Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 39 1 I r 1 I I i i ] i i i i < i BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Umferðarmál í Reykjavík Frá Sigmari Hróbjartssyni: STUNDUM getur maður rekist á ritsmíðar í blöðum landsins, sem eru þrungnar fjandskap í garð einhverra samborgarara okkar og einskis svif- ist til þess að gera þá og störf þeirra tortryggileg. Eina slíka gaf að iíta í bréfi til Morgunblaðsins nú nýlega. Þar er því haldið fram að Guðrún Ágústsdóttir og félagar hennar í borgarstjórn Reykjavíkur hafi ákveðið að þrengja að umferð á götum borgarinnar, vegna þess að þeim sé illa við fólkið sem notar einkabíla sem samgöngutæki. Minna má það ekki kosta.. . Það var vissulega mikil uppgötvun að finna upp hjólið. Frá þeim tíma og til okkar daga hefur maðurinn sífellt verið að útfæra þessa upp- götvun sína á öllum mögulegum sviðum til þess að gera sér lífið Iétt- ara og jörðina undirgefna. Samgöngutæki nútímans í lofti, á láði og á legi eru vissulega greinar á þeim meiði. Sú þróun, sem orðið hefur á einum mannsaldri er ævin- týri líkust. En í okkar tæknivædda samfélagi er margs að gæta. Það kemur sí- fellt betur og betur í ljós, að í þess- ari Paradís tækninnar leynist marg- ur snákurinn ... Höfundi umræddrar greinar verð- ur líka á að nefna: „umferðaröng- þveiti, mengun, hávaða og tímasó- un“, en vill tengja það við að götu- rými sé ekki nægilegt til þess að taka við sístækkandi bílaflota ... Vissulega er bíllinn þægilegt sam- göngutæki. Hann getur meira að segja verið einskonar „regnhlíf á hjólum". En þegar mest á reynir, t.d. í hríðarbyljum vetrarins og öng- þveiti sem þá skapast, geta þessi þæjrindi snúist upp í andhverfu sína. I borgarsamfélögum okkar tíma hafa almenningsfarartæki orðið æ veigameiri úrræði. Hér í Reykjavík hefur sú þróun orðið heldur síðbúin af ýmsum orsökum, sem hér verða ekki raktar. Núverandi borgarstjórn hefur þó reynt að ráða á því bót, þó betur megi sjálfsagt gera. Nú er svo komið að mér þykir í flestum tilfellum mikið þægilegra (og jafnvel fljótlegra) að „skreppa í bæinn“ með strætó heldur en að nota bílinn minn og standa í leit að stæði, greiða stöðumælasektir og eiga á hættu að lenda í árekstrum, einkum þegar strætó gengur þétt- ast. Vona ég innilega að fleiri eigi eftir að gera þá uppgötvun, bæði sín vegna og samfélagsins. Ég get að vísu vel skilið að þeir sem hafa kostað miklu til við að eign- ast glæsta vélfáka nútímans, vilji gjarnan nota þá. En þegar þeir verða of margir sem samtímis ætla að leyfa sér slíkan munað, koma ókostir þessa ferðamáta fyrst áþreifanlega í ljós. (Þá kýs ég fremur að vera á tveim jafnfljótum og taka strætó.) Svo má heldur ekki gleyma þeim stóra hópi vegfarenda, sem af ýms- um orsökum á ekki kost á öðrum samgöngumáta en almenningsfarar- tækjum. Þeir hafa líka sinn rétt. Mengun frá bílaumferð er að verða eitt af stærstu vandamálum okkar tíma. Við því verður að bregð- ast með öllum tiltækum ráðum. Þar koma rafdrifin farartæki, t.d. spor- vagnar, sterklega til greina. Það hlýtur að verða með biýnustu verk- efnum borgaryfirvalda að ráða fram- úr slíkum vandamálum. Eina færa ieiðin er að bæta ai- menningssamgöngukerfið. Þar verða allir aðilar að þekkja sinn vitj- unartíma og taka höndum saman til þess að finna farsælar lausnir. Virð- um rétt annarra - og væntum þess sama af þeim. Þá mun öllum vel farnast. SIGMAR HRÓBJARTSSON, Brautarási 10, Reykjavík. Ekki einungis konum er nauðgað Frá Katrínu Hamilton: ÞAÐ hefur varla farið fram hjá nein- um það mikla umtal sem verið hefur um stórglæpinn nauðgun vegna komandi verslunarmannahelgar. Fjölmiðlar hafa auglýst grimmt gegn þessum virkilega viðkvæma glæp: Allir eiga að vera allsgáðir! Þetta getur komið fyrir hvem sem er! Ungmenni, haldið hópinn! Hvetjum er helst nauðgað á okkar stærstu útihátíðarhelgi? Líklega er það ungum konum á aldrinum 14-17 ára sem eru nógu varnar- lausar fyrir gerandann. En stundum á það til að gleymast að einnig eru strákar fórnarlömb nauðgunar. Það er óhætt að alhæfa að upplýs- ingar um hlutfall stráka sem er nauðgað eru miklu ónákvæmari en um stelpur. Strákar hafa öðruvísi stolt og flestir þeirra voga sér ekki að segja frá ógæfu sinni. Þeim finnst þeir hafi orðið fyrir enn meiri niður- lægingu en stelpurnar, þeir telja sig jú „sterkara kynið“! Stígamót og Neyðarmóttaka Borgarspítala standa konum nær en körlum. Karimenn sem beittir hafa verið kynferðislegu ofbeldi eru líka velkomnir þangað og það mætti koma betur fram í fjölmiðlum. Nauðgun er gríðarleg smán og getur lagt tilfinningalíf fólks í rúst. Þeir sem hafa framið svona glæp eða vita að þeir eru hættulegir, t.d. undir áhrifum Bakkusar, ættu að hlekkja sig heima við rúmgaflinn þar til hættan hefur liðið hjá. Eða hvem- ig væri að leita sér hjálpar? Það er frekar augljóst að kven- menn verða miklu oftar fyrir nauðg- un en það eru karlmenn þarna inn á milli og örugglega fleiri en við gerum okkur grein fyrir. Eins og oft er búið að tönnlast á getur þetta komið fyrir hvern sem er. Og ekki ætti að gera grín að þessu málefni, sama hvað! Hafið augun opin og verið varkár um verslunarmannahelgina jafnt og aðra daga. Langar mig að óska öllum góðrar, gleðilegrar og áhyggjulausr- ar helgar. KATRÍN HAMILTON, Nemandi á félagsfræðibraut Menntaskólans við Sund. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Dýraglens Grettir MUNUM VIÐ HVERMiG 'A AP ^ OPNA FUGLABORIÐ ? EKJCl BASA |?AP VIÐGLZVMDUM (AÐFUtflARöeTA \ fri-OGiP 17AVf& 4Z Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk I WROTE TO SPIKE SO HE'LL BE EXPECTIN6 Y0U REMEM6ERJMEM00N 15 ALWMS 0VER M0LLYW00D SOJUST F01L0U) THE MOON.. ^3------------"" 6-/8 TME LA5T TIME U)E U)ENT 50MEPLACE, HE TOLD U5 TME NORTH STAR 15 ALU)AY5 0VERMINNEAP0LI5„ i Ég skrifaði Sámi svo að hann á von á ykkur. Munið að tunglið er alltaf yfir Hollywood svo þið fylgið bara tunglinu. Síðast þegar við fórum eitthvert sagði hann okkur að Pólstjarnan væri alltaf yfir Minneapolis ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.