Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Hátíðin Halló Akureyri hófst í gær Eftirlit í hópferða- bifreiðum á leið til bæjarins Morgunblaðið/Björn Gíslason RÆTT við ferðalanga á leið til Akureyrar. Reynt er að skipu- leggja fyrirfram hvert gestirnir fara og hvar þeir tjalda. Bók- mennta- vaka BÓKMENNTAVAKA verður í Deiglunni í Grófargili á sunnu- dagskvöld, 3. ágúst kl. 22. Þar lesa úr verkum sínum skáld og rithöfundar, ýmist reyr.dir höf- undar eða yngri og óharðnaðir. Ungt fólk á Akureyri sem fæst við að skrifa sögur og ljóð í frístundum sínum verður áberandi, en þar má nefna Þórarin Torfa Finnbogason, Björn Guðmundsson, Jóhönnu H. Hafsteinsdóttur, Gunni Ósk Frið- riksdóttur, Pétur Má Guðmunds- son og Þórhildi Fjólu Kristjánsdótt- ur. Af reyndari mönnum má nefna Aðalstein Svan Sigfússon, Jón Laxdal, Magneu frá Kleifum og Helgu Ágústsdóttur. Bókaforlagið Mál og menning styrkir bók- menntavökuna með því að bjóða Þórarni Eldjám norður til að lesa úr verkum sínum. Norskur barnabókarithöfundur NORSKI barnabókarithöfundur- inn Torill Haugen verður gestur í Davíðshúsi í ágústbyijun og ætlar hann að leyfa Akureyringum að njóta listar sinnar, en hann les upp á Aksjón Café á laugardag, 2. ágúst kl. 16. Stormen i Norden ÍSLENSKIR, grænlenskir og danskir leikarar leiða saman hesta sína í verki sem byggt er á Óveðri Shakespeares og heitir Stormen i Nord. Það verður sýnt í íþrótta- skemmunni á Akureyri um versl- unarmannahelgina, 2. og 3. ágúst og hefst kl. 20. bæði kvöldin. Leik- stjóri er Kári Halldór. -----♦ ♦ ♦--- Gönguferð um Innbæ og Fjöru GÖNGUFERÐ um Innbæinn og Fjöruna verður farin sunnudaginn 3. ágúst undir leiðsögn Katrínar Ríkarðsdóttur, safnvarðar á Minja- safninu á Akureyri. Gengið verður um gömlu kaup- staðarlóðina og inn eftir Fjörunni og saga byggðarinnar og húsanna rakin. Lagt verður upp frá Laxdals- húsi, Hafnarstræti 11, kl. 14 á sunnudag. Gangan tekur um einn og hálfan tíma og er þátttaka ókeypis. FULLTRÚARtækni- og félags- málasviðs Akureyrarbæjar og lögregla hófu síðdegis í gær að stöðva hópferðabifreiðir við bæjarmörkin norðanmegin, en ætlunin er að sögn Guðmundar Birgis Heiðarssonar, forstöðu- manns Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar, að stýra umferð inn í bæinn í tengslum við hátíðina Halló Akureyri, sem sett var í gærdag. „Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að öngþveiti myndist í bænum, skipuleggja fyrirfram hvert fólkið fer og einnig til að hafa eftirlit með því hvort eitt- hvað óeðlilegt sé á seyði áður en fólk kemur í bæinn,“ sagði Guðmundur Birgir, en áhersia verður lögð á hópferðarbíla. Þetta starf verður í gangi í dag, föstudag, og fram á kvöld á morgun, laugardag, eða svo lengi sem þurfa þykir. Fjölmenni var í miðbæ Akur- eyrar í gærdag þegar hátíðin var formlega sett, en dagskrá var á palli við Ráðhústorg síð- degis. Skemmtistaðir voru opnir til kl. 3 eftir miðnætti og um helgina verður opið til kl. 4. Stjórnstöð í íþróttahöll Sljórnstöð verður starfrækt á vegum Akureyrarbæjar og framkvæmdanefndar hátíðar- innar og er hún í anddyri íþróttahallarinnar við Þórunn- arstræti. Hún verður opin frá kl. 10 til 24 frá föstudegi til mánudags. HÁTÍÐIN Halló Akureyri var sett á Ráðhústorgi í gær. Gestir gátu meðal annars gætt sér á pylsum. Morgunblaðið/Hólmfríður Jónasi fagnað í Grímsey Grímsey. Morgunblaðið. AÐ OLLUM öðrum flugmönn- um ólöstuðum þykir Grímsey- ingum Jónas Finnbogason með þeim betri. Jónas var lengi flug- maður hjá Flugfélagi Norður- lands en lét af störfum þar fyr- ir nokkrum árum og fór þá til Gronlandsfly. Nú um helgina kom hann til Grímseyjar í fyrsta sinn frá því hann hætti þjá FN og þótti endurkoman góð, sagð- ist hafa verið búinn að bíða lengi eftir þessu. Gronlandsfly er í samstarfi við Flugfélag Is- lands og var að þessu sinni að fljúga með hóp ferðamanna af skemmtiferðaskipi sem lá inn á Polli. Bæjarráð Akureyrar Húseign Ferða- félagsins keypt BÆJARRÁÐ Akureyrar staðfesti í gær samning sem bæjarstjóri gerði á dögunum við Ferðafélag Akur- eyrar um kaup á húseign félagsins að Strandgötu 23b, bakhúsi við Lundargötu, niðurrif hússins og frá- gang á lóð. Samningurinn er upp á 3,5 milljónir króna. Bæjarráð vísaði erindi SS-Byggis til bæjarverkfræðings en fyrirtækið óskaði viðræðna við Akureyrarbæ um „sjálfstætt samstarf" um bygg- ingu bílageymslu undir fyrirhuguðu verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsi í miðbæ Akureyrar. Bæjarverkfræð- ingi var falið að skoða máiið og ræða við forsvarsmenn fyrirtækisins um hugsanlega bílageymslu undir húsinu. Bæjarráð frestaði afgreiðslu er- indis Hafnasamlags Norðurlands sem var þess efnis að bæjarstjórn segði upp stöðuleyfum verbúða og annarra mannvirkja við Fiskitanga með 6 mánaða fyrirvara, frá 1. sept- ember næstl omandi. Hafnasamlag Norðurlands hafði einnig farið þess á leit við bæjarstjórn að heimild yrði veitt til að bjóða út og hefja fram- kvæmdir við hafnarhús í samræmi v ið fyrirliggjandi útboðsgögn, þó svo að byggingin sé ekki á fjárhagsáætl- un þessa árs. Bæjarráð frestaði af- greiðslu þessa erindis. Rokkað á Aksjón Café DÆGURLAGAHLJÓM- SVEITIN Húfa og skeifurokk- sveitin Cab Sad Moon spila á Aksjón Café á laugardags- og sunnudagskvöld. Cab Sad Moon er skipuð þeim Sigfúsi Erni, trommu- leikara, Rögnvaldi Braga, bassaleikara og Konráð Wil- helm, gítarleikara og söngv- ara. Hljómsveitin spilar popp- að skeifurokk og er allt efni sveitarinnar frumsamið. Fé- lagarnir hafa undanfarið hljóð- ritað efni og verður eitt lag- anna, Elanor Cokclynn, á væntanlegri geislaplötu, en það er þegar farið að heyrast á öldum ljósvakans. Dægurlagapönksveitin Húf- an er skipuð þeim Rögnvaldi gáfaða á bassa og Hreini Laufdal á kassagítar og flytja þeir þekktar dæguriagaperlur á einstakan og framsækinn hátt. Allir ættu að geta sungið með. Kristín sýnir í Sæborg í Hrísey KRISTÍN Nikulásdóttir opnar myndlistarsýningu í félags- heimilinu Sæborg í Hrísey á morgun, laugardaginn 2. ág- úst, kl. 14. Kristín stundaði nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur í tvo vetur og einn vetur í Myndlistarskólanum á Akur- eyri. Þetta er fjórða einkasýn- ing hennar, en hún hefur áður sýnt í Hrísey, 1978, í Vogum, 1984 og á Mokkakaffi í Reykjavík. Sýningin er opin daglega milli kl. 14 og 18, en síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 10. ágúst næstkomandi. Brunahanar í Deiglunni DJ ASSKV ARTETTINN Brunahanar leikur í Deigl- unni, Akureyri, mánudaginn 4. ágúst, á Kaffi menningu, Dalvík, 5. ágúst og Hótel Reynihlíð, Mývatni, 6. ágúst. Hljómsveitina skipa Kjart- an Valdemarsson, píanó; Jóel Kr. Pálsson, saxafón; Einar Scheving, trommum og Þórð- ur Högnason, kontrabassa. Leikið verður efni eftir með- limi kvartettsins og hugsan- lega slæðast með verk eftir aðra höfunda, segir í fréttatil- kynningu. Bryndís sýnir á Kaffi Karólínu BRYNDÍS Arnardóttir sýnir um þessar mundir á Kaffi Karólínu og er síðasta sýning- arhelgi nú um verslunar- mannahelgina. Á sýningunni eru 22 vatnslitamyndir, mannlífsmyndir. Bryndís er myndlistarkennari við Verk- menntaskólann á Akureyri. Þetta er önnur einkasýning hennar en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.