynd.“ Er þannig um ólík tíma- skeið að ræða og er eini innbyrðis skyldleikinn, að í báðum tilvikum er höfuðborgin viðfangsefnið meður því að tímamunurinn milli ljóðs og myndar getur spannað nær heila öld. Þetta er afar menningarlegt framtak, sem höfuð ljósmyndadeild- ar safnsins, Sigurjón Baldur Haf- steinsson myndmannfræðingur, og Garðar Baldvinsson bókmennta- fræðingur hafa sett saman. Sýning- arskrá hefur að geyma lærða og ítarlega ritgerð Garðars, þar sem hann tekur til meðferðar tengsl ljóð- listar og mynda og nefnist „Ljós- myndin í myndinni". Það telst þó meinbugur á góðri framkvæmd, að öll ljóðin eru tilgreind í skránni og jafnframt Skýrslur Árbæjarsafns, en ekki Ijósmyndirnar! Í stuttum og afmörkuðum list- dómi eru ekki tök á að fara ræki- lega í saumana á jafn umfangsmikl- um hugleiðingum og fram koma í þessari löngu ritgerð. Telst jafn- framt mun frekar í verkahring bók- menntarýni, þar sem bein innbyrðis tengsl mynda og ljóða eru engin, þótt vísa megi til skyldleika. En nokkuð skondið er að tengja þessar gömlu ljósmyndir hugleiðingum um módernisma í skáldskap og stór- borgir milljónaþjóða, einfaldlega minnast á þær og þá firringu sem þeim fylgir. Reykjavík hefur vel að merkja enn sem komið er helzt þau einkenni að vera ofvaxið þorp, þar sem lífrænir miðkjarnar hafa mætt afgangi, eru nánast ekki til utan miðbæjarins, en svefnhverfin þeim mun fleiri og fjölgar stöðugt. Skort- ir flest einkenni stórborgar nema flatarmálið, alla lífræna burðarása menningarborga sem eru (alvöru) söfn, hljómleikahallir, óperur. Hér er vísir að svo mörgu á vettvangin- um en fátt heildstætt og svipmikið í alþjóðlegu samhengi utan vaxtar- verkir. Trauðla nægir að vera gestur í stórborg til að jarðtengjast lífæðum hennar, og leiða má nokkur rök að því að íslenzkur módernismi sé að hluta til lánsfjaðrir og innfluttur tilbúningur. Að við séum nú fyrst að verða meðvitaðir um alla þætti í umhverfi okkar, mikilvægi þess að rækta þá og gera öllu því skil í safaríku sköpunarferli sem við höf- um handa á milli. Á ég hér helzt við sjónlistir, því landið býður upp á svo miklu fleira en landslag, þótt það sé út af fyrir sig meira en full- gilt. Þannig er öldungis óþarfi að leita langt yfir skammt að viðfangs- efnum, þótt öll fersk og heilbrigð áhrif að utan glati á engan hátt vægi sínu um leið. Þetta er eitthvað í líkingu við, að landsmenn eru loksins að taka fiskinn í sátt og rífa forskalningar af gömlum húsum um land allt og færa í fyrra form, jafnframt taka mið af útlínum landslagsins og gróðurmagna allt um kring við mótun nýbygginga. Þar sem yfirsýn rýnisins skarar meira en hálfa öld, er honum margt í ljósmyndunum í ljósu minni, sitt- hvað annað úr eldri en nálægri for- tíð, og því eðlilegt að sumar þeirra vöktu upp í honum sterkar minning- ar. En það sem hreyfði enn meir við honum var hve margar mynd- anna eru vel teknar og unnar og bregða á þann hátt upp afar sann- ferðugum sviðsmyndum. Að því leyti hefur ljósmyndin mikla yfir- burði yfir málverk seinni tíma sem sjónræn sagnfræði, en það er að hluta vegna þess að málararnir fengu lengi vel ekki tækifæri til að takast á sama hátt við samtíð sína og t.d. starfsbræður þeirra í útlönd- um. Á ég við að verkefnin fengu þeir fá eða engin og sumir urðu að lifa í útlegð og þá var sjálft landið þeim eðlilega ríkast í minni. Vegna þess að sumar ljósmynd- irnar fylla í svo stóra gloppu ákveð- ins þáttar sjónmennta og í þessu tilfelli mvndlistar, eiga þær helzt heima í sérdeildum á Listasafni ís- lands og Borgarlistasafninu. Er hér nokkurt rannsóknarefni hve menn hafa verið lengi að taka við sér, þótt þeir hafi dæmin fyrir framan nefið í núlistasöfnum heimsins, jafnt ljósmyndir síðustu aldar, gær- dagsins og samtímans. Það eiga þessar ljósmyndir helzt skylt við nútímann að hátæknin hefur þrengt fortíðinni inn á gafl hjá okkur að segja má, þar sem tímalengdir hafa fengið aðrar vídd- ir, höfða á annan hátt til skynfær- anna. Og því er það einmitt í takt við nútímann að vera meðvitaður um þessa þróun, sem greinilegast kemur fram á helztu náttúrusögu- og vísindasöfnum heimsins, sem eru að gera allar tímalengdir og núlist- ir afstæðar. Þessar staðreyndir sem við blasa gera sýningu sem þá í Ahrenzhúsi einmitt svo mikilvæga á myndlistar- vettvangi engu síður en sýningu módernista, post-módernista eða post-, post-, post-módernista frá New York, London, París eða öðrum heimsborgum lista. Borgarljóð val- inkunnra skálda frá síðustu þrem áratugum eru svo afar áhugaverð viðbót, fram kemur einkar vel þýð- ing þess að vera virkur í sínum tíma og umhverfi. Rétt að minna á að ljósmyndararnir voru með áþreifan- leg áhrif að utan milli handanna sem var sjálf myndavélin, án henn- ar engin mynd, og skáldin eru á sama hátt að vinna úr huglægum áhrifum að utan en með jarðbund- inni andagift. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.