Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 31
' MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
_______________FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 31
MINNINGAR
Er einlægni
bak við orðin?
OFT er það gott sem gamlir
kveða. Mér datt í hug gömul vísa,
sem ég heyrði í æsku. Hún er
svona:
Vínið hrindir mennskri mynd,
magnar lyndi skitið.
Gerir yndið allt að synd,
og steinblindar vitið.
Það er mikið í þessum hending-
um. Hér er lýst í fjórum línum
hversu vínið getur farið með þá sem
ánetjast því. Og marg-
ir hafa gegnum árin
fengið að kenna
hrottalega á þessari
staðreynd. Og samt er
haldið áfram og þar
ganga opinberir aðilar
jafnvel fremstir í
flokki. Það er líka sagt
að brennt barn forðist
eldinn, en það virðist
vera öfugt og bæði
ungir og gamlir vaða
áfram eld eyðilegging-
ar sálar og líkama og
jafnvel sjá ekki eftir
peningum, gífurlegum
fjárhæðum, sem í
þetta fara. Ég hefi allt-
af haldið því fram að
þetta sé fyrst og fremst vandamál
fullorðna fólksins og verði það gert
vímulaust myndi margt lagast.
Nú er rætt um vímulaust land
árið 2002. Hver trúir því meðan
áfengisaustur er slfkur sem hann
er í dag, þar sem varla er þverfótað
fyrir áfengisútsölum og vínveitinga-
stöðum? Og þessu er otað svo að
fólki að jafnvel á ferðalögum, á stöð-
um sem bjóða mat, er fyrsta verk
þjónanna að koma með lista yfir
það áfengi sem er á boðstólum og
spyija: Hvað viltu drekka með
matnum? Þó er þar alls staðar vatn
í glösum og ef maður lætur það
duga, dofnar yfir framreiðslufólki,
sem ef til vill hefir eins og áður var
drykkjupeninga eða þjórfé. Og ég
verð ekki var við annað en að á
þessum stöðum gildi ekki löglegt
aldurstakmark. Við sem höfum bar-
ist móti allskyns áfengisnotkun höf-
um bent á að á skal að ósi stemma
eins og gamalt máltæki segir. Það
veit enginn hvað fyrsta staupið hef-
ir komið mörgum á kné og allt þetta
áfengisböl sem allir viðurkenna að
sé fyrir hendi og allir telja sig fúsa
að beijast á móti, á upptök sín ein-
mitt í þeim siðvenjum sem ráða-
menn þjóðarinnar hafa komið á með
allskonar undanslætti og ég þarf
ekki að minna á að allt ofbeldi bæði
í heimahúsum og eins úti á víða-
vangi er allt áfengi og allskonar
vímu að kenna. Jafnvel dómstólam-
ir em famir að taka sem afsökun
að sá sem framdi ódæðið var undir
áhrifum og vissi ekki hvað hann
gerði.
Góðtemplarareglan var öflug á
sínum tíma og bjargaði ijölda fólks
frá lífs- og sálartjóni. Hún var
ákveðin og sterk og ég man eftir
hversu þeir sem höfðu ábata af
sölu áfengra drykkja gerðu allt til
að eyðileggja áhrif hennar, og enn
em öflin í sókn sem gera lítið úr
starfi hennar, hún þykir of ströng
o.s.frv. ogþeim sem ánetjast áfengi
er talin trú um að þetta hafi svo
lítið að segja því alltaf sé hægt að
fara í „meðferð". En lítið er talað
um að fólk eigi að lifa þannig að
engin meðferð þurfi að koma til
greina. Menn sem þangað leita
hafa sína sögu að segja: Eyðsla
tíma og verðmæta og eyðilegging
lífs síns og sinna sem aldrei verður
bætt. En hvernig ætla þeir sem
mest tala um meðferð að útiloka
alla vímu úr landinu á næstu 5
ámm? Er nokkur einlægni á bak
við þessi stóru orð?
í dag sé ég ekki hvað meint er
með þessum orðum, en guð gefi
að þetta geti átt sér stað. Enginn
myndi fagna slíku
meira en ég. Ég mæti
á hveijum degi fólki
sem er á valdi vímunn-
ar og sumt veit ekki
sitt ijúkandi ráð, og
margir koma og segja
mér vandræði sín. Eg
hefi bent þeim á góðan
félagsskap, en þá kem-
ur í ljós, að þar er eng-
in vöm, ungmennafé-
lögin hafa afnumið
bindindisheit og ég veit
ekki til þess að íþrótta-
hreyfingin sé með heit-
ið „íþróttir og áfengi
eiga enga samleið“
nokkurs ráðandi og
fleiri félög mætti telja,
en góðtemplarareglan er eina fé-
lagsstarfsemin sem hefir algert
bindindi á öllum vímuefnum á sinni
dagskrá, hún hefir lifað og starfað
á þeim gmndvelli og áhuga og sjálf-
boðaliðar verið þar í forystu.
Barnastúkurnar hafa gert gífurlegt
gagn á þessu sviði og meðan þær
voru tengdar barnaskólunum og
kennarar og skólastjórar lögðu
þeim lið var virkilega gaman og
gagn að því starfi. Þarna var vímu-
laus æska í fararbroddi.
Nú er verslunarmannahelgin
framundan með öllum sínum freist-
Áfengi, segir Árni
Helgason, þarf
enginn að nota til
að skemmta sér.
ingum og því sem þar fylgir. Þetta
er hátíð sem bundin var svo mikil
von við hér áður fyrr, að færi þann:
ig fram að áfengið yrði útilokað. í
dag em flestir ef ekki allir hugs-
andi menn kvíðnir fyrir að allskon-
ar fólk reyni að spilla fyrir góðu
gengi hennar með því að lauma
áfengi að unga fólkinu. Og lög-
reglu þarf í stórum stíl til að vernda
friðinn. Þetta er dapurlegt að vita
til, en því miður er þetta fyrir hendi.
Við eigum alltof gott æskufólk
til að það ánetjist vímunni. Þess
vegna verður hver og einn að hafa
þau áhrif að öll vímuefni nái ekki
að komast inn á þá staði sem góð-
ir menn eru að skemmta sér um
þessa helgi. Ef allir leggjast á eitt,
má gera góða hluti. Afengi þarf
enginn að nota til að skemmta sér,
því það er ekki gleðigjafi sem veit-
ir sanna gleði. Skemmtanir án
áfengis em það sem glæða verður
meðal unga fólksins. Eg veit í raun-
inni að bindindi borgar sig best
þegar á allt er litið. Vímulaus versl-
unarmannahelgi. Það er málið. Guð
gefi að svo megi verða í raun.
Höfundur er fv. símstöðvarsijórí í
Stykkishólmi.
Árni
Helgason
KRISTOFER
JÓNSSON
+ Kristófer Jóns-
son fæddist 31.
júlí 1914 að
Hörgsdal, Hörgs-
landshreppi á Síðu
í V-Skaftafells-
sýslu. Foreldrar
hans voru Jón
Bjarnason bóndi
(14.4. 1887-10.12.
1977) og Anna
Kristófersdóttir
(15.4. 1891-27.1.
1967). Ættir þeirra
eru raktar í „Niðja-
tal og frændgarður
Jóns Bjarnasonar
og Önnu Kristófersdóttur",
tekið saman af Hermanni G.
Jónssyni og Þorsteini Jónssyni
og gefið út í Reykjavík 1987.
Kristófer átti 14 systkini:
Ragnar Friðrik skipstjóri (3.5.
1908-5.4. 1988), Helga verka-
kona (26.4. 1909-12.3. 1992),
Kristjana (23.9. 1910-19.4.
1925), Bjarni stýrimaður og
vélstjóri (16.11. 1911), Sigrún
húsfreyja (23.12. 1912-30.4.
1973), Anna Kristín húsfreyja
(6.2. 1916), Jakob _ bifreiðar-
stjóri (6.3. 1917), Ólafur bif-
reiðastjóri, bæjarfulltrúi og
framkvæmdastjóri (6.3. 1919),
Hermann Guðjón, lögfræðing-
ur og dómarafulltrúi, (25.5.
1921), Páll bifvélavirki (26.10.
1922), Rannveig, saumakona
og húsfreyja (20.12. 1924),
Halldór, gjaldkeri og versl-
unarmaður, (9.3. 1926), Krist-
jana, gæslumaður og _ hús-
freyja, (3.4. 1927) og Ólafía
Sigríður, verkstjóri og hús-
freyja, (21.5. 1929-1.6. 1984).
Einnig ólu foreldrar Kristófers
upp tvö börn Sigrúnar dóttur
sinnar, þau Rafn Valgarðsson
(06.04. 1935) og Önnu Jónu
Ragnarsdóttur (18.01. 1937).
Kristófer ólst upp á Hörgs-
landi til 12 ára aldurs en 1927
flutti hann með fjölskyldu sinni
að Keldunúpi i sömu sveit.
Árið 1932 á 18. ári fór hann
til Keflavíkur á vetrarvertíð
og var landmaður þar fram að
fardögum en þá fór hann heim
og vann við bú föður síns.
Vetrarvertíðina 1933 var hann
aftur landmaður
við sömu útgerð.
Um sumarið var
hann í vegavinnu á
Mýrdalsheiði.
V etrarvertíðina
1934 var komið að
því að fara til sjós
og reri hann á vél-
bátnum Guðfinni
frá Keflavík. Eftir
lok vertíðar hélt
hann áfram vega-
vinnunni frá fyrra
sumri. Á þessum
tíma eru mótorbát-
arnir að leysa ára-
bátana og þilskipin af hólmi.
Mikill skortur var á vélstjórum
og voru haldin „mótorista"
námskeið um allt land. í janúar
1936 aflaði Kristófer sér vél-
stjóraréttinda á slíku nám-
skeiði og var síðan í tæp 20 ár
vélstjóri á ýmsum bátum
(Skógafossi, Jóni Guðmunds-
syni...) frá Keflavík. Þegar
smurstöð Aðalstöðvarinnar var
opnuð í Keflavík árið 1955 hóf
hann þar störf. Fyrir utan eina
og aðra vertíð á línu- og neta-
bátum (aðallega á Ólafi KE 49)
var hann viðloðandi smurstöð-
ina alveg til 1989 en þá lét
hann af störfum fyrir aldurs
sakir.
Um 1934 kynntist Kristófer
sambýliskonu sinni, Helgu
Sveinbjörgu Kristjánsdóttur.
Hún var dóttir Kristjáns
Sveinssonar (Stjána bláa) og
Guðrúnar Jónsdóttur. Eignuð-
ust þau einn son, Karl Sigurjón
(14.1. 1936), sjómann sem lést
af slysförum 18.3. 1971. Árin
1948-49 byggðu þau hús á
Hringbraut 83 og bjuggu þau
þar alla sína sambúð. Hinn
27.10.1978 lést Helga og stuttu
síðar flutti Kristófer á Faxa-
braut 5 og bjó þar næstu 14
árin. Frá 1993 var hann búsett-
ur á elliheimilinu Hlévangi í
Keflavík. Kristófer lést á Vífils-
stöðum snemma morguns hinn
23. júlí síðastliðinn eftir þráláta
lungnabólgu.
Utför Kristófers fer fram frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.00.
Lífshlaup Kristófers fylgdi
sennilega mesta breytingatíma
þjóðarinnar og má segja að hann
hafi verið persónugervingur þess-
ara breytinga. Hann ólst upp við
kröpp kjör í stórri fjölskyldu á tím-
um mikillar fólksfjölgunar þar sem
landbúnaðurinn gat ekki mettað
fleiri munna. Sautján ára var hann
því sendur á vetrarvertíð til Kefla-
víkur til að hafa í sig og á. Hér
flutti hann ekki bara í nýjan heim,
heldur einnig í nýja tíma.
Hinar keflvísku aðstæður voru
afar frábrugðnar flestu því sem
hann hafði vanist í bernsku sinni.
í uppeldi hans einkenndust öll sam-
skipti af gagnkvæmni þar sem allir
voru meðhöndlaðir sem jafningjar.
Uppeldi hans byggðist ekki á aga
og valdbeitingu heldur á gagn-
kvæmum skilningi. Þetta skilaði sér
í eiginleikum siðferðis og samskipta
sem einkenndust af trú, trúnaði og
trausti.
Með þetta einstaklega góða
veganesti kom hann til Keflavíkur
- sem eins og mörg sjávarþorp
þessa tíma hafði afar hrátt og
kaldranalegt andrúmsloft. Mikil
mismunun var í valdi og auði og
afar lítil samstaða meðal launafólks
sem samanstóð mikið til af far-
andsjómönnum. Ef mönnum datt
sú firra í hug að stofna til samtaka
verkafólks voru þeir hraktir úr
byggðarlaginu eða settir á svartan
lista.
Kristófer var ekki átakamaður
en hafði sterka réttlætiskennd.
Hann var því ávallt reiðubúinn að
vera með og_ beijast fyrir rétta
málstaðnum. Á kreppuárum þriðja
áratugarins settu útgerðarmenn
hann á svartan lista fyrir að gefa
kost á sér í prófmáli sjómanna
gegn útgerðarmönnum, þar sem
sjómenn börðust fyrir fastri trygg-
ingu ofan á hlutaskipti. Verkalýðs-
og sjómannafélag Keflavíkur heiðr-
aði hann fyrir þetta framlag á sjó-
mannasunnudaginn árið 1982.
Trú hans á réttlæti kom einnig
fram í því sem mætti kalla hug-
sjónatrú. I tvígang var hann í fram-
boði fyrir Sósíalistaflokkinn í Kefla-
vík og hann tók t.d. aldrei starf á
Keflavíkurflugvelli. Trú hans var
um leið hálf heiðin, því það örlaði
á trú á vætti, enda mikið af þeim
í hans heimasveit. í tvígang lenti
hann í slysum vegna þess að hann
hafði slegið þúfuna á lóð hússins
sem hann byggði. Meðan hann bjó
þar var hún ekki slegin oftar.
Hann hafði mikinn trúnað barna
og unglinga sem nutu samveru með
honum, hvort sem það var í garðin-
um hans eða í spjalli um heima og
geima. Leituðu þeir oft til hans ef
einhver óleysanleg vandamál komu
upp. Fólk treysti einnig á samvisku-
semi hans bæði sem vélstjóra og
starfsmanns smurstöðvarinnar.
Vegna Fera - eins og hann var
oftast kallaður - voru ekki ófáir
sem létu smyija bílinn sinn á Aðal-
stöðinni. Margir strákar áttu einnig
erindi til Fera á smurstöðinni þegar
keðjan á hjólinu þeirra var farin
að stífna af ryði. Þetta mynstur
hélt áfram á elliheimilimu. Þar leit-
uðu margir, farnir að heilsu, til
hans og báðu hann að aðstoða sig
eða gera sér greiða. Fyrir Kristófer
var ekkert sjálfsagðara. Ágústa
föðursystir mín sagði einhvern tím-
ann við móður mína að Kristófer
væri góður maður.
Þessir eiginleikar Kristófers birt-
ust ekki aðeins gagnvart mannfólk-
inu heldur öllu lífi, bæði í orði og
æði. Frá vinnulúnum höndum hans
streymdi ekki aðeins mikil hlýja,
mildi og varfærni heldur einhver
undraverður kraftur. Föst en mjúk
handtök hans opnuðu því samskipt-
in við menn, dýr og flóru jarðar.
Gróandinn í garðinum hans við
Hringbrautina var t.d. mörgum
ráðgáta og voru ekki ófáir sem leit-
uðu ráða hjá honum. Dýr voru ein-
staklega hænd að honum og spök
í návist hans. Á litlu herbergissval-
irnar hans á Hlévangi vöndu komur
sínar litlir fljúgandi fastagestir.
Kristófer var „pælari“ og eiginlega
heimspekilega sinnaður. Samræður
við hann urðu því einstaklega
ánægjulegar, a.m.k. fyrir líka sinn-
aða og þá sem fengu að njóta sam-
talsins við hann. í þeim komu fram
sömu eiginleikar og í handbragði
hans, þ.e. hann hélt samtalinu opnu
og lifandi og þreifaði sig áfram
með rökum. Fullyrðingar eða
sleggjudómar voru honum afar
framandi þó það hafi verið mikið
um þær í hans keflvíska umhverfi.
Og líkt og með ákveðna persónu í
Paradísarheimt hljóp aldrei frá
honum styggðaryrði um einstakl-
inga - hvernig sem þeir komu fram
við hann.
Þó ýmis ytri skilyrði beindu lífi
Kristófers í farveg þolandans var
hann um leið mikill gerandi síns
lífs. Þetta kom ekki aðeins fram í
garðrækt hans heldur sériega vel
í tómstundum hans þegar hann
hætti störfum. Hann lagðist þá
ekki í kör heldur hélt hann við sínu
góða líkamlega og andlega at-
gervi. Hann gekk mikið og synti
nær daglega meðan heilsan entist.
Einnig var hann daglegur gestur á
púttvöllum Keflavíkur og vann með
sínu rólega og yfirvegaða fasi til
margra verðlauna þar. Hann las
einnig mikið og var tíður gestur á
bæjarbókasafninu.
Það var ekki aðeins ánægjulegt
að alast upp í húsinu við hlið hans
við Hringbrautina heldur afar
tryggt. Þó að hann hafí verið 44
árum eldri en ég urðum við miklir
mátar og vinir. Þessi ævilanga vin-
átta - þrátt fyrir mína 20 ára dvöl
erlendis - færðist einnig yfír á
syni mína sem litu á hann sem
hálfgerðan afa sinn. Ég og ijöl-
skylda mín kveðjum þennan ágæta
og góða vin með trega og söknuði.
Sævar Tjörvason.
i h\\i
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 567 4844
SUMARTILBOÐ
Falleg gæðahandklæði
20% afsláttur
JöL Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD,
w FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333.
4
*
*
(
4«