Morgunblaðið - 01.08.1997, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.08.1997, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Brotlend- ing á Newark ALLIR sluppu ómeiddir að kalla þegar McDonnell Douglas MD-11 fraktflugvél fórst í lend- ingu á Newarkflugvelli í New Jersey í Bandaríkjunum um klukkan hálf sex í gærmorgun að íslenskum tíma. Fimm áhafnarmeðlimir voru um borð, og tókst þeim að skríða út um glugga á stjórnklefanum. Vélin var að koma frá Anchorage í Alaska. í lendingunni hvolfdi vélinni og kviknaði í henni. Síð- degis í gær var óljóst hveijar voru orsakir óhappsins. Vélin var í eigu flutningafyrirtækis- ins Federal Express. Newark- flugvöllur er einn af þrem völl- um sem þjónar New York, og umferð um hann mikil. Hana varð alla að stöðva þar til skömmu fyrir hádegi í gær. Reuter Ekkert samkomulag um skattbreytmgar í Þýzkalandi Kosningabaráttan hafin »nn. Reuter. ÞÝZKA ríkisstjórnin hét því í gær að hún myndi ekki bakka með tímamótaáform sín um breytingar á skattkerfinu, en allt lítur nú út fyrir að stjórnarandstaðan, sem er í lykilaðstöðu í efri deild þýzka þingsins, Sambandsráðinu, muni standa í vegi fyrir því að áformin nái fram að ganga allt fram að næstu þingkosningum, sem fram eiga að fara eftir rúmt ár. Gerðu Waigel grikk Theo Waigel fjármálaráðherra var gerður verulegur grikkur þeg- ar fulltrúar jafnaðarmanna, SPD, í málamiðlunarnefnd þingsins höfnuðu snemma í gærmorgun allir sem einn áformum stjómar- innar, sem hafa að markmiði að lækka skatta um sem nemur 30 milljörðum marka, um 1.200 millj- örðum króna. Hinn sameiginlegi vinnuhópur stjómar- og stjórnar- andstöðuflokkanna, sem á undan- förnum mánuðum hefur unnið að því að ná málamiðlun um skatta- breytingar, sem sátt gæti ríkt um, hefur þar með svo gott sem gefið algerlega upp á bátinn vonina um að málamiðlun náist. Báðir aðilar skella nú skuldinni á andstæðing- inn. Þar með er kosningabaráttan fyrir þingkosningarnar, sem áætl- að er að fari fram í september 1998, í raun hafin fyrir alvöru. „Þetta spillir til muna samkeppn- isstöðu okkar [gagnvart öðrum löndum], þetta veldur okkur skaða og SPD ber ábyrgð á því,“ sagði Waigel í útvarpsviðtali. Á frétta- mannafundi í gær hét Waigel því að stjórnin myndi stefna óhögguð að því að gera alvöru úr sem mestu af skattalækkunaráformum sínum, jafnvel þótt SPD héldi „hindrunar- stefnu“ sinni áfram. SPD segir áformin á kostnað launafólks Talsmaður þingflokks SPD, Peter Struck, sagði aftur á móti að flokkur hans gæti ekki fallizt á áform stjórnarinnar vegna þess að fyrirtæki og hinir betur meg- andi myndu njóta góðs af þeim á kostnað launafólks. Struck tjáði fréttamönnum í gær að mjög lítil von væri í að samkomulag næðist um megininntak skattbreytinga- áformanna nema ríkisstjórnin gæfi eftir í ýmsum lykilþáttum. Engum dylst að tímamótaáform stjórnarinnar um breytingar á skatta- og lífeyriskerfi Þýzkalands verða kjarnaatriði í kosningabar- áttunni. Helmut Kohl kanzlari hafði vonað að hann gæti hafið baráttuna fyrir fimmta endurkjöri sínu með samkomulag um þessar mikilvægu kerfísbreytingar í vas- anum. En nú er komið í ljós að honum verður tæpast að þessari ósk sinni og á brattann verði að sækja fyrir hann, ekki sízt með tilliti til þess hve stórum hluta kjósenda virðist þykja stefna kanzlarans varðandi Efnahags- og myntbandalag Evrópusambands- ins, EMU, tortryggileg. Vco . 10.-14. september PARIS 39.900.- Hin margrómaða haustferð Visa og Flugteiða til Parísar. Innifalið í verðinu; Flug, gisting í fjórar nætur, m/morgunverði, akstur til og frá flugvelli í París, flugv.skattar og Islensk fararstjórn. Fararstjóri er Laufey Helgadóttir. 20.-27. september BUDAPEST 56.400.- Innifalið í verðinu; Flug, gisting m/morgunverði, akstur til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn, skoöunnarferö um Búdapest og gönguferö á útimarkaöi. Fararstjóri: Sigmar B. Hauksson 19.-27 september Innifalið í v eina viku í r dagskrám.ski .890.- ^i^WIgTFÓrt Lauderdale, sigling I ....jfa með fullu fæði og skemmti- og akstri og íslenskri fararstjórn. BÓKANIR: Sími; 5050 484 5050 534 5050 491 VtSA VISA ISLAND FLUGLEIÐIR Pol Pot í stofufangelsi í Anlong Veng Báðir deiluaðilar vilja framsal Phnom Penh. Reuter. SKÆRULIÐAR Rauðu khmer- anna, sem í síðustu viku dæmdu fyrrum leiðtoga sinn, Pol Pot, í lífst- íðarfangelsi, lýstu því yfir í gær að hreyfingin styddi hinn brottræka forsætisráðherra Norodom Rana- riddh prins. Stjórnmálaskýrendur velta nú vöngum yfir hugsanlegu framsali Pol Pots. Forsætisráðherrann Hun Sen sagði í viðtali við ABC sjónvarps- stöðina á miðvikudag að leiða ætti Pol Pot fyrir alþjóðlegan dómstól, þar sem hann myndi svara til saka fyrir þjóðarmorð. Breska dagblaðið Daily Telegraph hafði eftir háttsett- um starfsmanni Sameinuðu þjóð- anna að Ranariddh prins hefði átt viðræður við Rauðu khmerana um framsal hans. Samkomulag hafi verið í burðarliðnum, en það hafi farið út um þúfur þegar Hun Sen steypti honum af stóli. Christophe Peschoux, sem fylgst hefur með Rauðu khmerunum í árar- aðir, telur að forsætisráðherramir tveir hafi hvor sína ástæðuna fyrir að vilja leiða Pol Pot fyrir alþjóðleg- an dómstól. Hann segir að Rana- riddh vilji bæta ímynd Rauðu khmer- anna svo hann geti gert bandalag við hreyfinguna, en Hun Sen vilji bæði koma í veg fyrir að Ranariddh takist það ætlunarverk sitt, og bæta ímynd sína á alþjóðavettvangi. í stofufangelsi Pol Pot er nú hafður í haldi í bækistöðvum Rauðu khmeranna í Anlong Veng, skammt frá landa- mærum Tælands. David Ashley, sérfræðingur í málefnum Kambód- íu, segir að verði hann ekki fram- seldur breyti dómurinn ef til vill ekki miklu fyrir hann sjálfan. „Rauðu khmerarnir hafa enga að- stöðu til að vista fanga til lengri tíma. Ég tel að þeir muni halda honum í stofufangelsi heima hjá sér og leyfa fjölskyldu hans að dvelja hjá honum. En hann var nær far- lama hvort sem er,“ sagði Ashley. Harðstjórinn fyrrverandi nálgast nú sjötugt og hefur í mörg ár verið talinn heilsuveill. Pol Pot var við völd í Kambódíu á árunum 1975 til 1979, og talið er að í stjórnartíð hans hafi að minnsta kosti ein milljón Kambódíu- manna verið myrt eða látist vegna pyntinga, hungurs og vinnuþrælk- unar. STUTT Blóðugt sprengju- tilræði í Alsír ÁTTA manns biðu bana og 25 særðust þegar sprengja sprakk í bíl við veitingahús í Algeirsborg í gær. Þar með lauk tveggja vikna hléi á blóð- ugum sprengjutilræðum heit- trúaðra múslima í borginni. Uppreisnarmennirnir hafa myrt 170 manns í vikunni í árásum á þorp til að hefna aðgerða alsírska hersins sem hafa kostað 300 félaga þeirra lífið. Myrti fjöl- skyldu sína 32 ÁRA Austurríkismaður myrti í gær eiginkonu sína og fjögur börn þeirra og reyndi síðan að svipta sig lífi. Maður- inn var fluttur illa haldinn á sjúkrahús eftir að hann hringdi á lögreglunni úr húsi eiginkonunnar, sem hafði sótt um skilnað. Börnin voru á aldr- inum eins til fimm ára. Átta fangar drepnir ÁTTA fangar biðu bana þegar brasilíska lögreglan gerði árás á fangelsi í ríkinu Paraiba í fyrrakvöld til að binda enda á fangauppreisn. Fulltrúar kaþólsku kirkjunnar lýstu árásinni sem „fjöldamorði". Smitberinn í fangelsi DÓMSTÓLL á Kýpur dæmdi í gær þarlendan sjómann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að smita ástkonu sína af al- næmi. Maðurinn var sagður hafa haft kynferðislegt sam- band við konuna í tvö ár án þess að segja henni frá því að hann væri smitaður og að eig- inkona hans hefði látist úr al- næmi. Rættum Kyrrahafs- laxinn RÍKISSTJÓRAR Alaska, Was- hington-ríkis og Oregon sam- þykktu í gær að efna til við- ræðna við embættismenn kanadíska sjávarútvegsráðu- neytisins í haust vegna deilu Bandaríkjanna og Kanada um veiðar á Kyrrahafslaxi. At- hygli vakti að Glen Clark, for- sætisráðherra British Columb- ia, á ekki að taka þátt í viðræð- unum. Harðorðar yfírlýsingar hans hafa valdið spennu í sam- skiptum ríkjanna. 500 Tyrkir sektaðir TYRKNESKA lögreglan hefur sektað rúmlega 500 bílstjóra fyrir að hindra umferð í bæn- um Kayseri síðustu þtjá daga. Heittrúaðir múslimar hafa ek- ið um bæinn til að mótmæla áformum stjórnarinnar um að loka framhaldsskólum, þar sem kennt er á trúarlegum grunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.