Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ * > GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR + Guðrún Jóns- dóttir, sem fæddist í Stafholts- ey í Borgarfirði 22. september 1923, lést í Sjúkrahúsi Akraness 25. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Anna Þorgríms- dóttir og __ Jón Bjarnason. Onnur börn þeirra hjóna eru: Ingibjörg Birna, Stefán (d. 1971), Jóhanna, Þorgrímur og Bjarni. Eiginmaður Guðrúnar er Jónas Arnason og þeirra börn eru: 1) Jón B., f. ’45, hans kona er Þórdís Thoroddsen. 2) Ingunn Anna, f. ’48, hennar maður Engilbert Guðmunds- son og þeirra börn Jónas, Sól- rún og Hiidigunn- ur. 3) Ragnheiður, f. ’50, sambýlis- maður __ hennar Kristján Orn Fred- riksen en hún var áður gift Unnari Þór Böðvarssyni og eru þeirra börn Böðvar Þór, Jónas og Guðrún. 4) Birna Jóhanna, f. ’56, hennar maður Hákon Bjarnason og þeirra börn María Katrín Jós- efsdóttir, Björg og Guðrún Anna. 5) Árni Múlí, f. ’59, hans kona er Arnheiður Helgadóttir og þeirra barn Ragnhildur. Guðrún verður borin til grafar í Reykholti í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Fyrsta heimsókn mín til væntan- legra tengdaforeldra byijaði afar illa. Ég gekk inn í forstofuna á heldur illa burstuðum skóm og vippaði þeim af mér þannig að þeir lentu hvor í sínu homi. Það sem ég ekki vissi var að húsbóndinn á heimilinu hafði ákaflega ákveðnar hugmyndir um skó. Þeir skyldu vera gljáburstaðir og væru þeir ekki á fótunum skyldi þeim snyrtilega raðað. Ef eins og í þessu tilfelli ekki var farið eftir þess- um reglum var skónum einfaldlega hent út. Það gerði hann þarna sem varð svo til þess að ég ákvað að yfirgefa heimilið strax þó á sokka- leistunum væri. Þegar ég var að klæða mig í skóna utandyra varð ég var við að einhver stóð við hlið mér. Ég leit upp og þar stóð þessi myndar- lega kona með suðrænt yfirbragð og bagatellovindil milli fíngranna hló dillandi hlátri og sagði: „Æ, gerðu það fyrir mig, taktu hann Jónas ekki alvarlega." Hún tók skóna, gekk inn og raðaði þeim snyrtilega og síðan var gengið til stofu og þetta mál ekki nefnt frekar. Þannig hófust kynni okkar Guð- rúnar tengdamóður minnar fyrir 30 árum og var þetta atvik dæmigert fyrir hana og samskipti hennar við umhverfi sitt. Hún var mannasætt- irinn í umhverfi þar sem oft þurfti að sætta. Hún var jarðsambandið þegar flugáætlanir voru ekki endi- lega í samræmi við farkostinn og veðrið. Hún var með fádæmum fjas- laus kona og það var í kringum hana einhver mildi og værð, eitthvað sem gerði það að verkum að dýr hændust að henni svo með ólíkind- um var. Það sama gerðu börn og einnig tengdabörn. Þessi Jónas, sem ég ákvað fyrir orð Guðrúnar að taka ekki alvar- lega, er Jónas Ámason rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður. Þegar ég kynntist Guðrúnu var Jónas að hefja 12 ára þingmannsferil sinn fyrir Vestlendinga. Það er erfitt að skrifa ýkja mikið um Guðrúnu án þess að skrifa um Jónas og öfugt. Samband þeirra var afskaplega náið og þau óvenjulega háð hvort öðru, hann hreyfði sig helst ekki án konu sinnar eða hún án hans. Þingmaður Alþýðubandalagsins á Vesturlandi í rúman áratug var því ekki bara Jón- as heldur Jónas og Guðrún. Jónas og Guðrún komu á fundi. Jónas og Guðrún voru við jarðarfarir. Jónas og Guðrún komu á samkomur og skemmtanir. Allar ræður voru frum- fluttar fyrir Guðrúnu, sem stóð við hlið manns síns hvar sem var og hvenær sem var og þeir voru til sem settu kross við G-ið ekki hvað síst sem stuðning við Guðrúnu. Á lista- sviðinu var hún karli sínum svipaður stuðningur. Allt sem samið var, var flutt fyrst fyrir Guðrúnu og ýmislegt af því var beinlínis ort til hennar. Ferðir þeirra hjóna saman urðu margar og vítt um landið og heim- inn. Fyrri hluta sambúðar þeirra starfaði Jónas einkum sem kennari, blaðamaður og sjómaður í Reykja- vík, Neskaupstað, Kópavogi, Hafn- arfírði og að lokum í Reykholti. Þau voru ekki ýkja upptekin af fjárfest- ingum og bjuggu því yfirleitt í leigu- húsnæði og því ekki óalgengt að fjölskyldan flytti búferlum á hveiju ári. Þá kom sér vel að húsmóðirin var ekki mikið fyrir að gera veður út af smámunum. Eftir að þing- mennska Jónasar hófst bjuggu þau á einum fímm stöðum á Reykjavík- ursvæðinu. Það sem einkenndi flutn- inga Guðrúnar, því það var nú hún sein stóð fyrir slíku, var að allt fór fram með afslöppuðum og heldur óskipulegum hætti sem þó leyndi á sér því gestir sem komu í heimsókn daginn eftir flutninga gátu ekki ímyndað sér annað en að fjölskyldan hefði búið þarna megnið af manns- aldri. Allt gert af smekklegheitum og elegans sem Guðrún átti í ríkum mæli. Elegans var reyndar orð sem henni var afar tamt, enda fólk í hennar ætt upptekið af fagurfræði- legum efnum og getur haldið uppi andríkum umræðum um fallegan hnakkasvip. Sjálf var hún afar myndarleg og hvar sem hún kom í heimsókn tii okkar hjónanna og sett- ist niður og kveikti sér í smávindli fór ekki á milli mála að þar fór heimskona. Það var ekki bara inn á heimilinu sem Guðrún stóð í forsvari. Á þeim árum sem ég þekkti hana rak hún um skeið mötuneyti Reykholtsskóla og sá um sumargistingu á staðnum. Allt þetta fórst henni vel úr hendi. Böm Guðrúnar höfðu af einhveij- um ástæðum tilhneigingu til að velja sér maka sem að skapferli líktust meira Guðrúnu en annað heimil- isfólk þar á bæ, enda sagði hún ein- hvetju sinni að hún skildi tengda- börnin sín yfirleitt betur en börnin. Fjölskyldusamkomur voru lífleg og hávær fyrirbæri. Hver talaði í kapp við annan og hlegið hátt og lengi. Guðrún og tengdabörnin sátu þá gjarnan í rólegheitunum dálítið til hliðar, hlustuðu á og hlógu með og brostu hvert til annars með lát- bragði sem gat gefíð til kynna: þau eru rugluð! Ekki það að Guðrúnu hafi skort kímnigáfu, þar átti hún í eigin sjóði að sækja, móðir hennar Anna Þorgrímsdóttir var með allra skemmtilegustu manneskjum. En tengdamóður minni þótti notalegra að hlæja að skemmtilegheitum ann- arra en að standa fyrir þeim sjálf og í þeirri afstöðu átti hún góða samleið með tengdabörnum sínum. Þau ár sem ég þekkti tengdamóð- ur mína var Reykholtsdalurinn fast- ur punktur í tilverunni, fyrst í Reyk- holti og síðan á Kópareykjum. Á friðsælum stundum sat hún gjarnan og hnýtti rýjateppi með lútsterkt kaffi í bolla að ógleymdum baggat- ellovindlinum og þá var hægt að spjalla um heima og geima í róleg- heitum, enda lærði ég þar að meta sterkt kaffi. Á Kópareykjum byggðu þau hjónin upp sérstætt en skemmti- legt og smekklegt heimili og hug- myndin var að Jónas gæti setið við skriftir og Guðrún hlúð að honum og heimilinu. Þau notalegu efri ár sem þarna var búið að leggja drög að urðu því miður færri en vonir stóðu til. Veik- indi sóttu að Guðrúnu, Alzheimers- sjúkdómur, veikindi sem eru sjúkl- ingnum afar þungbær á vissu skeiði og aðstandendum allt til endaloka. Það flaraði hægt og sígandi út, það komu góðir dagar og það komu verri dagar og vondir dagar. Lengi vel var hægt að fara í gönguferðir eða bílferðir. Lengi vel mátti brosa framan í barn og stijúka því um kinn. En endalokin voru þó lengi vís og nú um hásumar hvarf Guðrún úr þessum heimi, á þeirri stundu umvafin fjölskyldu sinni í orðsins fyllstu merkingu. Fyrir yngstu dóttur mína sem heimsótti ömmu sína reglulega og sá um snyrtingu, enda kona af Guð- rúnarkaiíberi langt leidd áður en krafan um elegans er gefin upp á bátinn, var það mikil lífsreynsla að fylgja ömmu sinni á þessu loka- skeiði. Og við sem fylgdumst með fengum enn einu sinni staðfestingu á þeirri hringrás lífsins, að bamið verður fullorðið og hinn fullorðni verður barn. Síðustu fjögur æviárin dvaldi Guðrún á Sjúkrahúsi Akraness, lengst af á svokallaðri E-deild. Það verður seint fullþakkað hvernig umönnun hún fékk þar þó aðstæður væru að mörgu leyti erfiðar. Fyrir ættmenni Alzheimerssjúklinga er það ómetanlegt að vita af sínum nánasta í svo góðum höndum. Ég veit að Jónasi og bömum Guðrúnar er þakklæti til starfsfólks Sjúkra- hússins mjög ofarlega í huga og leyfí ég mér að koma því á fram- færi fyrir þeirra hönd og okkar allra. Nú er komið að því að kveðja og þakka fyrir 30 ára góð kynni við þessa mildu konu sem svo oft leysti úr málum með því að snúa sér að viðkomandi og segja: „Æ, gerðu það fyrir mig.“ Engilbert Guðmundsson. Á fyrrihluta aldarinnar var höf- uðborg íslands í miðbænum, þar áttu Reykvíkingar heima og undu glaðir við sitt. Þetta var fyrir daga nútíma Kringlusmíða, en þótti allt að einu nokkuð gott - hver hlutur á sínum stað í hámenningu landsmanna, - Alþingi, ríkisstjóm, löggæsla og menntaskólinn, Lúðrasveit Reykja- víkur og Leikfélagið í Iðnó, Tjömin og bíóin tvö, Gamla og Nýja, og bankamir þrír á guilnum stoðum ásamt krónunni. Hótel Borg risin við Austurvöll og vestan við hann Lands- símahúsið með Útvarp Reykjavík á efstu hæðum. Glæsilegustu tísku- verslanir í striklotu frá Marteim uppi á Laugavegi niður að Haraldi Áma- syni í Kvosinni, og í miðju Banka- stræti flottasta skóbúð landsins: Lár- us G. Lúðvíksson. Þar í herradeild- inni þjónuðu borgardömur af mikilli kurteisi og þar tíðir gestir ungir herramenn að skoða nýmóðins skó- fatnað og virtu í leiðinni fyrir sér klassískan fótaburð frökenanna í afgreiðslunni. Minnti fas þeirra mjög á rómuð módel í myndlist heims- meistaranna, allt frá því er gyðjurn- ar stigu dansinn á Ódáinsvöllum og færðu mannkyni menninguna á Grikklandi hinu foma. Hún var farin að nálgast hámarkið þegar einni skoðunarferðinni lauk á því að Jónas bróðir nam á brott úr búðinni Guð- rúnu, yngstu dóttur læknishjónanna á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal, Jóns Bjamasonar og Önnu Þorgríms- dóttur. Var kærleiksasinn slíkur að vinurinn iét öll skókaup lönd og leið, - hefur kannski ekki átt fyrir parinu fremur en fyrri daginn. Því var það að hann fékk að láni svörtu sparis- kóna mína frá Lámsi G. þegar hann gekk að eiga Guðrúnu Jónsdóttur, og gat þess vegna gengið í takt við brúðina á ótrúlega rauðum skóm. Hún hét síðan Gunna hans Jónasar. Spássértúrinn ungu hjónanna entist þeim vel og varð næstum jafn- langur öldinni, og aldrei þreyttist brúðurin þótt leiðin lægi yfir fjöll og firnindi, því brúðguminn þurfti mörgu að sinna í skógi vöxnum kjör- dæmum milli fjalls og Qöru, en án- ingarstaðir vítt og breitt um landið - í austurbænum og vesturbænum, suður í Hafnarfirði, austur á Norð- firði, í kennslustofum til sjávar og sveita með viðdvöl á leiksviðum í fjöldasöng og tilheyrandi kveðskap og gríni. Alls staðar bjó Guðrún manni sínum stærri og smekklegri heimili því barnahópurinn stækkaði og fríkkaði meðan ábyrgðarstörfin hlóðust á húsbóndann og þar með gestanauð í búskapnum. Óllu tók húsfreyjan með jafnaðargeði því rausnarskapur hennar þekkti engin takmörk, þar fengu allir sinn skammt - pólitíkusar og frétta- menn, leikarar og söngvarar, sér- vitringar og ofvitar, rithöfundar og skáld, sem og öll kunningjahalaróf- an krakkanna. Gunna átti ævinlega nóg handa öllum, hvort heldur var hangikjöt, steik eða soðning með kaffi og öllu austur á Norðfirði eða vestur á Manhattan þegar alþingis- maður hennar og unnusti sat á þingi með sjálfum kjaftaskjóðunum hjá Sameinuðu þjóðunum. Kannski var gestrisni hennar hlýjust þegar hús- næðisleysi steðjaði að og þröngt um vik í litla sumarbústaðnum við Niða- rós í Hólmsá upp undir Rauðhólum, - þar fengu gestir og gangandi líka sitt með sultutaui, blábeijum og ijóma. Að lokum nam fjölskyldan land uppi í Reykholtsdal, og í ofan- verðu túni Snorra reistu kennara- hjónin sér snoturt einbýlishús á mettíma með slíkri sveiflu að Sjón- varpið gerði heimildarkvikmynd um afrekið og tóku ábúendur sig einkar vel út á skjánum - ekki síst Gunna. En eigi var til setunnar boðið því hátt uppi í suðurhlíðum Reykholts- dals stóðu Kópareykir tvö auðir og yfirgefnir og ögruðu til frekara landnáms. Var þess ekki langt að bíða að þar risi enn á ný eitt höfuð- ból fjölskyldunnar með útsýni yfír kjördæmið. Þar gat húsbóndinn gef- ið sig allan að nýsmíði, sundlaugar- gerð, ritstörfum og svoleiðis dútli, og þótt störfum húsmóðurinnar sé aldrei iokið fór nú að hægjast um í eldhúsinu, - bömin löngu fullorðin þótt foreldramir væru enn ungir í anda. Hófst nú blómaskeið með skrauturtum í gróðursælum trjá- lundum umhverfis sundlaug hjón- anna og sprettan með eindæmum, enda húsfreyju gefnir grænir fingur. En þá veiktist Gunna. Það var veikin vonda sem á skömmum tíma sviptir sjúklinginn ráði og rænu og slítur að lokum öll tengl svið um- hverfið, vandamenn og vini, en læknavísindin standa ráðþrota og fá ekki rönd við reist. Kom þar að húsfreyjan á Kópareykjum var flutt niður á Akranesspítala og þar fjaraði líf hennar út á nokkrum árum. Þegar ljóst var hvert stefndi komu börnin öll að sjúkrabeði móð- ur sinnar og Jónas karlinn til Gunnu sinnar, og þar dó hún fyrir viku í faðmi fjölskyldunnar. Við hin segj- um veri hún blessuð og sæl og þökk- um fyrir að hafa átt svona góða vinkonu. Jón Múli Árnason. Hún hét fegursta nafni íslenskra kvenna. Guðrún Jónsdóttir eftir langömmu sinni úr Otradal. Ég kall- aði hana Gunnu töntu þegar ég var barn, og hún var eins og frænkur eiga að vera glöð og góð, falleg og skemmtileg, undur létt á fæti og agnarlítið stríðin. Móðir mín kallaði systur sína Gunnu litlu, hún Gunna litla systir mín, sagði hún alltaf blíð- lega. Aldrei hef ég séð fallegri fjöl- skyldu en á myndinni af ömmu minni og börnunum sex, sem lifðu. Þijú voru brúneygð, þijú bláeyg, þijár telpur, þrír drengir. Augun í Gunnu voru jafnbjört og blástjarnan og hrokkinkollurinn jarpur, henni brá í föðurætt og hún varð auga- steinn Ingunnar afasystur sinnar. Heima í Meðalholti söng hún allan daginn Amapóla og Ó Jósep, Jósep, og þær amma gerðu eldhúsið hreint með svo sterkum sólskinssápulút að skáparnir fölnuðu. Allar þær minn- ingar ljóma. Sjálf ljómar hún með sólbrúna vanga úti á bletti á gam- alli mynd af góðum degi, afmæli- stelpan er með frumburð hennar í fanginu og horfír á hann aðdáunar- augum, það er fyrsta sumar hans og allir eru glaðir. í bernskuminningunni stendur hún úti á tröppum með þriggja álna slána. Þau horfa ástaraugum hvort á annað þá og alltaf síðan og fram- tíð þeirra er ráðin, Jónas Arnason varð Jónas hennar Gunnu og hún var til æviloka Gunna hans Jónas- ar. Heiðursstúlka heitir Gunna, henni mun ég sífellt unna. Stúlkan mín er mætust meyja og kvenna, sveinar ástaraugum eftir henni renna, hann orti konu sinni öll sín ljóð og hlaut kossa að launum. Þau voru saman Einu sinni á ágúst- kvöldi austur í Þingvallasveit, það er hún, sem hann bíður einn á brún- um sumaijakka hjá björkunum við Hljómskálann því Fröken Reykjavík, sem gengur þarna eftir Austur- stræti á ótrúlega rauðum skóm er engin önnur en hún Gunna. Fæturn- ir á skónum rauðu voru löngu fræg- ir að fegurð og fínum burði. Með þér ég vildi yfir Arabíu fara eða Sahahara sagði hann við hana, og þau fóru saman um víða veröld og landið allt. Skáld hennar vann fyrir sér og sínum með blaða- mennsku, kennslu og þingmennsku, þau voru oft fátæk, aldrei rík en ætíð gestrisin, og það var alltaf jafngott að vera gestur hjá Gunnu frænku minni. Það sem hún lærði ung í Húsmæðraskólanum í Reykja- vík varð að veislu í Reykjavík, Hafn- arfírði, Kópavogi, Neskaupstað, Reykholti, á Seltjarnarnesi og Kópa- reykjum í Reykholtsdal. Heimili þeirra stóð okkur alltaf opið, líka þótt þau væru ekki heima, fyrstu hjúskapardagana höfðum við syst- urdóttir hennar og mágur Kópa- reyki tvö fyrir okkur. Hjúskapardagar Gunnu og Jón- asar og ævidagamir allir vom ham- ingjudagar uns veikindi hennar rændu þau bæði gleðinni. Hún lifði honum, hann henni. Hún hafði yndi af bömum og undir það síðasta voru lítil börn það eiria sem hún brosti við og fagnaði. Á borðinu hjá mér liggur lítill kjóll, hvítur og fínn, bryddaður blúndu í handvegi og hálsmáli, berin, sem skreyta hann em rauð og blöðin græn, enn í dag er hann í mér fögnuðurinn síðan frænkan góða gaf mér kjólinn. Brúðan friða, sem hún færði mér utan úr heimi er hér líka enn og heitir Gunna. Guðrún Jónsdóttir átti barnaláni að fagna. Hjá börnum hennar fimm fara saman gæfa og gjörvileiki. Öll eru þau mannkostafólk, og erfðirnar frá Rönku í Brennu, Árna frá Múla, Önnu Þorgríms og Jóni Bjarnasyni blandast elskulega í barnabörnun- um. Veikindaárin naut hún elsku og umhyggju manns síns og barna, Ingunn var eins og alltaf stoðin sterkasta, hún varð móðurinni móð- ir, Ragnheiður föðurnum styrkur. Veggina hans Jónasar prýða myndir af stúlkunni hans, og hjá þeim hefur hann slæðuna hennar. Á sjúkrastofuveggnum hjá henni voru innrammaðar myndir og limrur, sem hann orti, þær heita Konan mín og ég, sú síðasta í Kópareykjagarði 1990: Þegar haustið sitt skraut hafði hannað og veturinn rólega rann að við roskin sátum þar rétt sem vera bar á kvöldin og kysstum hvort annað. Gunna frænka mín átti heima í Reykholtsdal fyrstu fimm ár ævinn- ar meðan faðir hennar, Jón Bjarna- son læknir á Kleppjárnsreykjum, lifði. Hún fæddist þeim Önnu Þor- grímsdóttur í Stafholtsey í Anda- kílshreppi. Á ljórða áratug áttu þau Jónas heimili í Reykholtsdal, síðast á Kópareykjum tvö, fyrst í Reyk- holti. Þar verður hún í dag borin til grafar. Yfír henni verður sungið saknaðarljóð mannsins hennar elskulegs. Verði henni hinsta hvílan góð. Systur hennar, Bima og Jóhanna, trega hana, og bræðurnir, Þorgrím- ur og Bjarni, og við fólkið hennar allt syrgjum hana og kveðjum með ást og virðingu. Við samhryggjumst Jónasi mági mínum, Jóni, Ingunni, Ragnheiði, Birnu Jóhönnu, Árna Múla, tengdabörnum og barnabörn- unum öllum. Það, sem var kemur aldrei aftur en er þó alltaf kyrrt í minningunni. Ragnheiður Ásta Pétursdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.