Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Kynningarhátíð vímunnar JÆJA þá er komið að því eina ferðina enn; verslunarmannahelgin. Helgin sem mörgum íslendingum fínnst í lagi að ákveðin lög séu brotin. Þ.e.a.s. að fólk undir aldri drekki „pínulítið“ áfengi. Lög- in voru samt samin með það í huga að fólk innan 20 ára aldurs hefði ekki þroska til að neyta áfengis og ákveðið að hafa lágmarksaldur 20 ár til þess að unglingar ^ yrðu ekki fyrir varan- legum skaða af völdum áfengisneyslu. Þessu hafa margir fyrir löngu misst trú á, enda virðist erfitt að framfylgja þessum lögum núorðið. Hveiju sem því líður, er það orðið að hefð að unglingar landsins flykk- ist til sveita og drekki áfengi. All- margir foreldrar eru farnir að líta á þetta sem óumflýjanlegan þátt í til- verunni og kaupa jafnvel „eina kippu“ (svo unglingurinn kaupi ekki landa sko). Umíjallanir ijölmiðla af hátíðunum sl. ár sýna hins vegar að þessi kippa dugar ekki öllum. Meiri- hluti hátíðargesta svamlar hreinlega í áfengi alla helgina og fær sér jafn- < vel afréttara í morgunmat, „deyja" (því það er svo flott) og er staflað í Eimskipafélagsgáma sem eru leigðir eingöngu til þess arna! Allt er þetta gert undir merkjum útihátíða þar sem löggæsla er „trygg" að sögn aðstandenda hátíð- anna. Þó sýna dæmin að þessi „tryggð“ kemur ekki í veg fyrir of- drykkju, nauðganir o.fl. o.fl. Á sama tíma gefa yfírvöld út leyfí þvers og kruss um landið fyrir þessum hátíð- um og ungmenna- og íþróttafélög Uandsins gera hreinlega út á svona ' hátíðir. Þá standa forsvarsmenn þjóðarinnar upp og tilkynna í tíma og ótíma að þau setji sér það mark að útrýma fíkniefnavandanum fyrir árið 2002!!!?? Hvaða bull er þetta? Og svo gera þessir sömu aðilar ekk- ert í málunum! Þetta á bara að ger- ast af sjálfu sér. Allavega lokar rík- ið hverri deildinni á fætur annarri og skerðir ijárframlög til þeirra aðila sem hafa tekið að sér að takast á við afleiðingarnar. Ef þessu fólki er alvara vil ég að minnsta kosti fara að sjá einhverjar aðgerðir! Finnst ykkur það ekki? En um þessa helgi munu ungling- ar drekka sig fulla ijarri augliti for- eldra og venjubundinna löggæsluað- 'í-ila. Það virðist ekki breytast þrátt fyrir fögur fyrirheit og þá staðreynd að allir sjá hvað er að gerast. Ég veit auðvitað að til er fólk sem fer með öðru hugarfarí og er það sterkt andlega að það lætur ekki trylltan múginn blekkja sig út í taumlausa áfengisneyslu. En eftir að hafa rúllað yfir blaðaúrklippur undanfarinna verslunarmannahelga fæ ég ekki betur séð en að þama sé haldin alls- heijar kynningarhátíð fyrir vímu- efnanotkun. Það er augljóst öllum að þama stíga margir unglingar sín fyrstu skref í neyslu áfengis og annara eiturlyija. Það eru því allir í hættu! Það ætlar sér enginn að verða alkóhólisti eða dópisti! Ósjóaðir ungl- ingar fara á svona hátíð í fyrsta sinn og smygla kannski með smálögg af víni, en ætla sér að öðru leyti að vera innan ramma skynseminnar. Þeir geta oft ekki annað en hrifist með ijöldan- um sem undir vímu „frelsisins" og dúndr- andi rokksins þjórar sem mest hann má án tillits til afleiðinga. Og þó „aðeins ein lítil kippa“ sé með í för, er alltaf hægt að nálgast meira. Því það er alltaf einhver sem tekur með sér meira en fyrir sjálfan sig. .. Síðan í trylltum fögnuði bakkusar og í faðmi íslenskrar sumarstemmn- ingar, læðist skynsemin með dóm- greindina með sér í burt. Þá eru skyndilega öll fyrirheit og ásetningur um að prófa ekki „smá“-dóp orðin fáranleg. „Ég meina hér erum við uppi í sveit og allt leyfilegt og svo ýkt gaman og svo mikið fjör og eng- ir foreldrar að nöldra í manni. Hei! Ég fæ ekki betur séð, segir Freyr Njarðar- son, en að haldin sé alls- heijar kynningarhátíð ^rir vímuefnanotkun. hvað maður höndlar nú eina nös eða eina pípu, ha? Maður verður jú að vita hvað þetta er áður en maður fer að dæma og svoleiðis, ha?“ Það er svo kannski ekki fyrr en löngu seinna að maður fattar að þetta eru hlutir sem enginn ræður við. Að þetta er ekki neitt sem mað- ur „höndlar". Og að allt það sem manni var sagt um þessi efni var satt! En þá er það kannski nokkrum árum of seint. Um síðustu verslunarmannahelgi var augljóst mál að ótrúlegur fjöldi unglinga steig þessi skrefl Það sýndi sig í mikilli fjölgun unglinga á með- ferðarstöðum landsins. Stjómleysið sem fylgir vímuefnaneyslu var ekki lengi að gera vart við sig. Fréttaflutningur af fíkniefnamál- um sl. árs bendir til þess að enn eykst innflutningur og neysla. Lík- lega hefur neyslan aldrei verið jafn útbreidd og einmitt nú. Og því miður eru það hörðu efnin sem eru alls ráðandi! Og þau ræður enginn við! Því er hættan á að unglingur sem fer á útihátíð „kynni" sér áhrif eitur- lyfja í algjöru hámarki og öruggt að margir muni falla í þessa gildru. Fíkniefnasalar og smyglarar sitja nú í þessum töluðum orðum með vigt- arnar sínar og skipuleggja sölu versl- unarmannahelgarinnar. Gerðir verða út leiðangrar á hinar ýmsu hátíðar og séð til þess að enginn skortur verði á söluvörunni. Flestir birgja sig vel upp fyrir þessa uppskeruhátíð undirheimanna og gera hreinlega bara út á hana. Landasuða og átöpp- un er vel á veg komin og suðumenn- imir sitja sveittir yfír tækjunum. Og ég ábyrgist að ekki eru þeir með miklar áhyggjur af gæðaeftirlitinu. Löggæsla landsins á ekki séns í nema brotabrot af þessari starfsemi, svo umfangsmikil er hún. Og miðað við blaðaskrif sl. árs eigum við von á hörðu stríði um helgina og það skyldi ekki koma neinum á óvart þó að unglingurinn sem fer brosandi og ánægður á hátíð muni taka breyting- um á næstu mánuðum. Minnimáttarkenndin, öryggisleys- ið, vonleysið og stjórnlaus fíknin sem eru fylgifiskar vímuefnaneyslu bíða eftir að hremma einhver fórnarlömb. Og það þýðir ekkert að segja: „Tja unglingurinn minn er nú svo góður og heilbrigður. Ég treysti honum al- veg til að fara eftirlitslaust á hátíð og ein bjórkippa skaðar nú engan.“ Því þessi sjúkdómur, sem er skv. alþjóða heilþrigðisstofnuninni heilsu- vandamál jarðarinnar númer eitt, hann spyr ekki um aldur, stétt eða stöðu. Það eru allir í hættu. Því höfum við hjá Krossgötum val- ið einmitt þessa helgi til að hrinda af stað átaki til styrktar starfsemi Krossgatna. En aðalviðfangsefni okk- ar nú er að ljúka við áfangaheimili fyrir fíkniefnaneytendur sem er ný- lega tekið til starfa. En þar eru íbúð- ir handa 40 manns og afar góð að- staða. Heimilinu er ætlað að vera við- komustaður fyrir fólk er lokið hefur áfengis- og fíkniefnameðferð. Og þar er aðhald og stuðningur í um 6-12 mánuði að lokinni meðferð, t.d á Yogi eða Teigi. Krossgötur hafa rek- ið áfangaheimili fyrir karlmenn um 10 ára skeið þar sem árangur hefur verið um 60%, sem talið er mjög gott. Nýja húsið að Hlíðarsmára hýsir einn- ig áfangaheimili fyrir stúlkur og er pláss fyrir 20 manns þar. En mjög brýn þörf hefur verið fyrir slíkt heim- iii. Einnig er á sama stað vemdaður vinnustaður þar sem skjólstæðingum okkar geta fengið vinnu. Þetta er því kjörin leið til að ganga inn í samfélag- ið á ný án vímuefna! Átakið heitir „Láttu ekki í minni pokann fyrir fíkniefnum" en það er sala á margnota innkaupapoka sem sýnir öðrum afstöðu þína. Og er einn- ig með áprentaðan boðskap. Pokinn verður á boðstólum m.a. í verslunum 10-11 og víðar. Pokinn kostar 250 kr. og er það von okkar að þjóðin taki áskorun okkar vel og noti um leið tímann um þessa helgi til þess að íhuga hvort við íslendingar séum á réttri leið í forvörnum. Og einnig hvort stefna okkar í að takast á við afleiðingarnar af vímuefnaneyslu sé með réttum formerkjum. Er okkur alvara eða erum við bara að tala? Höfundur starfar hjá Krossgötum: Forvarnarstarf gegn vímuefnum. Freyr Njarðarson Um aðgengi almennings að íslenskri loggjof Á ÍSLANDI, eins og í flestumkj- um heims í dag, eru reglur um rétt- indi og skyldur þegna landsins, stofnana ríkisins, fyrirtækja og ann- arra aðila eða eininga innan þjóðfé- lagsins, skráðar í lög. Allir lögráða þegnar lýðveldisins Islands kjósa til Alþingis á Ijögurra ára fresti og fulltrúar okk- ar þar setja þessi lög og breyta þegar þurfa þykir. Ýmsar megin- reglur í lögbók okkar íslendinga eru þess eðl- is að hver maður veit, sjálfsagðar kurteisis- reglur og mannasiðir sem við öll fengum með móðurmjólkinni: Það má ekki lemja, það má ekki dópa, það má ekki ræna, það má ekki eyðileggja o.s.frv. Mik- ið nákvæmar en þetta þekkir allur almenning- ur þó ekki lögbókina, sem ég hef þó heyrt að sé upp á mörg hundruð blaðsíður. Ég verð reyndar að viðurkenna að þetta veit ég ekki fyrir víst, laga- safn íslands hef ég aldrei séð í heilu lagi. Mér skilst að eitt afrit þess sé að finna í Þjóðarbókhlöðunni. Valda kafla get ég einnig pantað frá dóms- málaráðuneytinu. Afrit lagasafnsins sjálfs er hins vegar svo dýrt að ekki nokkur maður hefur efni á að festa eign á því, nema þeir sem hafa at- vinnu af þekkingu á efni hennar. Lögfræðingar eiga semsagt bókina. Allur almenningur á að þekkja réttindi sín og skyldur gagnvart samfélaginu og meðborgurum sín- um, m.ö.o efni lögbókarinnar. Þessi sami almenningur hefur hins vegar ekki efni á að kynna sér hana. Ef lögfræðingur bankar upp á hjá Jóni Jónssyni og segist þurfa að taka sjónvarp hans vegna vangoldinna skulda, þá veit Jón Jónsson, undir öllum venjulegum kringumstæðum, ekki að hann má neita lögfræðingn- um um þetta ef ekki er viðstaddur fulltrúi sýslumanns. Lögfræðingur- inn, á launum hjá lánardrottni Jóns, mun svo sannarlega ekki segja hon- um það. Almenningur verður sem- sagt að treysta á að lögfræðimennt- aðir menn séu heiðarlegir og sann- söglir upp til hópa og láti eiginhags- muni ekki skyggja á það sem satt er og rétt, heldur leiti sannleika og réttlætis í öllum sínum athöfnum. Að þessu hlær, ellegar grætur, hver vitiborinn maður. Eg spurði að því hjá dómsmálaráðuneytinu fyrir rúmu ári, hvers vegna lagasafni ís- lands, sem í nokkurn tíma hefur verið til í tölvutæku formi, væri ekki komið fyrir á alnetinu. Sjálfsögð, og löngu tímabær, dreifíng íslenskrar löggjafar til allra sem hún kemur við, ríkinu nánast að kosnaðarlausu. ,Löggjöfin heyrir undir höfundarrétt dómsmálaráðuneytis- ins,“ var svarið sem mér var gefið, að því viðbættu að verið væri að vinna í málinu. í dag er íslensk löggjöf engu aðgengilegri almenn- ingi en hún var fyrir ári síðan. Og enn heyrir hún, jafn einkennilega og það hljómar í mín eyru, undir höfundar- rétt dómsmálaráðu- neytisins. Ég legg til að breytingar hér á verði með fyrstu málum á dagskrá komandi þings, núverandi hömlur á aðgengi almennings að löggjöfinni eru fárán- legar. Rammi verði settur með lög- um um óhindrað aðgengi almennings að öllum gildandi lögum og reglu- gerðum í landinu, höfundarréttur einstakra ráðuneyta eða annarra Með lögum verði tryggt, segir Haukur Már Helgason, að almenningur hafi óhindrað aðgengi að öllum gildandi lögum og reglugerðum. eininga stjórnkerfisins hafi þar ekk- ert um að segja. Ef ég héldi að það bæri einhvern árangur myndi ég einnig leggja til að sett væru lög um ókeypis lögfræð- iaðstoð og -ráðgjöf á vegum dóms- málaráðuneytisins til handa almenn- ingi. í dag hafa aðgang að slíkri ráðgjöf fólk í góðum efnum eða fólk með góða frændur. Slíkar byltingar- kenndar hugmyndir er þó líklega skynsamlegra að fara hljótt með. Með virðingu fyrir skynseminni. Höfundur er menntaskólanemi. Haukur Már Helgason Islands er það lag ’f ÉG VAR staddur í Landmanna- laugum 21. júlí síðastliðinn og hafði gengið að Brennisteinsöldu. Þá tók ég eftir daufu hljóði sem rauf þögn- ina í litadýrð fjallanna. Það var hverahljóð. Ljóðlína, sem ég hafði lært sem krakki en ekki skilið fylli- lega fyrr, varð ljóslifandi: „Heyrið vella á heiðum hveri,... “. Á sömu stund munu hafa heyrst önnur hljóð á Suðurnesjum. Það voru að heflast heræfíngar sem illu heilli voru skreyttar nafni almannavarna. Það er stórvarasamt að blanda sam- an björgunarstörfum og hemaði, því að með alþjóðalögum eiga björgunar- störf að vera friðhelg í stríðsátökum. Nú þótti ekki lengur nóg að leyfa amerískum dátum að leika sér á landi voru, heldur hafði Rauði herinn verið kailaður til frá Rússlandi, og var þá Bleik brugðið. Hingað voru komnir hermenn frá mörgum öðrum löndum, þar á meðal ísraelskir, sem tekið höfðu sér frí frá því að meiða og myrða böm í Palest- ínu. Það hefur þó varla verið mikil tilbreyting fyrir þá í fríinu að horfa á húsarústir, því það er jú sérgrein ísraelshers að sprengja í loft upp íbúð- arhús palestínskra flölskyldna. Það er óþurftarverk, segir Sveinn Rúnar Hauksson, að gera ís- land að miðstöð fyrír stríðsleiki.______________ Leið mín þessa dagana hefur líka legið um Herðubreiðarlindir og að Öskju. Drottning flallanna skartaði sínu fegursta, Drekagil var á sínum stað og notalegt var að baða sig í Víti. En á bakaleiðinni í Mývatnssveit greindi heimamaður mér frá því, að á flugvelli þeirra væri búið að hengja upp yfirlitskort með reglum um tak- markanair á skoðunar- flugi vegna heræfinga Bandaríkjahers yfir verslunarmannahelgina. Á þessum slóðum nær æfíngasvæðið allt frá Vatnajökli norður undir Mývatn og vestur að Hofsjökli. Tugþúsundum ferða- manna sem sækja inn í óbyggðir Islands, stærstu ósnertu friðlönd Evrópu, er nú bægt frá til að skapa rými fyrir drápstól Bandaríkjahers og fylgiríkja NATO. Nú fá B 52 risasprengjuflugvélarnar að athafna sig frítt yfír íslandi, sömu vélar og teppalögðu byggð ból í Víet- nam með sprengjuregni. Það var ein slík vél sem hrapaði með vetnissprengjur við Thule á Grænlandi árið 1968, en þar flugu þær reglubundið flug áleiðis til Sov- étríkjanna, ávallt reiðubúnar að verða fyrri til að hefja kjam- orkustríð þegar geðveik- in næði því stigi. Það er hryllilegt að hugsa til þess að enn skuli þessi hemaðarstefna vera grundvöllur í viðbúnaði NATO-heijanna sem leika lausum hala á ís- landi. Nú er það orðinn fast- ur liður á þeim tíma sem óbyggðir og sveitir Is- lands bjóða landsmönn- um og gestum þeirra faðminn, að þá heflast aðrir handa v.ið að eyði- leggja fegurð og frið- semd hásumarsins með hemaðarbrölti. Hvar sem komið er, hrista menn höfuðið yfír þessari smekklausu og vanhugs- uðu framkomu í garð lands og þjóð- ar. Og á þessu ber utanríkisráðherra og ríkisstjómin öll ábyrgð. Svei þeim. Þegar utanríkisráðherra kynnti fyrirhugaðar heræfingar í sjónvarpi var hann ekki kominn í hermanna- búninginn frá því síðast. Eitthvað var hann skömmustulegur því hann fann þörf hjá sér til þess að greina frá greiðasemi sem bæta átti upp yfírganginn. Hann minnti á amerísku herforingjana sem láta taka mynd af sér við að gefa íslenskum börnum sælgæti og leikföng á jólum, sem eru þó alltént laus við sprengjur er önnur börn hafa orðið fyrir. Það er einkennilegt, að nú þegar önnur öld er upp runnin í samskiptum stórveldanna, að þá skuli Bandaríkja- her verða æ ágengari hérlendis. Her- setan sem heita átti ill nauðsyn til varna gagnvart Rauða hernum, er fest í sessi um leið og sá her er boð- inn velkominn til æfinga. Sú ósvinna að gera Island að mið- stöð fyrir stríðsleiki er óþurftarverk. Menn sem taka ábyrgð á slíku ger- ast óþurftarmenn og fer illa að tala um varnir íslenskra hagsmuna. Þeim væri nær að eyða fleiri stundum í gönguferðir um Lónsöræfí eða Land- mannalaugar og hlýða á íslands lag; heyra vella á heiðum hveri, heyra álftir syngja í veri. Höfundur er læknir. Sveinn Rúnar Hauksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.