Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 23 ODDFELLOWREGLAN Á ÍSLANDI HUNDRAÐ ÁRA Fyrir réttum hundrað árum var fyrsta stúka Oddfellowreglunnar ---------3--------- stofnuð á Islandi og kennd við Ingólf Amar- son landnámsmann. Yf- irmaður eða stórsír Oddfellowreglunnar á íslandi í dag er Geir Zoéga framkvæmda- stjóri. Hann gekk með Guðrúnu Guðlaugs- dóttur um húsakynni Oddfellowfólks í Reykjavík og rakti um leið helstu þætti hins aldarlanga starfs regl- unnar hér á landi. A GÖNGUFERÐ stórsírs og /■L blaðamanns um höf- A-% uðstöðvar Oddfellowregl- -A. ,^^.unnar 4 íslandi verður það fljótlega deginum ljósara að í þessu 54 ára gamla stórhýsi við Vonar- stræti fer fram blómleg starfsemi. Það vekur og athygli blaðamanns af hve miklum myndarskap reglu- bræður og systur hafa endurnýjað húsakynni sín og ekki síður hve stórhuga menn hafa verið þegar húsið var reist. í þessu fimm hæða húsi eru fjölmargir salir og her- bergi sem stúkur reglubræðra og Rebekkusystra í Reykjavík starfa í. Alls kyns myndir, munir og minj- ar bera vott þessari aldarlöngu starfsemi, m.a. eru í glerskápum nokkrir þeirra dýrmætu postulíns- veggdiska sem Danir létu gera og seldu til ágóða fyrir byggingu holdsveikraspítalans í Laugarnesi. Það var danski læknirinn dr. Petrus Beyer sem hafði forgöngu um að sá spítali var reistur eftir að hann hafði kynnt sér skýrslu Edw- ard Ehlers læknis sem kannaði á vegum dönsku stjórnarinnar útbreiðslu holdsveiki og ástand heilbrigðis- mála á íslandi nokkru fyrir síðustu aldamót. Það var einmitt í ferð dr. Beyers til íslands til þess að velja hent- ugan stað fyrir hið fyr- irhugaða sjúkrahús sem fyrsta stúka Odd- fellowreglunnar var stofnuð. Þá var reglan búin að starfa í Dan- mörku í tæplega tvo áratugi en Óddfellow- reglan telst stofnuð í Baltimore í Bandaríkjunum þann 26. apríl 1819 og var helsti forvígismaður hennar Bretinn Thomas Wildey. Tilgangur- inn með stofnun reglunnar var að vinna að líknarmálum og styrkja reglubræður í veikindum og erfið- leikum, en þá ríkti mikil fátækt í Baltimore í kjölfar stríðshörmunga. Mannúðarhugsjón Oddfellow Síðan þetta gerðist hefur mann- úðarhugsjón Oddfellowreglunnar náð fótfestu víða um heim en helstu samskipti islensku reglunnar eru þó að sögn Geirs Zoéga við Odd- fellowreglur á Norðurlöndum, yfir- menn þeirra hittast einu sinni til tvisvar á ári, en öðru hvetju sækja menn frá íslandi heimsþing Odd- fellowreglna sem haldin eru í Bandaríkjunum. Eins og löngum áður leggur Oddfellowreglan á íslandi mesta áherslu á að sinna líknarmálum, í tilefni af hundrað ára afmæli regl- unnar hér á landi var að sögn Geirs ákveðið að gefa 33 milljónir króna til líknardeilar í anda „Hospice" hugmyndafræði, sem taka mun til starfa á næsta ári við Endurhæfing- ar- og hæfingardeild Landspítalans í Kópavogi, einnig mun Oddfellow- reglan styrkja Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans við Dalbraut í Reykjavík með tveggja milljón króna framlagi og annað eins mun renna til tilraunastarfs Fræðslu- miðstöðvar í fíknivörnum. Reglusystkin rösklega 2.600 „Það fé sem Oddfellowreglan lætur af hendi rakna er safnað meðal reglusystkina eingöngu, það er okkar aðalsmerki að hafa þann hátt á,“ segir Geir Zo- éga. Hann kvað mikinn uppgang vera í starfi reglunnar. Nú starfa innan vébanda íslensku Oddfellowreglunnar liðlega 2.600 félagar í 22 stúkum bræðra og 11 stúkum systra á níu stöðum á landinu. „Alls staðar er unnið mjög vel og starfseminni beint að líknarmálum á vettvangi hverrar regludeildar, heilsu- gæslan hefur löngum verið okkar aðaláhuga- mál og þar er af nógu að taka,“ segir Geir. Til að verða félagi í Oddfellow þarf fólk að hafa náð 21 árs aldri, hafa tillögu- mann og hafa það sem við köllum „góðan bakgrunn". Stundum er talað um Oddfellow- regluna sem eins konar leynifélags- skap en Geir tekur því fjarri að svo sé. „Þetta er opinn félagskapur en við eigum okkar leyndarmál," segir Geir Zoéga stórsír Oddfellowregl- unnar á Islandi. sér fyrir öflugum vörnum gegn berklaveikinni og koma upp berkla- hæli. Sá draumur rættist árið 1910 þegar Vífilsstaðaspítali tók til starfa. Það hæli var rekið á vegum félagsins til ársins 1916 er ríkissjóð- ur tók við rekstrinum. Einnig geng- ust Oddfellowmenn fyrir stofnun Sjúkrasamlags árið 1909. Þá má geta þess að Oddfellowreglan kost- aði sumardvöl fyrir bágstödd börn í kjölfar spænsku veikinnar árið 1919. Fyrst var barnastarfið rekið að Brennistöðum í Borgarfirði en síðan að Silungapolli þar sem Odd- fellowreglan reisti hús fyrir barna- heimili árið 1931 og rak reglan þá starfsemi til ársins 1948. Nýr golfvölllur Oddfellowa Á síðari árum hafa sjúkrahús víða um land fengið styrki frá hin- um ýmsu stúkum Oddfellowregl- unnar og sömuleiðis barnaheimilin í Tjaldanesi og Skálatúni. Þegar Oddfellowreglan varð 150 ára árið 1969 gáfu allar regludeildir á ís- landi, ásamt Krabbameinsfélaginu, kóbaltgeislatæki til Landspítalans, einnig var spítalanum gefíð geisla- lækningatæki í tilefni af 75 ára afmæli Oddfellow á íslandi. Fjöl- mörg fleiri málefni hefur Odd- fellowreglan styrkt með fjárfram- lögum, svo sem krabbameinsvarnir og hjartalækningar. Rebekkusystur Oddfellow komu til sögunnar árið 1929 þegar Rebekkustúkan Berg- þóra var stofnuð, Rebekkusystur hafa ekki síst helgað sig aðstoð við blinda, fatlaða og aldraða. Eins og nærri má geta liggur að baki þess- arar upptalningar, sem er þó hvergi nærri tæmandi, mikið og óeigin- gjarnt starf í þágu þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Félagar í Oddfellow hugsa þó stundum svolít- ið um sjálfa sig og fyrir sjö árum var stofnaður golfklúbbur Odd- fellowa sem nú hefur látið gera golfvöll í jarðnæði styrktar- og líkn- arsjóðs Óddfellowa í Urriðavatns- dölum skammt frá Vífilsstöðum. Þetta er í dag 18 holu völlur sem verður formlega tekinn í notkun við vígsluathöfn í næstu viku. Hið „alsjáandi auga“ Leið blaðamanns og Geirs Zoéga stórsírs lá m.a. inn í nokkra af fund- arsölum Oddfellowreglunnar í húsi þeirra við Vonarstræti. í sölunum er tákn hins „alsjáandi auga“ sem fylgist með gjörðum félagsmanna. í einum salnum fengum við okkur sæti um stund og smám saman smaug inn í hugann sá andi trausts og virðuleika sem þar ríkir. Undir merkjum vináttu, kærleika og sann- leika hefur Oddfellowreglan sinnt mannúðarhugsjón sinni og löngum haft að leiðarljósi starf hins mis- kunnsama Samvetja. Það er mann- bætandi að leggja þeim lið sem sjúkir eru og lítils megandi, Odd- fellowreglan hefur verið og er enn í dag mikilvægur vettvangur þeirra sem vilja leggja slíku starfi lið. STJÓRN Oddfellowreglunnar á íslandi. F.v. efri röð Helgi Bachmann, Vil- HÚS Oddfellowreglunnar á íslandi. helm I. Andersen. Neðri röð Þorkell Jónsson, Geir Zoéga og Tómas Tómasson. HOLDSVEIKRASPÍTALINN i Laugarnesi, rnynd af líkani sem Oddfellowreglan á Islandi hefur látið gera. STOFNENDUR Oddfellowreglunnar á íslandi, þeir Björn Jóns- son, Halldór Daníelsson, Guðmundur Björnsson, Guðbrandur Finnbogason og Sighvatur Bjarnason. hann. Flestir sem ganga í Odd- fellowregluna eru á aldrinum 30 til 50 ára og félagar koma úr öllum stéttum samfélagsins. Engin mæt- ingarskylda er innan reglunnar og eru fundir ýmist vikulega eða á tveggja vikna fresti eftir því hvar er á landinu. Um 35 til 40% félags- manna eru í stjórnarstörfum og beinum afskiptum af regludeildum en Geir kvaðst telja alla félagsmenn virka í starfi, þótt vissulega hefðu menn misgóðar aðstæður til að mæta á fundi. Auk fastra funda standa hinar ýmsu stúkur fyrir skemmtunum og ýmsu starfi fyrir félaga sína. Oddfellowreglan á íslandi hefur lagt mikið af mörkum til styrktar mannúðarstarfí í landinu. Þegar hefur verið getið hins mikla starfs í kringum tilkomu og rekstur Holds- veikraspítala i Laugarnesi. Upp úr aldamótum var á vegum reglunnar stofnað félag til að sinna heima- hjúkrun meðal bágstaddra fólki að kostnaðarlausu og starfaði það fé- lag til ársins 1934. Árið 1906 var stofnað innan reglunnar svokallað Heilsuhælisfélag og var Guðmund- ur Björnsson landlæknir forkólfur í því máli. Markmiðið var að beita Mikill uppgangur í starfi Oddfellow

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.