Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 52
MeWiiid -setur brag á sérhvern dag! qrœnni qrein MEÐ SPARiÁSKRIFT (^BÚNAÐARBANKl ÍSLANDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Piltur á reiðhjóli fauk á bíl Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson FJOLMENNI var á bryggjunni og voru margir með myndbandstökuvélar og myndavélar á lofti þegar Rauðinúpur sigldi inn innsiglinguna til Raufarhafnar í gær. Raufarhafnarbúar fagna nýjum skipum TÓLF ára piltur missti stjóm á reið- hjóli, þar sem hann var að hjóla vest- ur yfir Ölfusárbrú um klukkan nítján í gærkvöldi, datt út af stétt á brúnni, á bíl og í brúargólfið. Að sögn lög- reglu hafði ökumaður bílsins tekið eftir því að pilturinn var í vandræð- um og hafði hægt mjög á bíl sínum. Mikil umferð var þegar óhappið varð. Svo virðist sem vindhviða hafí valdið því hvemig fór. Pilturinn lenti á bílnum, sem dældaðist og rispaðist /rá afturhurð og afturúr, og datt síð- an alveg á hliðina og lenti á höfðinu sem sást á rispuðum hjálmi hans. Næsti bíll á eftir var á lítilli ferð og gat bflstjórinn stöðvað í tæka tíð. Pilturinn var fluttur með sjúkrabfl á sjúkrahúsið á Selfossi og var þar í rannsókn í gærkvöldi þegar síðast fréttist. Nokkur umferðarteppa myndaðist á brúnni meðan verið var að koma piltinum til hjálpar. Raufarhöfn. Morgunblaðið. RAUFARHAFNARBÚAR og gest- ir fögnuðu komu tveggja nýrra skipa Jökuls hf. með því að fjöl- menna niður á bryggju í gær og margir þeyttu bflflautur. Við at- höfn í brú Rauðanúps blessaði sóknarpresturinn, Lilja Kristín Þorsteinsdóttir, áhöfn og skip, fólki gafst kostur á að skoða skip- in og siðan bauð útgerðin þorspbúum og gestum til grill- veislu í félagsheimilinu og dans- leiks á eftir. Utgerðarfélagið Jökull hf. á Raufarhöfn fékk afhent í vikunni þijú skip sem það hefur keypt. Rækjufrystiskipið Júlíus Hav- steen, sem nú hefur hlotið nafnið Rauðinúpur, og innfjarðarrækju- báturinn Kristey, sem nú heitir Atlanúpur, voru keypt af Fiskiðju- samlagi Húsavfkur og rækju- frystitogarinn Brimir, sem heitir nú Sléttunúpur, var keyptur að sunnan. Kvótinn eykst Með þessum skipakaupum eykst kvóti fyrirtækisins um 1.100 þorskígildistonn og verður kvót- inn samtals 5.000 tonn á komandi fiskveiðiári. Jafnframt eignast fé- lagið í fyrsta skipti nýtískulegt frystiskip. Gerður hefur verið samningur um sölu Sléttunúps án kvóta til Noregs en hin skipin, Rauðinúpur og Atlanúpur, komu í fyrsta skipti til heimahafnar í gær. Fyrir á Jökull fjölveiðiskipið Arnarnúp og innljarðarrækjubát- inn Oxarnúp. Þessi styrking útgerðar Jökuls hf. ásamt fyrirhuguðum breyting- um á frystihúsi félagsins, sem auka afkastagetu þess í frystingu loðnu og sfldar, er, að sögn Jó- hanns Olafssonar framkvæmda- sljóra, lokapunkturinn í þeim breytingum sem gerðar hafa ver- ið á fyrirtækinu undanfarin þijú ár. „Það bætast hér við góð sjó- mannsstörf. Það tryggir betur bú- setu þess fólks sem fyrir er í þorp- inu,“ segir Gunnlaugur Júhusson, sveitarstjóri Raufarhafnarhrepps, og fagnar skipakaupunum. Vörugjald á bensín hækkar Hlutur rík- isins orðinn tæp 70% VERÐ á bensínlítra hækkar í dag um 1,40 krónur vegna 1,09 kr. hækk- unar á vörugjaldi til ríkissjóðs. Er hlutur ríkissjóðs í útsöluverði bens- ínlítrans orðinn tæp 70%. Skv. reglugerð fjármálaráðuneyt- isins hækkar vörugjaldið um 1,09 kr. á hvern lítra. Að viðbættum virðis- aukaskatti er hækkunin 1,36 kr. sem hækkuð er í 1,40. Verð á bensíni er nú það sama hjá olíufélögunum öll- um, eins og var reyndar fyrir hækk- un. Lítrinn af 95 oktana bensíni kost- aði 76 kr. en hækkar í 77,40 og 98 oktana bensín hækkar úr 80,70 kr. í 82,10 kr. Bensín hefur hækkað á heims- markaði undanfarið. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, og Geir Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins, töldu hugsanlegt að verð farma, sem keyptir yrðu til landsins á næstu vikum, myndi leiða til verð- hækkunar síðar í sumar. „Mér fínnst fjármálayfirvöld senda bfleigendum kaldar kveðjur þegar mesta ferðahelgi landsmanna fer í hönd,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. „Nú er líka útlit fyr- ir að tekjur ríkisins af bflum og um- ferð nái sögulegu hámarki því þær fara í nálega 24 milljarða og gætu orðið nærri þremur milljörðum króna hærri en áætlun ríkissjóðs gerði ráð fyrir.“ Gæsluþyrla biluð Morgunblaðið/Ámi Sæberg FLUGVIRKJARNIR Jón Pálsson, Jón Tómas Vilhjálmsson og Einar Bjarnason gera við þyrlu Landhelgisgæslunnar. NÚ STANDA yfír viðgerðir á gírkassa þyrlu Landhelgis- gæslunnar TF-SIF og er ekki búist við því að þeim ljúki fyrr en í næstu viku. Að sögn Odds Garðarssonar, flug- virkja hjá Land- helgisgæslunni, barst fyrir skömmu viðvörun frá fram- leiðandanum Eurocopter þar sem farið var fram á að fylgst yrði með ákveðnum titringi þyrlunnar. Oddur segir að við athugun hafi menn orðið varir við þessi einkenni og í framhaldi af því kom í ljós að gírkassinn var bilaður. Aðspurður segir Oddur að erfitt sé að gera sér grein fyrir hvort um galla í vélinni sé að ræða, en vitað er um að minnsta kosti tvær aðrar þyrlur frá sömu verksmiðju þar sem slík bilun hafi komið upp. Þá segir hann aðspurður að það sé vissu- lega slæmt að þyrlan skuli ekki vera til taks um helgina, en ekki sé hægt að koma í veg fyrir að þessi tæki bili. Nýir hlutabréfasjóðir sem fjárfesta á erlendum mörkuðum Erlend hlutabréf fást fyrir 10.000 kr. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ís- iandsbanka hefur stofnað tvo nýja hlutabréfasjóði sem munu einvörð- ungu fjárfesta á erlendum mörkuð- um. Frá því að sjóðirnir hófu starf- semi 1. júlí sl. hafa íslenskir stofn- anafjárfestar keypt hlutafé í sjóðun- um fyrir tæpar tvö hundruð milijónh- króna. Sjóðirnir tveir, Hlutabréfa- markaðurinn hf. (Hmark), sem ætlað er að fjárfesta í hlutabréfum í iðn- ríkjunum, og Nýmarkaðurinn hf. (Nýmark), sem mun fjárfesta í ný- markaðslöndum, verða fyrsta kastið skráðir á Opna tilboðsmarkaðnum en stefnt er að skráningu á Verð- bréfaþingi íslands með haustinu. Lágmarksfjárhæðin, sem fjárfestar geta keypt fyrir í sjóðunum, er tíu þúsund krónur. Hlutabréfamarkaðurinn fjárfestir í hlutabréfum í iðnríkjunum þar sem um 75% af alþjóðlegum markaði hlutabréfa fer fram í alls um tuttugu löndum. Samkvæmt fjárfestingar- stefnu Hmarks er stefnt að því að verja ráðstöfunarfénu einkum til fjárfestingar í hlutdeildarskírteinum eða hlutabréfum erlendra verðbréfa- og hlutabréfasjóða sem fjárfesta í hlutabréfum fyrirtækja í iðnríkjun- um. Einnig verður fjárfest í hluta- bréfum einstakra fyrirtækja sem eru með verulegan hluta starfsemi sinn- ar í iðnríkjunum. Nýmarkaðnum er ætlað að fjár- festa í nýmarkaðslöndum en svo eru þau lönd nefnd þar sem hlutabréfa- markaður er minna þróaður en í iðn- ríkjunum. Raunar miðast skilgrein- ingin oftast við tekjur á mann fremur en þroska hlutabréfamarkaðs en þetta tvennt fer að jafnaði saman. Samkvæmt fjárfestingarstefnu sjóðs- ins er stefnt að því að fjárfesta eink- um í hlutdeildarskírteinum eða hluta- bréfum verðbréfa- og hlutdeildar- sjóða sem fjárfesta í hlutabréfum fyr- irtækja á nýmörkuðum. Einnig verð- ur fjárfest í hlutabréfum fyrirtækja sem eru með verulegan hluta starf- semi sinnar á nýmörkuðum. ■ Einvörðungu fjárfest/6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.