Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Ekki náðist í Davíð Oddsson UMFJÖLLUN fjölmiðla um kaup Ámunda Ámundasonar á Helgar- póstinum kom mér verulega á óvart og þær yfirlýsingar, sem aðilar létu falla í hita leiksins. Svo virtist, sem að engum hefði dottið í hug, hvorki fréttamönnum né aðilum málsins, að kynna sér grundvallaratriði fyr- irfram, t.d. ákvæði í samþykktum hlutafélagsins og hvaða reglur gilda um forkaupsrétt áður en lagt var af stað með fréttir og yfirlýsingar. Hefði það verið gert hefðu fjölmiðl- ar aldrei fjallað um málið með þeim hætti sem þeir gerðu. Það var ein- faldlega ekki efni til þess. Svo fer um dýrð heimsins Um árabil hafa verið gefin út blöð af stjórnmálaflokkum, sem al- menningur hefur ekki haft mikinn áhuga á og því hafa skattgreiðend- ur verið látnir hlaupa undir bagga með misnotkun pólitísks valds. Nú er þó svo komið, að lengra verður ekki fram haldið. Vegna rekstrar- legra örðugleika er nauðsynlegt að taka skynsamlegar ákvarðanir og hætta útgáfu blaðanna. Þá koma fram fulltrúar stjómmálaflokk- anna, sem sjá fram á andlát blaða sinna og fjalla um það af mikilli mærð að nauðsynlegt sé, að gefið verði út blað til að fjalla um mál út frá sjónarmiðum félagshyggju. En hvers konar blað skyldi það nú vera? Svarið við því fæst sennilega seint og sennilega mundi talsmenn flokkanna greina á þegar farið væri að íjalla nánar um hvað við væri átt. Fækkun dagblaða er ekki sér ís- lenskt fyrirbæri og hægt að skýra það m.a. með því að önnur og auk- in fjölmiðlun hefur tekið við af dag- blöðum. Það þarf hins vegar ekki að fela það í sér, að fjölmiðlun eða fréttamennska hafi orðið betri. Það sem ætti að vera megin áhugamál talsmanna stjómmálaflokka, hvort heldur þeirra sem eru nú að jarð- setja málgögn sín eða annarra, er að upplýsingastreymið til almenn- ings og hlutlægni frétta sé sem best. Síðan geta menn deilt um það hvað sé góð fréttamennska en það er annað mál. Það er þó nauðsyn- legt að vekja athygli á því, að þeir sem setja fram óskir eða kröfur um, að fjölmiðlar starfí í anda einhverr- ar þjóðfélagsstefnu, em í raun að setja fram sömu sjónarmið og stjómmálamenn fyrir miðbik aldar- innar settu fram í Þýskalandi, á ítaliu, í Sovétríkjunum og fleiri sambærilegum ríkjum. Fq'áls fjölmiðlun Andstæðingar flokksblaða hafa iðulega hampað hugtakinu fijáls fjölmiðlun, en hvað er það? Getur fjölmiðlun nokkurn tíma verið fijáls? Er ekki fjölmiðlun eins og annað háð þeim sem halda um stjómvölinn og þeim sem hafa eign- arráð yfir þeim? Er t.d. sá fjölmið- ill sem er í eigu kvótakónga fijáls- ari en sá, sem er í eigu stjómmála- flokks? Fjölmiðlun og frétta- mennska er að sjálfsögðu háð þeim sem með fara hveiju sinni og verð- ur hvorki betri né verri en þeir sem fréttir skrifa og fjalla um mál í fjölmiðlun að öðra leyti. Eigendur hafa sfðan alltaf sitt að segja, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. í því sambandi má minna á, að þeir ráða þá til starfa sem eru þeim þóknanlegir og aðra ekki og þarf þá ekki annað en vísa til þess, sem gerst hefur í íslenskum fjöl- miðlaheimi á þessu ári. Út frá þess- um sjónarmiðum finnst mér leggj- ast lítið fýrir mærðarfulla stjórn- málaleiðtoga Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags, þegar helsta skil- yrði þeirra í sambandi við nýjan fjölmiðil skuli vera verð á auglýs- ingum og tilkynningum stjórnmála- flokkanna en ekki hveijir fara eigi með og stýra fjölmiðli þeim, sem leysa á hina af hólmi. Fréttamennska í gúrkutíð Nú þegar ákveðin uppstokkun er að verða í fjölmiðlun er ekki úr vegi að menn velti því fyrir sér hvar ís- Mér hefur blöskrað, segir Jón Magnússon, skortur á faglegum vinnubrögðum fjölmiðlamanna. lenskir fjölmiðlar era á vegi staddir og hvort ekki sé tímabært að setja fram auknar kröfur til þeirra um vandvirkni og fréttaval. Spurning er hvort til þurfí að koma hópur áhugafólks um hlutlæga umfjöllun fjölmiðla til að veita fjölmiðlum að- hald eins og era til staðar víða ann- ars staðar. Mér hefur satt að segja komið ýmislegt á óvart í íslenskri fjölmiðlun síðustu misseri. Fyrir nokkru fjallaði ljósvaka- miðill um það, að lánasjóður hefði tapað veralegum fjármunum á því, að yfirtaka húseign viðskiptavinar síns. Síðan var rætt við fram- kvæmdastjóra þess aðila sem húsið átti upphaflega og hann sagði, að lánasjóðurinn hefði í raun tekið húseignina upp í skuldir á allt of lágu verði. Þar með lauk þessari makalausu frétt og mér er spurn: Hvaða frétt var þetta? Hvaða upp- lýsingum var verið að miðla og að hvaða niðurstöðu áttu áheyrendur að komast? Engin til- raun var gerð til þess af hálfu fjölmiðilsins, að sýna fram á sann- leiksgildi mismunandi staðhæfinga. Hæfí eða vanhæfí eins dómara Hæsta- réttar íslands hefur verið til umfjöllunar löngu eftir að tilefni var til að velta fyrir sér hæfi hans eða van- hæfi. Þannig hlaut það að vera spurning þegar dómari Hæstaréttar gaf kost á sér til fram- boðs forseta hvort eðli- legt væri að hann tæki sér frí frá störfum eða segði af sér. Fjölmiðlar létu hjá líða að fjalla um það þegar tilefni var til og ljóst er, að yfirvöld dómsmála og Hæsti- réttur sjálfur hafa metið stöðuna þannig, að eðlilegt væri, að dómar- inn tæki sér frí frá störfum. í mín- um huga eru það staðreyndirnar, og menn geta deilt um það hvort þannig eigi það að vera, en þá er eðlilegt að ljallað sé um málið án þess að persónugera það, sem mér fínnst úr því sem komið er frekar lágkúrulegt. Til hvers? Fjárhagsvandi ríkissaksóknara hefur verið mörgum kunnur um langa hríð. Þessi íjárhagsvandi var til staðar þegar þáverandi dóms- málaráðherra skipaði þennan emb- ættismann í stöðuna. Hafi yfirvöld- um dómsmála ekki verið um hann kunnugt áður en DV fjallaði um málið fyrir nokkru þá fylgjast þau verr með en ásættanlegt er. Yfirlýs- ingar þess efnis eru álíka og kom fram í þáttunum „Já ráðherra", þar sem ráðuneytisstjórinn lýsti því yf- ir, að hann mætti ekki missa af ákveðnum fréttatíma þar sem þar kæmu fram upplýsingar um utan- ríkismál, sem utanríkisráðuneytið vissi ekki af. Þetta er þó ekki meg- in atriðið. Það hlýtur að vera um- hugsunarefni, hversvegna fjallað var um fjárhagsvanda ríkissaksókn- ara nú í tveim tölublöðum og síðan ekki meir. Vildi einhver koma höggi á ríkissaksóknarann eða var verið að gefa honum aðvörun vegna einhvers? Var e.t.v. verið að gefa einhveij- um öðram aðvörun? Umfjöllun sem þessi er marklaus, ef fjölmiðill- inn hefur enga stefnu í málinu og skilur það eftir óafgreitt. Þegar slíkt skeður er nær- tækt að spyija spurn- inga sem þeirra, sem spurt er hér að framan. Ekki náðist í Davíð Oddsson Davíð Oddsson er líklega _einn klókasti stjórnmála- maður íslands á þessari öld. Hann kann t.d. þá list betur en aðrir að láta ekki ná í sig þegar honum hentar ekki að koma fram. Síðast gerðist þetta þegar kjaradómur ákvað launahækkun til ákveðinna embættismanna, m.a. forsætisráð- herra. Davíð Oddsson gegnir þannig stöðu, að í hann næst og á að nást hvenær sem er. Þegar fjölmiðlar segja að ekki hafi náðst í manninn þá er það slappleiki. Forsætisráð- herra hefur fullt frelsi til að neita að svara spurningum eða segja að hann muni ekki svara fyrr en um málið hefur verið fjallað t.d. í ríkis- stjórninni. Það er eðlilegt og ekkert við það að athuga. Það að ekki náist í hann er hins vegar ekki í lagi. Þessi dæmi sem ég nefni eru tekin af handahófi, en öll með þeim hætti að mér hefur blöskrað skortur á faglegum vinnubrögðum fjöl- miðlamanna. Það er þó ekki alvar- legasta hættumerki íslenskrar fjölmiðlunar heldur það hve lítið er um það, að mái séu tekin upp af festu og þau rekin á leiðarenda. Þá er það umhugsunarefni hvernig á því stendur, að íjölmiðlar skuli ekki leiða oftar saman talsmenn ólíkra viðhorfa til að skýra sjónar- mið sín. Meðan íslensk íjölmiðlun er jafn fátæk að málefnalegum út- tektum eða umfjöllun og nú er, þá er illa komið. Höfundur er lögfræðingur. Jón Magnússon Veiðigjald er for- senda framfara ÞEIR græddu á kostnað annarra, fluttu hagnaðinn úr landi, gerðu iðnaðarframleiðslu illstarfhæfa og skildu hagkerfíð eftir í ijúkandi rúst. Eiga menn eftir að tala á þess- um nótum eftir nokkur ár? Má gera ráð fyrir því að þeir eigi ekki eftir að sjá að sér fyrr en við höfum náð lokastigi „hollensku veikinnar"? Gera má ráð fyrir því þar sem veiði- gjald er forsenda þess að jafnvægi ríki í hagkerfinu og á meðan þing- menn tveggja stærstu stjórnmála- flokkanna neita að hlusta á skyn- samleg rök fyrir álagningu veiði- gjalds er hætta á að svo fari. Veiðigjaldsumræðan hefur að mestu leyti snúist um réttlætissjón- armið að undanförnu. Þó svo að veiðigjald sé réttlætismál fyrir mörgum verða menn að vara sig á að falla ekki í þá grylju að láta hagkvæmnissjónarmið veiðigjalds falla í skuggann fyrir réttlætissjón- armiðunum. Erfítt er að reyna að skilgreina hvað er réttlæti á meðan auðvelt er að sýna fram á yfirburði veiðigjalds út frá hagkvæmnisrök- um, því er skynsamlegra að beina umræðunni að hagkvæmnirökum veiðigjalds í stað réttlætissjónar- miða þó svo að réttlætissjónarmiðin séu einnig mikilvæg. En hvemig er þá hægt að ráð- stafa gjaldinu og hvaða afleiðingar hefur það í för með sér? Hægt væri að nota gjaldið til þess að greiða niður erlendar skuldir sem mun skila sér í minna fjárþörf ríkis- ins og lægri sköttum í framtíðinni. Hægt væri að lækka skatta. Einnig væri hægt að nýta veiðigjaldið sem hliðarráðstöfun við gengisfellingu en þá yrði virðisaukaskattur lækk- aður í hlutfalli við gengisfellinguna og kæmi þannig í veg fyrir verð- bólgumyndun og staða annarra út- flutningsgreina en fískútflutnings yrði mun sterkari. Á íslandi hefur útflutningur stað- ið í stað undanfarna áratugi og er því um að kenna að ójafnvægi hef- ur ríkt í hagkerfínu sem meðal annars stafar af ókeypis auðlindar- hráefni sjávarútvegsins, aðrir þætt- ir leika þó einnig stórt hlutverk eins og landbúnaðarstefna stjómvalda og miðstýring kaupgjalds. Auð- lindastefna stjómvalda hefur leitt til óeðlilega mikillar íjárfestingar í sjávarútvegi á kostnað fjárfestingar í almennum iðnaði og auk þess hefur gengisskráning krónunnar ávallt verið langt frá því sem eðli- legt getur talist sem hefur meðal annars komið fram í slakri stöðu iðnaðar og gríðarlegri erlendri skuldasöfnun vegna lélegrar nýt- ingar á þeim arði sem við höfum skapað. Veiðigjald myndi leysa úr báðum þessum þáttum. Það getur stuðlað að jafnvægi í hagkerfinu og gæti þá almennur iðnaður vaxið samhliða sjávarútvegi sem hann getur ekki nema að takmörkuðu leyti nú. Veiðigjaldið myndi einnig leiða til að hægt yrði að stuðla að hagkvæmari gengisskráningu krónunnar án verðbólgumyndunar sem myndi styrkja stoðir útflutn- ingsgreinanna og þar með stuðla að auknum útflutning og þjóðar- arði. Þó svo að gengi krónunnar ráðist nú að mestu leyti á markaði er það enginn einhlítur mælikvarði á það hvort gengið er rétt skráð, mun betra er að skoða þróun útflutnings, ut- anríkisviðskipta og er- lendra skulda. Ef þess- ir þrír þættir eru í lagi er hægt að tala um að gengið sé rétt skráð. Með því að setja all- an kvóta á markað þannig að þeir fengju hann sem byðu hæst yrði hægt að nýta það fjármagn sem ríkið fengi vegna kvótasölu til að fella gengið og lækka virðisaukaskatt í samræmi við gengisfellinguna og halda þannig óbreyttu verðlagi. Afleiðingarnar af þessu yrði eftir- farandi. Frjálst framsal, segir Jón Ragnars, er ein- ungis meðalgott lyf við því krabbameini sem núverandi sjávarút- vegsstefna er. Sjávarútvegurinn fengi meiri hluta þess fjármagns sem fór í veiði- kaup til baka. Útgerðum myndi fækka og aukin hagkvæmni næðist í umgengni við fiskistofnana sem eru takmörkuð, endumýjanleg auð- lind. Ef hagnaður í sjávarútvegi yrði meiri en í iðnaði með tilkomu veiðgjaldssölu yrði hægt að setja auðlindagjald á hagnað í sjávarút- vegi og koma þannig í veg fyrir hagkerfissveiflur. Skattar myndu því lækka enn frekar og á kæmist hámarksjafnvægi milli sjávarút- vegs, framleiðslu, verslunar og þjónustu- greina. Þó er einnig hægt að leysa þetta á annan hátt, þá fengju allir að kaupa kvóta sem vildu það,_ hvort sem þeir væru íslend- ingar eða útlendingar. Þá myndi skapast rétt verðgildi fýrir kvótann á markaði en það myndi aðeins gerast að hluta ef einungis ís- lendingar fengju að kaupa hann og þyrftu því ekki að leggja á tvöfalt veiðigjald sem gæti rýrt arðsemisgildi á fískútflutningi miðað við aðrar greinar. Annar útflutningur en fískútflutn- ingur ykist vegna bættrar gengis- skráningar og bættrar samkeppnis- stöðu við sjávarútveginn. Innan- landsframleiðsla ykist einnig vegna bættrar gengisskráningar og sam- keppnisstöðu við sjávarútveginn. Ríkissjóður fengi auknar skatt- tekjur án prósentuhækkunnar skatta sem myndi stafa af auknu efnahagslegu framtaki með tilkomu veiðigjalds sem hægt yrði að nota til að lækka skatta enn frekar, greiða niður erlendar skuldir sem era orðnar gífurlegar, eða veita aukið fjármagn til þátta sem fela í sér úthrif eins og menntun heilsu- gæslu, barnabóta eða annars sem felur í sér íjárfestingu til framtíðar og hagkerfið tekur ekki tillit til með beinum hætti. Sá ríkisstyrkur sem sjávarútveg- urinn fær nú þ.e. ókeypis auðlinda- hráefni sem aðrar framleiðslugrein- ar, verslun og launþegar greiða fyrir með óhóflegri skattlagningu, legðist af og hagkvæmni markaðs- hagkerfísins tæki við af skömmtun- arhagkerfi sérhagsmunakapítal- ismans. Þeir aðilar sem hafa helgað sér ókeypis áskrift að ríkisgefnum físki myndu leggjast af og sterk- ustu aðilamir á markaðnum taka við. Þeir aðilar sem gætu margfald- að arðsemina af sameiginlegri auð- lind þjóðarinnar. Einnig myndi af- lagning þessa ríkisstyrks afnema miðstýrða byggðaþróun sem hlýst af því að allt of margir aðilar era að draga fisk úr sjó á kostnað hag- kvæmni og arðsemi. Markaðshag- kerfið myndi því ákvarða skynsam- lega byggðaþróun í stað ígildis mið- stýrðrar byggðaþróunar sem er sprottin af sérhagsmunagæslu og höftum. Að vísu má segja að fijálst framsal aflaheimilda hafí að hluta komið þessu til leiðar en það er einungis meðalgott lyf við því krabbameini sem núverandi sjávar- útvegsstefna er. Forsenda fyrir aukinni atvinnu, bættum lífskjörum og fólksijölgun á landsbyggðinni er að byggðar- kjamar stækki og að fjárfesting í iðnaði aukist. Veiðigjald myndi stuðla að þessu tvennu. Það má þvf segja að veiðigjald sé að vissu leyti mikilvægara fyrir landsbyggðina en höfuðborgarsvæðið. Án tilkomu veiðigjalds mun draumurinn um minni fólksflótta, meiri atvinnu og bætt lífskjör á landsbyggðinni verða að engu. Það má því segja að þeir sem era á móti veiðigjaldi séu í raun á móti aukinni atvinnu og bættum lífskjör- um í framtíðinni. Þeir séu hlynntir minni atvinnu, versnandi lífskjörum, erlendri skuldasöfnun, stöðnun í úflutningi, óhagkvæmri byggðaþró- un, fjármagnsflótta, óeðlilega mikill- ar fjárfestingar í sjávarútvegi, of hátt skráðu gengi og áframhaldandi ójafnvægi í hagkerfínu hvort sem þeir gera sér grein fyrir því eða ekki. Höfundur er nemi í stjómmálafræðum. Jón Ragnars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.