Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 34
j84 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR MARKÚSSON + Gunnar Mar- kússon fæddist á Eyrarbakka 18. október 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi 20. júlí siðast- liðinn og fór útför hans fram frá Þor- lákskirkju 26. júlí. K Hann Gunnar vinur okkar fékk ekki að vera með okkur lengur og þótt árin væru orðin 78 þá var hann alltaf síungur og sístarfandi. Honum féll aldrei verk úr hendi og nú síðustu vikurnar þótt veikur væri, var hug- ur hans fijór og lifandi. Við viljum þakka honum áratuga vináttu og góðar og glaðar stundir hér í Mið- felli og heima hjá honum og systur minni í Þorlákshöfn. Vorblómin, sem þú vekur öll vonfógur nú um dal og fjöll, og hafblá alda og himinskin hafa mig lengi átt að vin. Leyfðu nú, drottinn! enn að una eitt sumar mér við náttúruna, kallirðu þá, ég glaður get gengið til þín hið dimma fet. (Jónas Hallgr.) Elín og Magnús, Miðfelli. Á Þorláksmessu á sumri, hinn 20. júlí, kvaddi Gunnar Markússon bókavörður og fyrrverandi skóla- stjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn .^þennan heim. Það var táknrænt að Gunnar skyldi kveðja okkur einmitt þennan dag en hann hafði á liðnum árum unnið mjög merkilegt starf við söfnun á heimildum um Þorlák helga sem varðveittar eru í bóka- og minjasafninu Egilsbúð en þar starfaði Gunnar eftir að hann hætti sem skólastjóri Grunnskólans. Ekki kom fólk að tómum kofunum hjá Gunnari ef það vildi fræðast um Þorlák helga og var það gjaman viðkvæðið hjá honum ef spurt var um Þorlák: „Komdu inn á safn, það er ekki til sú spuming um Þorlák helga sem ég ekki á svar við á safn- inu.“ Fljótlega eftir að ég kom sem -*.jkólastjóri að Grunnskólanum í Þorlákshöfn, haustið 1988, kynnt- umst við Ester Gunnari og Sigur- laugu konu hans. Fyrir utan það að kynnast Gunnari sem fyrrver- andi skólastjóra þá kynntist ég hon- um einnig mjög vel í gegnum þær nefndir er við störfuðum saman í. Sérstaklega eru ofarlega í huga mínum minningar er við störfuðum saman í sóknamefnd en á kirkju- málum öllum tók hann með festu, virðingu og áræði. Eins er ljóslif- andi fyrir augum mínum veturinn og vorið er hann var að undirbúa 40 ára afmæli Þorlákshafnar. Þá gekk oft á ýmsu og Gunnar lét svo sannarlega heyra í sér þegar upp- "^etning á sýningu í skólanum stóð yfir undir umsjón hans og Ágústu dóttur hans. Ef eitthvað vantaði þá heyrðist gjarnan hrópað á gangin- um í hinum enda skólans með hárri raust: „Halldór!" „Jón!“ svo að berg- málaði um húsið. Gunnar var litríkur persónuleiki, ákveðinn og fýlginn sér, það voru ekki allir honum ætíð sammála en hann var sanngjarn og góður vin- ur. Grunnskólinn í Þorlákshöfn á Gunnari mikið að þakka frá vem hans sem skólastjóri og nú á síðari (rtímum hafa ófá skólabörnin verið send í Egilsbúð til að hitta Gunnar og láta hann segja frá en hann var hafsjór af þekkingu um Þorláks- höfn. Ef gesti bar að garði skólans, t.d. nemendur úr öðrum skólum, og skipulögð var ferð um byggðar- lagið, var það ætíð fyrst á dagskrá að fara í Egilsbúð. Einnig var farin "^ferð í kirkjuna en eins og áður kem- ur fram var Gunnari mjög annt um kirkjuna okkar. Hann var formaður sóknar- nefndar og meðhjálpari um árabil. Heimsókn í kirkjuna og. að hlusta á Gunnar segja sögu kirkjubyggingar í Þor- lákshöfn eða fræðast um einstaka kirkju- hluti var ómetanleg reynsla bæði fyrir okk- ur heimamenn og eins þá nemendur og gesti sem til okkar hafa komið. Með Gunnari er genginn mikilhæfur maður sem gustaði um, maður sem samferðamenn hans munu ekki gleyma. Gunnar Markússon gat miðlað mörgum af langri ævi og mikilli reynslu. Það voru oft nota- legar stundir þegar Gunnar kom til mín á skrifstofuna einhverra erinda eða bara til að spjalla. Mun ég sakna þessara stunda á komandi árum en minninguna hef ég og við öll við Grunnskólann um mætan mann sem hélt tryggð við skólann, en það voru fáar leiksýningar, árshátíðir eða skólaslit þar sem Gunnar og Sigurlaug voru ekki mætt til að fylgjast með ungum og upprenn- andi íbúum þess byggðarlags sem þau hafa helgað svo mikinn hluta starfsævi sinnar. Elsku Sigurlaug og fjölskylda, við Ester og aðrir starfsmenn Grunnskólans í Þorlákshöfn vottum ykkur samúð okkar á þessum erfiðu tímum. Danska ljóðskáldið Piet Hein orti ljóð sem mér finnst lýs- andi fýrir verk Gunnars: Þú skalt rótfesta tré, láta risa þitt verk, að það lifi er kikna þín kné. Eitthvað sem endist og af stendur gæfa og hlé. Halldór Sigurðsson, skólastjóri. í dag laugardaginn 26. júlí verður til grafar borinn Gunnar Markússon, fyrrverandi skólastjóri Grunnskól- ans í Þorlákshöfn og forstöðumaður bóka- og minjasafnins Egilsbúðar. Gunnar kom til starfa í Þorláks- höfn sem skólastjóri uppúr 1960 en frá þeim tíma settu hann og hans ágæta eiginkona Sigurlaug Stefáns- dóttir mark sitt á skóla- og menn- ingarmál í Þorlákshöfn. Þau voru leiðandi afl á því sviði og hlúðu að öllum menningar- og framfaramál- um í ungu samfélagi. Vegna mannkosta sinna voru Gunnari falin fjölmörg trúnaðar- störf sem of langt mál væri upp að telja, en meðal annars var hann formaður hafnarstjórnar í Þorláks- höfn um árabil. Hann gegndi for- mennsku í sóknarnefnd, en bygging Þorlákskirkju í Þorlákshöfn var hon- um mikið hjartans mál, enda ber kirkjan og öll hennar umgjörð því ljóslega vitni. Öllum störfum sem Gunnar tók að sér, sinnti hann af einstakri trú- mennsku og áhuga. Hann var ham- hleypa við öll þau störf sem honum voru falin eða vöktu áhuga hans. Eftir að Gunnar lét af störfum sem skólastjóri Grunnskólans gegndi hann starfí forstöðumanns bóka- og minjasafnsins Egilsbúðar í Þorlákshöfn til dauðadags. í því starfi lyfti Gunnar grettistaki, en á nokkrum árum tókst honum með óbilandi áhuga og elju að byggja upp gott safn sem gat státað af mörgum góðum gripum, sem ef ekki hefði verið fyrir áhuga Gunn- ars hefðu lent í glatkistunni. Það var ávallt ánægjulegt að koma með gesti í safnið til Gunn- ars. En með sínum geislandi áhuga, gerði hann söguna ljóslifandi, en gestir safnsins undruðust hvað hægt var að reka myndarlegt safn við þröngar aðstæður, eins og safnið býr við. Öll þau störf og viðvik sem Gunnar vann fyrir samfélagið í Þor- lákshöfn verða seint upptalin eða fullþökkuð, en í öllum sínum störf- um naut hann stuðnings eiginkonu sinnar Sigurlaugar Stefánsdóttur en þau voru i öllu sínu lífí góðir félagar og samstarfsmenn. Við samstarfsmenn Gunnars hjá HALLGRIMUR BJÖRNSSON + Hallgrímur Björnsson, efna- verkfræðingur og fyrrverandi forstjóri Nóa og Síríusar fæddist á Ytri-Más- stöðum í Svarfað- ardal 22. júlí 1912. Hann lést á Land- spítalanum 19. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 25. júlí. Sl. föstudag var bor- inn til grafar í Reykjavik vinur minn og skólabróðir, Hallgrímur Björnsson frá Tjarnargarðsholti í Svarfaðardal. Um ætt hans og frændgarð fjalla ég ekki hér þar sem þeim þætti voru gerð skil í þessu blaði á útfarardeginum. En fráfall Hallgríms leiðir hug minn aftur til vordaga árið 1932 þegar ég ásamt nokkrum öðrum þreytti inntökupróf í annan bekk gagn- fræðadeildar Menntaskólans á Ak- ureyri. Var ég þá venjulega sam- ferða í og úr skóla vasklegum pilti sem kvaðst heita Hallgrímur og var fáum árum eldri en ég. Fór strax vel á með okkur. Dró það til kynna, sem lifað hafa æ síðan. Ekki er ég nákunnugur æsku- dögum Hallgríms í Svarfaðardal, en veit að eigi var auður í garð á heimili hans fremur en á öðrum sveitaheimilum á þeim tíma. Hann átti systkinahóp og á næsta bæ, Tjörn, var annar systkinahópur að vaxa úr grasi — var þar á meðal Kristján, sem síðar varð forseti ís- lands — og veit ég að þessi ung- menni lifðu glaða æskudaga og meðal annars með Sundskála Svarfdæla næstum við bæjarvegginn, en hann nefni ég vegna þess að hann þótti mjög til fyrirmyndar á þessum tímum erfið- leika og peningaleysis, enda sótti ungt fólk mjög þangað til sundnáms hvaðanæva að úr nálægum byggð- um. Naut Hallgrímur þessa að sjálfsögðu og var þá þegar orðinn sundmaður góður. Prófinu náðum við og urðum við síðan bekkjarbræður allt til stúd- entsprófs vorið 1937. Skólatíminn verður okkur ógleymanlegur, ein- staklega góður andi ríkti í þessum hópi, gleði og söngur meiri en í öðrum bekkjum. Var Hallgrímur þar virkur þátttakandi. Af 33 stúd- entum, sem útskrifuðust þetta vor, komu 8 þeirra í 60 ára afmæli þann 17. júní sl. Þar gat Hallgrímur ekki mætt vegna sjúkleika síns. Á skólaárunum stunduðu nem- endur hveija þá vinnu, sem fáanleg var. Nokkrum sinnum vorum við Hallgrímur saman í byggingarvinnu og var samvinnan við hann ávallt sú sama, glaðlyndi, hógværð og prúðmennska voru honum í blóð borin. Að stúdentsprófí loknu stundaði Hallgrímur ýmis störf, m.a. kennslu í gagnfræðaskóla, en fljótlega kom að því að hann færi í framhaldsnám og varð Þrándheimsháskóli fyrir valinu, þar sem hann innritaðist í efnaverkfræði. Noregsdvölin varð Ölfushreppi sjáum nú á eftir góðum félaga og vini sem ávallt var reiðu- búinn að fræða og upplýsa okkur um söguna. Ef einhverjar upplýs- ingar vantaði var ávallt hægt að Ieita til Gunnars, hann var mættur með þær um hæl. Við þökkum Gunnari allar þær góðu ánægjustundir sem hann veitti okkur og það góða fordæmi sem hann var í öllum sínum störfum. Við sendum Sigurlaugu og fjöl- skyldu dýpstu samúðarkveðjur, megi minning hans verða þeim huggun í sorginni. F.h. starfsmanna Ölfushrepps, Guðmundur Hermannsson. Okkur langar í örfáum orðum að kveðja vin okkar Gunnar Markússon skólastjóra. Við vissum að hveiju dró en þrátt fyrir það hvarflaði ekki að okkur að kveðjustundin væri svo skammt undan. Það er skarð fyrir skildi og höggið er þungt. Lítill drengur sem sá Gunnar á gangi fyrir u.þ.b. ári sagði við ömmu sína: „Amma, þama er karlinn sem gengur eins og strákur." Margir sem þekktu Gunnar voru vissir um að hann yrði að minnsta kosti hundrað ára, hann var svo hress og unglegur en baráttan við krabba- mein er erfið og sigurinn aldrei vís, jafnvel ekki fyrir Gunnar Markús- son. Þegar starfsfélagi og góður vinur kveður rifjast upp margar ljúfar minningar. Það var fyrir 26 árum að við hjónin fluttum til Þorláks- hafnar ásamt elsta barni okkar sem þá var á fyrsta ári. Þegar við ókum niður sandinn í litlum sendiferðabíl var hífandi rok og sandbylur og ekki fýsilegt fýrir ókunnuga að hugsa sér búsetu í þessari eyði- mörk. Við hefðum helst viljað snúa við á staðnum. Síðan hafa orðið miklar breytingar á þorpinu okkar og umhverfí. Við ókum inn í G- götu og allt í einu birtist maður í „Hekluúlpu" við hlið bílsins. Maður- inn stöðvaði bílinn, rak inn nefíð og sagði. „Ert þú Jón? Ég er Gunnar Markússon skólastjóri. Komið á eft- ir mér á bílnum, þetta er örstutt." Að því búnu hvarf hann út í sandkóf- löng og á ýmsan hátt erfið vegna stríðsins, sem kom harkalega niður á Norðmönnum. Var fróðlegt að heyra frásagnir Hallgríms frá þeim tíma um ógnarástandið þar í landi. En það var bót í máli að á þessum árum náði Hallgrímur í lífsförunaut sinn, Ingrid, sem síðan hefur staðið dyggilega við hlið hans til hins síð- asta. Að stríðinu loknu komu þau hjón- in heim til íslands og settust að í Reykjavík um hríð, þar sem hann vann að ýmsum störfum á sínu menntasviði, en 1947 réðst hann framkvæmdastjóri hjá Síldarverk- smiðjunni í Krossanesi og gegndi því starfi í 6 ár. Þá endurnýjuðust kynni okkar. Ég var þá einnig kvæntur og voru Hallgrímur og kona mín kunningjar frá því að hann hafði dvalið um h'ríð á heimili hennar. Mun tengdafaðir minn, sem var norskur konsúll, hafa greitt götu hans til Noregs. Þegar þau voru nú komin í nágrennið urðu samfundir tíðir og áttum við þá margar ánægjustundir saman. Minnisstæð eru gestaboðin í Krossanesi þar sem hjónin voru sérlega samhent um að skemmta gestum sínum með margvíslegum gamanatriðum. Þá unnum við sam- an í stjórn Stúdentafélagsins á Akureyri í nokkur ár svo og í Rót- arýklúbbi Akureyrar og alls staðar var Hallgrímur sami trausti ljúfi félaginn, en tók jafnframt á verk- efnum sínum með festu og dugn- aði. Störf sín í Krossanesi rækti hann með miklum sóma. Áður en hann kom þangað hafði verksmiðj- an unnið karfa í stórum stíl en það þótti Hallgrími illa farið með góðan mat og hvatti mjög til þess að hann yrði unninn í frystihúsi eins og síð- ar varð. Árið 1953 fluttu þau hjónin til Reykjavíkur. Vann Hallgrímur þar hjá Iðnaðarmálastofnun og gegndi ýmsum öðrum merkilegum störfum. ið án þess að gefa okkur tíma til að svara. Hjá Gunnari gengu hlut- irnir ætíð hratt og örugglega fyrir sig og eins og hendi væri veifað var fjölskyldan og „öll“ búslóðin komin í hús í Kennarabústaðnum að B- götu 7. Þá var sest í gluggakistu í stofunni ásamt Vemharði Linnet sem þá kenndi við barnaskóla Þor- lákshafnar og þar var grunnurinn lagður að kennslu vetrarins. Þetta var upphafíð að löngu og góðu samstarfi og ekki síður góðri vináttu milli fjölskyldna okkar. Hjá Gunnari og Sigurlaugu áttum við okkar annað heimili. Gunnar stjóm- aði út á við, en í eldhúsinu stjórn- aði Sigurlaug með mikilli prýði. Á hveijum vetri var kennarahópnum boðið á G-götuna. Þá var nú oft glatt á hjalla og sungið og spjallað fram eftir kvöldi. Þegar Gunnari þótti nóg komið sagði hann: „Jæja,“ og þá vissu allir að nú var ætlast til að hópurinn þakkaði fyrir sig og héldi heim. Gunnar var alla tíð nokk- uð stjórnsamur og leit að vissu leyti á okkur hjónin sem börnin sín sem sjálfsagt var að aga svolítið og ala upp. Víst er að fáir ef nokkrir að frátöldum foreldrum okkar hafa haft eins mótandi áhrif á okkur og Gunnar. Fyrsta veturinn okkar í Þorláks- höfn vantaði forfallakennara við skólann. Gunnar spurði konu mína hvort hún væri tilbúin að taka að sér starfíð ef bamfóstra fengist fyr- ir frumburðinn. Gunnar útvegaði öndvegis barnfóstm og konan mín hóf þar með sinn kennsluferil. Þetta varð til þess að seinna fór hún í réttindanám og átti þá ætíð örugga hjálp og stuðning hjá Gunnari og Sigurlaugu. Að lokum viljum við hjónin fyrir hönd fjölskyldu okkar þakka ógleymanlegar samverastundir, ör- yggi og ástúð á liðnum árum. Elsku Sigurlaug, Hildur, Þór Jens, Stefán, Ágústa og fjölskyldur, megi algóður Guð blessa ykkur og styrkja á þess- um erfiðu tímum og um alla fram- tíð. Blessuð sé minning Gunnars Markússonar. Ásta Júlía, Jón Hafsteinn og fjölskylda. En á árinu 1955 tók hann við fram- kvæmdastjórn þriggja hlutafélaga, Hreins, Síríusar og Nóa, og gegndi þar störfum í 26 ár. Er mér kunn- ugt um það að hann naut óskoraðs trausts eigenda fyrirtækjanna og fórst honum stjórnun fyrirtækjanna einkar vel úr hendi. Þegar fjarlægðin jókst á ný á milli okkar urðu samfundir aftur stijálli en við hittumst þó endrum og eins ýmist fyrir norðan eða sunn- an og rifjuðum þá upp gamla daga okkur til gagnkvæmrar ánægju. Síðustu árin var heilsa Hallgríms erfið svo hann gat lítið notið lífs- ins, en hann átti að traustan föru- naut, sem gerði allt sem hægt var til að létta honum baráttuna við sjúkdóm sinn. En nú er þeirri þraut lokið og nýtt líf hafið á björtu til- verustigi. Og þá er bara að kveðja þig, gamli vinur. Bekkjarsystkini þín þakka þér góðu, gömlu sam- verustundirnar. Við hjónin þökkum þér öll kynnin og ánægjustundirn- ar, sem við áttum saman. Við Sól- veig sendum Ingrid dýpstu samúð- arkveðjur í söknuði hennar. Gísli Konráðsson. Hallgrímur Björnsson, efnaverk- fræðingur og fyrrverandi forstjóri Nóa Síríusar, er látinn. Mig langar í fáum orðum að minnast hans og þakka honum fyrir skemmtilega og góða viðkynningu. Hallgrímur var ákaflega vel gefinn og fróður mað- ur. Hann taldi ekki eftir sér að vinna af elju og skynsemi að velferðar- og réttlætismálum okkar sem deildu með honum sameiginlegum hags- munum, oft sárþjáður. Hallgrímur var hlýr og og gefandi maður. Ég þakka honum fyrir samfylgdina. Konu hans, frú Ingrid Björnsson, og fjölskyldu votta ég samúð mína. Blessuð sé minning hins mæta manns. Marta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.